Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FRAMUNDAN eru verulegar
breytingar á heilbrigðiskerfinu og í
orkumálum og þessar breytingar
hefðu verið erfiðar eða ómögulegar í
stjórnarsamstarfi annarra flokka en
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Þetta var meðal þess sem kom fram í
ræðu Geirs H. Haarde forsætisráð-
herra á laugardagsfundi í Valhöll í
gærmorgun.
„Við áttum marga kosti í vor, eins
og margir muna. En við vildum ekki
mynda kyrrstöðuríkisstjórn, sem
var einn möguleikinn, örugglega, í
stöðunni. Við vildum mynda ríkis-
stjórn þar sem hægt væri að þróa
samfélagið áfram og gera víðtækari
breytingar í ætt við okkar stefnu en
kannski hefði tekist á öllum sviðum í
fyrrverandi ríkisstjórn og var líklegt
í annars konar samstarfi,“ sagði
hann. Mikilvægt væri að hafa í huga
að núverandi ríkisstjórn ætlaði að
taka til hendinni. Hann nefndi heil-
brigðismálin sérstaklega. „Þar eru
ótrúlega miklir möguleikar fram-
undan sem Samfylkingin er tilbúin
til að vera með okkur í en aðrir flokk-
ar voru og hefðu ekki verið.“ Nú
væri tækifæri til að greina á milli
hlutverks ríkisins sem kaupanda og
seljanda í heilbrigðisgeiranum og
þar með gefa fleirum möguleika á að
verða seljendur heilbrigðisþjónustu.
Þetta væri mikilvæg breyting sem
ekki væri byrjuð að sjást mjög mikið
en mikið væri í pípunum. Í orkumál-
um væri sömuleiðis hægt að gera
breytingar í frjálsræðisátt sem ekki
hefðu verið mögulegar í öðru sam-
starfi. Á hinn bóginn stæði ekki til að
einkavæða einokunarstarfsemi á
þessu sviði.
Breytingar yrðu gerðar á fleiri
sviðum í samstarfi við Samfylk-
inguna. Á hinn bóginn væri því ekki
að leyna að það væri mikil breyting
fólgin í samstarfi Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingarinnar enda hefðu
flokkarnir verið höfuðandstæðingar
undanfarin ár. Það væri eðlilegt að
það tæki tíma að finna taktinn í sam-
starfinu. Samstarfið hefði gengið vel
og hann gæfi ekkert fyrir samkvæm-
isleiki fjölmiðla sem reyndu að ota
ráðherrum í ríkisstjórninni saman.
Geir kom víða við í ræðu sinni og
útilokaði m.a. að Ísland tæki einhliða
upp evru, án inngöngu í Evrópusam-
bandið. Menn gætu í sjálfu sér siglt
til Evrópu og fyllt nokkra gáma af
evrum og tekið gjaldmiðilinn upp
hér. Slíkt gerði hins vegar engin þró-
uð þjóð nema gríðarlegir óleysanleg-
ir erfiðleikar steðjuðu að henni.
Verulegar breytingar á heil-
brigðiskerfinu framundan
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fundur Fjölmenni var á fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Geir ræddi þar um verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Engin „kyrrstöðuríkisstjórn“ Núverandi stjórnarmynstur raunhæfast
„ÞETTA [hjúkrunarfræðingar] er
mjög góð stétt sem vinnur afskap-
lega gott starf eins og aðrar heil-
brigðisstéttir. Ég skil vel að þær séu
áhugasamar um eigin kjör og beri
sig saman við aðrar stéttir,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra þegar hann er inntur eftir
viðbrögðum við ákalli hjúkrunar-
fræðinga um að hann beiti sér með
sama hætti fyrir þá stétt og dóms-
málaráðherra gerði fyrir lögreglu-
menn þegar ákveðið var að starfandi
lögreglumenn fengju greitt 30 þús-
und króna tímabundið álag á mán-
uði.
Líkt og fram hefur komið er í
kjarasamningi hjúkrunarfræðinga
ákvæði um greiðslur vegna sér-
stakra tímabundinna álagsþátta.
