Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 25 ✝ Karl Gústaf Ás-grímsson fædd- ist á Akranesi þann 20. ágúst 1929. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut þann 1. júlí sl. Foreldrar hans voru Úlfhildur Ólafsdóttir, f. 27.6. 1897, d. 9.11. 1987, og Ásgrímur Ey- leifsson, f. 16.5. 1885, d. 14.2. 1965. Systkini Karls eru Helga, f. 10.11. 1925, d. 11.11. 1925, Kristófer, f. 22.11. 1926, d. 12.6. 2001, Oddur Elli, f. 11.2. 1928, d. 2.6. 1987, og Leifur, f. 14.10. 1931. Hálfsystkin sam- feðra voru Sigurveig, f. 26.6. 1908, d. 19.1. 1970, Jóhannes Júlíus, f. 16.7. 1910, d. 26.1. 1942, og Guðni, f. 25.2. 1918, d. 17.10. 1999. Karl kvæntist þann 16.12. 1956 Svanhildi Theodóru Valdimars- dóttur, f. í Rúfeyjum á Breiðafirði 4.9. 1937. Foreldrar hennar voru Valdimar Sigurðsson, f. 25.6. 1898, d. 26.11. 1970, og Ingigerður Sig- urbrandsdóttir, f. 22.8. 1901, d. 26.1. 1994. Börn Karls og Svanhildar eru: 1) fræðaprófi á Akranesi og fór síð- an í Loftskeytaskólann og tók þaðan loftskeytapróf. Karl Gústaf var ákveðinn og fylginn sér og gerðist jafnaðarmaður ungur að árum. Hann var félagslega sinn- aður og tók þátt í skátastarfi og stundaði knattspyrnu af krafti. Hann starfaði ýmislegt um ævina, fyrstu árin hjá Kaupfélagi Akra- nes, ók rútum, vörubílum, olíu- bílum og mjólkurbílum. Karl byggði hús á Akranesi ásamt tveimur bræðrum sínum, þar bjó fjölskyldan í sjö ár og starfaði Karl þá á bæjarskrifstofunum. Ár- ið 1962 flutti fjölskyldan til Ólafs- víkur þar sem Karl varð lögreglu- maður. Tæpu ári síðar flutti fjölskyldan til Y-Njarðvíkur. Þar vann Karl við skrifstofustörf á Vellinum og síðar sem verkstjóri hjá Njarðvíkurbæ. 1969 flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Hóf Karl störf hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og starfaði þar sem bifreiðaeft- irlitsmaður þar til það var lagt niður. Fór hann þá til Vegagerð- arinnar og starfaði þar þangað til hann hætti störfum um sjötugt. Fjölskyldan flutti í Kópavoginn árið 1991, á Kópavogsbraut 97. Karl lét félagsmál sig miklu skipta og síðustu árin starfaði hann sem formaður Félags eldri borgara í Kópavogi og ritaði margar grein- ar í blöð um réttindamál aldraðra. Útför Karls Gústafs fer fram í Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Margrét Inga, f. 26.3. 1956, börn hennar eru: a) Svanhildur Anna Sigurgeirs- dóttir, f. 15.9. 1972, dætur hennar eru Theódóra og Dag- björt, b) Ingvar Skúli Snæbjörnsson, f. 28.12. 1978, c) Þor- steinn Már Krist- insson, f. 31.5. 1984, sonur hans er Guðjón Már, og d) Andri Már Kristinsson, f. 7.2. 1988. 2) Helga Jó- hanna, f. 5.7. 1959, maki Rúnar Sól- berg Þorvaldsson, f. 9.9. 1960, börn þeirra eru: a) Sigurður Karl Jó- hannesson, f. 11.1. 1977, maki Linda Leifsdóttir, f. 15.4.1978, syn- ir þeirra eru Valdimar Karl og Davíð Már, b) Þórunn Valdís Rún- arsdóttir, f. 29.6.1980, maki Baldur Magnússon, f. 3.8. 1974, synir þeirra eru Magnús Sólberg og Valdimar Viggó, og c) Rúnar Freyr Rúnarsson, f. 27.6. 1985. 3) Bjarni, f. 27.10. 1963, synir hans eru Birgir Fannar, f. 2.3. 1983, og Guðni, f. 15.1. 