Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 33 djúpborunum, en önnur svæði verði frekar vernduð og nýtt fyrir útivist og ferðaþjónustu. Þá er bent á að í og við Reykjanes- skagann búa um 200 þúsund manns og vaxandi þörf er fyrir fjölbreytt útivistarland í nágrenninu. Um Keflavíkurflugvöll fari svo flestir þeir ferðamenn, sem koma til lands- ins og innan áratugar verða þeir lík- lega orðnir um milljón talsins, enda fjölgar þeim um og yfir 10% á ári hverju. Miklar samgöngubætur eru að verða á Reykjanesskaganum; annars vegar með tvöföldun Reykja- nesbrautar og hins vegar með vænt- anlegum Suðurstrandarvegi. Eldfjallagarðar erlendis Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur hefur kynnt sér sérstaklega eld- fjallagarð á Hawaii, sem stofnaður var árið 1916. Á árinu 2006 komu um 3.3 milljónir ferðamanna í garðinn og þeim fjölgar um 10% milli ára. Að mati Ástu myndi eldfjallagarður á Reykjanesskaganum hafa margt framyfir garðinn á Hawaii. Eldfjöll eru fjölbreyttari og móbergsmynd- anir gera Reykjanesskagann mjög sérstakan. Þá liggur Ísland miklu betur landfræðilega mitt á milli Evr- ópu og Ameríku, sem ætti að draga að mikinn fjölda ferðamanna. Í eld- fjallagarðinum á Hawaii er mikil áhersla lögð á rannsóknir og fræðslu. Eldfjallagarður á Reykjanesskag- anum gæti orðið Mekka vísinda- manna í mörgum greinum og ekki má gleyma því að ýmsir áhugahópar um útivist og náttúru s.s. ljósmynd- arar og fuglaskoðarar, líta á Reykja- nessvæðið sem einstaklega áhuga- vert. Í Mið-Frakklandi er eldfjalla- miðstöðin Volcania, en þar má finna 20 þúsund ára gömul eldfjöll og fjöl- marga sprengigíga. Eldfjalla- miðstöðin sjálf er niðurgrafin með gígturni og þar má upplifa mörg af kunnustu eldgosum í heimi og sjá mammúta berjast við eldgos fyrir 20 þúsund árum. Stefnt er að því að gera miðstöðina að einum eftirsótt- asta ferðamannastað í Frakklandi, en það land sækja heim um 80 millj- ónir ferðamanna árlega. Skólabörn sækja sérstaklega til Volcania og þar er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir fatlaða og aldraða. Á Reykjanesskaganum þarf ekki neinn sýndarveruleika til að sýna hvernig landið verður til. Gott dæmi er hið úfna hraun kringum Bláa lón- ið og sá staður sýnir glöggt, hvaða tækifæri geta búið á þessu svæði fyrir ferðamennsku og afþreyingu. Þríhnúkagígur – stærsti hraunhellir í heimi Þríhnúkar eru skammt frá Blá- fjallavegi, milli Grindarskarða og Bláfjalla. Þar er Þríhnúkagígur sem líklegast er dýpsti hraunhellir í heimi. Lóðrétt dýpi er 120 metrar og alls er dýpt hans um 200 m. Árni Stefánsson, augnlæknir seig fyrstur manna niður gíginn og hann hefur sett fram þá hugmynd, að bora inn í hann og koma þar fyrir útsýnispalli. Í blaðagrein segir Árni m.a.: ,,Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúka- gígur er, er einfaldlega með ólík- indum. Líklegt er að mikill fjöldi Ís- lendinga og stór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja tröll- aukna gíghvelfinguna. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn inn- an seilingar. Líklegt er að bæði gíg- hvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjón- ustu. Þetta fyrirbæri gæti mögulega haft meira aðdráttarafl en nokkurt annað náttúrufyrirbæri á landinu“. Hinn píramídalagaða Keili þarf ekki að kynna, en umhverfi hans er ekki aðgengilegt fyrir ferðafólk. Jó- hann G. Jóhannsson, myndlistar- og tónlistarmaður, hefur gert magn-  Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð og Euro Info skrifstofan í samstarfi við sendiráð Íslands í Belgíu halda morgunverðarfund um möguleg viðskipti og viðskiptatækifæri í Belgíu. Sérstök áhersla