Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 68

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Fyrir rúmum tíu dögum hófu þúsundir búdda-munka mót-mæli í nokkrum borgum Myanmar, sem hét áður Búrma. Þeir kröfðust þess að her-foringja-stjórn landsins sleppti 4 munkum sem voru hand-teknir fyrir mót-mæli. En her-foringja-stjórn hefur farið með völdin í Myanmar frá árinu 1962. Mót-mælin hafa breiðst út og orðið fjöl-mennari, og her-stjórnin greip til harðra að-gerða í vikunni. Talið er að tugir ef ekki hundruð al-mennra borgara hafi látið lífið, auk eins japansks kvikmynda-tökumanns. Á föstu-daginn sendi fram-kvæmda-stjóri Sam-einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sendi-fulltrúa sinn, Ibrahim Gambari, til Myanmar til að koma á við-ræðum milli her-stjórnarinnar og lýðræðis-sinna. Ban hvetur yfir-völd til að taka þátt í við-ræðum til að finna frið-samlega lausn á deilunni. Hörð mót-mæli í Myanmar REUTERS Særður maður tekur mynd af harð-ræði her-stjórnar. Á mánu-daginn kom Mahmoud Ahmadinejad, for-seti Írans, til Banda-- ríkjanna. Það er þriðja heim-sókn hans þangað á þremur árum. Spennan sem nú ríkir í sam-skiptum Banda-- ríkjanna og Írans setti tals-verðan svip á heim-sókn Ahmadinejads, en hann fékk ekki að skoða staðinn þar sem World Trade Center stóð. Á þriðju-daginn ávarpaði hann alls-herjar-þing Sam-einuðu þjóðanna. Margir eru ó-sáttir við að Írans-forseta skuli hafa verið boðið að flytja fyrir-lestur við Columbia-há-skóla í New York, en hann harð-lega gagn-rýndur þar. Ahmadinejad í Banda-- ríkjunum Mahmoud Ahmadinejad Stefán Máni hlaut Blóð-dropann Rit-höfundurinn Stefán Máni hlaut Blóð-dropann, Ís-lensku glæpa-sagna-verð-launin 2007. Þau voru af-hent í fyrsta sinn síðasta sunnu-dag. Verð-launin hlaut Stefán Máni fyrir bókina Skipið sem verður líka fram-lag Íslands til nor-rænu glæpa-sagna-verð-launanna Gler-lykilsins 2008. Margrét Lára og Guðbjörg til Djurgården Margrét Lára Viðarsdóttir, marka-drottningin úr Val og ís-lenska lands-liðinu í knatt-spyrnu, fer til æfinga hjá sænska liðinu Djurgården þegar um hægist í haust. Með henni fer Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðs-markvörður úr Val. Djurgården er eitt af bestu liðum Svíþjóðar og þar með í Evrópu. Liðið, sem er frá Stokk-hólmi, er í 2. sæti úrvals-deildarinnar. Garðar Thór og Diddú í Barbican Center Garðar Thór Cortes hélt á fimmtu-daginn tón-leika í Barbican Center í London. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng með honum og kunni fólk að meta kraft-mikinn söng Garðars og líf-lega sviðs-framkomu Sigrúnar. Tón-leikum lauk með miklum fagnar-látum Stutt Á fimmtu-daginn voru fjölda-uppsagnir í fisk-vinnslum. Eskja á Eski-firði sagði upp öllum starfs-mönnum í frysti-húsi, sam-tals 35 manns. Humar-vinnslan í Þorláks-höfn sagði upp öllum sínum starfs-mönnum, eða 59 manns. Arnar Sigurmundsson, for-maður Sam-taka fiskvinnslu-stöðva, telur að alls muni 500-600 störf glatast vegna kvóta-skerðingarinnar. Hjörleifur Brynjólfsson, fram-kvæmda-stjóri Humar-vinnslunnar, segir að stjórn-völd hefðu enga grein gert sér fyrir því hve skerðingin hefði víð-tæk áhrif. Upp-sagnir í fisk-vinnslu Fram-tíð okkar í nýju landi – erum við Íslendingar? var yfir-skrift mál-þings fyrir ungt fólk af er-lendum upp-runa sem var haldið í Mennta-skólanum við Hamra-hlíð á mánu-daginn og um 200 ung-menni sóttu. „Mál-þingið er fyrsta skrefið í þá átt að fá ung-menni af er-lendum upp-runa til þess að sýna kjark og þor til að segja okkur hinum hvernig þau upp-lifa sig í ís-lensku sam-félagi,“ segir Anh-Dao Tran, verkefnis-stjóri Fram-tíðar í nýju landi. Meðal þess sem frum-mælendur ræddu um var hvernig þau upp-lifa skóla-sam-félagið, vinnu-markaðinn og framtíðar-horfur sínar hér-lendis. Ýmsar hug-myndir komu fram á þinginu og tengdust margar skóla-kerfinu sem er allt á ís-lensku, og tæki-færum til að við-halda móður-málinu. Einnig var mikið rætt um launa-misréttið, þegar út-lendingum eru greidd lægri laun en Ís-lendingum fyrir sömu störf. Erum við Ís-lendingar? Morgunblaðið/RAX Hin ár-lega alþjóð-lega kvikmynda-hátíð í Reykjavík hófst á fimmtu-daginn. Margir góðir gestir sækja há-tíðina. Auk þess er á dag-skrá hennar bíla-bíó, sund-bíó með há-körlum, miðnætur-bíó, mál-þing og tón-leikar með fjölskyldu-hljómsveitinni Denielson og ýmis-legt fleira. Há-tíðin stendur til 7. október og þurfa kvikmynda-unnendur að skipu-leggja tíma sinn vel næstu daga því næstum því 90 kvik-myndir af öllum stærðum og gerðum og frá öllum heims-hornum eru í boði. Kvikmynda-hátíð í fullum gangi Úr ung-versku myndinni Ferð Isku. Í gær hófst kín-versk menningar-hátíð í Kópa-vogi. Hluti af henni er sýning á kín-verskum forn-munum frá Wuhan. Sýningin bregður ljósi á helstu tíma-bilin í sögu Kína. 107 gripir er til sýnis og allt að 5.000 ára gamlir. Hátíðin er mjög fjöl-breytt og stendur til 7. október. Kín-versk menningar-hátíð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Netfang: auefni@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.