Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
flugfelag.is
Fundarfriður
SNÆFELLSJÖKULL
DRANGJÖKULL
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Markvissir fundir í friði og ró
Upplýsingar:
Sími 570 3075
hopadeild@flugfelag.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÉG HELD að það sé margt skynsamlegt við
að færa alla stjórn öryggismála og eftirlitsmála
undir einn og sama hatt, eða að minnsta kosti
færri hatta en í dag eru,“ segir Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins,
spurður út í hugmyndir þess efnis að lögregla
taki yfir ákveðna þætti tollgæslunnar. Toll-
stjórinn í Reykjavík segir lykilatriði að gott
samstarf sé á milli aðila, en telur að sameining
geti skapað vandamál.
Um áratuga skeið hafa öðru hvoru skotið upp
kollinum hugmyndir um sameiningu tollgæslu
og löggæslu og t.a.m. árið 1962 lagði Einar
Ingimundarson, þáverandi alþingismaður, fram
tillögu þess efnis á Alþingi. Bent hefur m.a.
verið á að yfirstjórn tollamála er í höndum fjár-
málaráðuneytis en löggæslan á forræði dóms-
málaráðuneytis, en fyrir utan höfuðborgar-
svæðið sinna sýslumenn hlutverki tollstjóra.
Stefán Eiríksson segist hafa heyrt af þessari
hugmynd, sem sé ekki ný af nálinni, en tekur
fram að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og
tekur því ekki afstöðu til hennar. „Menn eru
ávallt að velta fyrir sér hvernig best sé að haga
þessum málum, og ég held að allt sem miðar að
því að efla og styrkja stofnanir, færa þær nær
og þéttar saman geti skilað miklu. En ég ítreka
að þetta er atriði sem menn eiga að ræða á
pólitískum vettvangi.“
Sjálfsagt að ganga eins
langt og kostur er
Áform eru uppi um að fella menntun lög-
reglumanna og tollvarða í einn farveg, eins og
kostur er, og um þessar mundir er unnið að því
að móta tillögur um löggæslu- og öryggisskóla.
Vinnan fer fram undir forystu dómsmálaráðu-
neytis en í þeirri nefnd situr formaður toll-
varðafélagsins. Snorri Olsen, tollstjóri í
Reykjavík, segir það einn þátt í að efla sam-
starf milli aðila. Hann segist hins vegar ekki
hafa heyrt hugmyndir um sameiningu.
„Það sem er lykilatriði í þessu er að það sé
gott og náið samstarf milli þessara aðila. Hins
vegar fara þessar stofnanir með mjög ólík hlut-
verk og þegar menn velta fyrir sér sameiningu
á einhverjum sviðum verður einnig að líta til
þess að vel getur slitnað í sundur annars stað-
ar. Það gæti því skapað önnur og stærri vanda-
mál,“ segir Snorri sem tekur þó fram að skoða
megi alla hluti. Hann segir samstarf milli lög-
reglu og tollgæslu hafa verið mjög gott og
sjálfsagt að ganga eins langt í þeim efnum og
kostur er.
Stjórnsýslan alltaf til skoðunar
Þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
var inntur eftir því hvort þessi mál hefðu verið
rædd innan ráðuneytisins og hvort hann teldi
að hagræði myndi hljótast af sameiningu vísaði
hann spurningum til fjármálaráðherra. Hjá að-
stoðarmanni hans fengust þau svör að engar
umræður væru í gangi. „Stjórnsýslan er alltaf
til skoðunar en ekkert sem ég kannast við í
þessu máli,“ sagði Böðvar Jónsson, aðstoðar-
maður ráðherra.
Gott og náið samstarf
stofnana er lykilatriði
Áform eru uppi um að fella menntun lögreglumanna og tollvarða í einn farveg
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra kannast ekki við umræðu um sameiningu
ÍSLENSK stjórnvöld hyggjast leggja fram fé til flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða við
kennslu írakskra barna í Jórdaníu. Þetta var meðal
þess sem fram kom í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, utanríkisráðherra, þegar hún ávarpaði 62. alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna sl. föstudagskvöld.
Styrkja kennslu írakskra barna
Reuters
VIRÐI veiðimenn
ekki friðun bles-
gæsarinnar þarf
að fara vandlega
yfir hvað kunni að
vera til ráða, segir
Þórunn Svein-
bjarnardóttir,
umhverfisráð-
herra. Fram kom í
Morgunblaðinu í
vikunni að um
3.000 færri blesgæsir skiluðu sér í
fyrravetur til Bretlandseyja en búast
hefði mátt við, ef tekið er mið af friðun
gæsarinnar hér á landi 2006.
„Veiðimenn eiga að stunda nátt-
úruvernd eins og aðrir. Það nær auð-
vitað engri átt ef menn eru að skjóta
blesgæsina, því ég hugsa að flestir
sem eitthvað vita um fugla viti að þær
eru friðaðar.“
Hún vilji þó treysta því að fólk fari
fram með skynsemi og yfirvegun
hvort sem um sé að ræða skyttur eða
aðra. „Ef reynslan sýnir að það er
ekki hægt gæti þurft að grípa til
þvingunarúrræða eða annars,“ segir
Þórunn.
