Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 75
Haustlitasinfónía í Munaðarnesi
Félagsmenn í BSRB
Helgarleiga á orlofshúsum í Munaðarnesi
Upplýsingar í síma 525 8300
Gar›abær og Urri›aholt ehf. augl‡sa eftir
áhugasömu fólki til a› taka flátt í hugmynda-
vinnu vegna undirbúnings hönnunar á
skólabyggingum, íflróttaa›stö›u og fleiru í
Urri›aholti í Gar›abæ.
Sjálfbærni og sterk tengsl bygg›ar og náttúru
eru lykilor› í skipulagi bygg›ar í Urri›aholti.
Nátttúra svæ›isins er einstök og mótast af
Urri›avatni, Búrfellshrauni og Hei›mörk.
Gert er rá› fyrir a› skólastarf, skólabyggingar
og a›rar opinberar byggingar í hverfinu taki
mi› af fleirri áherslu sem lög› er á umhverfisvernd og tengsl bygg›ar og náttúru í
skipulaginu.
Vinnuhópi sem tekur flátt í undirbúningi hönnunar ver›ur fali› a› setja fram
hugmyndir a› flví hvernig hægt sé a› útfæra flessa áherslu í hönnun bygginganna.
Gert er rá› fyrir a› vinnuhópurinn hittist fimm sinnum í u.fl.b. 5 klukkustundir í senn.
fieir sem vilja taka flátt sendi vinsamlegast tölvupóst á Önnu Magneu Hreinsdóttur á
bæjarskrifstofum Gar›abæjar, á netfangi›: annah@gardabaer.is fyrir 7. október 2007.
Gar›abær - Urri›aholt ehf.
E
.
B
a
c
k
m
a
n
a
u
g
l
‡
s
i
n
g
a
s
t
o
f
a
Skiptu tímanlega,
vertu öruggur og
forðastu biðraðirnar!
Umhverfisvænn valkostur í stað nagladekkja
Harðskeljadekk - Umhverfisvænni lausn!
Frá framleiðanda ársins árið 2007 kemur byltingarkennt
ofurdekk sem hentar við hörðustu vetraraðstæður líkt og ríkja
gjarnan á Íslandi. TOYO nýtir sér eiginleika valhnetuskelja, eins
harðasta efnis sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þannig næst á
umhverfisvænni hátt aukið öryggi, minni loftmengun og
lágmarks malbiksskemmdir.
Í fyrstu hálku ár hvert verður fjöldi árekstra sem flesta hefði
mátt koma í veg fyrir. Að setja vetrardekkin undir snemma losar
þig við biðraðir og stress, og eykur öryggi þitt til muna.
Settu TOYO harðskeljadekkin undir strax í dag. Ekki bíða!
TOYOHarðskeljadekkByltingarkennt svar viðauknum kröfum umumhverfisvænni dekk ogaukið öryggi í
vetrarakstri!
Fiskislóð 30
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
Ha
rð
sk
el
ja
de
kk
in
se
ld
us
t u
pp
í f
yr
ra
!
MÁNUDAGSKVÖLD í New York
eru rétt eins góð og hver önnur
kvöld til að fara á brjálaða tónleika
og dansa, því New York er jú borgin
sem aldrei sefur. Það var því alveg
snarbrjálað stuð á tónleikum Bjark-
ar Guðmundsdóttur í Madison
Square Garden síðastliðið mánu-
dagskvöld, 24. september. Hún hef-
ur verið að ferðast um Bandaríkin
og Evrópu síðastliðið ár að fylgja
eftir nýjustu plötu sinni, Volta, og
þessir tónleikar voru þeir síðustu í
röðinni í Bandaríkjahlutanum. Hún
hóf tónleikaferðalagið að þessu sinni
á eftirminnilegum tónleikum í Laug-
ardalshöll í apríl en greinilegt er að
bandið hefur slípast enn meira til
síðan þá. Hinar tíu íslensku stúlkur í
lúðrasveitinni Wonderbrass komu
dansandi inn á sviðið í upphafi tón-
leikanna og gjörsamlega heilluðu
alla upp úr skónum með litadýrð, út-
geislun og kátínu. Mark Bell sá um
taktana, um trommu- og slagverks-
leik sá Chris Corsan, Damien Tay-
lor spilaði á takka og tæki og Jónas
Sen spilaði á ýmiss konar hljóm-
borð.
Eftir að hafa villst aðeins í New
York í leit að Madison Square Gar-
den var notalegt að koma sér fyrir í
sætinu og sjá og heyra nokkur lög
með upphitunarsveitinni The Klax-
ons. Þeir voru hressilegir og höfðu
náð upp þónokkurri stemningu í vel-
fullri tónleikahöllinni þar sem flestir
voru nú þegar farnir að stíga dans.
Þegar Björk sveif svo inn á sviðið
í fyrsta lagi kvöldsins, „Earth Int-
ruders“, ætlaði allt að tryllast. Að
horfa á stemninguna á sviðinu var
eins og að vera mættur í eitthvert
svakalega skemmtilegt bjóð þar sem
þemað var: „Vertu glaður eða vertu
úti“. Fyrri hluti tónleikanna var að-
eins hægari og magnþrungnari með
yndislegri útgáfu af „Hunter“, dá-
leiðandi „Unravel“ og Antony úr
Antony and the Johnsons sem söng
fallegasta dúett í heimi með Björk,
„Dull Flame Of Desire“, algjörlega
ógleymanlega.
Þegar „Hyperballad“ hljómaði í
síðari hluta prógrammsins urðu
vatnaskil. Þá var eins og allir 15.000
áhorfendurnir gjörsamlega slepptu
sér og hrópuðu og hoppuðu og til-
finningin var nú sú að við værum öll
saman í geðveikasta teknópartíi í
heimi. Björk spilaði á áhorfendur
eins og enn eitt exótíska hljóðfærið í
safninu sínu og ég held svei mér þá
að ég hafi aldrei verið á tónleikum
þar sem allir sem einn hreinlega
gleymdu sér í stað og stund og urðu
taktur og dans. Orkan sem Björk
sendir frá sér til áhorfenda sinna er
næstum því lífshættuleg og í raun
ótrúlegt að ein lítil stúlka frá Íslandi
hafi svona mikla og fallega útgeislun
sem lætur öllum líða eins og þeir séu
með henni í einhverjum ofur-
hetjuklúbbi sem er ósigrandi.
Uppklappslagið, „Declare Indi-
pendence“, var lokahnykkurinn í
skemmtilegasta mánudagspartíi
sem ég hef farið í.
Reuters
Frábær „Orkan sem Björk sendir frá sér til áhorfenda sinna er næstum því
lífshættuleg,“ segir meðal annars í dómi um tónleika Bjarkar í New York.
Ofurhetjuklúbbur
Bjarkar hinnar
ótrúlegu
TÓNLIST
Tónleikar
Björk í Madison Square Garden
Ragnheiður Eiríksdóttir