Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 38
list 38 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í stuttri heimsókn til einnar af uppá- haldsborgum mínum, borgarinnar ei- lífu, heimsótti ég fyrir tilstilli Guðna Bragasonar sendifulltrúa Sendiráðs Íslands í Róm, Norræna lista- mannasetrið í borginni. Á undanförnum árum hef ég leitað uppi þá staði sem íslenskir lista- menn höfðu dvalið á í Flórens og víðar á Ítalíu og hafði ég meðal annars sem heimildir bréf danska listmálarans Elof Risebye til afasystur minnar, Júlíönu Sveinsdóttur listmálara. Oft- ast dvaldi Risebye á gistiheimilinu Pensione Norden í Via del Corso 184, sem dönsk kona rak í Róm. Trastevere er eitt af mínum uppáhalds- hverfum í Róm en þar er Norræna lista- mannasetrið til húsa. Það er alltaf sérstök upp- lifun fyrir mig að ganga upp stiga í þessum margra alda byggingum, sjá skjaldarmerki Chigi-fjölskyldunnar, en önnur höll sem var í eigu þessarar aðalsmannafjölskyldu, sem var ættuð frá Siena og stofnaði fyrsta bankann á Ítalíu, Monte dei Paschi di Siena-bankann, á 15. öld, er Palazzo Chigi sem er aðsetur rík- isstjórnar Ítalíu. Við Mette Perregaard, listrænn stjórnandi Norræna listamannasetursins, áttum ánægju- legt samtal og sýndi hún mér listamannasetrið. Mikið er af ljósmyndum og málverkum sem eru heimildir um lífið í Norræna lista- mannasetrinu. Á einni hópmynd frá árinu 1861 er Ólafur Waage, dansk-íslenskur prestur. Frábært útsýni er af þaksvölunum. Yfir 7.000 bækur eru í bókasafninu. Saga Norræna listamannasetursins Norræna listamannasetrið í Róm (Circolo Scandinavo/Skandinavisk Forenings Kunstnerhus ) var stofnað árið 1860 og var það fyrsta norræna stofnunin á Ítalíu og líka fyrsta félagsheimili sem þar var stofnað. Á 17. og 18. öld var Róm eftirsóknarverður áfangastaður fyrir norræna listamenn. Þeir fóru þangað til að sjá með eigin augum minnisvarða og listaverk sem þeir höfðu einungis lesið um og heyrt talað um í heimalandi sínu. Árið 1820 komu margir listmálarar og myndhöggvarar saman hjá Bertel Thorvaldsen. Danir stofnuðu árið 1833 „Danska bókasafn Rómaborgar“ og var Hans Christian Andersen einn af stofnendum þess. Árið 1840 afhenti myndhöggvarinn Fogelberg Danska bókasafninu lítið safn af sænskum bókum. Árið 1854 komu á kostnað Óslóarháskóla norskar bækur sem nokkrir bóksalar í Ósló gáfu og var það grunnurinn að norska bókasafninu. Þessi þrjú bókasöfn voru sameinuð í húsnæði sem ræðismaður Dana, Bravo, útvegaði þeim og var því gefið nafnið Norræna bókasafnið í Róm. Smám saman jókst löngun norrænu listamannanna til að eiga samastað líkt og listamenn frá Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. Árið 1856 sneri sænsk-norski sendiherrann á Ítalíu sér til sænsku og norsku konungsríkjanna til að biðja þau um að fjármagna stofnun framtíðaraðseturs fyrir listasafn og bókasöfnin. Kröfur listamannanna voru ekki miklar. Þeir reiknuðu út að tvö herbergi væru nægjanleg: Eitt fyrir bókasafnið og annað fyrir listamann sem myndi vakta bókasafnið fyrir þjófnaði en öryggi Rómaborgar var af skornum skammti. Í ævisögu Einars Jónssonar myndhöggvara „Minningar og skoðanir“ er sagt frá því að Einar hafi vaktað bókasafnið 2 stundir á dag í Palazzo Cenci sumarið 1902 en Einar fékk styrk frá Alþingi til námsdvalar í Róm frá 1902 til 1903. Árið 1860 fékkst fjárframlag frá konungsríkjunum þremur til að stofna Norræna listamannasetrið. Listamannasetrið flutti í fyrsta aðsetur sitt í Palazzo Correa, við hliðina á Mausoleo di Augusto. Rússar réðust inn í Finnland og hernámu það árið 1809. Rússar skuldbundu sig til að tryggja öryggi Finnlands, og Finnar fengu að halda eigin löggjöf gegn því að viðurkenna Alexander keisara sem þjóðhöfðingja. Finnland tók því ekki þátt í kostnaði við Norræna listamannasetrið eins og hin þrjú Norðurlöndin, en árið 1863 fengu Finnar leyfi til að verða félagar í listamannasetrinu og hafa sömu réttindi og hinar norrænu nágrannaþjóðirnar. Eftir að Ísland fékk sjálfstæði árið 1944 urðu líka íslenskir listamenn félagar í listamannasetrinu. Langur listi er til yfir þá norrænu listamenn sem voru félagar í listamannasetrinu þegar þeir dvöldu í Róm, má þar meðal annars nefna Norðmennina