Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g er fæddur 5. júní 1935 í gamla sjúkrahúsinu á Blönduósi og var lagð- ur til á fjalir úti í lík- húsi, talinn andvana fæddur. Skömmu seinna átti hjúkr- unarkonan erindi í líkhúsið og leit í leiðinni á barnslíkið. Hún tók þá eftir kippum í öðrum litlafingri og hafði engar vöflur á en þreif barnið, hljóp með það yfir í sjúkrahús og kastaði því ofan í ísjökulkalt vatn. Það er fyr- ir þetta vatnsbað að ég sit nú hér og tala við þig.“ Hjúkrunarkonan hét Jóhanna, ljósmóðirin Hallbera og hennar mað- ur Björn. Til þeirra sækir Hallbjörn Jóhann nafn sitt. Hann segist hafa þekkt Jóhönnu sem nöfnu sína, en ekki vitað um lífgjöfina fyrr en löngu síðar, að móðir hans sagði honum alla söguna. Þá var Jóhanna flutt til Ak- ureyrar og þau Hallbjörn hittust aldrei eftir það. En að vonum er hon- um hlýtt til þessarar konu sem bjarg- aði honum með kuldabaðinu. Foreldrar Hallbjörns voru Ásta Þórunn Sveinsdóttir frá Ketu á Skaga og Hjörtur Jónas Klemensson frá Kurfi á Skaga. Þau bjuggu á Skagaströnd, þar sem Hjörtur var lengstum árabátaformaður og eftir nokkra vist í öðrum húsum flutti fjöl- skyldan í Vík. Hallbjörn er yngstur sextán systkina. „Við vorum aldrei öll heima í Vík, sum systkini mín ólust upp annars staðar, en það voru oft 8 til tíu manns í heimili. Aldrei man ég til þess að við syltum heilu hungri, en stundum var þröngt í búi. Pabbi var duglegur að veiða og bræður mínir fetuðu í fót- spor hans. Sjálfur var ég ómögulegur byssumaður, gat ekki skotið á nokk- urn fugl og hafði ekkert gaman af því að fara á sjó, þótt sjómennska yrði síðar atvinna mín um skeið. Þar sem svo margt fólk er, er mikið skrafað og það gekk stundum mikið á, þegar við systkinin vorum á fart- inni. Ég fann ekkert til þess að vera yngstur, þeir bræður mínir sem voru heima við, voru orðnir það stórir að þeir þurftu ekkert að níðast á mér. Ég fékk hins vegar meira en nóg af stríðni og einelti í skólanum. Ég var fátæklega til fara, í bættum fötum af bræðrum mínum og fékk að kenna á því og svo hinu, að ég fór mínar eigin leiðir, hvað sem hver sagði. Ég tók hannyrðir fram yfir smíðar og mér leið betur inni við að dunda eitthvað í höndunum en að leika við félaga mína úti. Fyrir þetta var ég hafður að skotspæni, en ég reyndi að láta það sem vind um eyrun þjóta, þótt efalaust hafi það ýtt á mig inn í mína skel. En það festist snemma við mig að láta umhverfið ekki stjórna mér. Og það hefur ekk- ert elzt af mér! Pabbi var flinkur harmoníkuspil- ari; spilaði á böllum um alla sýslu og það voru dansleikir sem stóðu fram til 6 og 7 á morgnana. Það var mikil tón- list á heimilinu, því bræður mínir spiluðu líka á harmoníku og gítar. Stundum spilaði pabbi uppi, Svenni niðri á harmoníku og Kristján á nikku eða gítar; það var spilað á þremur stöðum og auðvitað sitt lagið hver.“ – Kom tónlistin til þín frá föður þín- um? „Ég held að hún hafi komið beggja megin frá. Móðir mín var mjög söng- elsk og hafði gaman af tónlist engu síður en faðir minn.“ – Lærðir þú eitthvað í tónlist? „Það er nú saga að segja frá því! Ég var snemma liðtækur í spili og söng. Ég var því sendur í tónlistar- tíma, fyrst heima á Skagaströnd og svo á Blönduósi hjá Þorsteini Jóns- syni frá Gili. Ég æfði mig á orgelið heima, það vantaði ekki, en ég æfði ekki það sem mér var sett fyrir, held- ur spilaði bara upp úr mér. Ég raðaði nótum í kringum mig svo foreldrar mínir héldu að ég væri að æfa fyrir tónlistartímana. Ég gat nefnilega strax spilað allt sem mig langaði eftir eyranu. Mér nægði að heyra lag einu eða tvisvar sinnum og þá var ég búinn að læra það og gat spilað það. Þess vegna lagði ég mig aldrei eftir nótum. Svo fór ég að dangla á gítar og lærði þannig að ég sat hjá Kristjáni bróður á kvöldin og horfði á hann spila og þegar hann var í vinnunni á daginn, stal ég gítarnum og æfði grip- in, sem ég hafði séð hjá honum.