Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 24
kerfið og alla líðan. Hver kannast
ekki við að vera þreyttur í fótunum
jafnvel daginn eftir að hafa gengið í
skóm með háum hælum fram eftir
kvöldi.
„Sjálf var Taryn Rose að fá til sín
sjúklinga sem höfðu farið illa með
fætur og líkama vegna lélegs skó-
búnaðar. Hún sá að við þessu mætti
sporna með því að bjóða upp á þægi-
lega skó. Markmið fyrirtækis henn-
ar er að stuðla að bættri heilsu
fólks,“ segir Þráinn og bætir við að
skór Taryn Rose endist miklu betur
en ódýrir, fjöldaframleiddir skór.
Skórnir er framleiddir í Ítalíu hjá
vel reyndum handverksmönnum,
sem útfæra hvert smáatriði vand-
lega. Öll hönnun og umgjörð er einn-
ig áhugaverð þar á meðal vefur fyr-
irtækisins, sem er mikil
upplýsingaveita fyrir þá sem láta sér
annt um fæturna.
Því sætir furðu að Taryn Rose sé
ekki löngu búin að setja mark sitt á
íslenska skótísku.
„Hingað til hafa
skór Taryn Rose
verið seldir í Banda-
ríkjunum en á þessu
ári hefur fyrirtækið
aukið umsvifin á er-
lendum mörkuðum,“ segir Þráinn.
Sumir tískufræðingar eru sam-
mála um að Taryn Rose sé eitt af
þessum vörumerkjum sem eigi eftir
að hitta alls staðar í mark. Þráinn
segir að viðbrögð íslenskra við-
skiptavina hafi a.m.k. ekki látið á sér
standa. „Áhugi fólks á vönduðum
skóm hefur aukist til muna og það
hefur tekið skóbúðinni fagnandi.
Skórnir frá Taryn Rose eru án efa
með þeim þægilegustu á mark-
aðnum. Mér virðist viðskiptavinir
vera alveg heillaðir af mýktinni í sól-
anum, leðrinu og ekki síst útlitinu.
Hver er sinnar gæfu smiður, skó-
fatnaður er mikilvægur hluti í okkar
daglega lífi. Með vali á vönduðum og
góðum skóm er verið að fjárfesta í
eigin heilsu,“ segir hann að lokum.
Eftir Guðrúnu Eddu Einarsdóttur
Þ
ráinn Jóhannsson, betur
þekktur sem Þráinn
skóari eftir samnefndri
skóvinnustofu sinni á
Grettisgötunni, opnaði
nýlega með pomp og pragt skóversl-
un í sömu húsakynnum. Verslunin er
um margt ólík öðrum slíkum, því
risavaxnar skóviðgerðarvélar eru
það fyrsta sem fangar augað þegar
inn er komið auk allra gömlu skóp-
aranna, sem bíða í röðum eftir að
endurheimta fyrri fegurð.
Hinum megin í versluninni glittir í
hágæða skófatnað í hillum og eru
skórnir hver öðrum fallegri. Þeir
eiga sér heilmikla sögu, sem Þráinn
kann skil á, enda er hann sannkall-
aður fróðleiksbrunnur um allt er lýt-
ur að skóm. Hann er óþreytandi við
að upplýsa viðskiptavini sína um
gæði og endingu þessa handgerða
skófatnaðar.
Vandaðir skór
í hávegum hafðir
Þráinn er skósmíðameistari að
mennt. Hann kveðst hafa farið að
selja skó vegna þess að í gegnum tíð-
ina hafi hann öðlast mikla þekkingu
á skóm og öllu þeim viðvíkjandi.
„Góður skófatnaður er mikilvægur
fyrir fæturna og mér fannst einfald-
lega vanta fallega og vandaða skó á
markaðinn. Hugmyndin um að flytja
inn skófatnað hafði blundað lengi í
mér og í sumar lét ég til skarar
skríða. Ég sé alls ekki eftir því.“
Skómerkin Taryn Rose og Allen
Edmonds frá Bandaríkjunum og
Lancio frá Ítalíu eru í hávegum höfð
í dimmrauðri og teppalagðri vinnu-
stofu og verslun Þráins skóara.
Raunar segir Þráinn að Taryn Rose
sé ekkert venju-
legt merki. Sem
skóhönnuður
eigi Taryn Rose
sér óvenjulegan
bakrunn, því
hún er menntuð
í bæklunarskurðlækningum. Hún
hafði lengi leitað að þægilegum
skóm sem hentuðu henni í starfi, en
hún var oft mjög þreytt í fótunum
eftir langar vaktir á spítalanum.
Henni þóttu þægilegir skór, sem
voru á markaðnum, heldur ljótir og
vildi auðvitað fallega skó og jafn-
framt þægilega skó. „Leit hennar
bar því miður engan árangur, kven-
skór af því taginu voru bara ekki á
markaðnum,“ útskýrir Þráinn.
Fjárfesting í eigin heilsu
Taryn Rose hefur hitt í mark víða
í Bandaríkjunum og er vörumerkið
meðal annars orðið eitt af þeim
merkjum sem stóru stjörnurnar í
Hollywood velja. Almenningur
virðist líka vera orðinn sér mun
meðvitaðri um líkama sinn en
áður og gera sér grein fyrir að
óþægilegir skór geta haft
gífurleg áhrif á stoð-
Skór sem
skipta máli
Fínir skór Taryn Rose
og Allen Edmonds frá
Bandaríkjunum og Lan-
cio frá Ítalíu sóma sér
vel í versluninni.
Þægilegir Mýktin í sólanum og leðrinu
eru aðalsmerki Taryn Rose.
» Óþægilegir skór
geta haft gífurleg
áhrif á stoðkerfið og
alla líðan fólks.
Umsvif Taryn Rose skórnir eru nú seldir víða um heim.
Hönnuðurinn Taryn Rose stofnaði
samnefnt fyrirtækið í kringum
1998 og hefur átt mikilli velgengni
að fagna.
Vandað til verka
Reyndir handverks-
menn smíða Taryn
Rose skóna og út-
færa hvert smáat-
riði vandlega.
Morgunblaðið/Kristinn
Skóarinn Þráinn Jóhannsson eigandi verslunarinnar Þráinn skóari-
skóverslun.
Höfundur er vöruhönnuður.
daglegtlíf
Fyrsta breiðskífa hljómsveit-
arinnar Jakobínarínu kemur út
á morgun, en sveitin hefur verið
á ferð og flugi undanfarið. » 36
tónlist
Kúreki norðursins, Hallbjörn
Jóhann Hjartarson, á Skaga-
strönd, lætur lagið rúlla í Út-
varpi Kántrýbæ. » 26
lífshlaup