Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
alla H. Hallgríms-
dóttir, aðalbókari á
Reykjalundi, segir að
hún hafi í gegnum
tíðina nýtt sér þjón-
ustu Krabbameinsfélagsins og farið
í reglulegt eftirlit, sem henni finnst
alveg sjálfsagt að gera:
,,Mér finnst að maður skuldi bæði
sjálfum sér og fjölskyldunni það. Ég
tel mig hafa lifað fremur heilsu-
samlegu lífi; ég hef ekki átt við of-
þyngd að etja, aldrei reykt og hef
neytt áfengis í miklu hófi. Það var
vissulega mikið áfall að greinast
með brjóstakrabbamein – maður á
náttúrlega aldrei von á slíkum vátíð-
indum. Þetta fór þannig fram að ég
fór í brjóstamyndatöku og í svokall-
aða ástungu í kjölfarið en þá kom
þetta í ljós. Starfsfólkið á Leitar-
stöðinni var alveg hreint yndislegt
og reyndist mér afskaplega vel á
erfiðum tíma. Til allrar hamingju
reyndist meinið vera á byrjunarstigi
og innan hálfs mánaðar var ég kom-
in í aðgerð. Æxlið var fjarlægt og
eitlar teknir úr holhendinni í leiðinni
eins og var gert þá.
Sú hætta fylgir eitlatöku að
margar konur fá sogæðabólgu í
kjölfar brottnáms þeirra. Ég gerði
síðan æfingar einmitt til þess að
hindra að slíkt kæmi fyrir. Eitlarnir
pumpa víst vökva út í handlegginn
og æfingarnar fólust meðal annars í
að kreista gúmmíbolta til að halda
vökvaflæðinu eðlilegu.
Það þurfti bara að taka fleyg úr
brjóstinu og í framhaldinu þurfti ég
á geislameðferð að halda en ég
þurfti sem betur fer ekki að fara í
lyfjameðferð sem mér skilst að sé
mjög erfið. Ég var afskaplega fegin
því að þurfa ekki lyfjameðferðina og
fannst ég sleppa mjög vel.“
Reyndi að fara vel með mig
– Hvernig leið þér í geisla-
meðferðinni?
,,Ég varð fyrst og fremst bara
þreytt. Ég tók mér frí frá vinnu og
dagarnir voru á þann veg að ég
lagði mig eftir hádegi og fór síðan
venjulega út að ganga. Ég vildi
leyfa líkamanum að jafna sig í róleg-
heitum, reyndi að fara vel með mig
og einbeita mér að því að byggja lík-
amann upp að nýju. Allt er yfirstíg-
anlegt, að mínu mati.
Það var svo seinna sem ég fór að
spá í kenningar sem mæla gegn
neyslu mjólkurvara sem ég kynnti
mér og fannst skynsamleg speki,
þ.e. varðandi vaxtarhormónin sem
eru í mjólkinni og virðast virka örv-
andi á stækkun æxla. Þau eru einn-
ig, að öllum líkindum, vaxtarhvetj-
andi fyrir frumur í krabbameins-
æxlum. Ég lagði því mjólkurmat
alveg á hilluna en leyfi mér þó stöku
sinnum að borða osta og smjör.
Nú, meðferðin gekk mjög vel og
ég náði ágætis heilsu.
Mér var sagt að nú væri þessu
lokið en þó væri alltaf sá möguleiki
fyrir hendi að ég fengi annað æxli.
Ég hugsaði þó afar lítið út í það,
hélt bara áfram mínu lífi og var
Leitarstöðin var
lífsbjörg mín
Krabbameinsfélagið helgar októbermánuð árvekn-
isátaki um brjóstakrabbamein eins og undanfarin ár.
Af því tilefni heimsótti Hrund Hauksdóttir konu á
besta aldri, Höllu M. Hallgrímsdóttur, sem við reglu-
bundna krabbameinsleit greindist með brjósta-
krabbamein sumarið 1995 og síðan aftur í hinu brjóst-
inu tíu árum síðar.