Spurður hvort hann hyggist sem
ráðherra beita sér fyrir því að hjúkr-
unarfræðingar fái samskonar álags-
greiðslur og lögreglumenn svarar
Guðlaugur Þór: „Í fyrsta lagi er ekki
um sama kjarasamninginn að ræða
annars vegar hjá hjúkrunarfræðing-
um og hins vegar lögreglumönnum. Í
annan stað er þetta álag stofnana-
bundið, þ.e. um er að ræða sveigj-
anleika hjá stofnunum við ákveðnar
aðstæður eftir ákveðnum reglum og
undir yfirstjórn fjármálaráðuneytis-
ins,“ sagði Guðlaugur Þór.
„Við höfum notað þetta ákvæði
kjarasamninga fyrir hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraliða og lífeindafræðinga
yfir sumarmánuði þegar sumarleyfi
hjá okkur eru í hámarki,“ segir Anna
Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Landspítalans. Tekur hún fram að
fjármálaráðuneytið hafi sett reglur
um þessar álagsgreiðslur. Að sögn
Önnu eru skiptar skoðanir á þessum
greiðslum þar sem erfitt sé að skil-
greina hvað sé aukið álag. „Við höf-
um aldrei skilgreint að þessar
greiðslur séu fyrir „álag“ heldur það
verkefni að leysa starfsemi sumars-
ins með viðunandi hætti, þ.e. að leysa
oft á tíðum sömu verkefni með færri
starfsmönnum,“ segir Anna. Að
hennar mati eru svona sporslur í
kjarasamningum erfiðar og valda oft
óróa meðal starfsmanna. Segir hún
betra að greiða hærri grunnlaun.
Heilbrigðisráðherra segir ekki um sama kjarasamning að ræða milli stétta
Landspítalinn hefur nýtt sér ákvæði kjarasamninga um álagsgreiðslur
Álagið á valdi stofnana
Anna
Stefánsdóttir
Guðlaugur
Þór Þórðarson
„VIÐ fengum
þetta fyrst og
fremst fyrir
reksturinn á
Grundartanga og
létum jafnframt
vita af væntan-
legri starfsemi í
Helguvík. Mér
sýnist að meðferð
málsins sé bara í
samræmi við
lög,“ segir Ragnar Guðmundsson,
forstjóri Norðuráls, um úthlutun los-
unarheimilda vegna gróðurhúsaloft-
tegunda sem umhverfisráðherra
kynnti í fyrradag. Norðurál fékk út-
hlutaðar alls 2.106.000 losunarheim-
ildir fyrir Grundartanga.
Fyrirtækið er eitt þeirra fjögurra
fyrirtækja sem sóttu um losunar-
heimildir, en fengu ekki, en Norður-
ál hafði sótt um losun fyrir Helguvík.
Spurður hvort það setji eitthvert
strik í áframhaldandi áform um
byggingu álvers í Helguvík svarar
Ragnar því neitandi.
„Þau verkefni sem eru í farvatninu
fá náttúrlega ekki heimildir fyrr en
búið er að ganga frá öllum leyfum.
Við erum ekki búnir að klára þann
feril sem felst í mati á umhverfis-
áhrifum og enginn þeirra aðila sem
sóttu um fyrir væntanleg verkefni.
Það var hins vegar beðið um upplýs-
ingar um verkefni sem hugsanlega
gætu komið inn á tímanum.“
Ganga þarf
frá öllum
leyfum fyrst
Ragnar
Guðmundsson
Meðferð málsins í
samræmi við lög
ÖKUMAÐUR, tæplega tvítugur,
var handtekinn í Borgarnesi að
morgni laugardags vegna aksturs
undir áhrifum fíkniefna. Í bifreiðinni
fannst jafnframt lítilræði af hvítu
efni sem talið er amfetamín. Farþegi
í bílnum var einnig handtekinn.
Á átta mánuðum, frá ársbyrjun til
ágústloka, handtók lögreglan 392
ökumenn fyrir fíkniefnaakstur.
Brotunum sem lögregla kemur upp
um fjölgar sífellt og voru þau 98 í
ágústmánuði einum.
