Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞESSAR vísbendingar eru það al- varlegar að ekki er hægt að sitja með hendur í skauti, heldur þurfum við að komast að því hvað af þessum lækkunum á virðisaukaskatti og vörugjöldum hafi skilað sér, á sama tíma og krónan er að styrkjast. Það eru allar forsendur fyrir lækkun, engar fyrir hækkun,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um harða gagnrýni ASÍ á matvörumark- aðinn að undanförnu. Hefur hún m.a. beinst að því að lækkanir virðisauka- skatts á matvæli og vörugjalda skili sér ekki nægilega til neytenda. Björgvin segir það standa upp úr að niðurstöður ASÍ séu ein vísbend- ing um að lækkun álaga ríkisins skili sér ekki til neytenda. Það segir hann að sé alvarlegt mál, ef satt reynist, en bendir á að of snemmt sé að fella dóma. „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að efla verðlagseft- irlitið enn frekar, þannig að niður- stöðurnar verði hafnar yfir allan vafa.“ Í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu 1. mars sl., þegar breyting- arnar gengu í gegn, er haft eftir Árna Mathiesen fjármálaráðherra að nái lækkanir ekki að festa sig í sessi sé það til marks um að sam- keppni sé ekki nægjanleg. „Þá er það auðvitað hlutverk stjórnvalda að gera það sem þau geta gert til þess að auka samkeppnina.“ Björgvin segir samkeppniseftirlit- ið sífellt vera að skoða slík mál og áréttar að verðlagseftirlitið verði að efla. „Réttar upplýsingar eru for- senda aðgerða en ef við komumst að því að þetta skilar sér ekki þá er eitt- hvað að samkeppnismarkaðnum.“ Snemma á árinu gekk þáverandi viðskiptaráðherra frá samkomulagi við ASÍ, Neytendastofu og Neyt- endasamtökin um eftirfylgni og eft- irlit með að aðgerðir ríkistjórnirnar gangi eftir. ASÍ fékk það hlutverk að fylgjast með matvörumarkaðnum og hefur mælt verðlagið reglulega. Þessar mælingar hafa verið gagn- rýndar og þrátt fyrir að véfengja þær ekki segir Björgvin að vissulega séu til öflugri leiðir, og minnist í því samhengi á rafrænan gagnagrunn sem hægt væri að samnýta milli stofnana. Björgvin segist hafa rætt við for- svarsmenn Samtaka verslunar og þjónustu og Neytendastofu og farið verður nánar yfir málið síðar í mán- uðinum. Milliliðirnir taka til sín Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir alveg á hreinu að það séu milliliðirnir sem taki meira til sín. „Þarna eru aðilar sem taka það sem neytendum ber. Í stað þess að vöruverð lækki enn frekar frá því að virðisaukaskattur- inn var lækkaður, þ.e. bæði vegna vörugjaldanna og styrkingar krónu, þá er þróunin þveröfug. Ég tel að það sé næg ástæða til þess að sam- keppnisyfirvöld hraði mjög skoðun sinni á markaðnum,“ segir Jóhannes sem telur það óviðunandi að lækkun álaga stjórnvalda hafi aðeins skilað sér til neytenda í upphafi en versl- unin síðan tekið þær til sín. Eitthvað að samkeppnisum- hverfinu skili lækkanir sér ekki Morgunblaðið/ÞÖK Verðbreyting ASÍ telur að lækkun álaga ríkisins á matvæli skili sér ekki að fullu til neytenda. Viðskiptaráðherra mun taka gagnrýni ASÍ á matvörumarkaðinn fyrir síðar í mánuðinum, með aðkomu allra aðila. Hann segir nauðsynlegt að ná góðri sátt um verðlagseftirlitið. „Á MEÐAN gögnin sem mælingin byggist á liggja ekki fyrir er ekki hægt að taka mark á niðurstöðum ASÍ. Ásakanir ASÍ á matvöruverslunina um að hún hafi ekki skilað