Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
SJÓNVERND og blinduvarnir á Ís-
landi, nefnist nýr sjóður sem
Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg-
ingar hefur stofnað. Stofnframlagið
eru 25 milljónir króna og tilgang-
urinn með stofnun sjóðsins er tví-
þættur. Annars vegar að efla tækja-
kost til augnlækninga og hins vegar
að styrkja forvarnarstarf gegn
blindu á Íslandi. Stjórn hins nýja
sjóðs skipa þeir Benedikt Sigurðs-
son framkvæmdastjóri Samvinnu-
trygginga, Einar Stefánsson yfir-
læknir augndeildar og Helgi S.
Guðmundsson stjórnarmaður í Sam-
vinnutryggingum. Þetta var tilkynnt
á blaðamannafundi í gær.
Tækjabúnaðurinn mjög dýr
Einar Stefánsson segir framlag
Samvinnutrygginga afskaplega
merkilegt og göfugt, en með því
verði hægt að bjóða Íslendingum
upp á augnlækningar í fremstu röð í
heiminum. „Okkur hefur gengið vel
og við stöndum vel á mörgum svið-
um. En augnlækningar eru mjög
tækjafrek grein,“ segir Einar.
„Framþróun er ör og tækin verða sí-
fellt betri og dýrari. Sú barátta að
halda í við tæknina er endalaus og á
vissan hátt höfum við verið að tapa
þeirri baráttu, markið færðist sífellt
lengra í burtu, alveg þangað til nú.“
Kveður hann sjóðinn setja enda-
punkt við þennan eltingaleik. Nefnir
hann sem dæmi að hornhimnuflutn-
ingar hafi verið stundaðir hér á
landi á níunda áratugnum, en ekki
hafi tekist að halda í við auknar
kröfur um gæði og geymslu líffær-
anna.
Hornhimnubanka komið á fót
Með framlögum sjóðsins til
tækjakaupa segir Einar hins vegar
að íslenskur hornhimnubanki verði
mögulegur, en tugir Íslendinga
munu njóta þess að slíkur banki sé
til. Segir Einar að erlendir aðilar
sem hingað til hafi útvegað horn-
himnur úr látnum einstaklingum
fyrir íslenska sjúklinga geti það ekki
lengur vegna skorts á líffæragjöfum
hvarvetna. Knýjandi nauðsyn sé því
að Íslendingar verði sjálfum sér
nógir í þeim efnum.
Auðveldara að fá fólk til starfa
Benedikt Sigurðsson segir það
ánægjulegt fyrir Samvinnutrygg-
ingar að koma að þessu verkefni, en
félagið vilji leggja sitt lóð á vogar-
skálarnar í heilbrigðis-, líknar- og
menntamálum á næstunni. Það sé
vilji félagsins að sjóðurinn starfi
sjálfstætt og útdeili fé til augnlækn-
inga með eins skynsamlegum hætti
og mögulegt er. Þá segir Benedikt
það von sína að með bættum að-
stæðum og tækjakosti til augnlækn-
inga hérlendis verði augndeild
Landspítalans gert hægara um vik
að fá til sín lækna og hjúkrunarfólk
sem hefur aflað sér sérþekkingar
erlendis og ílenst þar.
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra lýsti við þetta tilefni
mikilli ánægju með styrktarsjóðinn
og sagði að þó menntun, rannsóknir
og reynsla íslenskra lækna hefði
skilað góðum árangri helgist fram-
farir öðrum þræði af þeim tækjum
sem menn hafa í höndunum hverju
sinni. Sagði hann augndeildinga
skorta ýmis tæki sem fyrirsjáanlegt
væri að opnuðu augnlæknum hér
nýja möguleika.
Merkilegt framlag einkaaðila
Kvað Guðlaugur Þór framtakið
athyglisvert fyrir þá sök að það
sýndi vilja einkarekins fyrirtækis til
að leggja sitt af mörkum svo að hér
á landi verði heilbrigðisþjónusta
meðal þess besta sem gerist. Kallar
ráðherrann eftir því að fleiri láti
gott af sér leiða á þessu viði og láti
sig heilsuþjónustu varða. „Einkaað-
ilar hafa verið áberandi í íslenskri
heilbrigðisþjónustu. Það er svo mik-
ið af spennandi verkefnum í heil-
brigðismálum sem farnast best í
samvinnu opinberra aðila og einka-
aðila. Lykilatriðið í þessu er fjöl-
breytnin,“ segir Guðlaugur Þór, sem
telur mikla möguleika felast í því að
einkaaðilar beini athygli sinni að
heilbrigðismálunum í meiri mæli.
25 milljóna króna stofnframlag
í styrktarsjóð augnlækninga
Forsvarsmenn Sam-
vinnutrygginga hafa
stofnað sjóðinn „Sjón-
vernd og blinduvarnir á
Íslandi“, sem styrkja
mun forvarnir og
tækjakaup til augn-
lækninga hérlendis.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Ánægjulegt Helgi S. Guðmundsson og Benedikt Sigurðsson hjá Samvinnutryggingum, Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra, Einar Stefánsson og Friðbert Jónasson yfirlæknar og Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri LSH.
Í HNOTSKURN
»Fyrsta verkefni sjóðsinsverður að koma á lagg-
irnar hornhimnubanka sem
þarf að standast strangar
kröfur.
»Augnlækningar í fremsturöð verða mögulegar hér á
landi við framlag sjóðsins.
»Framkvæmdastjóri Sam-vinnutrygginga segir fé-
lagið vilja leggja sitt af mörk-
um í heilbrigðis-, mennta- og
líknarmálum.
