Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 29 Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir fullar af nýjum haustvörum Ný aðhaldslína: Samfellur, undirkjólar, undirpils, nærbuxur ... Sundföt – ný sending m bl 9 14 56 8 Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2008 Skráning er í fullum gangi. Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567 7752, 557 3734 eða 553 0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. M b l. 91 48 98 e inkatímar · hóptímar hugræn teygjuleikfimi tai chi · kung fu S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s dagar eru viðleitni til þess.“ Og getur hann ekki líka glaðzt yfir viðurkenningu markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sem hann fékk í fyrra fyrir starf sitt í Kánt- ríbæ? „Jú. Auðvitað þykir mér vænt um þegar starf mitt er einhvers met- ið. En þegar menn eru komnir þar á þjóðveginum sem ég er, þá skipta svona viðurkenningar engum sköp- um. Mér hefði þótt mest um vert að fá að halda mínu striki ótruflaður hér áður.“ Svo bætir hann við: „Kannski er rangt að óska sér eilífs meðbyrs. Og ég hef margt að þakka fyrir. En mótbyrinn hefði mátt vera minni.“ Slysið slökkti á drifkraftinum Hallbjörn J. Hjartarson hefði hvað sem öðru líður viljað vera laus þeirra mála sem 18. október 1985 og 21. október 1997 færðu honum. Það fyrr- nefnda var bílslys í Reykjavík, þar sem Hallbjörn stórslasaðist. Þetta slys slökkti á honum í langan tíma og reyndar má segja að hann hafi aldrei bitið úr nálinni með afleiðingarnar; hvorki andlega né líkamlega. Þótt erfitt hafi verið að horfa upp á Kántrýbæ brenna var þó eftirleik- urinn ánægjulegur, því hann færði Hallbirni heim sanninn um þá velvild sem hann nýtur meðal Íslendinga. Átjánda október 1985 ekur Hall- björn eftir Holtavegi í Reykjavík og lendir í árekstri við vörubíl á gatna- mótum Holtavegar og Kleppsvegar. Hallbjörn höfuðkúpubrotnar og meiðist á margan hátt. Og hann miss- ir minnið. En gleymir þó ekki kántrí- tónlistinni. „Hún er í blóðinu og hreinsast ekki út. Það þyrfti þá að skipta alveg um blóð í mér og jafnvel það er ég ekki viss um að sé nóg!“ Kímnigáfan er sem sé enn í lagi. En slysið setti stórt strik í reikn- inginn. Hallbjörn hafði nýlokið við plötuna Kántrý 4 – kúreki á suðurleið og var eins og nafnið bendir til á för- um frá Skagaströnd. „Ég var ein- hvern veginn búinn að fá nóg af öllu andstreyminu hér á Skagaströnd og þreifaði fyrir mér syðra. Ég setti allt á sölu hér. Mig dreymdi stóra drauma. Þær væntingar allar sá ég slysið mölbrjóta niður í fjöru. Ég var ákaflega ósáttur við að lenda í þessu slysi. Móðir mín var mjög trúuð og ég hafði alltaf haldið minni barnatrú. Ég spurði frelsara minn, hvað ég hefði gert til þess að hann sleppti verndarhendi sinni yfir mér. Og ég afneitaði honum í mörg ár. En svo þegar ég athugaði hlutina betur, þá sá ég að hann hafði ekki yf- irgefið mig. Það var ég sem yfirgaf hann. Ég bað hann fyrirgefningar og hleypti honum aftur inn í hjarta mitt. Nú tala ég við hann á hverjum degi, svona rétt eins og ég tala við þig.“ Það tók líka tímann sinn að verða rólfær eftir slysið og þungbært að hörfa aftur heim á Skagaströnd, þar sem Kántrýbær stóð lokaður og framtíðin óviss. En þótt kúrekinn væri þagnaður, lagði Hallbjörn kapp á að ná sér af slysinu og smám saman færðist margt til fyrra horfs; Kántrý- bær opnaði aftur, sveitatónlistin hljómaði á nýjan leik og fleiri plötur komu út. „Reyndar hef ég aldrei náð því að verða samur maður líkamlega. Ég get þó borið mig býsna vel. En andlega hliðin hefur reynzt mér erf- iðari. Minnið er gloppótt og ég sit uppi með þunglyndissjúkdóm, sem ég á eft- ir að stríða við meðan ég lifi. Ég tek tíu tegundir af lyfjum til þess að kom- ast í gegnum daginn og samt koma svartir skuggar annað slagið. Ég er þó búinn að læra að lifa með þeim. “ Draumur Ástu Þórunnar Sveins- dóttur um það að Hallbjörn sonur hennar yrði kirkjuorganisti á Skagaströnd rættist ekki. En annar sonur hennar, Kristján, settist á þann bekk. Hallbjörn söng hins vegar í mörg ár í kirkjukórnum og var meðhjálpari og segist þá oft hafa sest við orgelið og spilað eitt- hvað frá eigin brjósti. Hann tók líka mikinn þátt í starfi Leikfélags Höfðakaupstaðar, lék mörg stærri og smærri hlutverk, bæði alvöru- og gamanhlutverk, smíðaði leik- myndir og málaði tjöld. Í kirkju og á sviði Leikarinn Hallbjörn Hjartarson tók virkan þátt í leiklistarlífinu á Skaga- strönd. Hér er hann í aðalhlutverki ásamt Birnu Blöndal í „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson 1979. Fréttir á SMS 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.