Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 33
sýningar annars staðar og það er fullt af flottum ungum söngvurum.“ Þegar söngmarkaðurinn glæddist aftur, hætti Kristján starfi við tónlistarakademíuna í Vatíkaninu. Hann hafði líka snúið sér að einkakennslu og segist ætla að halda henni áfram. Hann segist meðal annars hafa aðstoðað eina tíu íslenzka söngvara. Líkar honum kennslan svona vel? „Hún er ofsalega ánægjuleg, þegar hæfileikana og metnaðinn skortir ekki. Satt að segja hef ég komið sjálfum mér á óvart, því þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið, en það er með ólíkindum hvað ég nenni að tuða við kennsluna.“ Moskvu vantar á listann – Hvað ætlarðu að vera lengi að? „Meðan heilsa og vilji eru í lagi, þá eru mér allir vegir færir. Ég er nú búinn að vera í yfir 30 ár í þessum dramatísku óperum og raunsæisóperum, þar sem raddheilsan og raddstyrkurinn gera útslagið. Og ég er enn í toppformi. Ég segi það hreinskilnislega; ég er að koma frá því að syngja í Aidu og ég er stoltur af frammistöðunni. Mér líður bara eins og ég sé 35 ára.“ – Er einhvers staðar óperuhús, sem þú átt eftir að koma fram í? „Ég er nú búinn að syngja víða. En það er eitt hús, sem mig langar að bæta á listann; óperuhúsið í Moskvu.“ – Reykjavík? „Segðu frekar óperuna í Kópavogi. Mér skilst að óperan verði hornreka í Tónlistarhúsinu í Reykjavík. En í Kópavogi ætla menn að reisa óperu. Þeir höfðu samband við mig og vilja hafa mig með.“ – Hvert er þitt álit á óperupoppi? „Ég er ekki á móti því. Pavarotti hefur verið ófeiminn við það. En Nota Bene: eftir 30 ára feril sem toppóperusöngvari. Ég skil vel viðleitni manna sem vilja færa óperuformið nær fólkinu með þessum hætti. Ég held að þegar allt kemur til alls þá fjölgi óperuaðdáendum bara fyrir vikið. Og það hlýtur að vera af hinu góða. Sjálfur gaf ég út geisladisk fyrir þremur árum sem má segja að sé í þessa áttina. Reyndar var efni hans frumsamið fyrir mig þannig að um hreina nýsköpun var að ræða. Þetta gekk nú ekki eins vel og ég vonaði. Ég hef nú breytt þessu efni dálítið og bætt við lögum og ætla að kynna þetta í Kínaferðinni. Við skulum sjá hvað setur.“ Langar að syngja Pagliacci á Íslandi – Er ný geislaplata á leiðinni? „Ég hef safnað saman 40 aríum og lögum, því bezta sem ég hef gert og mig langar til þess að þetta komi út á tvöföldum geisladiski. Ég er ekkert farinn að fara á fjörurnar við einhvern útgefanda. Kannski ég geti selt þeim hugmyndina austur frá!“ Kristján segist hafa sungið inn á nokkur óperumyndbönd og einar 30 geislaplötur. Á 80 ára afmælisplötu Arena de Verona, sem kom út 1993, syngur Kristján úr Aidu og hefur platan selzt í 3 milljónum eintaka. Kristján hefur sungið í Verona í Aidu 110 sinnum í fjórum mismunandi uppfærslum. – Er Aida uppáhaldsóperan? „Ég hef sungið Toscu yfir 200 sinnum, í mörgum helztu óperuhúsum heims, þar á meðal Metrópólitan. Og ég hef sungið hana tvisvar hér heima; konsertuppfærslu og í Þjóðleikhúsinu. Mér þykir rosalega vænt um það hlutverk. Í seinni tíð með aldri og reynslu hefur Óþelló hrifið mig meir og meir. Og mig langar til að syngja Pagliacci hér heima.“ Eins og samtalið byrjaði á fjölskyldunótum fyrir norðan endum við Kristján í túninu heima; við Gardavatnið. „Við hjónakornin höfum komið okkur upp nýju tómstundagamni. Við keyptum okkur bát og förum nú öllum stundum út á Gardavatn, þar sem við upplifum ekkert nema unaðinn. Stundum förum við með fleira fólki og þá er kannski farið út á mitt vatn, bátarnir bundnir saman, og svo eigum við skemmtilega samveru í mat og drykk.“ – Er fiskur í vatninu? „Fullt af honum. En ég hef ekki ennþá veitt í matinn.“ aríuna freysteinn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 33 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Laya Yoga Upplýsingar í síma 862-7675, Björg Einarsdóttir, Sjúkranuddari - Reikimeistari Í Laya Yoga er áhersla lögð á að skynja orkustöðvar líkamans. Við tengjumst sköpun hugans og sálarinnar með því að örva ímyndunarafl og innsæi í leiddum hugleiðslum. Kynningarkvöld: Mánudaginn 3. sept. í Bolholti 4, 4. hæð, kl. 20.00. Meðal efnis: • Æðra Sjálfið • Karma • Sálarlexíur • Fyrri líf • Orkustöðvar Hugleiðslunámskeið Námskeiðið hefst mánudaginn 10. sept.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.