Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ framhaldi af því. Ný rannsókn sýnir hinsvegar að 15% fanga þjást af of- virkni og athyglisbresti og 30% sýna einhver slík einkenni. Auk þess benti könnunin á menntun fanga til að 30% fanga ættu erfitt með að lesa og skrifa og yfir helmingur ætti í erfiðleikum með stærðfræði. Aðspurð hvort sérúrræða sé þörf segir Anna Newton: „Jú, er grund- vallarsvarið. Og það þyrfti að leggja meiri áherslu á fleira en bóklegt nám. Ég held að við séum almennt séð föst í því á Íslandi að bóklega námið sé eina leiðin. Á meðan vantar pípara, smiði og bifvélavirkja. Ég held að það þurfi að leggja meira upp úr iðngreinum. Það er reyndar að hluta til í boði hjá FSU, en það mætti vera meira um það.“ Mjög hátt hlutfall fanga hefur átt í erfiðleikum með nám og orðið fyrir einelti í skóla, sem hefur jafnvel leitt þá á ógæfubraut, segir Margrét Frí- mannsdóttir. „Börn einangrast, eiga jafnvel ekki fjölskyldu sem heldur ut- an um þau, leiðin liggur í fíkniefni og síðan í afbrot. Það er ekki tekið nógu fljótt á vandanum í grunnskólum. En þegar við fáum einstaklingana inn í kerfið, hvort sem þeir eru vist- aðir í fangelsi eða eru á vegum barna- yfirvalda vegna aldurs, þá verður meðferðin að vera einstaklingsmiðuð. Það þarf að taka tillit til þess hvað leiddi til afbrotsins – hafa þeir alltaf átt við erfiðleika að stríða og þá hvaða erfiðleika? Þetta eru upplýsingar sem verða að vera til staðar.“ – Líturðu á fangelsi sem sjúkra- stofnun þar sem menn leita lækning- ar? „Já, og það þarf að vera nógu margt starfsfólk til að hægt sé að veita einstaklingsmiðaða meðferð. Það skiptir engu máli hvort það er á vegum barnaverndaryfirvalda eða fangelsiskerfisins – inni í hverju fang- elsi þarf að vera teymi sem hægt er að leita til, sálfræðingar, félagsfræðing- ar og iðjuþjálfar. Til framtíðar þurf- um við að hafa mannskap með sér- fræðiþekkingu í fangelsunum til þess að geta tekist á við þann vanda sem hver einstaklingur á við að etja. Við getum auðvitað ekki hjálpað öllum – það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að þarna koma inn einstak- lingar sem verður ekki hjálpað, en það er hægt að lágmarka skaðann og gera það að verkum að menn fái ein- hverja bót.“ Ekki má gleyma samfélaginu Nokkuð er um fastagesti á Litla- Hrauni og eiga yfir 40% fanga aft- urkvæmt, þó að sum árin hafi sú tala verið mun hærri. „Það er stutt síðan maður losnaði sem var hér þegar ég byrjaði fyrir 35 árum,“ segir Jón Sig- urðsson. „Hann hefur komið af og til allan þennan tíma, með mislöngu millibili auðvitað. Af þeim sem eru inni núna eru 20 útlendingar og þeir fara úr landi. Fæstir þeirra sem tekn- ir eru fyrir morð, ef það er þeirra fyrsta mál, koma aftur. Fæstir kyn- ferðisbrotamenn koma aftur, en það á auðvitað ekki við um alla. En brota- menn sem byrja mjög ungir eru hérna aftur og aftur, enda hafa marg- ir þeirra ekki að neinu að hverfa úti í þjóðfélaginu, hvorki heimili né öðru.“ – Grípur um sig kvíði hjá þeim þeg- ar þeir losna? „Sumir þeirra hafa sagt okkur það; það er bara gatan sem bíður þeirra.“ – Eru þeir þá jafnvel öruggari í fangelsinu? „Já, hér fá þeir þó mat og húsa- skjól.