Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OFBELDI OG FÍKNIEFNI Alltaf við og við eru framin of-beldisverk, sem valda því, aðvið hrökkvum við. Um síðustu helgi voru tveir ungir menn á ferð um miðborg Reykjavíkur. Þá viku fjórir menn sér að þeim og réðust á þá, án nokkurs tilefnis svo vitað sé. Fjór- menningarnir ökklabrutu annan manninn og brutu jafnframt í honum rifbein. Hinn tvímenninganna varð fyrir svo fólskulegri árás, að þegar ritstjórn Morgunblaðsins var að vinna frétt um þennan atburð sl. þriðjudag lá hann á taugadeild Land- spítala með höfuðáverka eftir mjög alvarlega líkamsárás. Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að sex strákar á aldrinum 14- 17 ára hefðu verið stoppaðir á Borg- arfjarðarbrú seint á mánudagskvöld. Þeir voru í árásarleiðangri á hendur unglingum í Borgarnesi. Áður hafði komið til átaka á milli unglinga af höfuðborgarsvæðinu og unglinga úr Borgarnesi á svæði tívolís við Smára- lind. Í bílunum tveimur voru tveir 17 ára piltar ökumenn. Annar var próflaus en hinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Enn og aftur vaknar sú spurning, sem er svo sem margrædd, hvað valdi því, að ungmenni og ungt fólk breyt- ist í einhvers konar villidýr. Er það svo, að enginn geti verið óhultur, sem er á ferð um miðborg Reykjavíkur að næturlagi? Er alveg sama hvort lögreglan er sýnileg eða myndavélum fjölgað? Er næsti mað- ur barinn, ef einhverjum öðrum sýn- ist svo? Er lögreglan sýnileg? Hún hefur verið það síðustu mánuði í sam- bandi við hraðamælingar og eftirlit með því, hvort ökumenn séu undir áhrifum áfengis eða vímuefna. En er hún sýnileg í miðborginni að nætur- lagi? Þótt nærtækt sé að krefjast þyngri refsinga yfir ofbeldismönnum er þó æskilegra að ná tökum á forvarnarað- gerðum, sem duga svo að efnilegir unglingar breytist ekki á skömmum tíma í óargadýr. Í Morgunblaðinu í dag er frétt þess efnis, að tveir ökumenn séu teknir á dag undir áhrifum vímuefna. Erum við að missa tökin á fíkniefnavand- anum, sem vafalaust tengist ofbeld- isverkunum í ríkum mæli? Í Morgunblaðinu í dag er frétt um að í einu borgarhverfi sé fíkniefnasali á ferð með mikil umsvif. Lögreglan kveðst í samtali við blaðið fylgjast með þeim manni og öðrum, sem stundi það sem kallað er götusölu. Hinn almenni borgari spyr hins veg- ar hvers vegna slíkir menn séu ekki teknir. Það er auðvitað óhugnanlegt að þeir geti stundað iðju sína inn í miðjum íbúðahverfum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að um fleiri slík tilvik sé að ræða án þess að þess verði vart að lögregluyfirvöld grípi inn í. Vafalaust hefur lögregla sínar ástæður fyrir því, en blasi það við að um fíkniefnasölu sé að ræða má spyrja, hvers vegna slík hreiður eru ekki hreinsuð út. BUSH Í VANDA Bush Bandaríkjaforseti var ekkisannfærandi á blaðamannafundi þeim, sem hann efndi til um Írak í gær. Forsetinn hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér í því, að Bandaríkja- menn náðu því höfuðmarkmiði sínu að koma Sadam Hussein frá völdum. Bush hefur líka rétt fyrir sér í því, að Bandaríkjamönnum tókst að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í Írak og ríkisstjórn var mynduð á grundvelli úrslita þeirra kosninga. Hvoru tveggja er árangur og alveg sérstaklega skiptir máli, að kosning- ar fóru fram. Hins vegar stendur forsetinn frammi fyrir því, að borgarastríð er skollið á í Írak. Það er nánast óhugs- andi að Bandaríkjamenn geti stöðvað það eða stillt til friðar. