Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 65 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍSBETAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaugur Baldursson, Halla Sigurðardóttir, ömmu og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU H. KOLBEINS. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkunarheimilinu Skjóli. Halldór Torfason, Védís Stefánsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir, Gunnar Ingi Hjartarson, Lára Torfadóttir, Hafsteinn Pálsson, Ásthildur Gyða Torfadóttir, Kristberg Tómasson, Erna Torfadóttir, Geir Sæmundsson, ömmu og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar systur okkar og frænku, ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR, Hörðaland 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Garðar Ólafsson, Jón Ólafsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Magnús Garðarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Ólafur H. Garðarsson, Sigrún Óladóttir, Garðar Garðarsson, Anna M. Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson, Einar Garðarsson, Karen Ó. Óskarsdóttir, Lára G. Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Skúlason, Ásta S. Jónsdóttir, Pétur M. Jónsson og börn. ✝ Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Ljósheimum 1, Reykjavík. Starfsfólki á Landakoti og Norðurbrún 1 þökkum við fyrir góða umönnun hennar. Ásta Gunnarsdóttir, Sigurður Bjarni Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAUKS ÞORSTEINSSONAR, Dalatanga 17, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar og heimahlynningar LSH. Júlía Guðmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTÍNAR EGGERTSDÓTTUR, Hjarðarhaga 56, Reykjavík. Guðmundur Eggertsson, Jóna Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Ragnheiður Jóhannsdóttir, Aðalheiður L Guðmundsdóttir, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðrún Ara Arason, Heiður Hörn Hjartardóttir, Þorsteinn Arilíusson, Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Jón Ingi Þorsteinsson, Eggert Sólberg Jónsson, Magnús Elvar Jónsson. Elsku amma mín. Ég man fyrst eftir þér, elsku amma, í Safamýrinni þar sem ég, mamma og pabbi bjuggum hjá þér og afa í nokkurn tíma. Þó svo að ég hafi aðeins verið smápjakkur þá man ég alltaf hvað það var gott að koma til þín. Hvort sem það var til að „hjálpa“ þér í eldhúsinu á minn hátt eða rækta ánamaðkana mína, sem ég fann úti í garði og ætlaði síðan að setja í blómapottana þína . Þú kippt- ir þér nú ekki mikið upp við það frek- ar en fyrri daginn. Ég man eftir því þegar ég og afi fórum eitt sinn niður að tjörn að gefa öndunum. Það endaði með því að ég datt í tjörnina, kom grátandi heim til þín og sagði þér að afi hefði hent mér út í. Þú tókst auðvitað upp hanskann fyrir litla strákinn þinn og skamm- aðir afa þó svo að það hafi nú aðeins verið gert til að fá mig til að hætta að gráta. Svona varstu, amma mín, allt- af að hugsa um að öðrum liði vel. Öllum var hlýtt til ömmu og allir sem hittu hana töluðu vel um hana. Hún átti stóra fjölskyldu sem hún lifði fyrir og börnin hennar voru, að hennar sögn þau allra bestu svo ekki sé talað um barnabörnin. Hinn 21. nóvember 2006 varð hún amma mín langamma þegar Elvar Örn sonur minn fæddist. Við fórum með drenginn í heimsókn til hennar á Hrafnistu aðeins þriggja vikna gamlan og hún ætlaði varla að trúa því þegar ég sagði henni að nú væri hún loksins orðin langamma. Henni fannst yndislegt þegar Elvar Örn var lagður í rúmið hjá henni og hún hafði orð á því að núna væri hún loksins orðin langamma. Stoltur er ég að hafa gefið ömmu minni barnabarnabarn. Þrátt fyrir að hún hafi ekki notið hans nema í stuttan tíma, veit ég að hún mun vaka yfir honum og fylgjast með rétt eins og okkur hinum. Ég mun ávallt minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman, elsku amma. Ég bið að heilsa afa sem tekur örugglega vel á móti þér og ég bið að þið fylgist með okkur um ókomin ár. Þinn dóttursonur Guðmundur Örn Guðmundsson. ✝ Hanna Lillý Is-aksen Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 24. júní 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði fimmtudag- inn 20. september síðastliðinn. Útför Lillýjar var gerð frá Bústað- arkirkju 27. sept- ember sl. „Mikið svakalega líturðu vel út, þú ert eins og ung stelpa, svei mér þá.