Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 45 Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 12-16Opið Fjölbreyttir listmunir Frábært verð HVER er niðurstaðan af miklum umræðum um kaup á notaðri Gríms- eyjarferju og endurnýjun hennar? Niðurstaðan er þessi: Kostnaður hefur farið mörg hundruð millj- ónir fram úr áætlun og fram úr heimild al- þingis. Fyrrverandi samgönuráðherra, Sturla Böðvarsson, ber ábyrgð á öllu mál- inu og þar á meðal á óheimilum greiðslum úr ríkissjóði til ferj- unnar. Ónógur undirbúningur Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu um mál þetta og gagn- rýnir þar harðlega óheimilar fjárveitingar upp á mörg hundruð milljónir til viðgerða og kaupa á ferjunni. Ríkisendurskoðun gagnrýnir sérstaklega ónógan undirbúning að kaupum ferjunnar. Telur ríkisend- urskoðun að undirbún- ingi hafi verið veru- lega ábótavant. Siglingamálastofnun vildi að mun ítarlegri athugun færi fram á ferjunni en ekki var farið eft- ir þeirri ábendingu. Ríkisend- urskoðun kemst að þeirri nið- urstöðu, að mun ódýrara og skynsamlegra hefði verið að gera við gömlu ferjuna í stað þess að kaupa notaða ferju að utan. Undirstofnanir bera ekki ábyrgðina Sá sem ber ábyrgð á því, að ákveð- ið var að kaupa notaða ferju frá öðru landi, er fyrrverandi samgöngu- ráðherra. Hann ákvað þetta sam- kvæmt tillögu Vegagerðar ríkisins. Vegamálastjóri hefur reynt að axla ábyrgðina sem mest sjálfur. Það er drengilegt af honum en samkvæmt lögum og miðað við íslenska stjórn- sýslu geta undirstofnanir ekki borið ábyrgð á ákvörðunum ráðherra. Endanleg ákvörðun og ábyrgð er ráðherrans. Verkfræðingur sá, sem skoðaði skipið fyrir Vegagerðina, getur heldur ekki borið ábyrgðina. Hann er aðeins ráðgjafi. Hann hefur sent fjárlaganefnd bréf og gert grein fyrir sínum þætti í málinu. Þar segir hann, að hann hafi sett nokkra fyr- irvara við kaup ferjunnar. Hann hafi sagt að kaupa mætti ferjuna miðað við nokkrar tilgreindar for- sendur. Hans fyr- irvarar hafi ekki verið uppfylltir. Fyrrverandi samgönguráðherra ber ábyrgð á því, að það var ekki gert. Fjármálaráðherra verður að lúta al- þingi Bent hefur verið á það í umræðum um málið, að fjár- málaráðherra hafi sam- þykkt að greiða mætti stórar fjárhæðir úr rík- issjóði umfram fjár- lagaheimildir. Hafi þar verið um að ræða að nýta vannýttar fjár- heimildir Vegagerð- arinnar og að túlka rúmt heimild alþingis til þess að selja gömlu Grímseyjarferjuna og kaupa aðra notaða í staðinn. Fjár- málaráðherra, þótt valdamikill sé, hefur enga heimild til þess að heimila fjárveitingar úr ríkissjóði umfram heimild alþingis. Sam- kvæmt stjórnarskránni má ekki ráð- stafa neinum fjármunum úr rík- issjóði án heimildar alþingis. Ekki búið að selja gömlu ferjuna Ríkisendurskoðandi bendir á, að ekki sé einu sinni búið að selja gömlu ferjuna enn. En auk þess fást aðeins langt innan við 100 milljónir fyrir hana. Eyðslan vegna notuðu ferj- unnar, sem keypt var, og vegna við- gerðar á henni, er komin yfir 500 millj. kr. Hvað verður gert í þessu máli? Verða þeir sem bera ábyrgð- ina látnir sæta ábyrgð? Fyrrverandi samgönguráðherra er ekki lengur í því embætti og því er ekki unnt að víkja honum úr starfi. Hann er nú forseti alþingis. Hann ætti að segja því embætti af sér vegna máls þessa. Á fyrrverandi samgönguráð- herra að segja af sér sem forseti? Björgvin Guðmundsson skrifar um Grímseyjarferju Björgvin Guðmundsson »Ríkisend-urskoðun gagnrýnir sér- staklega ónógan undirbúning að kaupum ferj- unnar. Telur ríkisendurskoð- un að undirbún- ingi hafi verið verulega ábóta- vant. Höfundur er viðskiptafræðingur. SÚ kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, fæðist inn í umhverfi og að- stæður, sem eru gjörólíkar því sem mætti unglingunum á fyrrihluta tuttugustu aldarinnar. Það fer ekki