Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Andstaða almennings við nýtingu kjarnorku fer víða minnkandi, en áhyggjur af stórfelldum umhverfisspjöllum
í kjölfar slysa sem fylgt hafa tækninni hverfa þó ekki. Endemi |Kona knattspyrnustjóra Chelsea er með ólíkindum
uppátækjasöm. Bækur | Litli prinsinn sagði að við ættum að beita hjartanu af því augun væru blind . Föst í fréttaneti | Á bókmenntahátíð.
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
VERÐUR aftur snúið úr þessu?
Næstum því ábyggilega ekki; sífellt
aukin orkuþörf á tímum hnattrænn-
ar hlýnunar af völdum losunar gróð-
urhúsalofttegunda og áhyggjur af
því að ekki verði lengur treyst á jarð-
efnaeldsneyti hafa kallað fram
grundvallarbreytingu á afstöðu
ráðamanna víða um heim til kjarn-
orku. Og raunar er sú breytta sýn
engan veginn bundin við stjórnmála-
stéttina, hagfræðingar og fjölmargir
náttúruverndarsinnar eru sömu
hyggju. Í Bandaríkjunum hafa
fyrstu skrefin þegar verið stigin og í
Rússlandi hafa stjórnvöld opinberað
umfangsmiklar áætlanir um stór-
aukna raforkuframleiðslu í kjarn-
orkuverum auk þess sem í ráði er að
selja tugi kjarnakljúfa til útlanda á
næstu árum. Þessari þróun fylgja að
sönnu hættur en endurreisn kjarn-
orkunnar verður tæpast heft úr
þessu.
Á þriðjudag sótti bandaríska orku-
fyrirtækið NRG Energy formlega
um leyfi til að reisa og reka tvo
kjarnakljúfa í Texas. Umsóknin sæt-
ir tíðindum; sambærileg beiðni hefur
ekki verið lögð fram í Bandaríkjun-
um í 31 ár. Talsmenn fyrirtækisins
kveðast vonast til að leyfið liggi fyrir
árið 2010. Stefnt er að því að annar
kjarnakljúfurinn verði tekinn í notk-
un árið 2014 og hinn ári síðar.
Holskefla umsókna
NRG hefur fram til þessa ekki
rekið orkuver en verið umsvifamikið
á sviði sölu og dreifingar. Árið 2005
voru samþykkt ný orkulög í Banda-
ríkjunum, sem fela í sér aukna sam-
keppni á sviði orkuframleiðslu m.a.
með því að gera nýjum fyrirtækjum
kleift að láta til sín taka á þeim vett-
vangi og reisa kjarnorkuver. Orku-
lögin nýju ganga raunar lengra því
þau fela í sér beina hvatningu, eink-
um í formi afsláttar á skattgreiðsl-
um, niðurgreiðslna og lánaábyrgðar,
til þeirra fyrirtækja sem ríða á vaðið.
Í Bandaríkjunum er skýr pólitískur
vilji fyrir því að hlutur kjarnorku
verði aukinn á ný.
Kjarnorkueftirlitsnefnd Banda-
ríkjanna (e. Nuclear Regulatory
Commission) mun taka beiðni NRG
til skoðunar og er því spáð að afar
varlega verði farið. Í Bandaríkjunum
sem víðar óttast margir kjarnorkuna
og þar sem annars staðar hafa menn
ekki gleymt slysinu á Three Mile Isl-
and í Pennsylvaníu árið 1979 og
sprengingunni í Tsjernobyl-kjarn-
orkuverinu í Úkraínu árið 1986.
Kjarnorkan hefur átt sér fylgismenn
fáa síðustu 20 árin og stuðningur við
nýtingu hennar hefur ekki reynst til
vinsælda fallinn á vettvangi stjórn-
málanna.
Starfsmenn Kjarnorkueftirlits-
nefndarinnar þurfa ekki að kvíða
verkefnaskorti á næstu misserum
eftir heldur náðuga daga síðustu 30
árin. Búist er við réttnefndri hol-
skeflu umsókna á næstu 15 mánuð-
um eða svo enda fela orkulögin í sér
að fyrirtækjum ber að kynna áform
sín fyrir lok árs 2008 ætli þau sér að
njóta þeirra hlunninda, sem í boði
eru. Hald innvígðra er að fram komi
umsóknir um byggingu og rekstur 29
kjarnakljúfa, hið minnsta, og gæti sú
fjárfesting hljóðað upp á andvirði um
3.600 milljarða króna.
Fyrir eru í Bandaríkjunum 104
kjarnakljúfar og þótt nýir hafi ekki
verið smíðaðir frá því snemma á ní-
unda áratugnum fer hlutur þeirra í
orkuframleiðslu landsmanna heldur
vaxandi. Um fimmtungur þeirrar
orku sem Bandaríkjamenn nýta á
upptök sín í kjarnakljúfum og aukn-
inguna má rekja til nýrrar tækni.