“ Það var oft sem hún Lillý mælti þessi orð og hallaði örlítið undir flatt, setti hendur á mjaðmir, svona rétt til þess að leggja áherslu á sín orð. Lillý átti auðvelt með að hrósa og sjá það fallega og jákvæða í fólki og var ekki spara það. Hún vildi láta fólki líða vel í kringum sig, alltaf dillandi kát og aldrei neitt þras og volæði, „er ekki gaman“ spurði hún oft er fjölskyld- urnar hittust. Lillý var gift Guð- mundi bróður Ara föður okkar og þar sem þeir voru báðir skipstjórar á síldar- og loðnuskipum eyddu Hulda móðir okkar og Lillý oft sumrunum saman með okkur krökkunum. Fyrst er að minnast sumarsins í Hvera- gerði, þar fengum við að valsa um og njóta lífsins en Lillý hafði á orði að sælustu stundirnar hefðu verið þeg- ar við vorum komin í rúmið því þá gátu þær sest niður, fengið sér smát- ár, spjallað saman og haft það huggulegt. Annað slagið birtust bræðurnir flottir með Humphrey Bogart hatta og þá var nú kátt í koti. Síldin færðist norður fyrir land og þá var landað á Dalvík og Hjalteyri. Af þeim ástæðum fóru þær stöllur norður á Hjalteyri eitt sumarið. Síð- ar var landað á Austfjörðum og þá drifu þær sig í að taka bílpróf og nú var keyrt á Skódanum og Vollanum alla leið austur á Eiðar. Annað slagið var okkur skutlað inn í bílana og svo var haldið af stað yfir þokuheiðar og niður í þorp þar sem við sáum skipin sigla drekkhlaðin inn fjörðinn. Ekki er að neita því að hræðslan hafi oft gripið um sig þegar við skröltum yfir heiðarnar því við skynjuðum hversu smeykar þær Hulda og Lillý voru við aksturinn. Eitt sinn er við vorum að keyra fyrir Njarðvíkurskriður vor- um við búin að bíða dágóða stund eft- ir því að Lillý birtist á rauða bílnum sínum. Það leið og beið og ekkert sást til þess rauða, mamma sneri til baka og mikið svakalega varð okkur létt þegar við sáum bílinn og það meira segja á veginum en hann var ekki í gangi því Lillý var stjörf af hræðslu og hafði orðið að taka smá hvíld frá akstrinum. Já, þær lögðu mikið á sig til þess að hitta sína heitt- elskuðu og enda ekkert smágaman að sjá þá standa í brúnni er þeir sigldu inn höfnina. Ekki var gamanið minna hjá okkur krökkunum því við fengum alltaf að fara að kaupa stór- an ís á meðan mamma og pabbi áttu sínar stundir saman. Árin liðu og síldin hvarf, síðan loðnan og þeir bræður hættu til sjós en vinskapur Lillýjar og mömmu hélt áfram og þær voru ófáar stund- irnar sem þær eyddu saman á ferða- lögum með sínum heittelskuðu. Að sjálfsögðu var alltaf farið vestur í Djúp og á aðra fallega staði vítt og breitt um landið. Lillý dvaldi sín síðustu ár á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Hún dásamaði þá þjónustu sem hún fékk og hafði á orði hversu allir væru góðir við sig. Enda hvernig má annað vera, þegar svona jákvæð og hlý kona þarf á umönnun að halda? Við kveðjum okkar kæru Lillý, minningin um hana er samofin hlýj- um bernskuminningum okkar sem einkennast af hlýju, glaðværð og gagnkvæmri virðingu. Börn Ara og Huldu. Elsku amma, ég trúi varla ennþá að þú sért farin frá okkur en allt gott tekur einhvern tíma enda. Þú náðir að verða 91 árs og tel ég það nokkuð gott þó að ég hafi viljað hafa þig lengur hjá okkur. Þú varst alltaf jafn hissa á því að vera orðin svona gömul því þér fannst sjálfri þú vera miklu yngri. Þú sagðir líka alltaf að enginn væri eldri en honum fyndist hann sjálfur vera. Þar sem ég ætla að verða eins og þú, amma mín, þá hef ég ákveðið að líta á björtu hliðarnar eins og þú gerðir alltaf. Ég hugsa bara um hvað það hefur verið gaman fyrir þig að sjá hann afa eftir 27 ára fjarveru. Það hafa örugglega verið fagnaðar- fundir. Ég veit að allir sem fengu tæki- færi til að kynnast þér dýrkuðu þig og þá sérstaklega konur. Ég man alltaf eftir því hvernig þú komst mömmu í gott skap þegar þú sagðir við hana að hún væri svo ungleg að Gummi bróðir gæti verið kærastinn hennar. Þú vissir alveg hvernig ætti að gleðja aðra og þess vegna leið öll- um svo vel nálægt þér. Ég vona bara að þú haldir áfram að fylgjast með mér þarna uppi. Þín Herdís. Hanna Lillý Isaksen Kristjánsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.