“ En foreldrarnir gáfu ekki draum- inn um tónlistarnám sonarins upp á bátinn. Móðir hans vildi að hann lærði á orgel og tæki við starfi organista við kirkjuna á Skagaströnd. Til þess lá leiðin suður. Kántrí tók allt yfir En syðra var allt á sömu bókina lært og nyrðra; Hallbjörn fór sínar eigin leiðir; hann fór aldrei í org- eltíma hjá Sigurði Birkis söng- málastjóra heldur fékk „þá flugu í höfuðið að læra á píanó“. – Af hverju píanó? „Á samkomu hjá Hvítasunnusöfn- uðinum kynntist ég Árna Arinbjarn- arsyni kórstjóra. Hann opnaði mér heim píanósins og ég sótti tíma hjá honum fyrsta veturinn. Svo fór ég í Tónlistarskólann í Reykjavík.“ Nú komst Hallbjörn Hjartarson ekki lengur upp með að læra ekki nóturnar. En hann fann sér tóm til þess að sletta aðeins úr klaufunum í söng. Líkt og á Blönduósi fyrrum, þegar krakkarnir söfnuðust í kringum hann út undir vegg og hlustuðu á hann spila á gítar og syngja, söng Hall- björn fyrir Reykvíkinga, þegar hann hvattur af bróður sínum og félögum, steig á svið og söng með KK- sextettinum, hljómsveitum Carls Bil- lich og Svavars Gests og kom svo fram á kabarettskemmtunum. Og stúkudrengurinn frá Skagaströnd sá, hvernig áfengið lék menn og staðfesti bindindisheit sitt kvöld eftir kvöld svo dugað hefur fram á þennan dag. „Ég var ákaflega heppinn með kennara fyrri veturinn í Tónlistar- skólanum; Jón Nordal var vingjarn- legur kennari og umburðarlyndur listamaður. En seinni veturinn kenndi Rögn- valdur Sigurjónsson mér. Hann var strangur listamaður, en vanstilltur kennari; manni mátti ekki verða á, þá var höndin komin yfir öxlina og hann sagði: Þetta á að vera svona, þetta á að vera svona. Þetta stuðaði mig svo að ég hætti. Þessa tvo vetur lærði ég tónlist- arsögu hjá Victor Urbancic og hljóm- fræði hjá Karli O. Runólfssyni. Það var skemmtilegt nám og gagnlegt og auðvitað naut ég líka þess sem ég lærði í píanótímunum, þótt það nám yrði endasleppt.“ Sumarvinnu sótti Hallbjörn suður á Keflavíkurflugvöll; var fyrst í upp- vaski í mötuneytinu og síðar í skúr- ingum á skrifstofunum. Þarna hljóp kántrítónlistin fyrir alvöru í hann Með kántríið í blóðinu Hann tekur á móti mér, þegar ég kem upp á Holtavörðuheiðina: „Þú ert að hlusta, vinurinn, á menningaraukann við húnvetnska strönd, út- varpsstöðina við flóann, Útvarp Kántrýbæ.“ Svo lætur hann lagið rúlla. Freysteinn Jóhannsson heimsótti kúreka norð- ursins, Hallbjörn Jóhann Hjartarson, á Skagaströnd. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Gjörið þið svo vel Hallbjörn Hjartarson lætur lagið rúlla í Útvarpi Kántrýbæ - menningaraukanum við húnvetnska strönd. lífshlaup Hluthafafundur verður haldinn í Tryggingamiðstöðinni hf. mánudaginn 8. október 2007 kl. 16.30 í húsakynnum félagsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Aðalstræti 6 / 101 Reykjavík / Sími 515 2000 / www.tm.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 39 35 5 09 /0 7 Hluthafafundur Dagskrá: 1. Tillaga um breytingu á 1. mgr. 19. gr. samþykkta félagsins þannig að stjórn félagsins skuli skipuð þremur mönnum. 2. Tillaga um breytingu á 4. mgr. 19. gr. samþykktanna um að undirskrift meiri- hluta stjórnarmanna sé skuldbindandi fyrir félagið. 3. Kjör nýrrar stjórnar í samræmi við samþykktir félagsins að teknu tilliti til þeirra breytinga sem á þeim kunna að verða gerðar, sbr. lið 1 hér að framan. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Aðalstræti 6, Reykjavík, skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, svo og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 4. október n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir fimmtudaginn 4. október geta fengið atkvæðaseðla senda sér. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12.00 mánudaginn 8. október eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafafundinum þann 8. október og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.