Áhyggjur
af blesgæs
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
SIGURBJÖRN Sveinsson lét af for-
mennsku í Læknafélagi Íslands á að-
alfundi félagsins í gær eftir átta ára
starf. Við formannstaumunum tekur
Birna Jónsdóttir röntgenlæknir og er
hún fyrsta konan sem gegnir þessu
embætti í 90 ára sögu félagsins. Birna
býður sig ein fram til formanns og
verður því sjálfkjörin. Hún hefur
undanfarin sex ár setið í stjórn fé-
lagsins.
„Allt hefur sinn tíma undir sólinni
og ég tel það mjög mikilvægt að
stjórn samtaka sem þessara gangi
reglulega í endurnýjun lífdaga,“ segir
Sigurbjörn. „Jafnvel þótt Birna sé
reyndur stjórnarmaður hefur hún
ekki reynt við þetta verkefni áður og
því munu vafalítið fylgja henni nýir
straumar og ferskleiki.“
Spurður um helstu verkefni sín í
formannstíð sinni svarar Sigurbjörn
því til að „stóra málið“ hafi snúist um
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
„Þetta mál tók alla krafta mína
fyrstu tvö árin,“ rifjar Sigurbjörn
upp. „Mér var falið að lægja öldurnar
í læknasamfélaginu og að því verkefni
unnu fleiri. Það leiddi síðan til nið-
urstöðu milli Læknafélagsins og Ís-
lenskrar erfðagreiningar.“
Í ágúst 2001 urðu aðilar sammála
um að bjóða þann möguleika að taka
út úr grunninum upplýsingar um ein-
staklinga óskuðu þeir þess. „Það var
framfaraspor í mannréttindaátt að
okkar mati,“ segir Sigurbjörn.
Einnig náðist samkomulag um að
hlíta yfirlýsingu World Medical Asso-
ciation um gagnagrunna er hún lægi
fyrir. Var hún afgreidd haustið 2002.
„Það sem síðan gerðist var að það féll
hæstaréttardómur um þessi lög [um
gagnagrunninn] sem sagði að tiltekin
atriði í þeim væru brot á stjórnar-
skránni. Það var boðuð breyting af
hálfu stjórnvalda sem enn hefur ekki
litið dagsins ljós. Þá virðist viðskipta-
legur áhugi á að hrinda hugmyndinni
í framkvæmd ekki vera fyrir hendi
lengur. Þannig að í augnablikinu virð-
ist þetta dautt mál.“
Sigurbjörn starfar sem heimilis-
læknir á heilsugæslunni í Mjódd.
„Samkvæmt eigin skilgreiningu er ég
enn ungur og er að fara í ný verk-
efni,“ segir Sigurbjörn hlæjandi. „Ég
ætla að lækna og elska konuna mína,“
segir hann aðspurður um framtíðina.
Fyrsta konan formaður
Læknafélags Íslands
Birna
Jónsdóttir
Sigurbjörn
Sveinsson
ÁKVÖRÐUN bæjarstjórnar Sveit-
arfélagsins Ölfuss um að gera samn-
ing við Eignarhaldsfélagið Fasteign
um uppbyggingu íþróttamannvirkja
í bænum var ekki í samræmi við
sveitastjórnarlög, samkvæmt úr-
skurði sem félagsmálaráðuneytið
hefur kveðið upp.
Þar sem samningarnir hafa þegar
verið undirritaðir getur ráðuneytið
ekki fellt samninginn úr gildi heldur
er slíkt eingöngu á færi dómstóla.
Samkvæmt samningnum reisir
fasteignafélagið mannvirkin og held-
ur við, a.m.k. að hluta, en sveitarfé-
lagið leigir til 30 ára með kauprétti á
5 ára fresti.
Það voru bæjarfulltrúar Fram-
sóknarflokksins sem kærðu samn-
inginn til félagsmálaráðuneytisins
og byggðu á því að skv. sveitastjórn-
arlögum hefði verið skylt að afla álits
sérfróðs aðila áður en samningarnir
voru undirritaðir þar sem þeir námu
meira en fjórðungi skatttekna árs-
ins. Þeir bentu á að samningurinn
hljóðaði upp á 767 milljón króna fjár-
festingu sem þeir töldu að næmi
106% af skatttekjum yfirstandandi
árs. Engin gögn lægju fyrir sem
sýndu hvaða áhrif samningurinn
hefði á rekstur bæjarfélagsins.
Af hálfu meirihlutans í bæjar-
stjórn var á hinn bóginn bent á að
ekki hefði þurft að leita til sérfróðs
aðila þar sem ekki væri um að ræða
fjárfestingu af hálfu sveitarfé-
lagsins, heldur leigu. Þrátt fyrir það
hefði verið leitað til sérfróðra aðila.
Félagsmálaráðuneytið tók undir
með kærendum og taldi að gögn sem
bærinn vísaði til sem sérfræðiálits
stæðust ekki kröfur. Afgreiðsla bæj-
arstjórnarinnar hefði því verið and-
stæð sveitastjórnarlögum.
Ekki í
samræmi
við lög
Ölfus láti fram-
kvæma athugun
SEXTÁN ára ölvaður unglingspiltur
sem lögreglan á Suðurnesjum hugð-
ist færa til síns heima brást heift-
arlega við afskiptum lögreglunnar
og réðist að lokum á lögreglukonu.
Að launum fékk hann að dúsa í
fangageymslum og verður væntan-
lega ákærður fyrir árásina. Erill var
hjá lögreglu og voru m.a. fjórir tekn-
ir fyrir ölvunarakstur.
16 ára réðst
á lögreglu
♦♦♦