Upp úr miðnætti aðfaranótt laug-
ardags lagði lögreglan í Borgarnesi
hald á óskráða haglabyssu í bíl sem
hún hafði stöðvað. Ökumaðurinn
hafði ekki skotvopnaleyfi. Hann
kvaðst hafa ætlað að lána kunningja
sínum vopnið.
Ökumaður á
eiturlyfjum
♦♦♦
TALSVERÐ ölvun, skrílslæti og
slagsmál settu svip á miðbæ Akur-
eyrar í fyrrinótt.
Ýmis mál komu til kasta lögreglu
en umfangsmesta verkefnið var að
takast á við hópslagsmál sem brutust
út á Eimskipafélagsplaninu, austast á
Strandgötu. Þegar lögreglan kom á
staðinn voru slagsmálin að mestu um
garð gengin en mikill æsingur í fólk-
inu sem var flest um og yfir tvítugt.
Nokkur barefli voru tekin af æsinga-
mönnum. Í látunum var bifreið ekið
utan í stúlku, að því er virðist í ógáti,
en að sögn lögreglu hafði hópur ung-
menna ráðist að bílnum og var öku-
maður hans að reyna að forða honum
frá skemmdum. Enginn gisti fanga-
geymslur vegna málsins heldur ein-
beitti lögregla sér að því að róa fólkið
og koma í veg fyrir átök.
Slagsmál og
skrílslæti
FULLTRÚAR vísindasamfélags
og atvinnulífs í þremur löndum
innsigluðu í gær samkomulag um
umfangsmikið vísindaverkefni sem
miðar að bindingu koltvísýrings
sem steintegundar í iðrum jarðar.
Verkefnið hefur þegar vakið at-
hygli víða um heim vegna hugs-
anlegra áhrifa þess á glímuna við
gróðurhúsaáhrifin.
Að verkefninu standa Orkuveita
Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Col-
umbia-háskóli í Bandaríkjunum og
Rannsóknarráð Frakklands.
Þau Björn Ingi Hrafnsson, vara-
formaður stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur, og dr. Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
skrifuðu undir samning um hinn
fjárhagslega þátt verkefnisins. Í
honum felst m.a. að Orkuveita
Reykjavíkur leggur verkefninu til
aðstöðu og búnað við jarðvarma-
virkjun fyrirtækisins á Hellisheiði.
Fagleg stjórn verður m.a. í hönd-
um Háskóla Íslands.
Samninginn um vísindalega
þáttinn undirrituðu dr. Sigurður
Reynir Gíslason, jarðefnafræðing-
ur hjá Jarðvísindastofnun HÍ, dr.
Einar Gunnlaugsson, yfirmaður
rannsókna hjá Orkuveitu Reykja-
víkur, Juerg Matter frá Columbia-
háskóla og Eric Oelkers frá hinni
frönsku Centre National de la
Recherche Scientifique. Rann-
sóknin er undir faglegri stjórn dr.
Sigurðar Reynis.
Binda koltvísýring í berg
Í HNOTSKURN
»Við eldvirkni losnar gríð-arlegt magn koltvísýrings.
Hluti koltvísýringsins sleppur
þó aldrei út í andrúmsloftið
vegna þess að í efstu lögum
berggrunnsins hvarfast hann
við kalsíum í basalti og mynd-
ar bergtegundina kalsít. Til-
raunin á Hellisheiði gengur út
á að líkja eftir þessu ferli.
ÚTGERÐ Péturseyjar ehf. hefur
ákveðið að leggja línubátnum Guð-
rúnu VE. Þriggja mánaða uppsagn-
arfrestur 14 manna áhafnar rann
út á dögunum og mun báturinn því
ekki halda til veiða í vetur. Guðjón
Rögnvaldsson, eigandi útgerð-
arinnar, segir ástæðuna einfalda,
niðurskurður í þorskkvóta geri það
að verkum að ekki sé unnt að gera
bátinn út. „Varðandi fiskvinnsluna
hjá okkur þá munum við einfald-
lega kaupa hráefni af öðrum til að
halda henni gangandi.“ Niður-
skurður þorskkvóta þýðir að afla-
heimildir í Vestmannaeyjum fara
úr 12 þúsund tonnum í átta.
Guðrúnu VE
hefur verið lagt
♦♦♦