Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR JAKOB- ÍNARÍNA ÞÝÐIR EKKERT AÐ STANDA Í HÁLFKÁKI TÍÐINDI AF REISU >> 36 Æ FLEIRI LÆKNAST ÁRVEKNISÁTAK UM BRJÓSTAKRABBA LÍFSBJÖRGIN >> 34 MIKIL vakning hefur orðið í meðferðarstarfi á Litla-Hrauni. Um 20 fangar mæta á fundi hjá AA- samtökunum fjórum sinnum í viku, sem er um fjórðungur allra fanga í fangelsinu. „Það er heims- met,“ fullyrti einn af þeim sem skipuleggja fundina. Fangarnir höfðu frumkvæði að því að leita til AA- samtakanna um að hefja meðferðarvinnu í fangels- inu í október fyrir tæpu ári. Sérdeildin Brúin var stofnuð með formlegum hætti 6. júní sl., á afmæl- isdegi Bubba Morthens. Sérvalinn lokaður hópur hefur stýrt markvissu starfi af hálfu SÁÁ. „Það koma gestir á fundina hjá okkur, sem hafa verið í sömu sporum og við, en náð að rífa sig upp, og það er mjög hvetjandi,“ segir Magnús Einars- son, stjórnarmaður Afstöðu, félags fanga. „Menn sjá að það er til annað líf en fangelsi – að koma það- an og fara inn aftur.“ „Þetta er eitt helsta betrunarúrræðið,“ segir Rúnar Ben Maitsland, einnig stjórnarmaður. „Okk- ur hefur verið veitt svigrúm og við höfum fengið að fara í bæinn á fundi, þannig að menn sjá meira en bara betrun í þessu. Og það er allt í lagi ef þetta byrjar stundum á fölskum forsendum, því svo síast þetta inn. Menn taka sporin og sjá að það virkar.“ Þeir sem hafa verið lengi í meðferðarstarfi segja að breytingin á Litla-Hrauni sé gríðarleg og vita varla hvaðan á þá stendur veðrið. Undir það tekur Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnun- ar: „Þetta er okkur að kostnaðarlausu; við greiðum ekki einu sinni bensínkostnað – ég hef bara haft samviskubit yfir þessu!“ Það er til annað líf en fangelsi  Fjórðungur fanga á Litla-Hrauni sækir meðferðarfundi fjórum sinnum í viku og hefur starfið ekki verið svona öflugt í manna minnum  Stofnuð hefur verið sérdeildin Brúin innan AA-samtakanna  Betrun eða geymslustaður? | 10 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Sífellt aukin orkuþörf vegna hnatt- rænnar hlýnunar hefur kallað fram grundvallarbreytingu á afstöðu ráðamanna víða um heim til kjarn- orku. Aukið fylgi við nýtingu kjarnorku Eiginkona hins nýbakaða knatt- spyrnustjóra Chelsea, Avrams Grants, varð fræg í sjónvarpi í heimalandi sínu, Ísrael, fyrir furðu- leg uppátæki, t.d. súkkulaðibað. Með ólíkindum uppátækjasöm Spakmælin í bókum Antoines de Saint-Exupérys og Gullkista bóka- ormsins eru ómissandi öllum sönn- um bókaunnendum, sannkallaðir hvalrekar. Litli prinsinn og gull bókaormsins Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HANN situr við hljóðnemann í Kántrýbæ á Skagaströnd og útvarp- ar sínum hjartans vinum; sveita- söngvurum heimsins. Þótt Hallbjörn Hjartarson sé sjálfur hættur að syngja kántrí upphátt raular hann lögin í huganum og stundum skjóta upp kollinum minningar frá því hann stóð sjálfur á sviðinu. Í viðtali við Morgunblaðið lítur Hallbjörn yfir farinn veg. Þessi lista- maður með barnshjartað, sem af- neitaði Guði sínum um tíma, en tók hann svo aftur í sátt, talar nú við hann á hverjum degi. Hallbjörn er ekki einasta kúreki norðursins, heldur var hann kaupmaður líka, bíóstjóri og leikari svo fátt eitt sé nefnt. Í viðtalinu rifjar hann upp skin og skúrir: „Ég hef bæði staðið á toppinum og niðri í dýpsta dalnum.“ Hann hefur oft bognað en aldrei brotnað og ber kórónu íslenzka kántríkóngsins með sóma. Hann hefur samið um 130 lög og fjöldann allan af textum og hljóm- plöturnar eru orðnar 11. Hann hefur komið Skagaströnd á kortið sem Mekka kántrísins á Ís- landi. Hann hefur aldrei verið óum- deildur, heldur farið með orði og æði fyrir brjóstið á mörgum, sem hafa barizt til þess að hægja á hon- um. Sjálfur segist hann alltaf hafa haft sína vitleysu á þurru. Í Útvarpi Kántrýbæ, sem heyra má frá Holtavörðuheiði langleiðina til Akureyrar, lætur Hallbjörn lögin rúlla eins og honum einum er lagið og kynningar hans og auglýsing- arnar halda hlustandanum við efnið. „Þú ert að hlusta á menningarauk- ann við húnvetnska strönd.“ | 26 Hallbjörn Hjartarson er enn að útbreiða fagnaðarerindi kántrítónlistarinnar Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Enn að Þótt Hallbjörn hafi hægt á sér í dagsins önn skýzt hann oft yfir göt- una milli Brimness og Kántrýbæjar. Oft bognað en óbrotinn Ekki aðeins kántríkóngur heldur líka kaupmaður og bíóstjóri og leikari VIKUSPEGILL Þrír milljarðar í heildaruppbyggingu fangelsa VEFVARP mbl.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 af sérmerk tum umbú ›um Förum í ferðalag saman >> 76 Leikhúsin í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.