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna Bandaríkjamenn ættu að taka á sig þá ábyrgð að tryggja að stríð- andi öfl í Írak nái saman. Er það þeirra hlutverk? Helztu rök Bush fyrir því, að Bandaríkjamenn eigi ekki að hverfa frá Írak, þegar hér er komið sögu eru þau að geri þeir það muni hryðju- verkasamtök Osama bin Laden leggja undir sig Írak, hreiðra þar um sig og nota Írak sem stökkpall fyrir aðgerðir víða um heim. Ætla Bandaríkjamenn að senda hersveitir til allra landa, þar sem slíkt gæti gerzt? Það er augljóst að Osama bin Laden og talibanar frá Afganistan eiga mikinn hljómgrunn í Pakistan. Ætla Bandaríkjamenn að senda hersveitir til Pakistan til þess að koma í veg fyrir að bin Laden nái undirtökunum þar? Þessi röksemdafærsla Bush geng- ur ekki upp vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa ekki bolmagn til þess að gera allt það, sem þeir þyrftu að gera til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn nái völdum hér og þar í heiminum. Hitt skiptir hins vegar meira máli að hreinsa upp þær deilur, sem bin Laden og skoðanabræður hans nær- ast á en það eru deilur Ísraela og Pal- estínumanna. Ef takast mætti að ljúka þeim deilum mundi jarðvegur- inn fyrir starfsemi hryðjuverka- manna fljótt breytast og hverfa. Bezta leið Bandaríkjamanna í mál- efnum Mið-Austurlanda er að gera nýtt og alvarlegt átak til þess að sætta Ísraelsmenn og Palestínu- menn. Það tekst hins vegar ekki nema Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að ganga mjög hart að samherjum sínum, Ísraelsmönnum, og knýja þá til að gefa meira eftir en þeir hafa gert hingað til í samningaviðræðum við Palestínumenn. En auðvitað er bæði Bandaríkja- mönnum og Ísraelsmönnum vorkunn. Við hverja eiga þeir að semja? Abbas og hans menn eða Hamas-samtökin? Alla vega er ljóst að það verður eng- inn friður án Hamas. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Ólafur Þorvarðarson,skipstjóri á Þorvarði LárussyniSH, segir að ekki sé hægt aðsvindla eins og fram hafi komið í Morgunblaðinu. „Það gengur ekki upp, þó ekki væri nema vegna eftirlitsins,“ segir hann. „Ef þetta er svona verða allir að vera meðvitaðir um það. Við sem setjum í gámana höfum engan akk af því að vera að stela undan fiski. Við viljum fá sem mesta verðmætið og sem mest fyrir okkar afla. Tegundasvindl hlýtur líka að vera harla erfitt vegna úrtaksvigtunar og ann- ars eftirlits.“ Fjórir menn á Grundarfirði eiga skipið ásamt Samherja sem sér um útgerðina. Óli Siggi, eins og hann er kall- aður, segir að hann verði að skila afla- skýrslu og skýrslu um innihald gáms og það fari ekki fram hjá yfirvöldum séu þær ekki í samræmi við tölur Fiskistofu og sölutölur. „Ef það er svindl í gangi þá hlýtur það að sjást.“ Bílarnir vigtaðir tómir Á síðasta ári fóru um 6,6 þúsund tonn af gámafiski frá Grundarfirði. Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður, segir að í 30 - 40% tilvika fylgist starfsmenn Fiskistofu með að rétt sé að verki staðið. Vigt- arskýrslur verði að fylgja hverjum ein- asta bíl og án þeirra fái þeir ekki af- greiðslu hjá Eimskipi eða Samskipum, sem flytji gámana út. Hann verði síðan strax að faxa skýrslu um innihald gámsins ásamt vigtarskýrslu til Fiskistofu og því sé auðvelt að sannreyna hvort þessar upplýsingar stemmi ekki við útflutnings- skýrslur. Auk þess bendir hann á að bíl- arnir séu vigtaðir tómir og svo aftur með gámnum með fiskikörum. „Bílarnir eru aldrei vigtaðir með tóm kör,“ segir hann og bætir við að þar með sé ljóst að frásögn af svonefndri vatnsaðferð við kvótasvindl eigi ekki við á Grundarfirði. „Það er ekk- ert smáræði sem er verið að væna okkur um,“ heldur hann áfram og vísar í umfjöll- un í Morgunblaðinu. Segir jafnframt að fjölmiðlum sé frjálst að skoða allar skýrslur og allar upplýsingar séu á borð- inu. „Ég var á sjónum frá 1974 til 2000, stýrimaður og skipstjóri í mörg ár, við settum mikið í gáma og svindl af þessu tagi hvarflaði aldrei að mönnum enda er þetta ekki hægt.“ Þekkingarleysi Djúpiklettur ehf. er alhliða þjónustufyr- irtæki við sjávarútveg og fiskvinnslu á Grundarfirði. Þjónustan felst m.a. í lönd- un og gámafrágangi. