Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ það eru Hegningarhúsið, sem notað er sem móttökufangelsi, og Kópa- vogsfangelsið, eina kvennafangelsið á landinu. Í báðum er aðstaða fanga óviðunandi að mörgu leyti. Fangar í skemmtanahverfi „Þetta fangelsi hér í miðbænum er náttúrlega tímaskekkja,“ segir Guð- mundur Gíslason um Hegningarhús- ið. „Þegar fangelsið var byggt árið 1874 var talinn ókostur hvað það var langt frá bænum, en í dag er það í miðju skemmtanahverfi borgarinnar! Hér er oft stríðsástand um helgar og á hátíðisdögum. Þá er töluvert um að menn biðji um eyrnatappa til að geta sofið. Og það er augljóst að menn sem eru að glíma við að halda sér edrú og jafnvel vímu- eða áfengissjúkir eiga mjög erfitt með að hlusta á stöðugan glaum og gleði allt í kring.“ Starfsemin í Hegningarhúsinu er á undanþágu. „Við stöndum frammi fyrir hótun um dagsektir varðandi Hegningarhúsið ef við förum ekki að tilmælum Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar og bætum aðstöðuna,“ segir Valtýr Sigurðsson. „Það er takmark- að sem við getum gert þar sem húsið er friðað að hluta, en við þurfum að fórna klefa undir íþróttaaðstöðu og draga úr því að tvímenna í klefa. Það dregur verulega úr notagildi Hegn- ingarhússins, þar sem við höfum get- að vistað upp í sextán manns, en nú förum við niður í tíu.“ Kópavogsfangelsi var endurbyggt sem fangelsi árið 1989 og var þá tekin meðvituð ákvörðun um að það líktist frekar heimavist en fangelsi, enda yf- irbragðið heimilislegt. Smæð hússins getur verið kostur en í langtíma af- plánun getur hún þrengt að fólki og möguleikum þess. Hingað til hafa konur ekki átt neitt val, en með nýrri aðstöðu á Kvíabryggju og Akureyri geta þær fengið þar inni líka. Helsti gallinn við fangelsið er að það stendur á opnu svæði í miðju íbúðahverfi og er einungis afmarkað með vírnetsgirðingu. Það kemur fyrir að krakkar hangi á girðingunni og spyrji: „Eruð þið fangar?“ Stundum er tregða hjá föngum að fara út í garðinn, einkum í upphafi afplánunar. Einn viðmælandi sagði raunar að það mætti sjá fanga liggja uppi í rúmi í strigaskónum á sólríkum sumardög- um og velti upp þeirri spurningu af hverju ekki væru sóttir plankar í næstu timbursölu og þeir settir fyrir girðinguna. Fylgst með hverjum fanga Lög um fullnustu refsinga tóku gildi í júní 2005 og eru markmið Fangelsismálastofnunar tekin upp í greinargerð. Þar kemur m.a. fram að Fangelsismálastofnun eigi að gera meðferðar- og vistunaráætlun fyrir fanga og miðar stofnunin það við fanga sem eru með fangelsisdóma í sex mánuði eða meira. Með áætlun- inni er verið að mæta kröfum sem CPT-nefndin, eftirlitsnefnd Evrópu- þingsins, setti fram í skýrslu sinni ár- ið 2005 eftir að hafa heimsótt íslensk fangelsi árið áður. Það blasir við að þetta er afar metnaðarfull breyting, sem þýðir að sett er fram einstaklingsmiðuð áætl- un um framvindu afplánunarferils fanga í upphafi refsivistar. Áætlunin felur í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og vinnu, og þörf fyrir sálfræðilegan, fé- lagslegan eða annan stuðning. Síðan er unnið eftir áætluninni á afplánun- artímanum og hún endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum af- plánunar er svo stuðlað að því í sam- vinnu