Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 80
80 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
NO RESERVATIONS kl. 6:10 - 8:20 - 10:40 LEYFÐ
MR. BROOKS kl. 8:20 - 10:40 B.i. 16 ára
BRATZ kl. 1:30 - 3:50 - 6:10 LEYFÐ
ASTRÓPÍA kl. 4 - 8 LEYFÐ
LICENSE TO WED kl. 6 B.i. 7 ára
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:50 LEYFÐ DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
NO RESERVATIONS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
NO RESERVATIONS kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
SUPERBAD kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára
CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ
DISTURBIA kl. 10:10 B.i.14.ára
ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 LEYFÐ
HARRY POTTER 5 kl. 12:30 B.i.10.ára
/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI
SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR.
SÝND Í KEFLAVÍK
eee
T.V. Kvikmyndir.is
SÝND Á AKUREYRI
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum
Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up
„Án nokkurs vafa
fyndnasta mynd þessa
árs. Ófyrirsjáanlegur
og frábær húmor.“
Heiðar Austmann, FM957
„Vel skrifuð, trúverðug
og ótrúlega fyndin.
Ein besta mynd ársins
hingað til!“
Jón Ingi, Film.is
„Superbad er toppmynd.
Skyldu áhorf fyrir
unglinga, og þá sem sakna
unglingsáranna.“
Dóri DNA, DV
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART.
CATHERINE ZETA JONES AARON ECKHART
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
- J. I., Film.is
Síðustu plötur Bruce Springs-teens hafa verið í rólegrikantinum, í það minnstahvað rafmagnsstuð varðar,
þótt vissulega sé fjör á plötunni sem
hann gerði Pete Seeger til heiðurs,
We Shall Overcome: The Seeger Ses-
sions. Platan þar á undan, Devils &
Dust, var aftur á móti á lágu nótunum
og margir aðdáenda hans hafa eflaust
saknað fjörsins í fyrri verkum, ekki
síst þeirra platna sem hann gerði með
E Street-sveitinni.
Þótt fyrstu skífur Springsteens,
Greetings from Asbury Park, NJ og
The Wild, the Innocent and the E
Street Shuffle, séu í miklum metum
meðal Springsteen-vina seldust þær
ekki vel. Gagnrýnendur tóku honum
aftur á móti vel og dómar um skíf-
urnar voru almennt lofsamlegir. Vin-
sældirnar létu aftur á móti á sér
standa þótt Springsteen hafi verið
gríðarlega iðinn við spilamennsku
með sveitinni sem síðar fékk heitið E
Street Band.
Legið yfir hverju smáatriði
Það var því mikið í húfi þegar
Springsteen sneri aftur í hljóðver að
taka upp þriðju breiðskífuna og það
var líka miklu til kostað, legið yfir
hverju smáatriði. Segir sitt um al-
úðina sem lögð var í plötuna að lögum
var raðað á plötuhliðarnar miðað við
það að hvor hlið, A-hlið og B-hlið,
hæfist með lagi sem einkenndist af
bjartsýni og gleði, en lokalag hverrar
hliðar væri aftur á móti litað af von-
leysi og depurð. Þeir sem aðeins hafa
heyrt plötuna á geisladisk hafi þetta í
huga.
Á meðan á upptökum stóð var út-
gefandinn svo iðinn við að ýta undir
spennuna og loks var hitað upp fyrir
útgáfuna með því að senda nokkrum
útvarpsstöðvum hráa útgáfu af tit-
illaginu. Þegar platan var svo tilbúin
hitaði Springsteen upp fyrir útgáfuna
með tónleikaröð í rokkklúbbi í New
York, lék á tíu tónleikum á fimm dög-
um sem var útvarpað í beinni útsend-
ingu. Þetta dugði vel til að kynna skíf-
una, svo vel reyndar að næstu tvö
árin var hún á lista yfir hundrað mest
seldu plötur Bandaríkjanna.
Það er haft á orði að í listinni (líkt
og í lífinu) breyti peningar öllu, ekki
síst ef mikil frægð fylgir í kjölfarið.
Það hefur sannast á Bruce Springs-
teen því vinsældir hans vegna Born
to Run og peningarnir sem streymdu
inn skiluðu sér fljótlega í lagasmíðum
hans; sjá til að mynda þá fínu plötu
Darkness at the Edge of Town, þar
sem textar voru persónulegri en forð-
um, eins og alsiða er reyndar með
tónlistarmenn – eftir því sem þeir
komast til manns verður umfjöllunar-
efni sértækara, þeir syngja meira og
meira um sjálfan sig.
Sungið um pólitík
Að þessu sögðu hefur Springsteen
farnast einna best við að syngja um
pólitík. Hann er með sterka réttlæt-
iskennd og mestur neisti í textum
hans og mest fjör í lögum þegar hann
er að taka upp hanskann fyrir lít-
ilmagnann. Það má til að mynda
heyra á milljónaplötunni miklu Born
in the USA, en titillag hennar fjallar
einmitt um hermenn sem börðust í
Víetnam og dapurlegt hlutskipti
þeirra eftir stríðið. Annað gott dæmi
er lagið „American Skin (41 Shots)“,
sem varð gríðarlega umdeilt og segir
frá því er óvopnaður sómalskur inn-
flytjandi var skotinn til bana, 41 skoti,
af lögreglumönnum í New York.
Þau lög og þær plötur þar sem
hann hefur horft inn á við hafa ekki
notið sömu hylli þótt allar séu þær
fínar skífur, misfínar þó. Dæmi um
það er Human Touch, sem hann
samdi upp úr hjónabandsvandræð-
Springsteen þrumar yfir lýðnum
Bruce Springsteen er lagið að spila jöfnum hönd-
um hratt hávært rokk og innhverfar ballöður.
Best fer þó á því er hann blandar þessu saman,
eins og heyra má á nýrri skífu hans, Magic, sem
kemur út á morgun.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Rokkari Bruce Springsteen, samviska bandarísku þjóðarinnar.