Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FANGELSI OG SAMFÉLAG Ó lík sjónarmið eru uppi þegar kemur að mark- miðum fangelsisvistar. Sumir eru þeirrar skoð- unar að hún eigi fyrst og fremst að vera refsing, nokkurs konar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Aðrir tala um fráfæl- ingarmátt refsinga, sem eigi fyrst og fremst að fæla aðra frá afbrotum. Í báðum tilvikum er hætt við að fang- elsi verði geymslustaður. Ríkjandi sjónarmið í vestrænum samfélögum er hinsvegar að leggja áherslu á betrun í fangelsum. Það hljóti að vera brýnast, jafnt fyrir fanga sem aðra þjóðfélagsþegna, að einstaklingum sem komi úr fangelsi gangi vel að aðlagast samfélaginu. „Þó að það hljómi mótsagnakennt, þá felst í því ákveðið tækifæri að brotamenn séu lokaðir inni,“ segir Anna Newton, sálfræðingur Fangels- ismálastofnunar, „því þetta eru ein- staklingar sem oft hafa átt í erfiðleik- um í langan tíma og alla jafna er erfitt að ná til. Þetta er tækifæri sem við höfum ekki efni á að missa af.“ 3 milljarðar í fangelsin Í fangelsum hafa að meðaltali verið 119 fangar á þessu ári og hefur þeim fjölgað um sextán frá því árið 2000. Öll fangelsispláss eru fullnýtt og svig- rúm er því lítið. „Það kólnar varla koddinn,“ segir Jón Sigurðsson, yfir- fangavörður á Litla-Hrauni. Eftir að Valtýr Sigurðsson var ráð- inn forstjóri Fangelsismálastofnunar í apríl árið 2004 skilaði stofnunin stefnumótunartillögum til dómsmála- ráðherra í nóvember sama ár. Þar var lagt til að ráðist yrði í heildarupp- byggingu á fangelsum í landinu og að afplánun færi fram með öðrum hætti en áður. Viðamesta breytingin felst í nýju fangelsi á Hólmsheiði, sem skilgreint hefur verið sem móttökufangelsi, og er áætlað að það kosti rúman 2,1 milljarð. Þá stendur til að setja hálfan milljarð í breytingar á fangelsinu á Litla-Hrauni. Þegar tekið er með í reikninginn „opið“ fangelsi að Kvía- bryggju, þar sem ný aðstaða verður tekin í notkun í nóvember, og end- urbyggt fangelsi á Akureyri, þar sem starfsemi hefst um áramótin, má ætla að alls verði lagðir um 3 milljarðar í enduruppbyggingu á fangelsunum. Þarf að taka ákvörðun Gert er ráð fyrir því í frumathugun sem lauk í ágúst að breytingar á Litla-Hrauni verði boðnar út í tvennu lagi og að uppbyggingarferlið taki þrjú ár frá áramótum. Í því felst m.a. að byggt verði aðkomu- og heimsókn- arhús við innganginn, þar sem allir fara í gegnum öryggisleit. Þar verður heimsóknaraðstaða og gestir fara því aldrei inn í fangelsið. Einnig verður aðstaða fangavarða stórlega bætt, byggð deild með sex klefum fyrir kon- ur og sérdeild, svokölluð „lávarða- deild“, fyrir fanga sem búa við opnari aðstæður. Þarfagreiningu vegna fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði lauk í ágúst og lagt er til að það verði fyrst og fremst móttökufangelsi með 64 fangaklefum, þar sem verði gæsluvarðhald, stuttar afplánanir, meðferðar- og sjúkra- deild. Til stendur að andlega veikir fangar fari í meðferð þangað, sem og áfengis- og vímuefnaneytendur. Sam- kvæmt tímaáætlun í þarfagreining- unni lýkur framkvæmdum árið 2011. „Nú er bara spurningin hvað menn ætla að gera,“ segir Valtýr Sigurðs- son. „Það þarf að taka ákvörðun. Mál- ið er til skoðunar í dómsmálaráðu- neytinu og fjármálaráðuneytið þarf að gefa grænt ljós. Við bíðum átekta.“ Raunar er biðin orðin nokkuð löng og óþolinmæði gætir í máli Guðmund- ar Gíslasonar, forstöðumanns fang- elsanna í Reykjavík. „Nú er búið að tala um þetta í 40 ár. Ég er orðinn voðalega þreyttur á því. Ég held ég sé búinn að vera í þremur starfshópum sem falið hefur verið að undirbúa nýtt fangelsi.