Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 35
París er fallegust
á haustin
– og enn fallegri með þaulreyndum
íslenskum fararstjóra
WWW.UU.IS
ÚRVAL-ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS
INTERCONTINENTAL PARIS LE GRAND
Lúxushótel í konunglegum stíl frá tímum Napóleons.
Parísaróperan, helstu vöruhús og merkjavöruverslanir
Parísar eru innan seilingar. Herbergin eru í Hausmann stíl
með vönduðum húsgögnum og öllum helstu þægindum.
Verð frá: 59.920,-
á mann í 3 nætur 2. og 30.nóv.
Verð frá: 79.918,-
á mann í 3 nætur 2., 16., 23. og 30.nóv
Fallegt og nútímalegt hótel í hjarta Parísar skammt frá
Signubökkum og í göngufæri frá listasöfnunum Louvre
og Pompidou. Herbergin eru björt og öll aðstaða er
aðlaðandi, nútímaleg og afar hlýleg.
NOVOTEL LES HALLES
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting með morgunverði. Verð miðast við að
bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.
Í París fæðast straumar og stefnur í tísku jafnt
sem matargerð sem breiðast út um allan heim.
Kennileiti borgarinnar eru fyrir löngu orðin
goðsagnakennd. Eiffel turninn, Champs Elysées
og latínuhverfið er nokkuð sem erfitt er að lýsa
með orðum. Ferðir okkar til Parísar eru undir-
búnar í samstarfi við Icelandair og því er hægt
að nýta sér frábæra þjónustu flugfélagsins.
Fararstjóri okkar í París tekur á móti
hópnum og aðstoðar þá
sem það vilja. Kíktu til
Parísar í haust og upplifðu
eina fallegustu borg
Evrópu með topp þjónustu.
„Við förum í gönguferð um gömlu listamannahæðina Montmartre. Stóra hvíta
kirkjan, listamannatorgið Place de Tertres og litlu þröngu göturnar eru staðir
sem margir kannast við úr kvikmyndum. Woody Allen hefur kvikmyndað
í þessu hverfi og franska myndin Amelie gerist öll á Montmartre.“
- Kristín Jónsdóttir, fararstjóri Úrvals - Útsýnar í París
mjög þakklát. En svo tíu árum
seinna, eða árið 2005, fór ég í
myndatöku hjá Leitarstöðinni og þá
hafði þetta gerst aftur, þ.e. það
fannst æxli, en að þessu sinni í hinu
brjóstinu.
Það var svo sannarlega annað
áfall en ég var svo heppin að nýja
æxlið greindist einnig á byrjunar-
stigi og það dugði að taka fleyg-
skurð. Nú voru ekki teknir allir eitl-
arnir eins og áður þar sem önnur
aðferð er komin til skjalanna en hún
byggir á því að tekinn er einhver
höfuðeitill og rannsakaður. Það var
spurning hvort meinið væri líka
komið í eitlana. En svo var ekki,
sem var góðs viti.
Ég fékk annars sömu meðferð og
í fyrra sinnið sem var geislameðferð
og ég slapp sem betur fer aftur við
lyfjameðferðina. Báðar aðgerðirnar
voru framkvæmdar á Landspít-
alanum og þar var ég umkringd frá-
bæru starfsfólki. Ég get ekki sagt
annað en að heilbrigðiskerfið okkar
sé dásamlagt og ég hef bara allt já-
kvætt um það að segja.“
Margir þurfa félagslegan
stuðning
– Sóttist þú eftir stuðningi hjá
sjúklingasamtökum?
,,Nei, það er boðið upp á ýmiss
konar félagsskap og stuðning hjá
Krabbameinsfélaginu en ég hef kos-
ið að halda áfram mínu lífi. Ég hef
orðið heilbrigð og frísk eftir að með-
ferð lýkur og vil ekkert vera að
velta mér meira upp úr þessu. Að
sjálfsögðu eru þó margir sem þurfa
óneitanlega á slíkum félagslegum
stuðningi að halda og það er ekkert
nema gott um það að segja. Það
finnur hver hvað honum hentar.“
– Áttu ráð til handa konum sem
eru e.t.v. að greinast í fyrsta skipti?
,,Já, það má helst horfa til þess að
sífellt fleiri konur læknast af þess-
um sjúkdómi sem gefur mikið tilefni
til bjartsýni. Talið er að tíunda hver
kona að meðaltali fái þennan sjúk-
dóm einhvern tíma um ævina. Ég
hvet konur eindregið til þess að
mæta í brjóstaskoðun og fylgjast vel
með. Það er ekki nóg að fara einu
sinni í skoðun – konur ættu að
leggja höfuðáherslu á að fara reglu-
lega. Það er nauðsynlegt að kon-
urnar séu jákvæðar gagnvart því að
þeim muni batna. Að hafa jákvætt
hugarfar er gífurlega mikilvægt og
mun árangursríkara en að leggjast í
þunglyndi og hugsa að nú sé maður
að deyja. Þetta er bara tímabil sem
þarf að yfirstíga eins og svo margt
annað í lífinu.
Að sjálfsögðu verða konur hrædd-
ar og áhyggjufullar en það eru
ósköp eðlileg viðbrögð. Það fer eng-
inn í gegnum þessa reynslu án þess
að finna fyrir því.
Að greina krabbamein á frumstigi
er mjög mikilvægt því þá eru mögu-
leikar á lækningu svo miklu meiri
en ef lengra er komið í ferlinu og
þess vegna verður sú þjónusta sem
Leitarstöðin býður upp á seint of-
metin.“
Lífsreynsla sem breytir
hugsunarhættinum
– Hvernig tók fjölskyldan þessu?
,,Auðvitað er þetta áfall fyrir alla.
En ég fékk mjög góðan stuðning hjá
fjölskyldunni minni, sem er yndis-
legt. Auk þess fékk ég líka góðan
stuðning á vinnustaðnum sem var
ómetanlegt. Ég vorkenni aumingja
konunum sem eiga ekki fjölskyldu
eða góða að til styðja við sig, því
maður þarf virkilega á stuðningi og
umhyggju að halda í þessari raun.
Svona lífsreynsla breytir dálítið
hugsunargangi manns. Eftir fyrri
meðferðina fór ég að hugsa öðruvísi
en áður sem kom meðal annars
fram í því að ég vildi gefa meira af
mér. Ég tók að mér barn í SOS
barnaþorpi, fannst ég skulda lífinu
eitthvað.
Mér hefur gengið ótrúlega vel og
ég er mjög heppin. Ég er í eft-
irfylgni hjá krabbameinslækni og
fer árlega í rannsókn.
Það fer ekki hjá því að maður
verði svolítið sjálfhverfur undir
þessum kringumstæðum og upptek-
inn af sjúkdómnum meðan á veik-
indunum stendur. Það er að öllum
líkindum bara eðlilegt og gott að
hafa áhuga á sínum sjúkdómi og
bata.
Eins og áður sagði fór ég ekki í
nein sjúklingasamtök. Ég var orðin
frísk, hafði endurheimt heilsuna og
þessu var lokið. Heitasta óskin var
að halda áfram að lifa mínu lífi eins
og áður.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að Leitarstöð Krabbameins-
félagsins gerði mér það kleift – hún
bjargað lífi mínu tvisvar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ȃg hvet konur ein-
dregið til þess að
mæta í brjóstaskoðun
og fylgjast vel með. Það
er ekki nóg að fara einu
sinni í skoðun – konur
ættu að leggja höf-
uðáherslu á að fara
reglulega.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 35