Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ásgeir E. Gunnarsson löggiltur fasteignasali Páll Kolka löggiltur fasteignasali Skúli Sigurðarson löggiltur fasteignasali Andrés Kolbeinsson löggiltur fasteignasali BORGARTÚNI 29 105 REYKJAVÍK SÍMI 530 7200 FAX 530 7207 HUSANAUST.IS Glæsilegt iðn- aðarhús (límtré) 1.240 fm að grunnfleti ásamt 200 fm millilofti, klætt að utan með liggjandi málmklæðningu. Á framhlið hússins eru 4 innkeyrsludyr, 4,5 m. á hæð, auk þess eru tvær gluggaeiningar, og milliloft, 2x100 fm eða 4x50 fm. Á bakhliðinni eru 4 inn- keyrsludyr 3,5 m. á hæð. Mikið er lagt upp úr útliti hússins og verður það allt hið glæsileg- asta. Lóð verður frágengin og malbikuð. Upplýsingar og teikningar á skrifstofunni s. 530 7200. Glæsilegt, vel stað- sett atvinnuhús í Hafnarfirði. Húsið liggur vel við um- ferð, malbikuð lóð með gnægð bílastæða. Grunnflötur hússins er 1.911 fermetrar, milliloft er 435 fermetrar, samtals 2.346 fermetrar. Lofthæð er 7,5 metrar, á húsinu verða 10 innkeyrsludyr, sex þeirra eru 4 metrar á hæð og fjórar 2,5 metrar á hæð. Lóðin er 5.362 fm (skv. FMR) og verður skilað frágenginni. Gólf verður vélslípað, milliloft frágengin. Upplýsingar og teikningar á skrifstofunni s. 530 7200. NORÐURHELLA – HAFNARFIRÐI SELHELLA – HAFNARFIRÐI Í FRÉTTABLAÐINU 25. september heldur Gunnar Gunnarsson sálfræðingur því fram að höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð hafi lækn- ingagildi og lætur í veðri vaka að með þessari meðferði yf- irstígi fólk einhverfu (sjá for- síðu fylgiblaðsins Allt). Tilefni frétt- arinnar er að Stanl- ey Rosenberg mun halda námskeið hjá Félagi höfuðbeina- og spjaldhryggs- jafnara „um aðferð- ir til að hjálpa ein- hverfum úr innilokun sinni og koma þeim til fé- lagslegrar virkni“. Þar sem ég er for- maður Sálfræðinga- félags Íslands finn ég mig knúinn af skyldu við al- menning og sálfræðingastéttina að gera nokkrar athugasemdir og lýsa yfir eftirfarandi: Ekki hefur verið sýnt fram á að höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun hafi nokkurt lækn- ingagildi á neinu sviði. „Með- ferð“ þessi byggist heldur ekki á neinum sennilegum líf- fræðilegum eða sálfræðilegum kenningum heldur hugarburði. Á vegum stofnana og samtaka lækna og sálfræðinga er reglu- lega lögð gríðarleg vinna í að meta gögn um gildi meðferðar margvíslegra sjúk- dóma og vandamála og skýrslur gefnar út sem taka saman niðurstöður rann- sókna. Hvergi nokk- urs staðar í öllum þeim bókmenntum er að finna meðmæli með höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð. Hún er ekki einu sinni nefnd á nafn sem álit- legur kostur á tilraunastigi. Hver sæmilega upplýstur fag- maður getur tengst verald- arvefnum, slegið inn viðeigandi leitarorð í gagngrunnum sem geyma læknisfræði og sálfræði og sannfærst um þetta á innan við 5 mínútum. Með öðrum orð- um eru höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun skottulækningar og ekkert annað. Með því að halda því fram að hægt sé að lækna eða yfirstíga einhverfu með höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð getur Gunnar Gunnarsson valdið mikl- um skaða. Hann getur með þessu haft slæm áhrif á tilfinn- ingalíf foreldra einhverfra barna. Ef til vill eru falskar vonir vaktar í sárum brjóstum. Það er ljótur leikur. Mörgum foreldrum einhverfra barna er einnig gróflega misboðið með ábyrgðarlausu tali sem þessu. Láti einhverjir blekkjast og kaupi slíka meðferð er um fjár- plógsstarfsemi að ræða. Frum- skylda allra heilbrigðisstétta er sú kvöð sem Hippokrates lagði á herðar okkar forðum: Að gæta