Halla M. Hallgrímsdóttir „Að greina krabbamein á frumstigi er mjög mikilvægt því þá eru möguleikar á lækningu svo
miklu meiri en ef lengra er komið í ferlinu og þess vegna verður sú þjónusta sem Leitarstöðin býður upp á seint ofmetin.“
aða vídeómynd af umhverfi hans, þar
sem hin ósnortna náttúra með
hraunin í forgrunni, nýtur sín vel.
Myndin er tekin við akstur eftir veg-
inum á Höskuldarvelli og úr flugvél
kringum Keili. Hætt er við að há-
spennulínur í forgrunni, spilli þessari
sýn til Keilis.
Sigurður Þórarinsson
og Vigdís Finnbogadóttir
Miðju Reykjanesskagans má kalla
í Krýsuvík. Með Suðurstrandarvegi
opnast hringleiðir um skagann, sem
án efa munu njóta mikilla vinsælda.
Þá munu flestir fara um Krýsuvík.
Miðstöð eldfjallagarðs er því best
staðsett í Krýsuvík og þar ætti að
reisa Sigurði Þórarinssyni veglega
styttu.
Við opnun ljósmyndasýningar
Landverndar fyrir skömmu undir
heitinu ,,Augnablik í eldfjallagarði“,
sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum
forseti m.a., þegar hún sagði frá und-
irbúningi fyrstu námskeiða fyrir
leiðsögumenn á Íslandi:
,,Þegar við fórum hér um til að
taka mið af stöðum sem gætu heillað
venjulega ferðalanga, var ferðaþjón-
usta ekki komin á skrið en snerist
mest um að helstu sýnanlegir staðir
væru Þingvellir, Gullfoss og Geysir
og Mývatn fyrir norðan. En Björn
Þorsteinsson (sagnfræðingur) fékk
með sér Sigurð Þórarinsson jarð-
fræðing til að lýsa jarðfræði þessa
magnaða svæðis (Reykjanesskag-
anum) og marga ferðina fórum við
með steinhissa útlendinga (og reynd-
ar Íslendinga) hér víða, innan þess
svæðis sem við Landverndarfólk vilj-
um nú kalla Eldfjallagarðinn. Fyrir
utan þá stórbrotnu náttúru sem hér
er að sjá eru menningarminjar svo
víða og þjóðsögur á hverju strái. Mér
eru ríkar í minni ferðir með Birni um
Ögmundarhraun og upp á Vigdís-
arvelli.“
Aðvaranir Jóns Baldvins
Framundan eru örlagaríkar
ákvarðanir um framtíð Reykjanes-
skagans. Eins konar forleikur voru
kosningarnar í Hafnarfirði um
stækkun álversins í Straumsvík. Úr-
slitin voru mikil viðvörun til þeirra
sem áfram vilja álver í hverri höfn
með tilheyrandi virkjunum og há-
spennulínum. Samt virðist eins og
sumir hafi ekkert lært. Á fundi í
Hafnarfirði fyrir þessar kosningar
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrum utanríkisráðherra, m.a.:
,,Ef þið segið já, þá heldur stór-
iðjustefnan áfram með þeim afleið-
ingum, sem við þegar þekkjum. Um-
hverfismat og orkusamningar liggja
þegar fyrir, þótt með fyrirvörum sé.
Ríkið hefur ekki frekara stöðv-
unarvald í þessu máli. Og veikburða
sveitarfélög munu freistast til þess
að fara að fordæmi ykkar án þess að
þjóðin sem slík fái rönd við reist. Af-
leiðingarnar gætu orðið geigvæn-
legar ef við hugsum málið til enda.