UMRÆÐA um
skatta og skatta-
pólitík hér á landi
hefur verið lítil og
næsta yfirborðs-
kennd. Það hefur
gert það mögu-
legt að skatta-
lagabreytingar
hafa verið fræði-
lega illa undir-
búnar og grein-
ingu áhrifa ábótavant.
Þetta er mat Indriða H. Þorláks-
sonar, hagfræðings og fyrrverandi
ríkisskattstjóra, í grein hans sem
birtist í nýjasta tölublaði veftímarits-
ins Stjórnmál og stjórnsýsla
(www.stjornmalogstjornsysla.is).
Í greininni gagnrýnir Indriði þau
vinnubrögð að leggja skattalaga-
frumvörp seint fram og takmarka
umfjöllun um þau því það hafi gert
alla meðferð löggjafans og umræðu
um skattamál meðal almennings og í
fræðaheiminum handahófskennda
og ómarkvissa. Telur hann um-
ræðuna því fremur hafa mótast af
hentifræði en fagmennsku.
Er skattkerfið sanngjarnt?
Rannsóknarspurning Indriða í
grein hans er: „Er skattkerfið sann-
gjarnt og hvernig nýtast ívilnanir
þess?“ Í samtali við Morgunblaðið
sagðist Indriði ekki vilja svara þeirri
spurningu öðruvísi en að draga fram
talnalegar staðreyndir og fela það í
hendur lesenda að svara spurning-
unni út frá eigin verðmætamati.
Indriði bendir í grein sinni á að
heildarskattbyrði landsmanna sé
allfrábrugðin tekjuskattsdreifing-
unni. „Skerfur hinna tekjulægstu í
skattgreiðslum er meiri en fyrirfram
mætti ætla og byrjunarpunkturinn
því allhár. Stígandin í heildarskatt-
byrðinni er í upphafi meiri en í tekju-
skattinum einum og er hámarks-
skattbyrði náð mun fyrr en í
tekjuskattinum einum eða við 7-9
m.kr. árstekjur, sem er ekki fjarri
meðaltekjum hjóna. Skattbyrðin vex
þannig úr um 19% við lægstu tekjur í
yfir 40% við meðaltekjur og fellur
síðan í um 21% við hæstu tekjur.“
Faglega
umræðu
skortir
Indriði H.
Þorláksson
KAUPÆÐI gríp-
ur oft og tíðum ís-
lenskar konur er
þær ganga fram á
Hennes og Mau-
ritz-verslun í út-
löndum en barna-
föt og önnur föt
hafa lengi verið
vinsæl í þeim
verslunum. Eina leiðin til að nálgast
þessar vörur á Íslandi virðist vera á
barnalandi.is en þar falbýður íslensk
kona barnaföt úr H&M með nokkurri
álagningu að því er virðist. Í auglýs-
ingu hennar má meðal annars finna
barnagallabuxur sem eiga að kosta
4.500 kr. en slíkar kosta yfirleitt á
milli 900 og 2.000 kr. í H&M-búðun-
um.
Lengi hafa gengið sögur um komu
búðarinnar til landsins og ýmsir að-
ilar og staðsetningar verið nefnd.
Ekkert virðist þó hæft í þessum sög-
um þó íslenskar konur séu orðnar
óþreyjufullar upp til hópa og voni enn
að búðin vinsæla komi senn til lands-
ins. Camilla Emilsson Falk, fjölmiðla-
fulltrúi H&M-búðanna, segir fyrir-
tækið ávallt leita nýrra markaða með
ákveðinn fólksfjölda í huga. Í vor hafi
verið opnaðar búðir í Kína, á Grikk-
landi, í Qatar og Slóvakíu að sögn
Camillu en erfitt er að jafna fólks-
fjölda á Íslandi við þessi lönd. Hún
segir tímann leiða í ljós hvort opnuð
verði H&M-verslun á Íslandi en það
liggi ekki í kortunum eins og er.
Engir einkaumboðsaðilar
H&M-fyrirtækið hefur þá stefnu
að reka og eiga allar sínar búðir sjálft
og gefur því ekki út nein einkaumboð
en það getur útskýrt hvers vegna
engum hér á Íslandi hefur tekist að
sannfæra þá til samstarfs en nú eru
starfræktar um 1.400 H&M-búðir í 28
löndum víðs vegar í heiminum. Marg-
ir hafa ruglast í ríminu þegar rætt er
um H&M og staðhæft að hér hafi
lengi verið H&M-verslun - á móti
Kringlunni, undir göngugötunni.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
þessi verslun kallaðist H&M Rowells
en það var póstverslun H&M sem var
dótturfyrirtæki H&M-fyrirtækisins
en hefur nú sameinast því. Baldur
Dagbjartsson hafði umboðið fyrir
póstverslunina en segir það þó hafa
verið undantekningu frá reglunni.
Fyrirhugað var að opna útibú frá áð-
urnefndri póstverslun í Smáralind
fyrir alllöngu en ekkert varð úr þeim
áætlunum. Hins vegar hefur verslun-
in H&M aldrei haft neinar fyrirætl-
anir að opna fatabúð í verslunarmið-
stöðinni.
Óvíst um opnun
H&M á Íslandi
Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur
astasoley@mbl.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
38
10
0
06
/0
7
High Peak Redwood
Þolmörk: -3C°
Þyngd: 1,9 kg
Svefnpokar
- mikið úrval
Tilboðsverð:
5.990 kr.