þess í hvívetna að valda ekki skaða. Gunnar Gunnarsson er sál- fræðingur en ekki félagi í Sál- fræðingafélagi Íslands. Með því að mæla með skottulækningum af þessu tagi brýtur hann ekki aðeins í bága við siðareglur sál- fræðinga heldur einnig þau lög og reglur sem gilda um starfs- hætti heilbrigðisstétta í landinu. Sálfræðingum eins og læknum er óheimilt að boða almenningi gildi lækningaaðferða sem eiga sér enga stoð í heimildum sem hafa má úr vísindalegum rann- sóknum. Það getur nefnilega skaðað sjúklinga og valdið spjöllum á því trúnaðartrausti sem þarf að vera milli almenn- ings og heilbrigðisstétta. Þessar reglur hefur Gunnar Gunn- arsson sálfræðingur brotið og ber að harma það. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er skottulækningar Pétur Tyrfingsson gerir at- hugasemd við grein Gunnars Gunnarssonar í Fréttablaðinu Pétur Tyrfingsson »Með því að haldaþví fram að hægt sé að lækna eða yf- irstíga einhverfu með höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð getur Gunnar Gunnarsson valdið miklum skaða Höfundur er sálfræðingur á geðsv- iði Landspítala, formaður Sálfræð- ingafélags Íslands og stundakennari í sálfræði við Háskóla Íslands. NÚVERANDI lífeyriskerfi þjónar ekki nógu vel þeim tilgangi, sem upphaflega var lagt af stað með árið 1969, en þá var gerður samningur milli verka- lýðsforystunnar, at- vinnurekenda og rík- isvaldsins um uppbyggingu lífeyr- issjóðakerfis, sem bæði launþegar og atvinnu- rekendur greiddu í. Þetta kerfi var byggt upp þannig að atvinnu- rekendur samþykktu að greiða í almenna líf- eyrissjóði á móti laun- þegum og jafnframt að greiða ákveðna pró- sentutölu af greiddum launum til Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem myndi svo greiða ákveðna upphæð til launþega þegar þeir létu af störfum. Þessi upphæð miðaðist í upphafi við um það bil 20% af launum og skyldi fylgja launahækkunum. Núverandi kerfi er að miklum mæli kerfi fátækrafram- færslu og skerðinga. Ég, sem formaður Lands- sambands eldri borgara, legg sér- staka áherslu á og vil beita mér fyrir eflingu þriggja stoða lífeyriskerfis og byggja upp þá framfærslu sem líf- eyriskerfið og greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins skapar. Þetta fyrirkomulag verður að skila lands- mönnum þeirri framfærslu sem tryggir mannsæmandi afkomu. Þetta fyrirkomulag verður að tryggja með vísitölubindingu sem reiknast út af Hagstofu Íslands. Þetta fyr- irkomulag á að gilda fyrir alla lands- menn án áhrifa frá öðr- um tekjum eins og nú á sér stað. Það sem ég á við með þriggja stoða lífeyr- iskerfi er: 1) Hækkun grunnlíf- eyris (ellilífeyris) frá Tryggingastofnun rík- isins í 80 þúsund kr. á mánuði, og viðbótar bætur frá TR þegar þess gerist þörf, til þess að lágmarks framfærsla fáist. (Það er sú upphæð sem honum ber að vera í skv. upphaflegu sam- komulagi.) 2) Lífeyrissjóðirnir. 3) Séreignasparn- aður. Þessir þrír þættir myndi framfærslu eftir skatta, sem miðast við útreikninga Hagstofu Íslands um það hver sé raunveruleg framfærsla á hverjum tíma. Þessar greiðslur skerði aldrei hver aðra. Greiddur sé fjármagnstekjuskattur af þeim greiðslum frá lífeyrissjóðum, sem eru umfram skattleysismörk, þar sem greiðslur lífeyris frá lífeyr- issjóðunum eru í raun aðeins út- greiðsla á vöxtum og verðbótum. Endurbætt lífeyriskerfi Helgi K. Hjálmsson vill end- urbætur lífeyriskerfinu Helgi K. Hjálmarsson »Núverandikerfi er að miklum mæli kerfi fátækra- framfærslu og skerðinga Höfundur er viðskiptafræðingur og for- maður LEB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.