Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 24
kerfið og alla líðan. Hver kannast ekki við að vera þreyttur í fótunum jafnvel daginn eftir að hafa gengið í skóm með háum hælum fram eftir kvöldi. „Sjálf var Taryn Rose að fá til sín sjúklinga sem höfðu farið illa með fætur og líkama vegna lélegs skó- búnaðar. Hún sá að við þessu mætti sporna með því að bjóða upp á þægi- lega skó. Markmið fyrirtækis henn- ar er að stuðla að bættri heilsu fólks,“ segir Þráinn og bætir við að skór Taryn Rose endist miklu betur en ódýrir, fjöldaframleiddir skór. Skórnir er framleiddir í Ítalíu hjá vel reyndum handverksmönnum, sem útfæra hvert smáatriði vand- lega. Öll hönnun og umgjörð er einn- ig áhugaverð þar á meðal vefur fyr- irtækisins, sem er mikil upplýsingaveita fyrir þá sem láta sér annt um fæturna. Því sætir furðu að Taryn Rose sé ekki löngu búin að setja mark sitt á íslenska skótísku. „Hingað til hafa skór Taryn Rose verið seldir í Banda- ríkjunum en á þessu ári hefur fyrirtækið aukið umsvifin á er- lendum mörkuðum,“ segir Þráinn. Sumir tískufræðingar eru sam- mála um að Taryn Rose sé eitt af þessum vörumerkjum sem eigi eftir að hitta alls staðar í mark. Þráinn segir að viðbrögð íslenskra við- skiptavina hafi a.m.k. ekki látið á sér standa. „Áhugi fólks á vönduðum skóm hefur aukist til muna og það hefur tekið skóbúðinni fagnandi. Skórnir frá Taryn Rose eru án efa með þeim þægilegustu á mark- aðnum. Mér virðist viðskiptavinir vera alveg heillaðir af mýktinni í sól- anum, leðrinu og ekki síst útlitinu. Hver er sinnar gæfu smiður, skó- fatnaður er mikilvægur hluti í okkar daglega lífi. Með vali á vönduðum og góðum skóm er verið að fjárfesta í eigin heilsu,“ segir hann að lokum. Eftir Guðrúnu Eddu Einarsdóttur Þ ráinn Jóhannsson, betur þekktur sem Þráinn skóari eftir samnefndri skóvinnustofu sinni á Grettisgötunni, opnaði nýlega með pomp og pragt skóversl- un í sömu húsakynnum. Verslunin er um margt ólík öðrum slíkum, því risavaxnar skóviðgerðarvélar eru það fyrsta sem fangar augað þegar inn er komið auk allra gömlu skóp- aranna, sem bíða í röðum eftir að endurheimta fyrri fegurð. Hinum megin í versluninni glittir í hágæða skófatnað í hillum og eru skórnir hver öðrum fallegri. Þeir eiga sér heilmikla sögu, sem Þráinn kann skil á, enda er hann sannkall- aður fróðleiksbrunnur um allt er lýt- ur að skóm. Hann er óþreytandi við að upplýsa viðskiptavini sína um gæði og endingu þessa handgerða skófatnaðar. Vandaðir skór í hávegum hafðir Þráinn er skósmíðameistari að mennt. Hann kveðst hafa farið að selja skó vegna þess að í gegnum tíð- ina hafi hann öðlast mikla þekkingu á skóm og öllu þeim viðvíkjandi. „Góður skófatnaður er mikilvægur fyrir fæturna og mér fannst einfald- lega vanta fallega og vandaða skó á markaðinn. Hugmyndin um að flytja inn skófatnað hafði blundað lengi í mér og í sumar lét ég til skarar skríða. Ég sé alls ekki eftir því.“ Skómerkin Taryn Rose og Allen Edmonds frá Bandaríkjunum og Lancio frá Ítalíu eru í hávegum höfð í dimmrauðri og teppalagðri vinnu- stofu og verslun Þráins skóara. Raunar segir Þráinn að Taryn Rose sé ekkert venju- legt merki. Sem skóhönnuður eigi Taryn Rose sér óvenjulegan bakrunn, því hún er menntuð í bæklunarskurðlækningum. Hún hafði lengi leitað að þægilegum skóm sem hentuðu henni í starfi, en hún var oft mjög þreytt í fótunum eftir langar vaktir á spítalanum. Henni þóttu þægilegir skór, sem voru á markaðnum, heldur ljótir og vildi auðvitað fallega skó og jafn- framt þægilega skó. „Leit hennar bar því miður engan árangur, kven- skór af því taginu voru bara ekki á markaðnum,“ útskýrir Þráinn. Fjárfesting í eigin heilsu Taryn Rose hefur hitt í mark víða í Bandaríkjunum og er vörumerkið meðal annars orðið eitt af þeim merkjum sem stóru stjörnurnar í Hollywood velja. Almenningur virðist líka vera orðinn sér mun meðvitaðri um líkama sinn en áður og gera sér grein fyrir að óþægilegir skór geta haft gífurleg áhrif á stoð- Skór sem skipta máli Fínir skór Taryn Rose og Allen Edmonds frá Bandaríkjunum og Lan- cio frá Ítalíu sóma sér vel í versluninni. Þægilegir Mýktin í sólanum og leðrinu eru aðalsmerki Taryn Rose. » Óþægilegir skór geta haft gífurleg áhrif á stoðkerfið og alla líðan fólks. Umsvif Taryn Rose skórnir eru nú seldir víða um heim. Hönnuðurinn Taryn Rose stofnaði samnefnt fyrirtækið í kringum 1998 og hefur átt mikilli velgengni að fagna. Vandað til verka Reyndir handverks- menn smíða Taryn Rose skóna og út- færa hvert smáat- riði vandlega. Morgunblaðið/Kristinn Skóarinn Þráinn Jóhannsson eigandi verslunarinnar Þráinn skóari- skóverslun. Höfundur er vöruhönnuður. daglegtlíf Fyrsta breiðskífa hljómsveit- arinnar Jakobínarínu kemur út á morgun, en sveitin hefur verið á ferð og flugi undanfarið. » 36 tónlist Kúreki norðursins, Hallbjörn Jóhann Hjartarson, á Skaga- strönd, lætur lagið rúlla í Út- varpi Kántrýbæ. » 26 lífshlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.