Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 46
FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. LAUS VIÐ KAUPSAMNING! Stór og skemmtileg 108,4 fm 3ja herb. endaíbúð á 2.hæð ásamt ca 20 fm bílskúr á rólegum stað í Grafarvogi. VERÐ 27,6 millj. Nánari uppl. gefur Ingvar Ragnarsson lögg. fast., sími 822-7300. SPORHAMRAR - 112 RVK 46 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg og góð 111,7 fm efsta hæð í litlu góðu fjórbýli á þessum rólega stað. Aðeins tvær íbúðir í stigahúsi. Nýlega uppgert baðherbergi, glæsileg sólstofa. Möguleiki á 4 svefnherbergjum. VERÐ 31,5 millj. Nánari uppl. gefur Ingvar Ragnarsson lögg. fast., sími 822-7300. GNOÐARVOGUR - 104 RVK Sími 533 4800 Falleg 93,5 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi og góðum 23,1 fm enda bílskúr, alls 116,6 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, gang og hol, þvottahús og 2 svefnherbergi. Útgengt úr stofu í afgirtan garð. Laus strax. V. 29,6 millj. Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 15:30, verið velkomin. Gengið inn á vinstri hlið húss. Benedikt sýnir, 847-3600. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Fróðengi 10 – Opið hús Gullfalleg 131,5 fm endaíbúð og 25,4 fm stæði í bílskýli í fallegu og vel staðsettu húsi. Eignin skiptist í sjónvarpshol, þvottahús, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Sérgeymsla í kjall- ara og sameiginlegt þvottahús. Stæði í bílskýli fylgir. Þrjár íbúðir í stiga- gangnum. V. 39,5 millj. Miðleiti Góð 158,6 fm penthouse íbúð við Vesturgötu. Íbúðin skiptist í forstofuhol, eldhús, baðherbergi, geymslu, hjónaherbergi, stofu, borðstofu. Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi og tvö barnaherbergi. Tvennar svalir, glæsi- legt útsýni til sjávar. V. 47,5 millj. Vesturgata – útsýni www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. GLÆSILEGT SUMARHÚS Í GRÍMSNESI Höfum til sölu mjög fallegt 125 fm hús ásamt 25 fm aukahúsi/bílskúr við Freyjustíg 12 í landi Ásgarðs, ásamt tveimur samliggjandi lóð- um við Freyjustíg 8 og 10. Lóðirn- ar eru hver um sig ca 8.000 fm. Selst allt saman eða hvort í sínu lagi. Húsið er á steyptum sökkli með steyptri gólfplötu og gólfhita. Það er klætt með borðaklæðningu og flísum. Ál-tré gluggar og hurðir. (Viðhaldslítið hús). Húsið er nú þegar tilbúið til innréttinga. Arkitektastofan TEKTON teiknaði húsið og við hönnun þess var tekið mið af því að náttúran nyti sín sem best með stórum útsýnisgluggum. Skipulag húsins er þannig að í hvorri álmu eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í miðálmu eru svo eldhús, borðstofa og gengið er niður tvö þrep í stofu. Þetta er glæsilegt hús á góðum útsýnisstað, aðeins 50 mín. keyrsla frá Reykjavík. Stutt í sund- laugar, á golfvelli og í aðra þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, á milli kl. 15 og 17. Allar nánari upplýsingar veitir Heiðar í síma 693-3357. Sími 588 4477 ÞAÐ eru margir óvissuþættir í sambandi við virkjun neðri hluta Þjórsár. Hvað verður um laxinn, sil- unginn og aðra hluta vatnalífríkisins í Þjórsá og þverám hennar við virkjunina? Það er eitt af því sem ekki verður hægt að vita með vissu fyrr en orðið er of seint að snúa til baka. Því mið- ur er engin fullvissa fyrir því að fyrirhug- aðar mótvæg- isaðgerðir komi til með að skila tilætl- uðum árangri í Þjórsá, þó hugsanlega virki þær undir öðrum kring- umstæðum, annars staðar í heim- inum. Ljóst má þykja að skerðing verður á búsvæðum, uppeld- issvæðum, botndýrum, gróðri og fæðu. Með svo viðamiklum breyt- ingum á vistkerfi árinnar, sem fyr- irhuguð virkjun mun valda, er hætt við miklum skaða á laxa- og sjóbirt- ingsstofnum. Vatnasvæði Þjórsár er einstakt hvað lífríki varðar. Þar má finna allar fisktegundir sem finnast í ferskvatni á Íslandi. Það er sjald- gæft á heimsmælikvarða að laxa- stofnar skuli hrygna og alast upp í jökulvatni, hvað þá þegar um svo stóran stofn er að ræða. Laxastofn- inn í Þjórsá var árið 2001 um 5% af heildarfjölda veiddra laxa á Íslandi, en undanfarin ár hefur hlutdeild hans verið að aukast. Ástæður þess eru líklega áhrif opnunar 71 km svæðis ofan fossins Búða árið 1991 þar sem búsvæði eru hvergi nærri fullnýtt, svo gera má ráð fyrir því að fisk- gengd bæði urriða og laxa