er lögð á Brussel og íslenska hátíðin Iceland on the edge verður kynnt. Framsögumenn eru: • Vincent V.J. Bovy, ræðismaður Íslands í Belgíu • Emmanuel de Beughem, viðskiptaþróunarstjóri, Invest in Brussels • Gunnar Bragi Guðmundsson, aðstoðarframkvædastjóri, Nýfiskur • Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Belgíu Fundurinn er opinn öllum en vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Fyrirtækjum er boðið að bóka fundi með Emmanuel de Beughem frá Invest in Brussels á skrifstofu Útflutningsráðs en þeir sem hafa hug á því eru hvattir til að gera það sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is. Viðskiptatækifæri í Belgíu Brussel, Springboard to Europe Þriðjudagur 2. október 2007 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð, kl. 08.30-10.00 P IP A R • S ÍA • 7 18 03 Upplýsinga- og tölvusvið Stafræn ljósmyndun Kennari: Hrönn Axelsdóttir Tímasetning: 18 kennslust. námskeið, 18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv., kl. 18-21. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús, stofa 621. Lýsing: Farið verður yfir grunnatriði stafrænna myndavéla, samspil ljósops, hraða og ISO og áhrif þess á myndir. Áhrif linsa á rýmið. Æfingar verða gerðar í tíma, einnig verða heimaverkefni gerð sem eru tengd yfirferð. Helstu leiðréttingar í Photoshop. Nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að stafrænni myndavél sem hefur manual fókus. Námsefni: Hefti frá kennara með helstu upplýsingum um ljósop, hraða, ISO. Photoshop, lagfæringar á myndum. Verð: 19.000 kr. Python forritun Kennari: Andri Mar Jónsson, forritari hjá CCP. Tímasetning: 30 kennslust. námskeið kennt lau. 20. okt., 27 okt. og 3. nóv. kl. 9–16 alla dagana. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús, stofa 633. Lýsing: Grunnatriði Python forritunarmálsins kynnt og æfð með fjölda verkefna. Forkröfur: Grunnþekking á einhverju forritunarmáli Námsefni: Frá kennara. Verð: 30.000 kr. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500. Margmiðlunarskólinn í Reykjavík Flash vefsíðugerð Kennari: Guðmundur Jón Guðjónsson. Kennt tvisvar í viku, 3 tímar í senn. Tímasetning: 36 kennslust. námskeið, þri- og fim.kvöld frá kl. 18–20. Hefst 16. okt. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús, stofa 628 Lýsing: Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að nota Flash forritið til að búa til marg- miðlunarvefsíður og vefborða. Forkröfur: Almenn tölvukunnátta. Markmið: Að nemendur geti: • Komið hlutum á hreyfingu „motion tween“ • Breytt litum og formum “shape tween” • Þekki mun á mismunandi táknum „symbols“ • Unnið með mismunandi gerðir laga „layers“ • Unnið með hnappa “button” og virkjað þá • Sett upp vefsíður í flash • Sett hljóð og kvikmyndir á flash vefsíður Námsefni: Glósur og sýnidæmi frá kennara. Verð: 32.000 kr. Er þrívíddarvinnsla eitthvað fyrir þig? Kennari: Ari Knörr. Tímasetning: 22 kennslust. námskeið, þri- og fim. kvöld 27. okt. til 8. nóv. kl 18–21. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, Tölvuhús, stofa 637. Lýsing: Á þessu námskeiði er farið í grunnatriði þrívíddarvinnslu: • Hvernig módel verða til? • Hver eru grunnatriði áferða og ljósa? • Hvernig á að stilla upp myndavélum? • Hvernig verða hreyfimyndir til? • Hvernig á að keyra út videómyndir af módelum? • ‘Tips and tricks’ í þrívíddarvinnslu! Forkröfur: Enskukunnátta, þar sem eitthvað af kennsluefninu er á ensku. Kennsla fer fram á íslensku. Námsefni: Námsefni er í fyrirlestraformi, video- kennsluefni sem og pdf skjölum sem kennari veitir aðgang að. Verð: 24.000 kr. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.