Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 19
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 19
edda.is
„Ómögulegt að leggja
hana frá sér. “
-Washington Post
Hvað gera menn þegar þarfasti þjónninn snýst gegn þeim?
Hvað sem þú gerir - ekki HRINGJA í Neyðarlínuna ...
Glæný og æsispennandi skáldsaga eftir meistara
hrollvekjunnar sem fengið hefur frábæra dóma.
Frábær kil
ja í sumar
fríið
"Snjöll og frábærlega
vel skrifuð..."
-The Guardian
Hallmundur Kristinsson heyrðiaf því að ný og umhverfisvæn
forsetabifreið væri komin að
Bessastöðum:
Ólafur forseti gerist nú grænn.
grænka sumir af öfund.
(Örpistill þessi er umhverfisvænn,
eftir frábæran höfund).
Það heyrðist norður til Davíðs
Hjálmars Haraldssonar að nýja
forsetabifreiðin væri hljóðlaus:
Ólafur lifir í ást og sátt
við umhverfið – sem er vandi,
og þegar hann blessaður hefur hátt,
það heyrist á Norðurlandi.
Frá því segir á Vísnavef
Skagfirðinga að við fyrsta
forsetakjör á Íslandi hafi það
aðeins verið þingmenn sem kusu og
komu fram 15 auðir seðlar við þá
atkvæðagreiðslu. Út af því var þessi
ferskeytla ort af ókunnum höfundi:
Áttu að fella forsetann
fimmtán seðlar auðir.
Höfundunum enginn ann,
allir betur dauðir.
Ármann Þorgrímsson hnýtir
heimspeki í sléttubönd, sem flytja
má aftur á bak og áfram:
Hrakar viti allra ört
eyðist sálar kraftur
þjakar marga sorgin svört
syndin kemur aftur.
Stefán Stefánsson frá Móskógum
á Bökkum orti til Jóns Kjartans-
sonar, forstjóra Áfengisverslunar
ríkisins, en sagt var að hann hefði
bara vinnukonuútsvar.
Aldrei mikið útsvar bar
eða skatta og þess konar
sem heldur ekki von til var
„vinnukona Framsóknar“.
VÍSNAHORNIÐ
Af bifreið og
forsetanum
pebl@mbl.is
BRESKI tískuiðnaðurinn hefur nú
tekið höndum saman um að leggja
blátt bann við því að stúlkur undir
sextán ára aldri starfi sem sýning-
arstúlkur á London Fashion Week
í septembermánuði.
Það þyki með öllu óviðeigandi
að ungar og óþroskaðar stúlkur
komi fram sem fullorðnar þrosk-
aðar konur auk þess sem hart er
lagt að tískusýningabransanum að
vera ekki að nota ofur grann-
vaxnar stúlkur í tískusýninga-
störfin.
Stofnað hefur verið til sérfræð-
ingateymis, sem ætlað er m.a. að
taka á heilsuþáttum sýningar-
stúlkna og eru hugmyndir uppi
um að kanna fitustuðul verðandi
sýningarstúlkna áður en þær eru
ráðnar til sýningastarfa.
Talið er brýnt að vernda yngri
stúlkur, sem starfa í tískuiðn-
aðinum, og jafnvel að stofna til
stéttarfélags fyrir starfsgreinina,
að því er segir í nýlegri frétt á
netmiðli breska ríkisútvarpsins
BBC.
Módelstörfin ekki
fyrir yngri en 16 ára
Morgunblaðið/ÞÖK
Á sýningarpallinum Hart er nú lagt að tískusýningabransanum í Bretlandi
að nota ekki of grannar eða mjög ungar fyrirsætur.
LÍFRÆNT
ræktað græn-
meti og ávext-
ir gætu verið
betri fyrir
heilsuna en
það sem ekki
er ræktað lífrænt, eftir því sem segir
á vefmiðli BBC. Í rannsókn sem stóð
yfir í 10 ár voru lífrænt ræktaðir tóm-
atar bornir saman við aðra og sýndi
sig að í þeim lífrænt ræktuðu fannst
allt að helmingi meira af andoxunar-
efnunum flavonoids. Það hefur sýnt
sig að flavonoids draga úr háum blóð-
þrýstingi og eru því talin draga úr
hættu á hjartasjúkdómum og -áföll-
um. Talið er að ástæða þess að svo
mikið finnst af flavonoids í lífrænt
ræktuðum tómötum, liggi í því að í
jarðvegi þar sem lífræn ræktun er
stunduð, er minna af köfnunarefni
þar sem þar ekki er notaður tilbúinn
áburður. Virðist framleiðsla andoxun-
arefnanna virðist fara af stað sem ek.
varnarviðbrögð við skorti á köfnun-
arefni. En flavonoids hafa verið talin
draga úr hættu á vissum gerðum
krabbameins og elliglapa.
Vert er að taka fram að bent hefur
verið á að engar beinar sannanir séu
enn fyrir því að lífrænt ræktaður
matur sé heilnæmari en annar, til
þess þurfi ítarlegri rannsóknir. Vissu-
lega hafi verið sýnt fram á að lífrænt
ræktaður matur hafi ekki nákvæm-
lega sömu samsetningu næringar-
efna, en þar með sé hann ekki endi-
lega betri. Í því samhengi er bent á að
nýleg rannsókn sýni fram á að lífræn
mjólk innihaldi meira af ómega-3-
fitusýrum en önnur mjólk, en að þær
fitusýrur virðist ekki hafa sömu holl-
ustueiginleika og ómega-3-fitusýrur
sem eingöngu finnast í feitum fiski.
Lífrænt
betra fyrir
hjartað?