við fangann að hann eigi fastan samastað, sé í góðum tengslum við sína nánustu, kunni að leita sér að- stoðar og nái að fóta sig í samfélaginu. „Það hefur tekið lengri tíma en við reiknuðum með að koma þessari með- ferðar- og vistunaráætlun á,“ segir Valtýr. „Við erum farin af stað með verkefnið, en ákváðum að vanda til verka og fara okkur hægt til að byrja með þannig að þetta yrði ekki of viða- mikið. Í því felst að byrjað var með ákveðið úrtak, sem aukið verður smám saman. Það er tekin ítarleg skýrslu af föngum við innkomu og síð- an þarf að fylgja þessu eftir úti í fang- elsunum.“ Víða má heyra harða gagnrýni á að ekki sé hægt að fara í meðferð þegar í upphafi afplánunar. „Það ætti að ger- ast í upphafi en ekki lokin,“ segir Rúnar Ben Maitsland, stjórnarmaður í Afstöðu, félagi fanga. „Ef menn fara í meðferð strax í byrjun afplánunar er úttektin betri. Ef það er ekki fyrr en í lokin, þá fara menn bara í meðferð til að losna héðan.“ „Flestir koma hingað úr einangrun, þar sem þeir hafa verið afeitraðir, eru komnir á ágætis ról, og þá er gott að taka þá í meðferð, segir Magnús Ein- arsson, sem einnig situr í stjórn Af- stöðu. Bolli Thoroddsen tekur í sama streng og segir að erlendis sé litið á fangavistina í heild sinni meðferðar- úrræði. Til hvers eru þessir staðir? „Markmiðið er að allir sem vilji fara í meðferð og snúa við blaðinu geti gert það og helst í upphafi afplánunar,“ segir Valtýr Sigurðsson. „Nú er þetta illmögulegt, því meðferðarstofnanir vilja ekki taka menn í meðferð sem þurfa að fara aftur í afplánun. En með móttökufangelsi á Hólmsheiði yrði hægt að hefja meðferð strax í byrjun og svo færi eftir árangri hennar hvert fangar yrðu sendir.“ Það er því ekki fyrr en undir lok af- plánunar sem fangar komast í með- ferð, jafnvel eftir að hafa setið inni í áratug, og nýttu 33 fangar sér það ár- ið 2005. Ýmist fara menn í sex vikna meðferð hjá SÁÁ eða allt upp í sex mánuði í Hlaðgerðarkoti. En til þess þurfa fangar þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Rúnar Ben Maitsland gagn- rýnir að ef mælist í föngum sé þeim neitað um meðferð. „Ég hefði haldið að ef menn mældust sýndi það að þeir þyrftu hjálp, en ef þeir mældust ekki, þá væri það ekki eins brýnt. Til hvers eru þessir staðir, ef ekki til að afeitra?“ Eina „meðferðin“ sem bíður fanga við innkomu er því afeitrun í yfir hundrað ára gömlu húsi í skemmtana- hverfi borgarinnar. „Menn koma í allavega ástandi inn og eru trappaðir niður við erfiðar aðstæður í Hegning- arhúsinu, þar sem þeir verða oft mjög veikir,“ segir Valtýr Sigurðsson. „Síðan er ekki hægt að sinna neinni meðferð á Litla-Hrauni því fangelsið er yfirfullt og stórar deildir fyrir allt að ellefu fanga. En við erum að stíga ákveðið skref með því að gera eina deildina á Litla-Hrauni að meðferð- ardeild, sem við myndum nota sem eftirmeðferðardeild þegar fangelsið á Hólmsheiði yrði komið.“ Tregða að taka við geðsjúkum Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins hefur einnig gert athugasemd við að and- lega sjúkt fólk sé vistað í íslenskum fangelsum, fólk sem ætti að vera á sjúkrahúsum. „Það er fólk sem við höfum verið í standandi vandræðum með,“ segir Valtýr. „Oft er vandi ein- staklinga, sem eru andlega veikir, á gráu svæði og það virðist vera mikil tregða að taka við geðsjúkum föngum inn á geðdeildir. Staðan í þessum mál- um er mismunandi á hverjum tíma. Við erum með einn fanga núna sem læknar segja að eigi ekki að vera í fangelsi og höfum reynt að útvega vistun á geðdeild undanfarna mán- uði.