“ Hann dæsir armæðulega. „Þó svo menn segi að starfsemi fel- ist ekki í húsnæði eða steinkassa, þá er það staðreynd að ef menn ætla sér að framfylgja einhverskonar betrun- arsjónarmiðum og vilja að fangelsin virki sem hvati á að menn taki sig á, þá þarf umhverfið að vera mannsæm- andi.“ Skref hafa þó verið stigin í rétta átt. Eftir áramót hefst starfsemi í fang- elsinu á Akureyri, sem búið verður að endurbyggja frá grunni. „Klefarnir voru alltof litlir, tæpir sex fermetrar, og þar var hvorki vinnu- né heimsókn- araðstaða,“ segir Valtýr. „Þar voru níu klefar, en það var varla hægt að hafa nema sex til sjö fanga í þeim, því þá nötraði fangelsið. Nú fáum við al- veg nýja byggingu með vinnu- og heimsóknaraðstöðu, þar sem hægt er að starfrækja nútímalega fangelsis- vist.“ Eina fangelsið með golfvöll? Og með nýrri aðstöðu í fangelsinu á Kvíabryggju bætast átta fangapláss við þau sextán sem fyrir eru. Það þyk- ir afar eftirsóknarverður staður til af- plánunar og er „opið“ fangelsi, enda hafa fangarnir mikið frelsi í fallegri náttúru og er það eflaust eitt fárra fangelsa í heiminum með golfvelli, sem raunar var gerður af föngunum sjálfum. „Það munu eflaust margir spyrja sig hvort þetta kallist refsing,“ segir Valtýr brosandi. „Við gerum samning við fangana um að þeir starfi eftir fastri vikulegri dagskrá, sem byggist m.a. á því að vakna á morgnana, vinna og elda sjálfir mat. Við viljum tryggja að þeir séu ekki í aðgerðarleysi ef ekki er vinnu að fá, enda leiðir það til depurðar. Þetta er liður í lífsleikni og verður vonandi til þess að þeir komi hæfari til baka út í samfélagið.“ Starfsemin á Kvíabryggju hefur gefið góða raun og eina óánægjan er vegna þeirra sem ekki fá að afplána þar. Og Bolli Thoroddsen varaborg- arfulltrúi, sem vann sem fangavörður á Litla-Hrauni í sumar, vill fjölga slík- um stöðum. „Það er óþarfi að setja stærstan hluta fanga í hámarks ör- yggisfangelsi, líkt og á Litla-Hrauni. Menn geta byrjað afplánun þar en verið fluttir á aðra stað ef þeir sýna ábyrga hegðun.“ Margrét Frímannsdóttir tekur undir að þörf sé á fjölbreyttari úrræð- um og æskilegt að hafa fleiri staði, smærri einingar, þar sem hægt sé að sinna einstaklingum betur. „En ég held að við einfaldlega losnum aldrei frá því að þurfa að hafa eitt stórt ör- yggisfangelsi ef við horfum til eðlis af- brota og stöðu þeirra sem fremja af- brotin. Og við rekum ekki mörg slík. Ég held það sé óraunhæft.“ Tvö fangelsi verða lögð niður þegar og ef fangelsi rís á Hólmsheiði, en Gamli tíminn Í Hegningarhúsinu er garðurinn eina sameiginlega rýmið sem föngum stendur til boða, en svigrúmið gæti aukist verulega á næstu árum með uppbyggingu fangelsa á Íslandi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varðstofa Lífið líður áfram á sjónvarpsskjám á Litla-Hrauni. BETRUN EÐA GEYMSLUSTAÐUR? Í fangelsum er niðurbrot manneskjunnar algjört. En um leið gefst tækifæri til að byggja sig upp að nýju. Og sú spurning vaknar hvort betrun eigi sér stað í fangelsum landsins eða hvort þau séu geymslu- staður. Eru fangar undir það búnir að aðlagast sam- félaginu og hefja betra líf? Eða eiga þeir sér ekki við- reisnar von og halda strax aftur „heim“?                                  !             "#  $ %&'(&%      )# " &      * +   ,-.  / Eftir Pétur Blöndal | pebl@mbl.is Ljósmyndir Brynjar Gauti 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.