Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 1

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR JAKOB- ÍNARÍNA ÞÝÐIR EKKERT AÐ STANDA Í HÁLFKÁKI TÍÐINDI AF REISU >> 36 Æ FLEIRI LÆKNAST ÁRVEKNISÁTAK UM BRJÓSTAKRABBA LÍFSBJÖRGIN >> 34 MIKIL vakning hefur orðið í meðferðarstarfi á Litla-Hrauni. Um 20 fangar mæta á fundi hjá AA- samtökunum fjórum sinnum í viku, sem er um fjórðungur allra fanga í fangelsinu. „Það er heims- met,“ fullyrti einn af þeim sem skipuleggja fundina. Fangarnir höfðu frumkvæði að því að leita til AA- samtakanna um að hefja meðferðarvinnu í fangels- inu í október fyrir tæpu ári. Sérdeildin Brúin var stofnuð með formlegum hætti 6. júní sl., á afmæl- isdegi Bubba Morthens. Sérvalinn lokaður hópur hefur stýrt markvissu starfi af hálfu SÁÁ. „Það koma gestir á fundina hjá okkur, sem hafa verið í sömu sporum og við, en náð að rífa sig upp, og það er mjög hvetjandi,“ segir Magnús Einars- son, stjórnarmaður Afstöðu, félags fanga. „Menn sjá að það er til annað líf en fangelsi – að koma það- an og fara inn aftur.“ „Þetta er eitt helsta betrunarúrræðið,“ segir Rúnar Ben Maitsland, einnig stjórnarmaður. „Okk- ur hefur verið veitt svigrúm og við höfum fengið að fara í bæinn á fundi, þannig að menn sjá meira en bara betrun í þessu. Og það er allt í lagi ef þetta byrjar stundum á fölskum forsendum, því svo síast þetta inn. Menn taka sporin og sjá að það virkar.“ Þeir sem hafa verið lengi í meðferðarstarfi segja að breytingin á Litla-Hrauni sé gríðarleg og vita varla hvaðan á þá stendur veðrið. Undir það tekur Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnun- ar: „Þetta er okkur að kostnaðarlausu; við greiðum ekki einu sinni bensínkostnað – ég hef bara haft samviskubit yfir þessu!“ Það er til annað líf en fangelsi  Fjórðungur fanga á Litla-Hrauni sækir meðferðarfundi fjórum sinnum í viku og hefur starfið ekki verið svona öflugt í manna minnum  Stofnuð hefur verið sérdeildin Brúin innan AA-samtakanna  Betrun eða geymslustaður? | 10 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Sífellt aukin orkuþörf vegna hnatt- rænnar hlýnunar hefur kallað fram grundvallarbreytingu á afstöðu ráðamanna víða um heim til kjarn- orku. Aukið fylgi við nýtingu kjarnorku Eiginkona hins nýbakaða knatt- spyrnustjóra Chelsea, Avrams Grants, varð fræg í sjónvarpi í heimalandi sínu, Ísrael, fyrir furðu- leg uppátæki, t.d. súkkulaðibað. Með ólíkindum uppátækjasöm Spakmælin í bókum Antoines de Saint-Exupérys og Gullkista bóka- ormsins eru ómissandi öllum sönn- um bókaunnendum, sannkallaðir hvalrekar. Litli prinsinn og gull bókaormsins Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HANN situr við hljóðnemann í Kántrýbæ á Skagaströnd og útvarp- ar sínum hjartans vinum; sveita- söngvurum heimsins. Þótt Hallbjörn Hjartarson sé sjálfur hættur að syngja kántrí upphátt raular hann lögin í huganum og stundum skjóta upp kollinum minningar frá því hann stóð sjálfur á sviðinu. Í viðtali við Morgunblaðið lítur Hallbjörn yfir farinn veg. Þessi lista- maður með barnshjartað, sem af- neitaði Guði sínum um tíma, en tók hann svo aftur í sátt, talar nú við hann á hverjum degi. Hallbjörn er ekki einasta kúreki norðursins, heldur var hann kaupmaður líka, bíóstjóri og leikari svo fátt eitt sé nefnt. Í viðtalinu rifjar hann upp skin og skúrir: „Ég hef bæði staðið á toppinum og niðri í dýpsta dalnum.“ Hann hefur oft bognað en aldrei brotnað og ber kórónu íslenzka kántríkóngsins með sóma. Hann hefur samið um 130 lög og fjöldann allan af textum og hljóm- plöturnar eru orðnar 11. Hann hefur komið Skagaströnd á kortið sem Mekka kántrísins á Ís- landi. Hann hefur aldrei verið óum- deildur, heldur farið með orði og æði fyrir brjóstið á mörgum, sem hafa barizt til þess að hægja á hon- um. Sjálfur segist hann alltaf hafa haft sína vitleysu á þurru. Í Útvarpi Kántrýbæ, sem heyra má frá Holtavörðuheiði langleiðina til Akureyrar, lætur Hallbjörn lögin rúlla eins og honum einum er lagið og kynningar hans og auglýsing- arnar halda hlustandanum við efnið. „Þú ert að hlusta á menningarauk- ann við húnvetnska strönd.“ | 26 Hallbjörn Hjartarson er enn að útbreiða fagnaðarerindi kántrítónlistarinnar Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Enn að Þótt Hallbjörn hafi hægt á sér í dagsins önn skýzt hann oft yfir göt- una milli Brimness og Kántrýbæjar. Oft bognað en óbrotinn Ekki aðeins kántríkóngur heldur líka kaupmaður og bíóstjóri og leikari VIKUSPEGILL Þrír milljarðar í heildaruppbyggingu fangelsa VEFVARP mbl.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 af sérmerk tum umbú ›um Förum í ferðalag saman >> 76 Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.