Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 77
Sýning á kínverskum fornminjum og
listmunum frá borginni Wuhan í Hubei-héraði
í Gerðarsafni 30. september – 11. nóvember.
Leiðsögn laugardaga og sunnudaga kl. 15.
Í KÓPAVOGI 29. SEPTEMBER -7. OKTÓBER 2007
Í LISTASAFNI KÓPAVOGS, GERÐARSAFNI
MIÐVIKUDAGUR 3. OKT. og
FÖSTUDAGUR 5. OKT. KL. 20.
KÍNVERSK
ÞJÓÐLAGASÖNGSKEMMTUN
Miðaverð 2.500 kr.
MIÐVIKUDAGUR 10. OKT. KL. 20.
GÍTARTÓNLEIKAR
MANUEL BARRUECO
Miðaverð 2.500 kr.
FIMMTUDAGUR 11. OKT. KL. 20.
FJÖLSKYLDUFERÐ TIL AFRÍKU
Miðaverð 1.500 kr. Ókeypis f. börn.
FÖSTUDAGUR 12. OKT. KL. 20.
TÍBRÁ: ÓPERUTÓNLEIKAR
Miðaverð 2.000/1.600 kr.
MIÐASALA HAFIN!
Fö. 5. október kl. 19.30
Tónleikar í Reykjanesbæ,
í íþróttahúsinu við Sunnuveg.
Fjölbreytt tónlist eftir Suðurnesjamenn og fleiri
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba,
Einsöngvari: Davíð Ólafsson. Einleikari: Sigurður Flosason.
Einnig koma fram Karlakór Keflavíkur og lúðrasveit tónlist-
arskólans í Reykjanesbæ.
Þri. 2. október kl. 11.30
Opin æfing í Háskólabíói – aðgangur ókeypis og öllum
heimill
Lau. 13. október kl. 17.00
Kristallinn - kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu.
Franz Schubert: Oktett
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
LANDBÚNAÐARVÍSINDI koma
við sögu í Svörtum sauðum, en þar
sem myndin greinist sem hrollur,
grínaktugur að vísu, þá gefur auga-
leið að þau hafa farið úr böndunum.
Það er hinn víðétni, yfirhöfuð frið-
sami, nýsjálenski sauðfjárstofn, sem
er valdur að óhugnaðinum.
Aðalsöguhetjan er bóndasonur
sem kominn er aftur í heimahagana
til að fá greiddan út föðurarfinn.
Hann grunar að eitthvað kyndugt sé
í gangi á óðalinu og kemst á dýr-
keyptan hátt að leyndarmálinu.
Bróðir hans er að gera tilraunir til
að skapa ofurstofn sauðfjár, og það
dregur dilk á eftir sér.
Það þarf sérkennilegt skopskyn til
að sjá jarmandi sauðkindur fyrir sér
sem hrollvekjandi fyrirbrigði, en
Svartir sauðir er óvenjuleg og vilj-
andi dýrðlega vitlaus. Hafi menn
þolinmæði til að sitja út dálítið
subbulega myndina upplifa þeir
ferskar, en varla byltingarkenndar
nýjungar í hrollvekjugeiranum: Var-
úlfurinn hefur eignast ættingja, að
vísu mjög fjarskyldan, sem er roll-
umaðurinn ógurlegi. Næsta mynd
Kings gæti fjallað um havaríið þegar
rollumaðurinn hittir varúlfinn og
Baskerville-hundurinn rýkur upp
með gelti.
BlackSheep – Svartir sauðir
Leikstjóri: Jonathan King. Aðalleikarar:
Nathan Meister, Danielle Mason, Peter
Feeney, Tammy Davis. 86 mín. Nýja-
Sjáland. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 29. september
og 5. október.
Sæbjörn Valdimarsson
ALEX (Efron) á við fátítt, líf-
fræðilegt vandamál að stríða. Þessi
argentínski táningur er tvíkynja,
kominn á kynþroskaskeiðið og stoð-
irnar fyrir ákvörðun foreldranna
um að barnið yrði stúlka frekar en
drengur eru að bresta. Faðir Alex
er líffræðingur og kynjaúrskurð-
urinn var tekinn í samráði við
bestu lækna. En allt kemur fyrir
ekki, „stúlkan“ er farin að neita að
taka hormónalyfin sín og þegar
fjölskylduvinir koma í heimsókn
ásamt Alvaro (Piroyanski), syni sín-
um sem er á svipuðum aldri, gerast
atburðir sem eiga eftir að breyta
lífi þeirra allra.
Börn sem fæðast tvíkynja eru
um tvö prómill mannkyns, persónur
í sporum Alex eru fleiri en margan
grunar. XXY er fyrsta verk leik-
stjórans, sem tekst að vinna á við-
unandi hátt úr vandmeðförnu efni
og nýtur frábærra leikhæfileika Ef-
ron og Piroyanski, minni hlutverk
eru sömuleiðis í traustum höndum.
Lykilatriðið, fyrsta kynlífsreynsla
Alex og Alvaro, er gert af smekk-
vísi og skilningi á kynhneigð ung-
linganna og félagslegur vandi Alex
er undirstrikaður í nokkrum, mik-
ilvægum lykilatriðum. Jafnframt er
tekið á sannfærandi hátt á erf-
iðleikum foreldranna, sem hafa ver-
ið á flótta frá einum stað til annars
með barnið sitt, þegar sögur um
„viðundrið“ komast á kreik. Undir
lokin hillir undir lausn á ástandinu,
Alex þarf vonandi ekki að vera
lengur hræddur við líkama sinn.