lækkun opinberra álaga til neytenda eru því marklausar og þjóna eingöngu pólitískum hagsmunum ASÍ,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) sem send var út í gærdag. Samtökin benda á að vísitala neysluverðs án hús- næðis hafi lækkað um 0,12% í júlí miðað við fyrri mán- uð. Einnig er bent á að frá því í mars hefur vísitala neysluverðs, án húsnæðis, hækkað um 1,1% og er hlut- ur matar- og drykkjarvöru aðeins 0,3% af þeirri hækk- un. „Þetta er allt önnur niðurstaða en sú verðmæling sem hagfræðideild ASÍ hefur birt um þróun mat- arverðs á þessu ári og verslunarfyrirtæki hafa gagn- rýnt. […] Hagstofa Íslands er virt fagstofnun sem hafin er yfir ásakanir um hlutdrægni eða óvönduð vinnu- brögð. Niðurstöður hennar eru sem áður segir allt aðr- ar og verslunin kannast betur við þær. Það upphlaup sem orðið hefur vegna enn einnar umdeildrar verð- mælingar ASÍ á þróun matvöruverðs á smásölumark- aði er einungis til þess fallið að rugla almenning í rím- inu og veldur versluninni skaða.“ Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, vísar gagnrýni SVÞ á bug. „Okkar málflutningur byggðist fyrst og fremst á því að það sem hefur verið að gerast á markaðnum frá því í mars, þ.e. lækkun vörugjalda og styrking krónunnar, hafi ekki skilað sér með eðlilegum hætti. Það er ekkert í yfirlýsingu Samtaka verslunar og þjónustu sem hrekur það.“ Ólafur Darri segir einnig mjög gott samræmi milli talna ASÍ og Hagstofunnar og telur yfirlýsinguna byggða á misskilningi. Ekki hægt að taka mark á nið- urstöðum ASÍ án frekari gagna Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar samþykktu í gær samkomulag um samstarf sveitarfé- laganna við Geysi Green Energy (GGE) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um rekstur Hitaveitu Suður- nesja (HS). Virðist þar með vera kom- in niðurstaða í þá togstreitu sem kom- in var upp varðandi eignarhald á hitaveitunni. Sú uppstokkun sem orðið hefur í eigendahópnum hófst með sölu rík- isins á sínum hlut í upphafi maímán- aðar en málið tók óvænta stefnu um síðustu mánaðamót. Seldu þá þau sveitarfélög sem minni hluti áttu til GGE en áður höfðu átt sér stað þreif- ingar um að OR keypti hlut nokkurra sveitarfélaga. Í kjölfarið nýttu sveit- arfélögin Reykjanesbær, Hafnar- fjarðarbær og Grindavíkurkaupstað- ur sér forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins sem seldur hafði verið til GGE og framseldu þau tvö síðarnefndu hlut- ina til OR. Sagði Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, þá að Reykjanesbær gæti ekki tekið þá áhættu að annað orkufyrirtæki, sem ekki hefði gefið upp fyrirætlanir sínar með hitaveituna, réði henni. Gert hefur verið hluthafasam- komulag og kaupsamningur um hvernig eignarhaldi hluthafanna verði háttað og hverjar framtíðar- áherslur HS verða. Einnig er kveðið á um aðkomu OR og GGE að ýmsum málum á Suðurnesjum, þ.m.t. málum sem varða starfsemi Keilis á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Jafn- framt munu OR og GGE veita fjár- hagslegan og félagslegan stuðning við menningar-, íþrótta- og áhugafélög á starfssvæði HS. Eigendurnir virðast sáttir Árni Sigfússon segir mikilvægt að Reykjanesbær verði áfram ráðandi og stærsti eignaraðili og mál hafi skýrst mjög í viðræðum við OR síð- ustu daga. „Þeirra hugur liggur fyrir og það er full ástæða til að við náum að vinna vel saman.