Framleiðslan hefur og orðið hag-
kvæmari á síðustu árum ef kostnað-
urinn er borinn saman við þann, sem
fylgir raforkuframleiðslu með kol-
um. Exelon, stærsta kjarnorkufyrir-
tæki Bandaríkjanna, upplýsir að
kostnaður við að framleiða hverja
kílóvattstund með kjarnorku sé að
jafnaði 1,3 sent en 2,2 sent séu kol
nýtt í því skyni. Hagnaðarvonin
verður því vart í efa dregin.
Iðulega er vísað til Rússlands sem
orkustórveldis nú um stundir og víst
er að sá aukni áhugi, sem greina má á
kjarnorku víða í Vestur-Evrópu, er
ekki síst kominn til af þeim sökum.
Rússar hafa nú þegar náð gífurlega
sterkri og þýðingarmikilli stöðu á
orkumarkaði í Evrópu og framganga
þeirra gagnvart nágrannaríkjum
hefur sannfært marga um nauðsyn
þess að leitað verði trygginga til að
unnt reynist að bregðast við mögu-
legum orkukreppum framtíðarinnar.
Frakkar framleiða nú um 80% raf-
orku sinnar í kjarnorkuverum og
Belgar og Svíar um helming hennar.
Í Þýskalandi fjölgar þeim, sem and-
vígir eru fyrirliggjandi áætlun um að
hætta nýtingu kjarnorku árið 2020,
og eru rúm 60% þeirrar hyggju að
slíkt sé ekki ráðlegt, ef marka má ný-
lega könnun. Í Bretlandi undirbúa
stjórnvöld nú nýja löggjöf um kjarn-
orkuframleiðslu og í Finnlandi er nýr
kjarnakljúfur í smíðum. Hinum meg-
in á hnettinum, í Ástralíu, upplýsir
John Howard forsætisráðherra að
„óhjákvæmilegt“ sé að landsmenn
hefji kjarnorkunýtingu í borgaraleg-
um tilgangi.
Gazprom kjarnorkunnar?
Rússar áforma mikla útþenslu á
sviði kjarnorkumála og ræðir þar
bæði um fjölgun kjarnakljúfa þar
eystra og stórfelldan útflutning á
slíkri tækni. Fyrr í ár lagði Vladímír
V. Pútín forseti blessun sína yfir
áætlun, sem kveður á um að 26 ný
kjarnorkuver verði reist í landinu.
Nærri liggur að hlutur kjarnorku í
raforkuframleiðslu landsmanna
verði tvöfaldaður. Nú eiga um 15%
raforkuframleiðslu Rússa upptök sín
í kjarnorkuverum en vilji stjórnvalda
er sá, að þetta hlutfall verði 25%, hið
minnsta, árið 2030. Skorts á raforku
er þegar tekið að gæta í Rússlandi,
jafnvel í Moskvuborg; þessa birting-
armynd hagvaxtarins fá menn ekki
hundsað.
Nú þegar hafa verið kynnt áform
um að reisa fljótandi kjarnorkuver á
Hvítahafi og er gert ráð fyrir að
rekstur þess verði hafinn árið 2010.
Margir fyllast hryllingi við tíðindi
þessi og hafa áhyggjur af að stuðst
verði við tækni frá sovéttímanum.
Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að í
Rússlandi sem víðar fer andstaða al-
mennings við nýtingu kjarnorku
heldur minnkandi. Enn er hún þó al-
menn og djúpstæð. Samkvæmt
könnun netblaðsins Gazeta.ru eru
70% Rússa því andvíg að reist verði
kjarnorkuver í nágrenni við heimili
þeirra.
Kannanir, sem gerðar hafa verið á
vegum ríkisins, skila ekki svo afger-
andi niðurstöðu. Í einni þeirra kváð-
ust 27% þátttakenda hlynnt því að
kjarnorkuverum yrði fjölgað, 42%
sögðust fylgjandi því að haldið yrði
áfram rekstri 31 kjarnakljúfs. sem
nú er að finna þar eystra, og einungis
19% lýstu sig öldungis andvíg nýt-
ingu kjarnorku í þessu skyni.
Rússar vinna nú að smíði sjö
kjarnorkuvera erlendis, í Íran, Kína,
Indlandi og Búlgaríu og stjórnvöld
áforma stóraukinn útflutning á þessu
sviði. Þar ræðir trúlega um allt að 60
kjarnorkuver á næstu 20 árum eða
svo og mörg þeirra verða á floti líkt
og það sem fyrr var sagt frá í Hvíta-
hafinu. Einkum er horft til ríkja við
Persaflóa auk Indónesíu, Argentínu,
Malasíu og Alsír.
Mörgum líst ekki á blikuna. Til-
skipun stjórnvalda í Kreml frá því í
júlímánuði hefur og ekki reynst fallin
til að róa taugar þeirra, sem áhyggj-
ur hafa af þróun mála í Rússlandi.