Ef þið hins vegar segið nei þýðir
það frestun framkvæmda. Það gefur
fyrirheit um stefnubreytingu í kjöl-
far komandi kosninga. Það vekur
vonir um að stöðva megi feigðar-
flanið svo að þjóðin fái ráðrúm til að
ná áttum, áður en í óefni er komið.“
Sól í Hvalfirði
Á ráðstefnu um eldfjallagarð í
Reykjanesskaga sem haldin var í
Hafnarfirði, skömmu fyrir kosning-
arnar um álverið sagði einn fyrirles-
ara, sr. Gunnar Kristjánsson, pró-
fastur á Reynivöllum, í upphafi
erindis síns:
,,Samtök um óspillt land í Hval-
firði eða Sól í Hvalfirði var fámennur
hópur baráttuglaðra hugsjónamanna
við Hvalfjörð fyrir áratug. Hugsjónir
þeirra voru varðveisla óspillts lands
en um leið nýting þess í þágu manns-
ins.
Eftir á að hyggja var baráttan
ekki líkleg til sigurs, alþjóðlegt við-
skiptaveldi veifaði peningaseðlum og
sigur þess mátti bóka fyrirfram.
Þegar ljóst var að baráttan var töpuð
mættu forsvarsmenn Sólar í Hval-
firði til guðþjónustu í Reynivalla-
kirkju og héldu síðan út á Hálsnesið
sem gnæfir yfir hina fornu og sögu-
frægu Maríuhöfn, þaðan sem álverið
blasir við sjónum. Þar afhjúpaði
sóknarpresturinn minnisvarða með
áletrun sem allir Íslendingar þekkja:
,,Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt en jörðin
fær hlutdeild í himninum … , þar
ríkir fegurðin ein …““.
Í lokaorðum sínum sagði sr. Gunn-
ar:
,,Í umræðunni um álver og um-
hverfi er slegið á ýmsa strengi, þar
eru lagðir fram útreikningar og
áætlanir. En þeir sem hafa breytt
sögunni í þessu efni eru ein-
staklingar sem lögðu sjálfa sig að
veði, lífsviðhorf og gildismat“.
Samtök um eldfjallagarð
Seta í stjórn Reykjanesfólkvangs
veltir ekki stórri þúfu. Þar eru
stjórnarmennirnir fyrst og fremst
fulltrúar sinna sveitarfélaga og
þeirra viðhorfa sem þar ríkja. En
Reykjanesfólkvangur á að vera úti-
vistarsvæði fólksins á höfuðborg-
arsvæðinu og á Suðurnesjum. Fólk-
vangar innan Reykjanesskagans eru
friðlönd – ekki orkuvinnslusvæði og
þessi friðlönd þurfa málsvara á eigin
forsendum. Í mínum huga þurfa öll
sveitarfélögin sem tengjast Reykja-
nesskaganum og ríkisvaldið að móta
heildstæða stefnu um framtíð svæð-
isins. Annars munu hinir sterkustu
ráða för með peninga og vald að leið-
arljósi.
Ég kalla á íbúa þeirra sveitarfé-
laga sem aðild eiga að Reykjanes-
fólkvangi, að hugsa sinn gang. Þetta
eru íbúar Reykjavíkur, Seltjarn-
arness, Kópavogs, Garðabæjar,
Hafnarfjarðar, Grindavíkur og
Reykjanesbæjar. Síðast en ekki síst
skora ég á öll samtök, félög og fyr-
irtæki sem tengjast útivist, nátt-
úruvernd og ferðaþjónustu, að láta í
sér heyra. Sterkast væri ef til yrðu
samtök til að berjast fyrir eld-
fjallagarði á Reykjanesskaganum.
Sú hugmynd gæti klifið hæstu fjöll ef
krafturinn og viljinn væri nægur.
Við þurfum háspennu – ekki há-
spennulínur í Reykjanesfólkvang.
Ljósmynd/Olgeir Andrésson.
Arnarvatn á Sveifluhálsi Ein af hugmyndum Landsnets um orkuflutninga
er jarðstrengur yfir Sveifluháls meðfram Arnarvatni.
» Fólkvangar innan
Reykjanesskagans
eru friðlönd – ekki orku-
vinnslusvæði og þessi
friðlönd þurfa málsvara
á eigin forsendum.
Höfundur er í stjórn
Reykjanesfólkvangs.
reyniring@internet.is.
umhverfi heilsa