“ Anna Newton vekur máls á því að samfélagið beri ábyrgð á því að allir eigi sér einhvern stað. „Og þá er ég ekki að tala um á útjaðrinum, þó að þar verði auðvitað alltaf einhverjir,“ segir hún. „Í góðærinu hefur ekki reynst erfitt fyrir einstaklinga sem koma úr fangelsi að fá hefðbundna vinnu, en það sem skortir oft á tíðum er að þeir eiga ekki í nein hús að venda og við þurfum að veita þeim betri stuðning, jafnvel þegar reynslu- lausnin er afstaðin. Og ég er ekki að- eins að tala um fangelsiskerfið, heldur samfélagið ekki síður. Þetta eru synir einhverra og bræður og við þurfum að gefa fólki tækifæri til að sýna sig og sanna. Margt af skemmtilegasta fólki sem ég hef hitt um ævina hef ég hitt í fangelsum.“  elti eftir „rassíuna“ 2004 þegar Valtýr varð forstjóri, að sögn Rúnars Ben Maitsland. Og fangar hafa sjálfir tek- ið frumkvæði í baráttunni gegn ein- elti. Þeir kjósa sér talsmenn til að koma fram fyrir sína hönd, einkum vegna ýmissa réttindamála, s.s. um- sókna um bætur, félagslega aðstoð, reynslulausnir – og síðast en ekki síst til að koma í veg fyrir einelti. Mikilvægur liður í því eru viðtöl sem fangar eru farnir að taka við ný- liða við komuna í fangelsið. „Við tökum alla nýja menn í viðtal, spyrjum þá hvort þeir skuldi hér inni eða eigi í öðrum vandræðum og leys- um úr því,“ segir Rúnar Ben Maits- land. „Það er einfaldlega þannig að menn skíta ekki peningum. Í 99% til- vika heppnast þetta og ágreiningur- inn leysist. Menn verða að vera vinir í svona litlu samfélagi. Það eru ellefu á gangi, og við lítum á okkur sem vini – pössum upp á fólkið hérna.“ „Við segjum nýliðunum líka frá öfl- ugu AA-starfi, bendum þeim á að nýta sér það, og einnig að mikilvægt sé að sækja vinnu eða skóla. Og bara að hætta öllu rugli! Við erum að vinna það starf sem Fangelsismálastofnun á að vinna,“ segir Magnús Einarsson. Vantar skipulag í lífinu Eitt af því sem Önnu Newton þykir skorta hjá föngum er að þeir hafi oft ekki unnið hefðbundna vinnu árum saman þegar þeir koma inn í fang- elsið, hvort sem það er vegna vímu- efnaneyslu eða örorku. „Það vantar mikið á að þeir geti til- einkað sér það skipulag sem þarf til að lifa í samfélagi, vaknað á morgn- ana, farið í sturtu, búið um, burstað tennur – þessir einföldu hlutir þvæl- ast fyrir þeim. Félagsfælni er mjög algeng og margir hafa dottið úr skóla, hafa litla menntun, og finnst þeir þar af leiðandi hafa litla möguleika í líf- inu.“ Vandinn er sá að það er ekkert sem segir að fangar þurfi að fara fram úr, að sögn Jóns Sigurðssonar. „Lang- flestir hafa sig á fætur, en það eru þeir yngstu, sem hafa aldrei unnið, sem liggja inni. Þeir gera í raun ekk- ert, nema kannski að spila fótbolta eða annað í útivist. Þeir hafa aldrei unnið og það er meira átak að fá þá í vinnu en eldri mennina. En yfirleitt tölum við við umsjónarkennarann ef það kemur inn ungur maður með langan dóm og reynum að koma hon- um í skóla. Ég hef oft sagt að það sem þeir læri hér taki þeir með sér út í samfélagið. Margir þeirra nota sér það – það er þá þeirra.