1990. Karl Gústaf var fæddur og upp- alinn á Akranesi. Hann lauk gagn- Nú ertu burt svifinn af æfinnar braut sem unni jeg tryggu af hjarta. Og ánægju stunda opt með þjer naut nú eru þær horfnar í gleymskunnar skaut og söknuður særir mitt hjarta. Og þú ert nú leystur frá þrautanna fans að þjer munu englarnir hlúa og sveipa þitt höfuð með sólgeislakrans því svifinn nú ertu til feðranna lands þar allir vjer óskum að búa. Þig kveð jeg svo vinur með vinarþel blítt, vermi þig sólin í heiði. Vorgyðjan blíða með vorloptið hlýtt vorblómum skrýði þitt leiði. (Sigurður Óli Sigurðsson.) Þín eiginkona. Elsku pabbi. Mikið var sárt að geta ekki verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Það var þó huggun að mamma, Helga og Svanhildur voru hjá þér. Aðeins fjórum dögum áður kvaddi ég þig, þegar ég fór út á land, þá leið þér vel og ekki grunaði mig þá að þetta yrði í síðasta skipti sem ég hitti þig. Ekki grunaði mig að þú ættir svona stutt eftir, þó að þú hafir verið veikur og þróttlítill. Þú vissir að hverju stefndi og hafðir sætt þig við það. Mikið gladdi það mig að fá að vita að daginn áður en þú fórst áttir þú ánæjulegan dag og að þér leið vel og varst glaður og ánægður. Þú varst kletturinn minn, ég gat alltaf leitað til þín ef ég átti í ein- hverjum erfiðleikum stórum sem smáum. Þú varst þannig gerður að það þurfti aldrei að biðja þig um hjálp, þú veittir hana óumbeðið. Það var alveg sama hvað það var, þú gerðir allt fyrir mig ef ég þurfti að- stoð. Þú hafðir unun af allskonar tónlist og með fyrstu minningum mínum eru þegar þú keyptir grammófóninn og spilaðir plötur, mér fannst það mjög merkilegt. Eftir að öll börnin voru farin að heiman og þú varst einn heima í kotinu, þegar ég kom við hjá þér og mömmu, þá voru græj- urnar í botni og þú að hlusta á plöt- urnar þínar. Börnunum mínum varstu eins og annar faðir, þó sérstaklega Svanhildi minni sem þú tókst undir þinn verndarvæng. Þau mátu þig mikils og litu upp til þín. Ég vil þakka þér fyrir það. Þú varst alltaf svo ánægður með allt sem við börnin þín, barnabörnin og barnabarnabörnin tókum okkur fyrir hendur. Þú hvattir okkur og hrósaðir okkur og ef við náðum góð- um árangri varstu svo stoltur af okk- ur. Mikið á ég eftir að sakna þín, und- ir það síðasta varstu orðinn svo veik- burða, heyðir illa og áttir erfitt með að halda uppi samræðum við marga í einu. Þegar við systurnar, og ég tala nú ekki um dótturdæturnar líka, hittumst hjá ykkur mömmu og sát- um og spjölluðum við mömmu heyrð- ist oft: „Mikið getið þið blaðrað, mað- ur kemst ekki að fyrir þessum kjaftagangi í ykkur.“ Nærvera þín var samt alltaf svo sterk, bara það að vita af þér sitjandi í stólnum þínum var svo þægilegt. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Elsku mamma, Helga, Bjarni, Svanhildur, Theodóra og Dagbjört og öll barnabörnin, guð gefi ykkur styrk. Þín dóttir, Inga. Að pabbi skuli vera dáinn er eitt- hvað svo óraunverulegt. Þú varst svo sterkur karakter að manni fannst að þú hlytir að lifa endalaust. Minning- arnar streyma fram og ylja um hjartarætur. Ég var ekki pabbas- telpa þegar ég var lítil, ég var mömmustelpan. En þegar ég var 15 ára vorum við ein heima í tvær vikur og urðum að tala