Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 29 „fáðu þér eina vöfflu í viðbót“. Jafn- vel eftir að veikindin voru farin að hrjá þig mjög hélst þú áfram að baka og það skipti okkur engu þótt kransakökurnar hafi litið út eins og skakki turninn í Písa og vöfflurnar verið örlítið brenndar undir lokin. Þú lumaðir alltaf á sleikipinna, lag- erinn var raunar svo stór að yngstu börnin kölluðu þig „sleikjóömmu“. Að koma í heimsókn til þín og afa var eins og að stíga inn í undraver- öld. Þið áttuð alls konar skrautmuni sem vakti forvitni, eins og grýlan óhugnanlega sem hristi hausinn og lampinn sem snerist í hringi og skipti litum. Þú áttir kistur fullar af leikföngum, bókum og tindátum, sem við gátum leikið okkur að og ósköpin öll af spólum með Tomma og Jenna sem þú hafðir tekið upp úr sjónvarpinu. Sum okkar munum eft- ir risastóra, niðurgrafna baðkarinu sem var í húsi ykkar í Mosfellsbæ og við hlökkuðum ævinlega til þess að komast í bað hjá ömmu og afa. Þú fylgdist vel með tækninýjungum og veigraðir þér ekki við því að læra nýja hluti. Þú tókst bílpróf þegar þú varst komin langt á fullorðinsár og eftir að netbyltingin hóf innreið sína lærðir þú á tölvu og sendir okkur reglulega tölvuskeyti. Þú varst með á nótunum á öllum sviðum og hafðir skoðun á bæði handbolta, stjórnmál- um og nýjustu fréttum. Þótt oft hafi verið þungt yfir þér varstu einnig einstaklega gamansöm að eðlislagi og ávallt með brandara á vörunum, alveg fram á síðustu stundu þegar dauðinn beið handan við hornið. Við kvöddum þig með tárin í aug- unum áður en þú yfirgafst þennan heim um bjarta sumarnótt 21. júní. Þú skilur eftir þig tómarúm í lífi okkar en einnig óteljandi góðar minningar, sem við yljum okkur við í sorginni. Þú baðst okkur um að vera góð og sagðist ætla að fylgjast með okkur öllum. Því viljum við gjarnan trúa. Við elskum þig, amma. Barnabörn og barnabarnabörn. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma. Ég bjó við þau forréttindi að fá að hanga í svuntunni þinni mín upp- vaxtarár. Þú áttir endalaust þolin- mótt eyra og hlýjan faðm sem stóð mér ávallt opinn. Ég minnist þess sérstaklega að hafa óspart nýtt mér það á unglingsárunum þegar veröld- in varð sífellt stærri og skrítnari. Ég gat rætt við þig um allt og á ein- hvern hátt varstu lunkin við að láta mér líða eins og mikilvægustu mann- eskju heimsins. Mér fannst þú kunna ráð við öllum vanda og þau ráð voru án fordóma og báru með sér hlýju. Hjá okkur var alltaf stutt í grínið og af svipbrigðum þínum ein- um gat ég velst um af hlátri. Því mið- ur erfði ég ekki frá þér hæfileikann til handavinnu og kom því iðulega til þín með skottið á milli lappanna og hálfklárað handavinnuverkefni í poka úr skólanum. Á meðan þú klár- aðir fyrir mig verkið sat ég í mak- indum og fyllti magann af þínum dýrindis kleinum og ástarpungum. Þið afi áttuð stóran og samrýndan barnahóp og því var ég umvafin sterkri fjölskyldu með ykkur afa fremst meðal jafningja. Þótt skugga hafi borið á samheldnina í seinni tíð bý ég endalaust að þessum verð- mætum sem ekki öllum eru gefin. Varla leið sú vika að fjölskyldan hitt- ist ekki til að gleðjast. Sögurnar og uppátækin óteljandi. Hugmyndir framkvæmdar og hlutum komið í verk. Samverustundirnar einkennd- ust af ást, hlýju, eldmóði, hjálpsemi og síðast en ekki síst af húmor. Með árunum varð hópurinn ansi stór en það kom ekki að sök, fjölskyldunni var bara troðið inn í einhver híbýlin þannig að fullt var út úr dyrum. Þröngt mega sáttir sitja. Fjölskyldan þín var þér dýrmæt og voru ófáar samræður okkar um mikilvægi góðra tengsla og sam- skipta innan hennar. Ég veit að þú varst afar stolt af þessum harðdug- lega og hávaðasama barnahópi sem þú ólst og öllum þeirra afkomendum. Þú vildir hlúa vel að okkur öllum, styðja og styrkja. Amma mín, þetta er arfleifð þín til mín. Þegar ég eltist og varð fullorðin var afskaplega gott að heimsækja þig og Emblu minni, fyrsta barna- barnabarninu, sýndir þú sömu ást og blíðu og þú sýndir mér og er ég mjög þakklát fyrir ykkar kynni. Styrkur þinn á síðustu mánuðum lífs þíns var ótrúlegur og ekki hægt annað en að dást að þeirri hugrökku ákvörðun sem þú tókst af æðruleysi á lokasprettinum. Jafnvel þá varstu sterkust af okkur öllum. Ég kveð þig með söknuði en jafn- framt miklu þakklæti fyrir allt og allt. Ég mun hafa auga með afa eins og þú baðst mig um. Þú lifir í hjarta mínu. Þín alltaf Hallfríður. Grátið ei við gröf mína ég er ekki þar. Ég lifi í ljúfum blænum er strýkst um vanga þinn. Ég er sólargeisli er smýgur í sálu þína inn, vermir hug og hjarta eins og hinsti kossinn minn. Ef að kvöldi til himins þú horfir og þráir anda minn þá líttu skæra stjörnu og horðu hana á því þar er ljómi augna minna og svalar þinni þrá. Er norðurljósin leiftra þá njóttu þess að sjá að orku mína og krafta þú horfir þar á. Ef uppsprettu lífsins þú leitar þaðan ljósið kemur frá dvel ég þar í birtu þeirri er lífið nærist á. Mér gefið hefur verið að dvelja ykkur hjá og tendra ykkur lífsneista með nýrri von og þrá. Grát því ei við gröf mína ég lifi ykkur hjá. (Þýð. Helga S. Sigurbjörnsd.) Elsku amma. Mikið var sárt að þurfa að kveðja þig. Vissi þó vel að sú stund var runnin upp að þú gast ekki meira. Lífskrafturinn sem einkenndi þig var á þrotum, eftir erfið veikindi. Ég á svo margar fallegar og skemmti- legar minningar um þig sem ég mun geyma eins og gull. Þú varst gull, gull sem glóði. Mér þykir heiður að vera skírð í höfuðið á þér og er meira en stolt af því að bera sama nafn og þú. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að í öll þessi ár því þú varst svo sannarlega alltaf til staðar. Það var alveg sama hvað dundi á í mínu lífi, alltaf gat ég komið til ömmu og fengið „plástur“, það sama á við um mínar gleðistundir. Það sem einkenndi þig mest er hversu hlý og gefandi þú varst. Þú sagðir mér sögur frá liðnum tímum, mér þótti auðvitað nauðsynlegt að vita allt, forvitna ég. Við gátum hlegið tímunum saman enda varstu lúmsk- ur húmoristi. Minningar úr Bugð- utanganum eru ófáar enda bjó ég hálfpartinn hjá þér og afa. Sit hér og brosi út í eitt þegar ég hugsa um þig. Þú sagðir við mig rétt áður en þú kvaddir þennan heim að við mynd- um fljúga saman um háloftin. Já, amma mín, það munum við tvímæla- laust gera. Ég elska þig og sakna þín. Þín, Bára Brynjólfsdóttir. Til elsku ömmu Báru. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Daníel Levin. Þegar sólin skín hæst og skærast og fuglarnir syngja næturlangt í há- önnum varptímans og gróður jarðar er í mestum blóma kveður Bára. Móðir, eiginkona, amma og kær öll- um sem til hennar þekktu. Fjölskyldan var henni mjög dýr- mæt. Hún hlúði að börnum, eigin- manni og síðar barnabörnum af miklum kærleika. Bára var vel gefin kona. Allt sem hönd hennar snerti bar hæfileikum hennar fagurt vitni. Heimilið var henni til mikils sóma, hvort sem var litla íbúðin í Gnoð- arvoginum eða fallega húsið í Mos- fellsbænum. Hún var frábær matreiðslukona og var ákaflega gaman að heim- sækja hana og Sverri og njóta sam- verustunda með þeim og alls þess góða sem hún bar fram. Hannyrðir hennar eru í minnum hafðar og saumaði hún fötin á fjölskylduna listavel. Tónelsk var hún líka, sem kemur fram í afkomendum hennar þegar þau syngja og spila saman. Öll sú elja og kraftur sem Bára og hennar kynslóð lögðu af mörkum til lífsins er grunnur að þeim allsnægt- um sem yngri kynslóðir lifa við nú á tímum. Þessari kynslóð verður seint fullþakkað. En við þökkum þér Bára og kveðj- um. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Guð blessi fjölskylduna. Ester og Nanna. Langamma mín hún Bára Sigurðardóttir hefur alltaf verið hlý og góð við mig, hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég geri og hefur mjög hlýtt hjarta og áður en hún sofnaði sagði hún við mig: „Embla mín, vonandi áttu eftir að verða fótboltastjarna og dansgella.“ Ég ætla að reyna að fara eftir því og ég er ánægð með það að við fengum að fara með hana á 17. júní og við fengum líka að kveðja hana fallega. Ég mun alltaf hugsa um hana hvar sem ég er … Elska þig langamma! Þín Embla. Elsku Bára Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sverrir minn og fjöl- skylda, Guð blessi ykkur. Eygló. HINSTA KVEÐJA ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður okkar og frænda, KRISTINS GÍSLASONAR, Borgarheiði 2, Hveragerði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Fjóla Baldursdóttir, systkini og vandamenn. ✝ Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, MAGNÚSAR HELGA KRISTJÁNSSONAR, Lambhól við Starhaga, Guð veri með ykkur. Ragnhildur Jóna Magnúsdóttir, Sigurlína Sjöfn Kristjánsdóttir, Trausti Björnsson, Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Jóhannes Bragi Kristjánsson, Svava Hansdóttir, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Bragason, Unnar Jón Kristjánsson, Guðný Einarsdóttir og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, BJARNA VILMUNDAR JÓNSSONAR vélvirkjameistara, Jörfabakka 6, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGILS GEORGSSONAR, Klébergi 12, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkra- húss Suðurlands og starfsfólki Kumbaravogs fyrir góða umönnun. Sigurveig Sigþórsdóttir, Gunnar Þorgilsson, Magnea Guðfinnsdóttir, Jóhanna Dóra Þorgilsdóttir, Sigrún Guðfinna Þorgilsdóttir, Hallgrímur Erlendsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Kári Hafsteinsson, Elsa Þorgilsdóttir, Sturla Geir Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.+ ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SVAVARS MARELS MARTEINSSONAR, Breiðamörk 15, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs á Stokkseyri. Kristjana Sigríður Árnadóttir, Arnheiður Ingibjörg Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson, Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling, Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir, Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir, Guðrún Hrönn Svavarsdóttir, Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.