Um 30 fyrirtækjum, sem tengjast
kjarnorkutækni, var þá fyrirskipað
að sameinast snimmhendis í eitt risa-
vaxið ríkisfyrirtæki er nefnist
Atomenergoprom. Þessu fyrirtæki
er í stuttu máli ætlað að annast alla
þætti borgaralegrar nýtingar kjarn-
orku og ræðir þar einnig um smíði og
útflutning kjarnorkuvera. Ríkis-
reknum risafyrirtækjum á sviði
orku, hergagnaframleiðslu og flug-
vélasmíða og öðrum þeim, sem telja
má sérlega mikilvæg með tilliti til ör-
yggismála og herfræðilegra hags-
muna, mun því fjölga. Hald margra
innvígðra er að í fyllingu tímans
verði Atomerergoprom hnattrænt
ofurfyrirtæki á sviði kjarnorku, sem
lúta muni pólitískri stýringu, líkt og
hið annálaða Gazprom er nú á sviði
gasvinnslu og -dreifingar.
Kæfandi hagvöxtur
Ævintýralegur hagvöxtur í Kína,
sem stjórnvöldum tekst ekki að
hefta, hefur kallað fram algjör um-
skipti í orkuþörf landsmanna. Trú-
lega eru þau hvergi jafn djúpstæð í
heimi hér. Kínverjar framleiða nú
um 80% orku sinnar með jarðefna-
eldsneyti og er hlutur kola þar lang-
stærstur. Loftmenguninni þar
eystra fær enginn trúað sem ekki
hefur upplifað. Krabbamein er nú al-
gengasta dánarorsökin þar í landi og
aðeins um eitt prósent þeirra 560
milljóna Kínverja, sem búa í borgum,
andar að sér lofti, sem telst hættu-
laust samkvæmt stöðlum Evrópu-
sambandsins (ESB).
Kínverjar reka nú níu kjarna-
kljúfa, fjórir eru í smíðum og áform-
að var að hefja smíði fjögurra til við-
bótar nú í ár. Fleiri eru á
teikniborðinu enda hyggjast stjórn-
völd fimmfalda rafmagnsframleiðslu
með kjarnorku fram til ársins 2020.
Þegar því marki hefur verið náð er
að því stefnt að þrefalda eða fjórfalda
framleiðsluna á tíu árum. Aukinni
orkuþörf fylgir ný herfræðileg hugs-
un. Kínverjar verða t.a.m. sífellt háð-
ari innflutningi á úrani til að knýja
orkuverin.
Fjölgun kjarnorkuvera um heim
allan hefur augljóslega ýmsar hætt-
ur í för með sér. Áhyggjur af stór-
felldum umhverfisspjöllum í kjölfar
slysa hafa fylgt þessari tækni frá
upphafi vega og hverfa ekki. Borg-
aralegri nýtingu á kjarnorku fylgir
sú hætta að tæknin komist í hendur
ríkja eða hópa sem beisla vilja hana í
hernaðarlegum tilgangi. Eftirlit allt
þarf að auka með tilheyrandi kostn-
aði. Loks horfa sumir með hryllingi
til þess að kjarnorkuverum fjölgi því
þar með aukist líkur á að hryðju-
verkahópar komist yfir geislavirk
efni eða úrgang auk þess sem kjarna-
kljúfar kunni að reynast freistandi
skotmörk fyrir ógnarverkamenn.
Nú eru 439 kjarnakljúfar starf-
ræktir í 30 ríkjum og þaðan koma um
15% þess rafmagns, sem notað er.
Fyrir liggur að raforkuþörf heims-
byggðarinnar mun tvöfaldast á
næstu áratugum. Endurreisn kjarn-
orkunnar mun því trúlega reynast
eitt mikilvægasta álitaefni næstu
ára.
Endurreisn kjarnorkunnar
Reuters
Nábýli Kjarnorkuverið í bænum Leibstadt í Sviss hefur löngum dregið að sér athygli andstæðinga þessarar tækni
og þar hefur ítrekað verið efnt til mótmæla. Kjarnorkuverið er enda helsta kennileitið ásamt kirkju bæjarbúa.
ERLENT»
Í HNOTSKURN
»Skoðanakannanir gefa tilkynna að víða um heim
fari andstaða við kjarnorku
minnkandi. Þannig kváðust
30% aðspurðra Breta í nýlegri
könnun andvíg nýtingu kjarn-
orku en í sömu könnun fyrir
þremur árum kváðust 60%
þátttakenda þeirrar hyggju.
»Bandarísk könnun frá ímarsmánuði leiðir í ljós að
50% Bandaríkjamanna eru því
hlynnt að kjarnorka verði í
auknum mæli nýtt.» Í sams
konar könnun árið 2001 voru
44% þessarar skoðunar.
»Kostnaðaráætlanir viðsmíði kjarnorkuvera hafa
oftlega reynst gjörsamlega
óraunhæfar.
Í fyrsta skipti í 31 ár liggur fyrir umsókn um leyfi til að reisa og reka nýja kjarnakljúfa í Bandaríkj-
unum og stjórnvöld í Rússlandi áforma gríðarlega uppbyggingu á þessu sviði á næstu árum
VIKUSPEGILL»