saman, þá uppgötv- uðum við hvað við vorum lík og átt- um mikið sameiginlegt. Eftir það varstu einn besti vinur minn. Við gátum talað, hlegið, rifist og sæst aftur. Sú vinátta breyttist aldrei. Þegar ég eignaðist Sigga Kalla áttir þú nafna, og það sem þú gast hamp- að honum. Ef hann vantaði skó eða úlpu varstu búinn að kaupa það áður en ég vissi af. Síðan fjölgaði, Valdís fæddist og hún var litla frekjudollan þín. Þó að önnur börn bæru ótta- blandna virðingu fyrir afa gaf hún sig sko ekki og öskraði bara ef þú ætlaðir að skamma hana. Mikið hafð- ir þú gaman af því. Eftir sem tíminn leið og börnunum fjölgaði varðst þú ríkari og ríkari því þú varst svo stolt- ur af barnabörnunum þínu. Ein lítil skotta sagði við mömmu sína: „Mikið er hann Sobbi heppinn að vera giftur henni Helgu.“ „Nú, af hverju?“ spurði mamman. „Af því að hún á svo skemmtilegan pabba.“ Þetta lýsir því hvernig börnin litu á þig. Þó að erfitt sé að kveðja vil ég fyrst og fremst þakka þér fyrir að hafa alltaf verið svo stoltur af öllum mínum afrekum, hvort sem þau voru lítil eða stór, og að þú lést mig og börnin alltaf finna hversu stoltur þú varst. Við þig vil ég segja að ég er stolt af að hafa verið dóttir þín. Takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína. Þín dóttir, Helga. Elsku pabbi minn, nú hefur þú yf- irgefið þennan heim og loks er lokið þrautagöngu veikindanna. Ég þakka þér fyrir allan þinn stuðning og ást sem þú gafst mér, sama hvað á gekk, þú varst kletturinn í mínu lífi sem ég gat alltaf leitað til ef ég á þurfti að halda. Af þér lærði ég stundvísi og heiðarleika, sem voru þínir sterk- ustu eiginleikar ásamt ríkri réttlæt- iskennd. Þú hafðir mjög gaman af að ferðast líkt og ég. Þegar ég bjó á Ír- landi komstu nokkrum sinnum í heimsókn og við áttum góðan tíma saman. Svo var það síðasta haust að heilsu þinni hrakaði mjög og læknar töldu að þá væri stutt eftir, þá flýtti ég mér að flytja heim og náði að vera nálægt þér síðustu mánuðina. Ég vonaði að þú mundir lagast en varð að horfa upp á þig verða veikari og vitandi að ekkert var hægt að gera. Það kvaldi mig mjög, en þó ekkert í samanburði við þann söknuð sem ég nú ber. Ég vona að ég hitti þig hinum megin þegar minn tími kemur. Þinn sonur, Bjarni. Elsku afi minn. Ég held ég hafi aldrei sagt þér hvað mér þótti vænt um þig en ég vona að þú hafir vitað það. Þú varst alltaf góður við mig og mig tekur það ólýsanlega sárt að þurfa að kveðja þig. Ekki bara mín vegna heldur finnst mér svo leitt að Davíð minn fái aldrei að kynnast þér almennilega og kynnast hversu góður maður þú varst. Ykkur hefði samið vel rétt eins og okkur gerði. Þú reyndist mér alltaf vel og ég man eftir ófáum skiptum þar sem þú settist niður með mér og spjallaðir við mig. Alltaf hafðir þú líka lag á að segja það við mig sem ég þurfti oft að heyra. Ég á alltaf eftir að sakna þín og ég vona að við hittumst aftur á öðrum stað. Það eru engin orð sem ég get not- að til að lýsa því hvernig mér líður yfir að þurfa að kveðja þig nema bara bless. Bless elsku afi, ég veit að þú ert kominn á góðan stað. Bless elsku afi minn, ég sakna þín og mun alltaf gera. Sigurður Karl Jóhannesson. Afi