“ Hann segir sýn hluthafanna um framtíðina vera skýra og þá sömu í meginatriðum. Ljóst er að sjálfstæði HS er grund- vallaratriði í hans huga. „Grundvall- aratriðið er að HS sé sjálfstætt fyr- irtæki með höfuðstöðvar hér á Suðurnesjum sem sinni orkuvinnslu, -öflun og -sölu jafnframt því að virkja ný tækifæri vegna jarðvarma.“ Í við- ræðunum spurðu fulltrúar Reykja- nesbæjar ákveðið hvort til stæði hjá OR að ná yfirhöndinni í, og síðan sam- einast HS, og reyndist svo ekki vera. Gert er ráð fyrir að stjórn HS verði skipuð 7 mönnum, þremur frá Reykjanesbæ, tveimur frá GGE, ein- um frá OR og einum frá Hafnarfjarð- arbæ. Árni segir að eftir viðræðurnar sé ekki hægt að segja að blokkir séu í stjórninni. Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segir hluthafasamkomu- lagið vera sigur fyrir Hafnarfjörð í málinu. Samkomulagið tryggi Hafn- arfjarðarbæ og öðrum eigendum neit- unarvald við stórum breytingum á fyrirtækinu. „Frá upphafi vildum við tryggja að við lokuðumst ekki inni með okkar tæplega 16% eignarhlut. Við gætum t.d. komið í veg fyrir að okkar hlutur yrði étinn upp ef hlutafé yrði aukið.“ Hann segir sátt vera í hitaveitunni nú og á næstu misserum verði stefnumótun hennar endurunn- inn. „Það liggur fyrir að menn vilja sjá þetta félag verða enn öflugra og hugsanlega mun þetta þýða að það verður meiri samvinna milli OR og HS en verið hefur. Ég segi fyrir mitt leyti að ég tel allt slíkt vera vel séð.“ Tilboð OR til Hafnarfjarðarbæjar um að OR kaupi hlut bæjarins í HS stendur enn og segir Gunnar að bæj- arstjórnin muni á næstunni taka fag- lega afstöðu til þess hvort hyggilegt sé að bærinn selji sig úr HS. Slíkt komi vel vel til greina enda sé hátt verð í boði og e.t.v. takist ekki að skapa þá arðsemi sem nýir aðilar gera væntingar til. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segist ánægður með niðurstöð- una og að sér sýnist allir í eigenda- hópnum vera það einnig. Hlutur GGE í HS verður nú rúmlega helmingi stærri en til stóð eftir sölu ríkisins og segir Ásgeir ljóst að 32% hlut fylgi meiri áhrif en 15% hlut. Spurður um sýn GGE á framtíðina segist Ásgeir vilja að rekstur og þjónusta HS verði treyst og efld og vöxtur fyrirtækisins jafnframt. Einnig sér hann fyrirtækið sem grunn að útrás GGE á erlendan orkumarkað enda sé þekking á um- hverfisvænum orkugjöfum mikil hér á landi og eftirspurnin mikil. Auk vaxtar innanlands séu það fyrst og fremst tækifæri erlendis sem geri HS ákjósanlegan fjárfestingarkost. Samkomulag í Hitaveitu Suðurnesja  Eigendur segjast sammála um framtíðarsýn í hitaveitunni  Reykjanesbær stærsti eigandinn  Hluthafar hafa neitunarvald varðandi stórar breytingar  Aðsetur á Suðurnesjum tryggt Í HNOTSKURN » Árni Sigfússon segir að meðsamkomulaginu sé tryggt að Hitaveita Suðurnesja verði sjálf- stætt félag með aðsetur á Suð- urnesjum. » Gunnar Svavarsson segirhagsmuni Hafnarfjarð- arbæjar tryggða með því neit- unarvaldi sem felst í hluthafa- samkomulaginu. Staða bæjarins sé tryggð en til greina komi að bærinn selji engu að síður. » Ásgeir Margeirsson, for-stjóri Geysis, segir ljóst að áhrif fyrirtækisins í hitaveitunni verði meiri en ef fyrirtækið hefði bara eignast hlut ríkisins.                                       !       " # $%&                         %'("    !  " 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.