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Djúpakletts, segir að umræðan sé út í hött og lýsi þekking- arleysi á greininni. Ef svindlið væri stað- reynd væri um stærsta svindl Íslandssög- unnar að ræða og nokkur þúsund manns yrðu að taka þátt í því, þ.e. skipstjórn- armenn, áhafnir, löndunarmenn, útgerð- armenn, vigtarmenn, Fiskistofa, erlendir fiskmarkaðir og erlendir kaupendur. Menn væru sakaðir um að hafa staðið að stærsta fjársvikamáli sögunnar, um að ræna íslenska þjóð, um að setja kvóta- kerfið á hliðina. Undir því væri ekki hægt að sitja. „Við ættum þá allir að sitja í gæsluvarðhaldi enda ef 40 þúsund tonn- um er svindlað svona út þá eru upphæð- irnar komnar yfir 10 milljarða á ári.“ Þeg- ar Morgunblaðið leit við hjá Þórði var hann að vigta ísaðan fisk í körum fyrir uppboð hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar. „Við vitum ekkert hver kaupir þennan fisk á markaðnum og hann gæti vel endað sem gámafiskur, en skráningunni verður ekki breytt. Hvernig á kaupandinn að irgengilegt og lý hvernig þessi m dettur í hug blö Morgunblaðið. Þ „Geimverur réð arfirði“.“ Umfjö aðferð segir Þór arleysinu vel. „É hafa séð bíl tara ég er ekki viss u ir hann. „Við ke bryggju í þúsun alltaf tóma. Ann samþykkt. Köri Samkvæmt Fis kíló og þegar kö sú tala dregin fr ræðuna svipaða hafi verið í bönk búnir að hlusta svínarí, „en hva þeirra sem lásu skilning á því hv las þetta og trúð hlógu að þessu. ásættanlegt. Ei að þið gerið nú e öllum hliðum og þetta sé ekki fra sökunarbeiðni a Mikið eftirlit Þórarinn Kristj Guðmundi Run fjöllun Morgunb vita, ef það er þorskur undir þessu öllu saman? Þetta eru staðlausir stafir, bara rugl, og tölfræðilega gengur málið heldur ekki upp. Um 32 þúsund tonn fara beint út frá höfnunum á ári og þar af telur Fiskistofa um 8 þúsund tonn inn í gám- ana. Eftir standa því 24 þúsund tonn og fræðilega gengur svindl upp á 40 þúsund tonn, eins og ýjað var að í Morgunblaðinu, ekki upp þó svo öllu þessu magni væri svindlað út í heilu lagi. Ég fullyrði hins vegar að það er hvergi svindl í gámaút- flutningi því það yrði svo gríðarlega flók- ið. Það þyrfti að gera upp við sjómenn og kaupendur, gera tollskjöl, skrá keilu sem þorsk og svo framvegis. Allt yrði þetta að passa saman og enginn mætti nokkurn tímann segja frá. Ég hef starfað við þetta í mörg ár og aldrei orðið vitni að svindli. Ég hef aldrei verið beðinn um að standa í slíku og ég hef aldrei heyrt um neitt slíkt.“ Þórður segir að sé einhvers staðar svindl í gangi sé ljóst að það sé ekki í þessu ferli. „Það væri miklu einfaldara að flytja inn eiturlyf heldur en að standa í svona rugli,“ segir hann og bætir við að auk þess hafi hann engra hagsmuna að gæta. „Ég fæ bara greitt fyrir kílóið og mér er alveg sama hvort það er karfi, keila, ufsi eða þorskur í þessum körum. Ef ég tæki þátt í svona svindli væri ég að brjóta tollalög, brjóta lög um vigtun og meðferð sjávarafla sem varða þriggja ára fangelsi, þiggja mútugreiðslur og svo framvegis. Svindl í útflutningi í gámum gengur einfaldlega ekki.“ Að mati Þórðar er eðlilegt að Morgunblaðið greini frá lög- brotum en blaðið eigi ekki að hafa eftir sögusagnir sem ekki sé fótur fyrir. „Talað er um að veitt sé allt að 40 þúsund tonnum meira af þorski en skráð sé og þó sagt hefði verið að um fjögur þúsund tonna svindl væri að ræða hefði ég líka sagt að þið væruð ekki í lagi. Hvernig á þetta að vera hægt? 40 þúsund tonn er svo yf- Vísa ásökun Starfsmönnum í sjávar- útvegi í Grundarfirði finnst gróflega að sér veg- ið og þeir eru reiðir og sár- ir vegna fréttaskýringar Agnesar Bragadóttur um kvótasvindl í Morgun- blaðinu 4. júlí sl. og leiðara blaðsins daginn eftir. Steinþór Guðbjartsson tók púlsinn í Grundarfirði. Útflutningur Fiskurinn er flokkaður um borð og eftir lönd Sigurður Ólafur Þorvarðarson Hafsteinn Garðarsson Þórður Á Magnúss » „Þetta fyrsta l hægt að sv að vera sak eins og þet stærsta gl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.