Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 32
umhverfi 32 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H vað skyldu margir vita hvar Móhálsadalur er? Dalurinn sá ligg- ur um fólkvang flestra sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins sem heitir Reykjanesfólkvangur. Nú eru á borði stjórnar fólkvangsins, tillögur til umsagnar um lagningu háspennu- lína þvers og kruss um fólkvanginn m.a. um Móhálsadal. Þar um liggur sk. Djúpavatnsleið þvert yfir Reykjanesskagann og gefur þá til- finningu að allt þéttbýli sé víðs fjarri og ósnortin náttúra tekin við. Og ör- nefnin lýsa fjölbreytileikanum eins og Fjallið eina, Norðlingaháls, Hrú- tagjá, Mávahlíðar, Fíflavallafjall, Hofmannaflöt, Lækjarvellir, Djúpa- vatn, Ketilsstígur, Hattur og Hetta, Krókamýri og Vigdísarvellir og loks er komið að Latsfjalli og Lat við Suð- urstrandarveg. Þessi kennileiti hafa vísað veginn í 1.100 ár og gera enn. Háspennulínur í Reykjanesfólkvangi Í og við Reykjanesfólkvang hefur Hitaveita Suðurnesja sótt um leyfi fyrir tilraunaborunum til að virkja jarðvarmann, ef hann reynist næg- ur. Þegar hefur verið borað við Trölladyngju við Sog, skammt aust- ur af Keili með tilheyrandi jarðraski á einkar viðkvæmu svæði. Boranir eru að hefjast við Sandfell sunnan Selsvalla og vestan Núpshlíðarháls á svæði fjarri öllum vegum og slóðum og síðan kemur röðin að Seltúni í Krýsuvík, einum kunnasta ferða- mannastað á Reykjanesskaganum. Kannski verður Brennisteinsfjöllum hlíft (nafngjafi Jónas Hallgrímsson), en þar hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun óskað eftir að bora. Í þetta svæði á að sækja orku til að hægt verði að byggja álver í Helgu- vík og nú stendur stjórn Reykjanes- fólkvangs uppi með kvölina og völina og háspennulínurnar. Ef af verður mun verða byggð ný háspennulína – loftlína til Suð- urnesja út frá Hafnarfirði og um miðju Reykjanesskagans. Sú lína mun blasa við þegar ekið er suður á Höskuldarvelli og í nánd Keilis. Einnig ef farið er á Selsvelli sunnan Trölladyngju, en þar er eitt mesta gróðurlendi á öllum Reykjanesskag- anum og eitt sinn heimkynni hrein- dýra. Tillaga er gerð um jarðstreng frá Seltúni og yfir Sveifluháls hjá svokölluðum Ketilsstíg og áfram yfir Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Trölladyngju. Annar kostur er að leggja streng frá Seltúni með Suður- strandarvegi allt til Svartsengis. Einnig er boðið upp á jarðstreng þvert yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Sandfelli. Leggja þarf vegaslóða til að koma strengjunum fyrir og augljóslega mun fylgja þeim mikil rask, einkum í hraununum. Ekki er talið gerlegt að leggja háspennulínuna út á Suð- urnes með viðkomu í Trölladyngju og Sandfelli í jörð sökum tæknierf- iðleika og kostnaðar. Hér eru engir kostir góðir og reyndar hver öðrum verri, hugsi menn eitthvað um um- hverfið og ósnortna náttúru þessa svæðis. Umhverfisslys í Krýsuvík 1949 Haustið 1949 flutti Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur tímamóta- erindi sem síðar var flutt í útvarpið og vakti þjóðarathygli, en þar talaði Sigurður fyrir setningu löggjafar um náttúruvernd. Dæmið sem fyllti mælinn var umgengni við sprengi- gíginn Grænavatn í Krýsuvík, en brennisteinssambönd gefa vatninu sérkennilegan grænan lit og þar hafa fundist sjaldgæfir gabbró hnyð- lingar. Meðal þeirra sem heyrðu málflutning Sigurðar var Eysteinn Jónsson sem þá var mennta- málaráðherra og fékk hann Sigurð til að undirbúa fyrstu löggjöf um náttúruvernd á Íslandi. Í erindi Sigurðar sagði hann m.a. eftirfarandi: ,,Þetta litla vatn er óefað meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð, og þar sem það liggur í sér- kennilegu umhverfi, við þjóðveg, og ekki nema klukkutíma keyrslu frá höfuðstaðnum, kemur vart sá út- lendur jarðfræðingur til landsins, að ekki sé keyrt með hann um Krýsu- víkurveg og honum sýnt Græna- vatn.“ Síðan segir: ,,En nú er á einu ári búið að for- djarfa svo þetta fallega og merkilega náttúrufyrirbæri, að hér eftir mun maður blygðast sín fyrir að sýna það nokkrum útlendingi.“ Síðan lýsir Sigurður fram- kvæmdum Hafnarfjarðarbæjar á staðnum og segir svo: ,,En þessum turnum og fjósi hefur verið valinn undarlegur staður, frammi á norðvesturbakka Græna- vatns. Nú er búið að fara um stórt svæði með jarðýtum alveg fram á bakka vatnsins. Með þessu umróti og hinum háu votheysturnum er búið að gjörbreyta svip vatnsins og svipta svæðið þeirri sérkennilegu auðn- arstemningu, er þar ríkti áður.