minn, sem ég lengi vel kallaði alltaf pabba, því, jú, allir á heimilinu kölluðu hann pabba, mamma og systkini hennar, þá hlaut hann víst að vera pabbi minn líka. Hjá afa og ömmu bjó ég að mestu alla mína æsku og við afi áttum, jú, margar sérstakar stundir, á morgnana þegar hann „greiddi eyrun“ og á kvöldin þegar ég sat í „holunni“ hjá honum og við hlustuðum á kántríið. Í hol- unni undir handarkrikanum, sem svo dætur mínar sátu í seinna. Betri afa var ekki hægt að fá og ekki pabba heldur. Stundvísi, rétt- læti og heiðarleiki eru þau þrjú orð sem helst koma upp í hugann, maður sem var borin virðing fyrir. Þegar ég var stelpa fannst vinkonu minni hann svo öðruvísi afi því hann var í gallabuxum og ryksugaði og eldaði mat, jafnvel bakaði skonsur. Þegar ég hugsa til baka þá þakka ég fyrir að hafa fengið þennan mann sem uppalanda og vin. Þakka fyrir að hafa átt heimili hjá honum í æsku og svo búið í sama húsi eftir að ég sjálf eignaðist fjöl- skyldu. Dætur mínar, Theodóra og Dagbjört, hafa notið þeirra forrétt- inda að hafa haft afa svona nálægt sér. Við skotturnar þínar þrjár sökn- um þín mjög mikið, en veru þinni er lokið hér, vonandi hittumst við aftur einhvern tímann. Þín, Svanhildur. Það ríkti „nóttlaus voraldar ver- öld“ á okkar ástkæra landi þegar Karl Gústaf Ásgrímsson kvaddi þetta tilvistarsvið. Engum sem til þekkti átti að koma andlát hans á óvart en alltaf er það svo að andláts- fregn er óvænt. Ég kynntist Karli Gústafi þau ár sem hann gegndi formennsku í Fé- lagi eldri borgara í Kópavogi. Karl var trúr sinni sannfæringu, ötull talsmaður fyrir bættum hag eftir- launafólks og vann félaginu sem hann var í forsvari fyrir heilt. Hann var athugull, mjög vel ritfær og fjöl- fróður að rata um eftirlaunafrum- skóginn. Karl bar veikindi sín ekki á torg og mér er ljóst að samferða- menn hans gerðu sér ekki alltaf grein fyrir hversu alvarlega sjúkur hann var. Hann og fjölskylda hans voru meðvituð hvað í vændum var og tóku aðstæðunum með æðruleysi og skynsemi. Ég votta Svanhildi, eiginkonu hans, börnum þeirra, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum syrgj- endum mína dýpstu samúð. Ég þakka Karli Gústaf samstarfið og kveð hann með þessum ljóðlínum: Hið aldna íturmenni, sem okkur kveður nú, var hetja prúð í hjarta, með hreina sterka trú. Að loknu lífsins starfi, sem ljúft í minning er, var aftanroðinn indæll í örmum vina hér. (Böðvar Bjarnason, brot) Blessuð sé minning Karls Gústafs Ásgrímssonar. F.h. Félagsstarfsins í Kópavogi, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Þeir sem vinna hin hljóðlátu störf alþýðunnar, njóta sjaldan þeirrar viðurkenningar sem þeir verðskulda, þótt þeir leysi störf sín af trú- mennsku. Sama má segja um þá sem vinna heilshugar og af áhuga fyrir bættum kjörum meðborgara sinna í hinum ýmsu félagasamtökum um land allt. Þjóðfélagið nýtur góðs af verkum þeirra, en þeir sjálfir fá oft og tíðum litla sem enga viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Karl Gústaf Ásgrímsson var fæddur á Akranesi og bjó þar fram á fullorðinsár. Hann vann ýmis störf á lífsleiðinni, þ. á m. hjá Bifreiðaeftir- liti ríkisins og Vegagerðinni. Hann