Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Fyrir rúmum tíu dögum hófu
þúsundir búdda-munka
mót-mæli í nokkrum borgum
Myanmar, sem hét áður
Búrma. Þeir kröfðust þess
að her-foringja-stjórn
landsins sleppti 4 munkum
sem voru hand-teknir fyrir
mót-mæli. En
her-foringja-stjórn hefur farið
með völdin í Myanmar frá
árinu 1962. Mót-mælin hafa
breiðst út og orðið
fjöl-mennari, og her-stjórnin
greip til harðra að-gerða í
vikunni. Talið er að tugir ef
ekki hundruð al-mennra
borgara hafi látið lífið, auk
eins japansks
kvikmynda-tökumanns.
Á föstu-daginn sendi
fram-kvæmda-stjóri
Sam-einuðu þjóðanna, Ban
Ki-moon, sendi-fulltrúa sinn,
Ibrahim Gambari, til
Myanmar til að koma á
við-ræðum milli
her-stjórnarinnar og
lýðræðis-sinna. Ban hvetur
yfir-völd til að taka þátt í
við-ræðum til að finna
frið-samlega lausn á
deilunni.
Hörð mót-mæli í Myanmar
REUTERS
Særður maður tekur mynd af harð-ræði her-stjórnar.
Á mánu-daginn kom
Mahmoud Ahmadinejad,
for-seti Írans, til Banda--
ríkjanna. Það
er þriðja
heim-sókn
hans þangað
á þremur
árum.
Spennan
sem nú ríkir í
sam-skiptum
Banda--
ríkjanna og Írans setti
tals-verðan svip á
heim-sókn Ahmadinejads,
en hann fékk ekki að skoða
staðinn þar sem World
Trade Center stóð. Á
þriðju-daginn ávarpaði hann
alls-herjar-þing Sam-einuðu
þjóðanna.
Margir eru ó-sáttir við að
Írans-forseta skuli hafa
verið boðið að flytja
fyrir-lestur við
Columbia-há-skóla í New
York, en hann harð-lega
gagn-rýndur þar.
Ahmadinejad
í Banda--
ríkjunum
Mahmoud
Ahmadinejad
Stefán Máni hlaut
Blóð-dropann
Rit-höfundurinn Stefán
Máni hlaut Blóð-dropann,
Ís-lensku
glæpa-sagna-verð-launin
2007. Þau voru af-hent í
fyrsta sinn síðasta
sunnu-dag. Verð-launin hlaut
Stefán Máni fyrir bókina
Skipið sem verður líka
fram-lag Íslands til nor-rænu
glæpa-sagna-verð-launanna
Gler-lykilsins 2008.
Margrét Lára og Guðbjörg
til Djurgården
Margrét Lára Viðarsdóttir,
marka-drottningin úr Val og
ís-lenska lands-liðinu í
knatt-spyrnu, fer til æfinga
hjá sænska liðinu Djurgården
þegar um hægist í haust.
Með henni fer Guðbjörg
Gunnarsdóttir,
landsliðs-markvörður úr Val.
Djurgården er eitt af bestu
liðum Svíþjóðar og þar með í
Evrópu. Liðið, sem er frá
Stokk-hólmi, er í 2. sæti
úrvals-deildarinnar.
Garðar Thór og Diddú í
Barbican Center
Garðar Thór Cortes hélt á
fimmtu-daginn tón-leika í
Barbican Center í London.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng
með honum og kunni fólk að
meta kraft-mikinn söng
Garðars og líf-lega
sviðs-framkomu Sigrúnar.
Tón-leikum lauk með miklum
fagnar-látum
Stutt
Á fimmtu-daginn voru
fjölda-uppsagnir í
fisk-vinnslum. Eskja á
Eski-firði sagði upp öllum
starfs-mönnum í frysti-húsi,
sam-tals 35 manns.
Humar-vinnslan í Þorláks-höfn
sagði upp öllum sínum
starfs-mönnum, eða 59
manns.
Arnar Sigurmundsson,
for-maður Sam-taka
fiskvinnslu-stöðva, telur að
alls muni 500-600 störf
glatast vegna
kvóta-skerðingarinnar.
Hjörleifur Brynjólfsson,
fram-kvæmda-stjóri
Humar-vinnslunnar, segir að
stjórn-völd hefðu enga grein
gert sér fyrir því hve skerðingin
hefði víð-tæk áhrif.
Upp-sagnir í
fisk-vinnslu
Fram-tíð okkar í nýju landi – erum við
Íslendingar? var yfir-skrift mál-þings fyrir ungt
fólk af er-lendum upp-runa sem var haldið í
Mennta-skólanum við Hamra-hlíð á
mánu-daginn og um 200 ung-menni sóttu.
„Mál-þingið er fyrsta skrefið í þá átt að fá
ung-menni af er-lendum upp-runa til þess að
sýna kjark og þor til að segja okkur hinum
hvernig þau upp-lifa sig í ís-lensku
sam-félagi,“ segir Anh-Dao Tran,
verkefnis-stjóri Fram-tíðar í nýju landi. Meðal
þess sem frum-mælendur ræddu um var
hvernig þau upp-lifa skóla-sam-félagið,
vinnu-markaðinn og framtíðar-horfur sínar
hér-lendis. Ýmsar hug-myndir komu fram á
þinginu og tengdust margar skóla-kerfinu
sem er allt á ís-lensku, og tæki-færum til að
við-halda móður-málinu. Einnig var mikið rætt
um launa-misréttið, þegar út-lendingum eru
greidd lægri laun en Ís-lendingum fyrir sömu
störf.
Erum við
Ís-lendingar?
Morgunblaðið/RAX
Hin ár-lega alþjóð-lega kvikmynda-hátíð í Reykjavík hófst á
fimmtu-daginn. Margir góðir gestir sækja há-tíðina. Auk þess er á
dag-skrá hennar bíla-bíó, sund-bíó með há-körlum, miðnætur-bíó,
mál-þing og tón-leikar með fjölskyldu-hljómsveitinni Denielson og
ýmis-legt fleira. Há-tíðin stendur til 7. október og þurfa
kvikmynda-unnendur að skipu-leggja tíma sinn vel næstu daga því
næstum því 90 kvik-myndir af öllum stærðum og gerðum og frá öllum
heims-hornum eru í boði.
Kvikmynda-hátíð í
fullum gangi
Úr ung-versku myndinni Ferð Isku.
Í gær hófst kín-versk menningar-hátíð í Kópa-vogi.
Hluti af henni er sýning á kín-verskum forn-munum
frá Wuhan. Sýningin bregður ljósi á helstu tíma-bilin
í sögu Kína. 107 gripir er til sýnis og allt að 5.000
ára gamlir.
Hátíðin er mjög fjöl-breytt og stendur til 7.
október.
Kín-versk
menningar-hátíð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Netfang: auefni@mbl.is