“ Og enn segir Sigðurður: ,,Svo virðist, sem nú eigi að fara að nota Grænavatn sem eins konar ruslatunnu. Þar er búið að hella hlassi af glerbrotum og drasli niður yfir suðurbakka vatnsins, svo að blasir við vegfarendum langt að“. Loks segir Sigurður í þessu magn- aða erindi: ,,Hefði hér verið komin á nátt- úruverndarlöggjöf, hefði líklega ver- ið hægt að bjarga Grænavatni frá fordjörfun án þess að ,,nýsköpun“ Hafnarfjarðar í Krýsuvík hefði á nokkurn hátt beðið tjón af“. Fólkvangur í niðurníðslu Hvernig er svo ástandið við Grænavatn í dag, nærri 60 árum síð- ar? Því er fljótsvarað – lítið breytt. ,,Nýsköpunarbyggingarnar“ að hruni komnar, girðingarræksni ligg- ur ofan í Grænavatn og ekki hefur komist í verk að gera brúklegan göngustíg kringum vatnið. Satt að segja er þetta lýsandi fyrir umgengnina í öllum Reykjanesfólkv- angi og kannski á Reykjanesskag- anum öllum. Hann er eins og einskis manns land þar sem allt er leyfilegt. Vélhjóla- og jeppamenn hafa sína hentisemi. Gapandi malarnámur bjóða fólk velkomið í fólkvanginn. Gróðurinn á undanhaldi og rusl fyllir lautir og gjótur. Kannski vita fæstir að þeir séu komnir í fólkvang og þá tekur virð- ingarleysið við. Eina byggingin sem sannarlega stendur undir nafni er litla kirkjan í Krýsuvík, en göngu- skálinn á Lækjarvöllum í Móháls- adal var skotinn í tætlur. Er þá nema létt verk fyrir ýtur, gröfur, bori og önnur stórvirk tæki að klæða landið borholum, stöðv- arhúsum, háspennulínum, gufurör- um, vegum og öðrum mannvirkjum fyrir álið í Helguvík eða eitthvað annað? Kannski er líka öllum sama? Landvernd og eldfjallagarður Á sumardögum 2006 settu sam- tökin Landvernd fram hugmyndir sínar um framtíðarsýn á Reykjanes- skaganum. Kjarninn í þeim hug- myndum var eldfjallagarður og fólk- vangur er næði yfir svæðið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá og að Eldey. Stoðir eldfjallagarðsins yrðu fjór- ar: náttúruvernd, útivist, ferðaþjón- usta og jarðvarmavinnsla og nýting jarðefna. Á Reykjanesskaganum eru ósnortin víðerni eins og Brenni- steinsfjöll og friðlýst svæði s.s. Reykjanesfólkvangur, Blá- fjallafólkvangur o.fl. Þá eru verð- mætar menningarminjar við hvert fótmál og má þar nefna: Selvog, Her- dísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Í þessum menning- arminjum er ekki síst skráð atvinnu- saga okkar til sjós og lands í gegnum aldirnar. Merkilegust er þó jarðfræðin með úthafshrygg á þurru landi og plötu- skilin milli Evrópu og Ameríku, þar sem landið stækkar um 2 cm á ári hverju. Segja má að Reykjanesskag- inn sé eins og opin bók í landsköpun, sem gerir þetta svæði eitt hið áhuga- verðasta í heiminum fyrir jarðvís- indamenn jafnt sem allan almenning. Orkuvinnslan á Reykjanesskag- anum fram til þessa hefur annars vegar verið bundin við austasta hluta skagans á Hengilssvæðinu og á Hellisheiði og hins vegar vestast á Reykjanesi og í Svartsengi. Í tillögum Landverndar er lögð áhersla á þessi svæði sem áfram- haldandi orkuvinnslusvæði m.a. með Hefur þú komið í Móhálsadal? Úr gögnum Landsnets. Reykjanes Horft til suðurs á flugi fyrir ofan Sveifluháls. Ein af hugmyndum Landsnets um orkuflutninga er jarðstrengur frá Seltúni, sem er hverasvæðið lengst til vinstri á myndinni, yfir í Trölladyngju austan við Keili. Þeirri famkvæmd myndi fylgja vegagerð yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls. Fyrirhugað er að bora á Reykjanesskaga í leit að jarðvarma. Verði af framkvæmdum og ál- ver rísi í Helguvík munu háspennulínur verða strengdar í loft- línu til Suðurnesja frá Hafnarfirði með til- heyrandi raski. Reynir Ingibjartsson skrifar um baráttuna um Reykjanesskagann. » Í þetta svæði á að sækja orku til að hægt verðiað byggja álver í Helguvík og nú stendur stjórn Reykjanesfólkvangs uppi með kvölina og völina og háspennulínurnar. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Austurengjahver Í Krýsuvíkurlandi er ósnortið hverasvæði sem fáir vita um. Hitaveita Suðurnesja hefur uppi áform um rannsóknaboranir sem kunna að ógna þessari náttúruperlu. Í baksýn má sjá Sveifluháls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.