var mikill félagshyggjumaður og tók mikinn þátt í félagsstörfum hvar sem hann var. Honum var annt um málefni þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og vakti oft athygli á einu og öðru sem betur mátti fara. Árið 1991 flutti Karl Gústaf í Kópavog og árið 2000 var hann kos- inn formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. Hann var formaður FEBK í 7 ár, en í mars sl.varð hann að gefa eftir vegna veikinda sinna og hætta störfum. Karl var mjög at- kvæðamikill í starfi sínu sem for- maður FEBK og kom félagsstarfinu í mun fastara form en verið hafði. Í stjórnartíð hans var byrjað að hafa „Opið hús“ að vetrinum til, bæði í Gullsmára og Gjábakka, og eru það bæði skemmti- og fræðslufundir. Leshópur starfar af krafti, bridge- deildin og félagsvistin hafa eflst mjög og ferðanefnd FEBK er með fjölda ferða á hverju ári. Samið var við Kópavogspóstinn að Fréttabréf FEBK, sem áður var gefið út sem sérblað, yrði ein blaðsíða í Kópa- vogspóstinum og kemst þar fyrir svipað magn og í sérblaðinu áður, en hefur þann kost að allir Kópa- vogsbúar sjá það. Fyrir rúmu ári samdi FEBK við Sparisjóð Kópa- vogs um útgáfu og dreifingu fé- lagsskírteina ásamt innheimtu fé- lagsgjalda og hefur Sparisjóðurinn ásamt starfsfólki hans veitt félaginu frábæra þjónustu og sýnt því ein- staka velvild. Þá hafði Karl Gústaf mikinn áhuga á því að FEBK opnaði heimasíðu á netinu og er hún komin vel af stað. Karl Gústaf var í stjórn Landssambands eldri borgara í nokkur ár og sinnti störfum þar af sama eldmóðnum og hann sýndi sem formaður FEBK. Karl Gústaf var vel ritfær og skrifaði margar greinar í dagblöð og hikaði ekki við að láta skoðanir sínar í ljós. Félagar í FEBK meta störf Karls Gústafs að verðleikum og er hann lét af störfum gerði félagið hann að heiðursfélaga FEBK og afhenti honum heiðurs- skjal ásamt fána félagsins, þar sem honum eru þökkuð frábær störf. Formaður og framkvæmdastjóri Ferðanefndar FEBK, þeir Bogi og Þráinn, sem eru með hóp félaga í FEBK í Grænlandsferð þessa dag- ana, biðja fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu Karls Gústafs. Minnast þeir hans með þakklæti fyrir gott samstarf alla tíð. Við félagar og stjórn FEBK þökk- um Karli Gústafi dugmikið starf í þágu aldraðra í Kópavogi á liðnum árum, um leið og við flytjum eftirlif- andi konu hans, Svanhildi Th. Valdi- marsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum, hugheilar samúðar- kveðjur. Minning góðra verka og mætra manna lifir. F.h. Félags eldri borgara í Kópa- vogi, Kristjana H. Guðmundsdóttir, formaður FEBK. Karl Gústaf Ásgrímsson MINNINGAR ✝ Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, ÓSKAR STEFÁN ÓSKARSSON slökkviliðsstjóri, Hvannahlíð 7, Sauðárkróki, sem lést þriðjudaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. júlí og hefst athöfnin kl. 14:00. Olga Alexandersdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Gunnar Páll Ólafsson, Júlíana Alda Óskarsdóttir, Björn Ingi Björnsson, Óskar Veturliði Grímsson, Margrét Gestsdóttir, Atli Már Óskarsson, Steinunn Árnadóttir, Gestur Pétursson, Bjarney M. Hallmannsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.