milli mála, að lífskjör fólks hafa á þessum tíma gjör- breyst, bæði efna- hagslega og á sviði vísinda, heilbrigð- ismála, menntamála, stjórnarfarslega og öllum sviðum vísinda og tækni. Þetta má ef- laust telja ánægjulegt og í takt við vænt- ingar um jákvæða framþróun lífsins. Samt er ekki allt sem sýnist, enda nokkuð ljóst, að margt mót- sagnakennt gerist æv- inlega inn á milli í göngu mannlífsins og annarra lífvera þess- arar undrum slungnu plánetu sem við búum á. Í árþúsundir hafa trúarbrögðin spilað stærsta hlutverkið í þróunarsögu mann- kynsins. Á þeirri efn- ishyggju- og tækniöld sem við nú búum við virðist trúin vera í vörn og á undanhaldi. Þetta hefir skapað tómarúm í sálinni og endalaust kapphlaup um veraldargæðin. Ótt- inn og græðgin hafa haldið innreið sína. Það keppir hver við annan um að auglýsa sína vöru þótt hún valdi vaxandi mengun á umhverfið. Þetta virðist snúast um það eitt að afla meira og meira. Endalaus útþensla á kostnað náttúru og heilbrigðs mannlífs. Það mætti kannski orða það svo, að þetta sé gelgjuskeið há- tækninnar. Stórhýsi eru þanin út um allar jarðir í hóflausri ógegnd og í heimi sem skortir fæðu er stöð- ugt sóað því dýrmæta landi, sem verður æ dýrmætara til að brauðfæða hungraðan heim. Svona getur þetta nú ekki gengið til lengdar ef við ætlum okkur að eiga lífvænlega fram- tíð, og þetta vita menn. Þó er ekki að sjá neitt stopp á útþenslunni og sóuninni. Vonandi fer nú fólkið að átta sig á því, að hamingjan kem- ur innanfrá, en ekki úr banka eða kauphall- arbraski. Fátæka fólkið fyrr á öldum átti minna af peningum en við, en einhvern veginn finnst mér, að það hafi verið minna stressað en við og búið við meira innra öryggi en við og það eitt getur gefið meira en jafnvel milljarðarnir sem nú er keppt um. Ekki ber nú að skilja það svo að við þurfum endilega að vera fátæk til að vera hamingjusöm. Við megum bara ekki láta fjármunina leiða okk- ur út í óhamingju og ógna framtíð okkar með ábyrgðarlausri sóun og náttúruspjöllum. Við ættum að gæta að því, að ekkert getur komið í stað hins besta í trúarbrögðunum og ekki er réttmætt að dæma þau fyrir mann- leg mistök. Kærleiksboðskapurinn er sígildur og öllum kynslóðum ómissandi. Jafnvel þeir sem telja sig vantrúaða geta samt sem áður ekki án hans verið, því hann er grundvöllur alls lífs, sem okkur er af Guði gefið. Ef við trúum ekki á tilveru og tilgang þess góða, þá er- um við eins og fuglar í sárum, sem ekki geta flogið. Við höfum aldrei haft meiri þörf fyrir boðskap Jesú Krists en einmitt nú í þeim þreng- ingum sem maðurinn hefir kallað yfir sjálfan sig. Þjóðkirkjan er stærsti trúarsöfnuður okkar þjóðar og hefir enn sem fyrr miklu hlut- verki að gegna, ekki síst í æsku- lýðsmálum. Þessa tíma sem við nú lifum, sá Frelsarinn fyrir, en hann talaði táknrænt og í líkingum, um nýjan himin og nýja jörð. Og það er ljósið sem lýsir okkur nú. Það er full þörf á því á okkar dögum eins og alltaf áður, að efla trúnað og traust við göfugar hugsjónir og markmið. Við ættum allavega að geta verið sátt við það og sameinast í því, að hverskonar nafn sem við gefum máttarvöldunum, þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd, að eitthvað okkur æðra og máttugra er á bakvið alla sköpun og þessi mátt- ur sem við nefnum Guð hefir ekki aðeins opinberað okkur hinn mik- ilfenglega stjörnugeim. Hann hefir líka opinberað okkur að gildi lífsins grundvallast á kærleikanum, sem er æðsta lögmálið, lífinu til vegsemdar. „Drögum því skó af fótum okkar, því staðurinn sem við stöndum á, er heilög jörð.“ Í ljósi þínu Gunnþór Guðmundsson skrifar um framþróun lífsins og lífsgildi Gunnþór Guðmundsson »Kærleiks-boðskap- urinn er sígildur og öllum kyn- slóðum ómissandi. Höfundur er fv. bóndi og rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.