Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 75

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 75 Haustlitasinfónía í Munaðarnesi Félagsmenn í BSRB Helgarleiga á orlofshúsum í Munaðarnesi Upplýsingar í síma 525 8300 Gar›abær og Urri›aholt ehf. augl‡sa eftir áhugasömu fólki til a› taka flátt í hugmynda- vinnu vegna undirbúnings hönnunar á skólabyggingum, íflróttaa›stö›u og fleiru í Urri›aholti í Gar›abæ. Sjálfbærni og sterk tengsl bygg›ar og náttúru eru lykilor› í skipulagi bygg›ar í Urri›aholti. Nátttúra svæ›isins er einstök og mótast af Urri›avatni, Búrfellshrauni og Hei›mörk. Gert er rá› fyrir a› skólastarf, skólabyggingar og a›rar opinberar byggingar í hverfinu taki mi› af fleirri áherslu sem lög› er á umhverfisvernd og tengsl bygg›ar og náttúru í skipulaginu. Vinnuhópi sem tekur flátt í undirbúningi hönnunar ver›ur fali› a› setja fram hugmyndir a› flví hvernig hægt sé a› útfæra flessa áherslu í hönnun bygginganna. Gert er rá› fyrir a› vinnuhópurinn hittist fimm sinnum í u.fl.b. 5 klukkustundir í senn. fieir sem vilja taka flátt sendi vinsamlegast tölvupóst á Önnu Magneu Hreinsdóttur á bæjarskrifstofum Gar›abæjar, á netfangi›: annah@gardabaer.is fyrir 7. október 2007. Gar›abær - Urri›aholt ehf. E . B a c k m a n a u g l ‡ s i n g a s t o f a Skiptu tímanlega, vertu öruggur og forðastu biðraðirnar! Umhverfisvænn valkostur í stað nagladekkja Harðskeljadekk - Umhverfisvænni lausn! Frá framleiðanda ársins árið 2007 kemur byltingarkennt ofurdekk sem hentar við hörðustu vetraraðstæður líkt og ríkja gjarnan á Íslandi. TOYO nýtir sér eiginleika valhnetuskelja, eins harðasta efnis sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þannig næst á umhverfisvænni hátt aukið öryggi, minni loftmengun og lágmarks malbiksskemmdir. Í fyrstu hálku ár hvert verður fjöldi árekstra sem flesta hefði mátt koma í veg fyrir. Að setja vetrardekkin undir snemma losar þig við biðraðir og stress, og eykur öryggi þitt til muna. Settu TOYO harðskeljadekkin undir strax í dag. Ekki bíða! TOYOHarðskeljadekkByltingarkennt svar viðauknum kröfum umumhverfisvænni dekk ogaukið öryggi í vetrarakstri! Fiskislóð 30 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Ha rð sk el ja de kk in se ld us t u pp í f yr ra ! MÁNUDAGSKVÖLD í New York eru rétt eins góð og hver önnur kvöld til að fara á brjálaða tónleika og dansa, því New York er jú borgin sem aldrei sefur. Það var því alveg snarbrjálað stuð á tónleikum Bjark- ar Guðmundsdóttur í Madison Square Garden síðastliðið mánu- dagskvöld, 24. september. Hún hef- ur verið að ferðast um Bandaríkin og Evrópu síðastliðið ár að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Volta, og þessir tónleikar voru þeir síðustu í röðinni í Bandaríkjahlutanum. Hún hóf tónleikaferðalagið að þessu sinni á eftirminnilegum tónleikum í Laug- ardalshöll í apríl en greinilegt er að bandið hefur slípast enn meira til síðan þá. Hinar tíu íslensku stúlkur í lúðrasveitinni Wonderbrass komu dansandi inn á sviðið í upphafi tón- leikanna og gjörsamlega heilluðu alla upp úr skónum með litadýrð, út- geislun og kátínu. Mark Bell sá um taktana, um trommu- og slagverks- leik sá Chris Corsan, Damien Tay- lor spilaði á takka og tæki og Jónas Sen spilaði á ýmiss konar hljóm- borð. Eftir að hafa villst aðeins í New York í leit að Madison Square Gar- den var notalegt að koma sér fyrir í sætinu og sjá og heyra nokkur lög með upphitunarsveitinni The Klax- ons. Þeir voru hressilegir og höfðu náð upp þónokkurri stemningu í vel- fullri tónleikahöllinni þar sem flestir voru nú þegar farnir að stíga dans. Þegar Björk sveif svo inn á sviðið í fyrsta lagi kvöldsins, „Earth Int- ruders“, ætlaði allt að tryllast. Að horfa á stemninguna á sviðinu var eins og að vera mættur í eitthvert svakalega skemmtilegt bjóð þar sem þemað var: „Vertu glaður eða vertu úti“. Fyrri hluti tónleikanna var að- eins hægari og magnþrungnari með yndislegri útgáfu af „Hunter“, dá- leiðandi „Unravel“ og Antony úr Antony and the Johnsons sem söng fallegasta dúett í heimi með Björk, „Dull Flame Of Desire“, algjörlega ógleymanlega. Þegar „Hyperballad“ hljómaði í síðari hluta prógrammsins urðu vatnaskil. Þá var eins og allir 15.000 áhorfendurnir gjörsamlega slepptu sér og hrópuðu og hoppuðu og til- finningin var nú sú að við værum öll saman í geðveikasta teknópartíi í heimi. Björk spilaði á áhorfendur eins og enn eitt exótíska hljóðfærið í safninu sínu og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið á tónleikum þar sem allir sem einn hreinlega gleymdu sér í stað og stund og urðu taktur og dans. Orkan sem Björk sendir frá sér til áhorfenda sinna er næstum því lífshættuleg og í raun ótrúlegt að ein lítil stúlka frá Íslandi hafi svona mikla og fallega útgeislun sem lætur öllum líða eins og þeir séu með henni í einhverjum ofur- hetjuklúbbi sem er ósigrandi. Uppklappslagið, „Declare Indi- pendence“, var lokahnykkurinn í skemmtilegasta mánudagspartíi sem ég hef farið í. Reuters Frábær „Orkan sem Björk sendir frá sér til áhorfenda sinna er næstum því lífshættuleg,“ segir meðal annars í dómi um tónleika Bjarkar í New York. Ofurhetjuklúbbur Bjarkar hinnar ótrúlegu TÓNLIST Tónleikar Björk í Madison Square Garden  Ragnheiður Eiríksdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.