Björnsson, Ibsen og Grieg, Danina Constantin Hansen og Lundbye, Svíana Palm, Pauli og Strindberg og Finnana Walter Runeberg og Tove Jansson. Ekki hefur mér tekist að fá nöfn Íslendinga á þessum lista en það getur verið vegna þess að þeir hafi verið undir dönsku þjóðerni þar til Ísland fékk sjálfstæði. Tækifæri fyrir norræna listamenn Árið 1962 varð starfsemi listamannasetursins umfangsmeiri þegar byrjað var að bjóða norrænum listamönnum upp á að búa þar í skemmri tíma. Norræna listamannasetrið gengur núna í gegnum tímabil mikilla breytinga á öllum sviðum. Í júlí 2006 flutti það í nýtt húsnæði fyrir framan Accademia dei Lincei, við hliðina á Villa Farnesina í Trastevere-hverfinu. Samtímis var ráðinn nýr listrænn stjórnandi, Mette Perregaard, og er hún ráðin til tveggja ára til að sjá um faglega þróun listamannasetursins. Eitt af verkefnum listræna stjórnandans er að gefa norrænum listamönnum sem koma til Rómar í atvinnuskyni tækifæri til að búa í listamannasetrinu og mun það halda áfram í samvinnu við Norræna listamannaráðið. Norræna listamannasetrið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma á framfæri nútímalist í alþjóðlegu umhverfi. Við opnunina kom Sjón fram fyrir Íslands hönd. Um þessar mundir dvelur íslensk-þýska tónskáldið Steingrímur Rohloff í Norræna listamannasetrinu og 20. september 2007 kynnti hann verk sín almenningi og flutt voru gítarverk eftir hann. Þann 24. september 2007 las Valgerður Þórsdóttir leikritaskáld og leikkona upp úr verkum sínum. Nýir meðlimir og aukinn kraftur Önnur mikilvæg nýjung er að núna geta bæði einstaklingar og stofnanir gerst meðlimir. Þannig geta þeir sem búa í Róm og á Norðurlöndunum og hafa áhuga á menningu, styrkt og tekið þátt í starfsemi listamannasetursins. Það er markmið listamannasetursins að í gegnum beina þátttöku nýrra meðlima verði hægt að lífga upp á samskipti norræns umhverfis í Róm og vina listamannasetursins á Norðurlöndunum. Listamannasetrið vill verða aftur sýnileg og lifandi samtök í menningarheimi Rómar í gegnum starfsemi sem er beint að þeim sem eru utan hans. Umsóknarfrestur um dvöl fyrir vor/sumar 2008 er til 15. október 2007. Norræna listamannasetrið býður norrænum listamönnum upp á að sækja um dvöl í listamannasetrinu í tvo mánuði en einnig er hægt að dvelja í styttri eða lengri tíma. Þarna eru fimm stúdíóíbúðir með sameiginlegri aðstöðu svo sem eldhúsi, borðstofu/stofu, inngangi (sem hentar fyrir upplestra og fleira), svölum, þvottavél, sjónvarpi (einungis ítalskar stöðvar) og síma. Allar íbúðirnar hafa nettengingu. Píanó er til afnota fyrir tónskáld. Á meðan á dvöl listamannanna stendur er áætlað að þeir komi list sinni á framfæri fyrir almenning í Norræna listamannasetrinu. Skrá yfir Íslendinga Á heimasíðu Norræna listamannasetursins www.skandinaviskforening.org er listi yfir þá listamenn sem dvalið hafa frá árinu 2001. Gaman væri ef að þeir sem dvöldu þarna fyrir árið 2001 eða afkomendur þeirra hefðu samband við mig og gæti ég síðan komið þeim upplýsingum til Norræna listamannasetursins. Róm Útsýnið úr einni íbúðinni í Norrænu listamannamiðstöðinni. Upplestur Valgerður Þórsdóttir les upp í Norræna listamannasetrinu. Innblástur í Róm Steingrímur Rohloff í vistarverum sínum. Norræna listamannasetrið í Róm Í Róm hefur verið rekið nor- rænt listamannasetur frá 1860 og hafa þar margir mæt- ir menn haft viðkomu. Berg- ljót Leifsdóttir Mensuali fjallar um sögu Norræna listamannasetursins og starf- semi þess nú. begga@inwind.it Í HNOTSKURN »Þeir sem geta sent inn umsókn eruatvinnulistamenn, það er sjónlistarmenn, rithöfundar, tónlistarmenn, handritahöfundar bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Í sérstökum tilfellum geta til dæmis þýðendur, ljósmyndarar, dansarar, skipuleggjendur, hljómlistarmenn og leikarar sótt um. »Það er ástæða til að hvetja alla þásem uppfylla skilyrðin og sjá sér fært að dvelja í Róm að sækja um. Svör við umsóknum verða send út í janúar 2008. »Umsóknareyðublöð er að finna áheimasíðu Norræna listamannasetursins www.skandinaviskforening.org Ljósmyndir/Bergljót Leifsdóttir Mensuali Menningarauki Norræna listamannasetrið í Róm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.