aukist enn frekar á komandi árum. Yfir 142 km Þjórsár eru nú laxgengir og eru þá ekki taldir með minni lækir, en það er um 5,3% af laxgengum ám á öllu Íslandi. Á síðustu áratugum hefur stórlaxi (sem dvelur tvö ár í sjó áður en hann snýr aftur í árnar) farið ört fækk- andi í íslenskum ám og er talið að orsakir fækkunar sé að finna í haf- inu. Haldi áfram sem horfir mun stórlaxastofninn hverfa á næstu 15- 20 árum. Stórlax gengur yfirleitt fyrr í árnar en smálax (lax sem hef- ur dvalið eitt ár í sjó). Með fækkun hans byrjar veiðitíminn síðar í ám sem hefur bein áhrif á verðmæti veiði. Fækkun stórlaxa þýðir að minni hrygning verður í mörgum ám þar sem meirihluti hrygna eru stórlaxar og eins sú staðreynd að stórlaxahrygnur hrygna fleiri hrognum en smálaxahrygnur. Þessi erfðaþáttur laxastofna er mjög mik- ilvægur. Ef reiknað er með að í Þjórsá sé um 50% veiðihlutfall, sem er algengt viðmið við mat á íslensk- um laxastofnum, ganga í ána um 5.000 laxar árlega. Af þessum löx- um er um 21% stórlax sem okkur ber skylda til að varðveita eftir fremsta megni. Veiðimálastofnun hefur lagt til að fólk stuðli að verndun stórlaxa, t.d. með seinkun veiðitíma, friðun svæða og banni við drápi á stórlaxi. Með Urriðafoss- virkjun mun verða þrengt enn meir að þessum viðkvæma stofni, sem mun minnka enn meir og jafnvel hverfa með öllu úr Þjórsá ofan virkjunar. Samkvæmt ársskýrslu Veiði- málastofnunar fyrir árið 2006 eru efnahagsleg áhrif stangveiða í ám og vötnum á Íslandi um 11 millj- arðar á ári, þar af fara tæpir tveir milljarðar til veiðifélaga. Um 1.200 ársstörf eru til komin vegna stang- veiða. Mestur hluti þessara tekna kemur úr laxveiði, en silungsveiði vinnur á og mun auka hlutdeild sína enn frekar í framtíðinni. Laxveiði í Þjórsá er u.þ.b. 6% af laxveiði á Ís- landi, sem þýðir að mikil efnahags- leg verðmæti eru í húfi verði laxa- og sjóbirtingsstofnar fyrir miklum skaða vegna virkjunarinnar. Urriðafossvirkjun mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífríkið og jafnvel koma í veg fyrir fiskgengd upp fyr- ir Urriðafoss ef mótvægisaðgerðir virka ekki. Inntakslónið við Heið- artanga er áætlað 12,5 km2 og nær 15 km af árfarvegi en þar eru um 25% búsvæða laxfiska á náttúrulega fiskgengum hluta svæðisins. Ólík- legt er að lax geti nýtt sér lónið til uppeldis, en hugsanlegt er að bleikja og urriði gætu nýtt sér það. Lónið verður líka göngutöf fyrir seiði á niðurleið og göngufisk á uppleið. Líklegt er að meira afráð verði á gönguseiðum af stærri fisk- um í lóninu þar sem að öllum lík- indum verður lítið skjól í gegnum lónið. Seiði geta drepist í vélum virkjunar, vegna mikils þrýstings- munar í rennslisleið eða af yf- irmettun lofts í vatni neðan stífl- unnar. Snöggar náttúrulegar rennslissveiflur virkjana geta haft mikil áhrif á lífríki til hins verra ásamt því sem skert rennsli á milli inntaks og frárennslis virkjunar- innar veldur röskun á búsvæðum og hindrar fiskgöngu. Algjör óvissa ríkir um það hvort aðgerðir muni takast sem eiga að stuðla að því að göngufiskur komist sína leið lifandi, jafnvel þó miklar rannsóknir liggi þar að baki. Takist þær ekki mun lax og sjóbirtingur hverfa af 88% af fiskgengu svæði Þjórsár. Mikil efnahagsleg verð- mæti eru því í húfi ef mótvæg- isaðgerðir virka ekki eins og til er ætlast. Að auki er tekin gríðarleg áhætta með stórlaxastofninn sem er í útrýmingarhættu sbr. tilmæli Veiðimálastofnunar um að hlífa honum við veiðum. Þjórsá er senni- lega eitt af lykilsvæðum fyrir við- hald stofnsins. Við þurfum ekki á meiri raforku að halda sem stendur, nema fyrir erlenda stóriðju. Það eru gífurlegar auðlindir í Þjórsá sjálfri sem með réttri nýtingu geta skilað marg- földum ávinningi efnahagslega. Reynum nú að vera svolítið skyn- söm og látum ekki gráðuga stór- iðjustefnu segja okkur fyrir verk- um! Áhrif Urriðafossvirkjunar á vatnalífríki Þjórsár Á vatnasvæði Þjórsár má finna allar fisktegundir sem finnast í ferskvatni á Íslandi segir Halla Kjartansdóttir Halla Kjartansdóttir »Með Urriðafoss-virkjun verður mikil skerðing á lífríki Þjórs- ár, eins geta göngu- fiskar ofan virkjunar horfið. Mikil náttúruleg verðmæti eru í húfi. Höfundur er nemi á náttúru- og um- hverfisbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.