“ Meðferð einstaklingsmiðuð Menntun innan fangelsa er sam- kvæmt rannsóknum einn mikilvæg- asti þáttur í því að draga úr ítrek- unartíðni afbrota. Það er m.a. sagt byggjast á því að fangar hafi að jafn- aði minni menntun en aðrir sam- félagsþegnar, hafi því ekki sömu tækifæri eftir viðurkenndum leiðum og víki því af réttri braut. Niðurstöður samnorrænnar könn- unar á menntun íslenskra fanga, sem kynntar voru fyrr á árinu, sýna að meira en þriðjungur fanga sem tóku þátt í könnuninni hafði ekki lokið grunnskólaprófi. Í könnuninni kom einnig fram að meira en þriðjungur fanga væri í námi, en flestir þeirra sem stunduðu nám sögðu að stærsta hindrunin í þeim efnum væri skortur á upplýsingum og lélegar námsað- stæður. Í rannsókn sem Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir birti árið 2006 tók hún djúpviðtöl við fimm fanga, sem voru frjálsir þegar viðtölin fóru fram og voru ýmist í námi eða höfðu lokið námsgráðu. Niðurstöðurnar bentu til að námið hefði haft ótvírætt gildi eftir að afplánun lauk, en einnig meðan á henni stóð. Fangarnir sögðu að námið hefði haldið sér frá fíkniefnaneyslu af því að þeir voru meðvitaðir um að fíkniefnabrot leiddi til brottvísunar úr námi, auk þess sem neysla drægi úr námsgetu. Einnig kom fram að þeir töldu að kennslufyrirkomulagið hent- aði sumum vel, en gæti virkað sem hindrun fyrir þann hóp sem ætti við námsörðugleika að stríða. Í fangelsum hér á landi er fyrst og fremst almenn kennsla í boði, en les- blindupróf er reyndar lagt fyrir fanga á Litla-Hrauni og veittur stuðningur í Tveir í klefa Í Hegningarhúsinu eru sumir klefarnir ennþá tveggja manna, en það stendur til bóta. Bjart Herbergi í Kópavogsfangelsi þar sem konur afplána. Lífgað hef- ur verið upp á herbergið með litríkum blómum og myndum. Heimsókn Gamlir fangaklefar eru notaðir undir heimsóknir á Litla-Hrauni. Gæsluvarðhald Klefarnir eru fljótir að fyllast ef upp koma stór fíkniefnamál. Aðskilnaður Eina herbergið á landinu fyrir heimsóknir með aðskilnaði ef gestir hafa reynt að smygla einhverju inn. FANGELSI OG SAMFÉLAG F angar eru lokaðir í klefum sínum frá 22 á kvöldin til 8 á morgnana. Þar mega þeir hafa hjá sér sjónvarp, útvarp og tölvu, en ekki með nettengingu. Fangar hafa beitt sér fyrir því að fá nettengingu og segjast gera sér grein fyrir að það verði með takmörkunum. Þeir segja stóran hluta náms fara fram á Netinu, auk þess sem net- tenging geri föngum kleift að stunda fjarnám og fjarvinnu. Herbergisaðstaða fanga hefur lagast mikið og brátt munu tveggja manna klefarnir í Hegning- arhúsinu heyra sögunni til. En hún verður alltaf ónotaleg vistin í gæsluvarðhaldsklefunum á Litla- Hrauni. Þar er mönnum jafnvel haldið í vikur á með- an frumrannsókn er í gangi og þar fara fangar í ein- angrun í allt að hálfan mánuð ef þeir brjóta reglur. „Maður sem hefur framið alvarlegan glæp undir áhrifum og vaknar svo hér; það segir sjálft hvernig líðanin er,“ segir Jón Sigurðsson yfirfangavörður. Heimsóknarherbergin á Litla-Hrauni eru flest hálfgerð frímerki og í sumum þeirra rúmast varla nokkuð utan legubekkurinn. Í nýju móttöku- og heimsóknarhúsi er gert ráð fyrir níu heimsókn- arherbergjum, sem eru 17,5 fm, öll með salerni og sturtu og lítilli aflokaðri verönd. Einnig 53 fm heim- sóknaríbúð með útigarði. Í heimsóknaraðstöðunni verður leikherbergi fyrir börnin og leiksvæði utan- húss. Vistarverur í fangelsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.