Morgunblaðið - 13.07.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 13.07.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 37 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júlí kl. 12.00: Mario Duella, orgel 15. júlí kl. 20.00: Ítalski organistinn Mario Duelle leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Mendelssohn, Guilmant og eftir ítalska höfunda. www.listvinafelag.is Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 Uppselt, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 Uppselt, 12/8 kl. 15 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 uppselt, 19/8 kl. 15 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20 laus sæti, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 Uppselt, 8/9 kl. 20 laus sæti, 9/9 kl. 20 laus sæti, 14/9 kl. 20 laus sæti, 15/9 kl. 20 laus sæti, 22/9 kl. 20 laus sæti, 23/9 kl. 20 laus sæti, 28/9 kl. 20 laus sæti, 29/9 kl. 20 laus sæti, Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is NÝJASTA myndin um hann Harry Potter sló aðsóknarmet í banda- rískum kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd vestra síðastlið- inn miðvikudag. Ágóði af miðasölu á miðnæt- ursýningum einum saman í Banda- ríkjunum nam 12 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum 736 milljónum íslenskra króna. Þar með var fyrra met í miða- söluágóða á miðvikudagsfrumsýn- ingu slegið en það átti síðasta myndin í Hringadróttinssögu- þríleiknum og hljóðaði upp á tæp- ar 484 milljónir króna. Daniel Radcliffe var gestur Lar- rys Kings í vikunni og þar sagði hann meðal annars að hann hefði þurft að leggja ýmislegt á sig við gerð myndarinnar sem hann hafði aldrei þurft að gera áður. Hann sagði jafnframt að við gerð mynd- arinnar um Harry Potter og fang- ann frá Azkaban hefði hann kom- ist að því að leiklistin væri nokkuð sem hann vildi leggja fyrir sig. Harry Potter og Fönixreglan var frumsýnd í Bretlandi í gær- kvöldi. Reuters Hókus Pókus Rupert Grint, Daniel Radcliffe og Emma Watson munda töfrasprotana. Potter skákar Gandálfi Föstudagur <til ferðalaga> Gaukur á Stöng Wulfgang, Shadow Parade og Touch Sólon DJ Brynjar Már Hverfisbarinn DJ Stef Kringlukráin Hljómsveitin Signia Players Á móti sól 12 tónar Kira Kira Laugardagur <til láns> Sólon DJ Brynjar Mar og DJ Rikki Hverfisbarinn DJ Stef Kringlukráin Hljómsveitin Signia Nasa Goldie Players Bermúda Grand Rokk Mínus Jómfrúin Kvartett Egils B. Hreinssonar Hótel Geysir Lights on the Highway, Shadow Pa- rade, Grasrætur og Isabella. Sjallinn 90’s-partí Curver og Kiki-Ow sunnudagur <til sælu> Gljúfrasteinn Guðrún Dalía og Kristján Orri Í hinu nýja og skemmtilegaframtaki Selasetrinu áHvammstanga hefur verið komið fyrir myndlistarverkum fimm listamanna innan um upp- stoppaða seli og margvíslegrar fræðslu um þessi fallegu sjáv- arspendýr. Það hefur færst í vöxt að mynd- listarverkum eða heilum myndlist- arsýningum sé komið fyrir á söfn- um sem sérhæfa sig í að safna og sýna aðra þætti menningarinnar en myndlist, sbr. bókasöfn, minjasöfn, sögusöfn. Þetta er einn liður mynd- listarinnar í samtímanum til að brjótast út úr einangrun hvíta kass- ans svokallaða og færa sig nær öðr- um þáttum menningar og mann- legrar tilveru.    Reyndar hafa listheimspekingarfjallað mikið um mörk mynd- listar á síðustu öld ekki síst í sam- hengi við tækniframfarir og minnk- aðs gildis handverks svo að listin er ýmist ekki talin til lengur eða að öll sjónræn upplifun og fagurfræðileg reynsla flokkast undir listhugtakið.    Á sýningu þeirra Olgu Berg-mann, Önnu Hallin, Ólafar Nordal, Önnu Líndal, Eyglóar Harðardóttur, Önnu Guðjónsdóttur og Bryndísar Snæbjörnsdóttur eru verkin í mismunandi samræðu við aðra muni og verk setursins. Lítill munur virðist á framsetningu og jafnvel inntaki myndbandsverka eða innsetninga sumra list- kvennanna og þeirra verka sem fyrir eru í setrinu. Í öðrum tilfellum ögra myndlistarverkin þeirri upp- stillingu sem fyrir er eins og þegar Eygló Harðardóttir kemur fyrir ýmsum ágengum pappírsverkum á sýningarkassa sem inniheldur upp- stoppaða blöðruselsurtu. Papp- írsverkin sýna einhverjar óræðar persónulegar tilfinningatúlkanir, meðal annars í líki blekklessu- mynda í anda Rorschachs. Annað verk sem virðist óskilj- anlegt og fátæklegt í sjónrænni framsetningu er verk Önnu Guð- jónsdóttur sem samkvæmt fallegum texta er skrásetning á hversu djúpt selurinn getur stungið sér. Önnur verk á sýningunni falla mildilegar inn í það rými sem unnið er í án þess að tapa þeirri sérstöðu sinni að um aðra nálgun á ímynd selsins er að ræða en í innsetningu Selasetursins. Tölvuunnið myndbandsverk Olgu Bergmann og Önnu Hallin (Berghall) er einstaklega grípandi þar sem veruleiki og ímyndunarafl, myndbandsupptökur og teikningar blandast saman. Rannsóknarpælingar Önnu Lín- dal og Bryndísar Snæbjörnsdóttur vísa jafnt til raunvísinda sem og skáldlegra þátta. Selurinn Snorri skírskotar til ævintýra og tilfinn- inga bernskunnar og Selamær Ólafar Nordal vísar í ríkulegan arf þjóðsagna.    Myndlistarsýningar sem þessieru vandasamar í útfærslu þar sem verkin verða að taka tillit til rýmisins í víðustu merkingu. Sýningin SPIK í Selasetrinu á Hvammstanga er metnaðarfull og að mestu leyti vel heppnuð. Áhuga- verðast er þegar myndlistin nær að vera sem eðlilegasti þáttur í heild- inni, þegar tekst að koma á sam- ræðu milli ólíkra sjónarhorna á menninguna. Í raun sýnir fram- kvæmdin að listamenn eiga fullt er- indi inn á margskonar söfn og setur þar sem framlag þeirra auðgar heildina um leið og útmörk lista verða að hinum eðlilegasta hlut. Myndlist í Selasetrinu á Hvammstanga » Það hefur færst ívöxt að myndlist- arverkum eða heilum myndlistarsýningum sé komið fyrir á söfnum sem sérhæfa sig í að safna og sýna aðra þætti menningarinnar en myndlist, sbr. bókasöfn, minjasöfn, sögusöfn. Þetta er einn liður myndlistarinnar í sam- tímanum til að brjótast út úr einangrun hvíta kassans svokallaða... Myndlist „Sýningin SPIK í Selasetrinu á Hvammstanga er metnaðarfull og að mestu leyti vel heppnuð.“ tora@hlemmur.is AF LISTUM Þóra Þórisdóttir ÞETTA HELST UM HELGINA» Morgunblaðið/Árni Sæberg Duglegir Það er mikið að gera hjá Shadow Parade um helgina. Á móti sól Magni og félagarnir fjórir ætla að leika á Players.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.