“ Í gegnum tíðina hefur Réttargeð- deildin á Sogni einstaka sinnum tekið inn sakhæfa fanga, sem hafa átt við alvarleg vandamál eða veikindi að stríða. En það eru fá pláss þar og þau fullnægja engan veginn þeirri þörf sem er til staðar fyrir innlögn. Ein- hvern tíma stóð til að setja 25 millj- ónir í að koma upp lokaðri deild fyrir sakhæfa afbrotamenn, en ekkert hef- ur orðið úr því. Hrynja niður eins og flugur Sigurbjörn S. G., sem situr í stjórn Afstöðu, segir að fimm einstaklingar hafi fallið frá á undanförnum þremur mánuðum sem hafi annaðhvort setið í fangelsi eða verið á reynslulausn, þar af hafi einn verið undir miklu álagi og hinir fjórir framið sjálfsvíg. „Þessir einstaklingar höfðu allir verið í afplánun á Litla-Hrauni. Ég held að það þurfi að horfa til sálræns ástands þessara manna og velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að veita þeim einstaklingum nægilega sálfræðiþjónustu sem eru í afplánun, bíða dóms eða eru á reynslulausn.“ Sigurbjörn, sem afplánar á Kvía- Skólastofan Það er fjölbreytt nám í boði á Litla-Hrauni og fangar þurfa að sitja yfir heimavinnunni. Námið Í einu horni kennslustofu Kópavogsfang- elsis er „bókasafnið“ og tölvuaðstaðan. Hegningarhúsið Íþróttaaðstaðan er í fangaklefa og kölluð World Class. Opið svæði Garðurinn við Kópavogsfangelsi er í íbúðahverfi og leikskóli hinumegin götunnar. Bolti og karfa Íþróttasalur á Litla-Hrauni. FANGELSI OG SAMFÉLAG B ókasafnið í Kópavogsfangelsi er einn skáp- ur og það sama á við um Hegningarhúsið. Fangar eiga þó þess kost að panta bækur af bókasöfnum, þó að það sé lítið nýtt. En fangar á Litla-Hrauni hafa nýverið tekið bókasafn- ið þar í gegn. „Við hentum 90% af bókunum í sum- ar og tókum það í gegn,“ segir Rúnar Ben Maits- land. „Við unnum smíðavinnuna á verkstæðinu og nú höfum við fengið forlögin í lið með okkur að endurnýja bókakostinn.“ Það fylgir auðvitað lestur náminu og tuttugu fangar liggja yfir skólabókunum á Litla-Hrauni, en einn sækir skóla utan fangelsins. Í Kópavogs- fangelsi er einn í námi utan fangelsisins og 3 til 4 sækja tímakennslu á vegum MK. Á Kvíabryggju er boðið upp á fjarnám við viðurkennda skóla. En hvað er kennt í skólanum á Litla-Hrauni? Þar er kennsla í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði, íþróttum, lífsleikni, grunnteikningu og iðnteikn- ingu. Einnig nýta nemendur sér fjarnámsmögu- leika frá móðurskólanum FSU og einnig frá VÍ, IR og jafnvel HR. Menn þurfa líka að hreyfa sig og á Litla-Hrauni er malarfótboltavöllur, þar sem fangar spila við ýmsa gesti, svo sem lið lögfræðinga, fyrirtækja og félaga. Svo er þar lítill íþróttasalur og lyftinga- salur, sem kallaður er boltageymslan. „Það er mik- il slysagildra ef margir eru þar inni á sama tíma,“ segir einn fangi. En það stendur til að stækka lyft- ingaaðstöðuna í fyrirhuguðum breytingum. Lestur, nám og hreyfing 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.