XXY
Leikstjóri: Lucia Puenzo. Aðalleikarar:
Ines Efron, Martin Piroyanski, Ricardo
Darin. 88 mín. Spánn/Argentína. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 29. september,
1. og 4. október.
Sæbjörn Valdimarsson
EFNISHYGGJAN verður gleði-
snauð þegar aurinn vantar, hvort
sem er á Taívan eða við Tryggvagöt-
una. Ekki er annað að merkja á
brostinni tilveru verðbréfabrask-
arans An Jie (Lee Kang-sheng),
hann tapar öllu þegar hrun verður í
kauphöllinni og finnur engin úrræði
betri en að skæla í konu sem svarar í
neyðarlínu, reykja dóp, klæmast á
spjallrásum og hrærast í kynlífs-
órum. Hann ímyndar sér að stuðn-
ingskona hans á línunni sé fallega
stúlkan sem selur hnetur og annað
smálegt úti á götu.
Áhorfandinn fær forvitnilega inn-
sýn í taívanska veröld sem er ekki
ýkja frábrugðin okkar, utan þess að
vændi er líklega ekki orðið eins áber-
andi og sjálfsagt hér heima. Persón-
ur og umhverfi Hjálpaðu mér Eros
er kalt og fráhrindandi, eina ósvikna
tilfinningin er sjálfsmeðaumkun,
kynlífið er gjörsneytt erótískri
spennu, þar veitir sannarlega ekki af
smá stuðningi frá Erosi gamla. Upp-
hafsatriðið, þar sem söguhetjan fylg-
ist með þegar sjónvarpskokkur mat-
reiðir lifandi fisk, segir allt sem
segja þarf um ástand persónanna.
Bangbang Wo Aishen -
Hjálpaðu mér Eros
Leikstjóri: Lee Kang-sheng. Aðalleikarar:
Lee Kang-sheng, Yin Shin, Jane Liao,
Dennis Nieh. 105 mín. Taívan. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 29. september
og 5. og 6. október.
Sæbjörn Valdimarsson
MAÐUR veit að markhópurinn er
kvikmyndahátíðarúnturinn þegar
mynd byrjar með yfirlýsingunni
,,kvikmyndin er dauð“ og karl-
mannslimur fyllir hálfan ramman.
Imri (Imri Kahn) er ungur maður í
leit að sjálfum sér. Hann á heima í
Tel-Aviv en dreymir um að ferðast
til Japan. Við fylgjum Imri eftir í
hans hversdagslífi og Samriz, sem
ekki bara leikstýrði heldur kvik-
myndaði og klippti líka, notar ýmsar
aðferðir til að hrista upp í framvind-
unni. Hann þarf eiginlega að tóna sig
aðeins niður úr kvikmyndastúd-
entaflúrinu, sem jaðrar við unglinga-
veiki á köflum.
Inni á milli og í jaðrinum eru svo
alltaf ,,Átökin fyrir botni Miðjarð-
arhafs“ eins og fjölmiðlar kalla líf
fólks á þessum slóðum. Shamriz rétt
ýjar að ófriðsamlegum samskiptum
framan af en þegar sígur á seinni
hlutann verða þau meira „konkret“.
Til dæmis fer vinkona Imris, Naama
(Naama Yuria), til New York og
sendir honum m.a. myndir frá ,,Gro-
und Zero“ og veltir því fyrir sér
hvers vegna allir horfi alvarlegir á
byggingarsvæði. Það eru margar
fínar hugmyndir í gangi í myndinni
og mikil pæling sem Shamriz þarf
einfaldlega að vinna betur úr. Sér-
staklega um skörun drauma, raun-
veruleika og ólíkra sýna eða túlkana
á honum.
Japan Japan
Leikstjóri: Lior Shamriz. Aðalleikarar:
Imri Kahn, Irit Gidron, Naama Yuria. 65
mín. Ísrael. 2007.
Sýnd í Regnboganum 29. sept-
ember og 1. og 2. október.
Anna Sveinbjarnardóttir
AF tvennu illu er Arquette betur
settur framan við tökuvélarnar,
a.m.k. af frumraun hans í leik-
stjórastólnum að dæma. Trippið
er vondur blóðhrollur, aðal-
áherslan virðist lögð á að belgja
hana út af klisjum. Upphafið er að
hefðbundnum hætti einhvers stað-
ar í fjallahéraði fjarri hringiðu
mannlífsins. Skógarhöggsmenn
lenda í átökum við umhverf-
isverndarsinna og lýkur þeim með
blóði og keðjusagargný.
Árin líða, ungt fólk streymir að
til að skemmta sér á útihátíð þar
sem andi Woodstock liggur í loft-
inu, allir vasar fullir af grasi og
sýru. Úti á mörkinni vafrar rað-
morðingi með alvæpni.
Eftir fyrstu morðin verður
framvindan gjörsneydd frumlegri
hugsun og drápin eru framin án
þess að áhorfendur depli auga en
þeim viðkvæmustu getur orðið
bumbult. Leikstjórnin er hug-
myndasnauð og svo virðist sem
aðra hvora síðu vanti í handritið.
Hippatímanálgunin er hallærisleg
líkt og pólitískar yfirlýsingar
hugsuðanna. Leikurinn er dapur
að Haas undanskildum, en hann
má muna sinn fífil fegurri. Hugs-
anlega fyrir alhörðustu aðdáendur
blóðhrolla.
The Tripper – Trippið
Leikstjóri: David Arquette. Aðalleikarar:
Jason Mewes, Lukas Haas, Jaime King.
93 mín. Bandaríkin. 2006.
Sýnd í Tjarnarbíói 29. september
og 5. október.
Sæbjörn Valdimarsson
Kvikmyndahátíð í Reykjavík