Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ M eðan sorpfjöllin virðast yfirþyrmandi og óendanleg eru góðu fréttirnar þær að endurvinnsla eykst ár frá ári og í fyrra fór um 7% meira af úrgangi í end- urvinnslu frá Sorpu en árið á undan. Því fer þó fjarri að við gætum ekki endurunnið meira. Ár- leg rannsókn fyrirtækisins á húsasorpi, þ.e. rusli sem ekki fer í endurvinnslu heldur í sorp- tunnuna, sýnir að hægt væri að flokka og end- urvinna stærstan hluta heimilissorpsins eða koma því í aðra farvegi en urðun. Þar eru stærstu póstarnir dagblöð og matarleifar en sömuleiðis virðist plast eiga greiða leið í tunnur landsmanna, ef undanskildar eru drykkjar- umbúðir sem bera skilagjald. En hvers vegna skyldu Íslendingar ekki flokka meira en raun ber vitni? Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisráðgjafi hjá Alta, bendir á að Íslend- ingar séu talsvert á eftir öðrum Norðurlanda- og Evrópubúum hvað það varðar. „Annars staðar eru menn löngu farnir að sjá ofsjónum yfir því landsvæði sem fer undir öskuhauga. Augu okk- ar hafa þó opnast, bæði vegna aukinna krafna og kostnaðar vegna sorpsins sjálfs, auk þess sem land hefur hækkað í verði.“ Hún segir Íslendinga þó duglega varðandi vissa flokka sorps. „Við erum mjög dugleg að skila gosdrykkjaumbúðum en þar held ég að komi til samspil góðs kerfis og hvatningar í formi greiðslu fyrir umbúðirnar. Á hinn bóginn má skoða hvernig þessu er háttað með dag- blöðin sem bera ekki úrvinnslugjald. Þrátt fyrir mikinn áróður um að flokka dagblöð frá öðru rusli eru þau nærri þriðjungur heimilissorpsins. Þar má velta því fyrir sér hvort úrvinnslugjald myndi ekki breyta öllu?“ Til að stemma stigu við pappírnum í heim- ilissorpinu tók Reykjavíkurborg nýlega upp á því að bjóða svokallaðar bláar tunnur sem ætlaðar eru undir dagblöð og annan prentpappír. Sá er hins vegar galli á gjöf Njarðar að þeir sem vilja fá slíkar tunnur heim til sín þurfa að borga 7.400 krónur fyrir þá þjónustu árlega. Ekki sér- lega hvetjandi, eða hvað? Guðmundur hjá Reykjavíkurborg segir ástæðu þess að fullt gjald var lagt á bláu tunn- una m.a. vera að borgin hafi ekki viljað hafa mikil áhrif á eftirspurn eftir svipaðri þjónustu sem þegar var í boði. Þar vísar hann í þjónustu Gámaþjónustunnar og Íslenska gámafélagsins sem bjóða endurvinnslutunnur gegn gjaldi. Í þær er hægt að setja pappír auk fleiri sorp- flokka, s.s. fernur, málma, plast og rafhlöður sem fara í sömu tunnu í aðskildum pokum. „Þetta er mjög góð þjónusta og við vildum ekki draga úr eftirspurn eftir henni með því að vera með ókeypis þjónustu fyrir söfnun á pappír.“ Raunar hefur Gámaþjónustan kært borgina til Samkeppniseftirlitsins vegna bláu tunnunnar en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Guðmundur bendir á að grenndargámarnir verði áfram til staðar fólki að kostnaðarlausu. „Hagrænir hvatar eru hins vegar nauðsynlegir og þess vegna höfum við stefnt að því að hækka sorphirðugjöldin þar til við náum raun- kostnaði. Þeir sem eru með minna sorp borga þá minna.“ Vísir að þessu er græna tunnan svo- kallaða sem er tæmd aðra hverja viku í stað vikulega eins og hefðbundnar svartar sorptunn- ur gegn helmingi lægra sorphirðugjaldi. Í dag er þó dýrara að vera með eina græna tunnu og eina bláa í stað einnar svartrar. „Þegar sorp- hirðugjöldin hækka ætti þessi munur að minnka,“ segir Guðmundur. Glænýtt í Góða hirðinum Það sem ræður þó úrslitum varðandi áhrif sorps á loftslag og náttúruna almennt er ekki flokkun eða hvernig sorpið er meðhöndlað held- ur einfaldlega hversu mikið sorp við sköpum með lifnaðarháttum okkar. Aftur komum við að neyslunni sem er jú undirrót vandamálsins, gróðurhúsaáhrifanna sjálfra, og að þeirri ein- földu staðreynd að eftir því sem við kaupum og notum meira, því meira rusl skiljum við eftir okk- ur. „Við verðum vör við að neysla og sóun hefur aukist enda helst þetta í hendur við að við erum farin að hugsa svolítið einnota,“ sagði Ragna í samtali við Morgunblaðið fyrr í ár. Þetta rímar vel við upplifun þeirra sem starfa hjá Góða hirðinum. „Við virðumst vera kaupglöð þjóð,“ segir Anna K. Jakobsdóttir verslunarstjóri þar. „Svo uppgötvar fólk að hlutirnir sem það keypti nýtast ekki og þá fáum við þá jafnvel í pakkningunum hingað.“ Hún segir þetta geta verið allt frá smáhlutum og gjafavöru upp í heilu húsgögnin sem eru lítið notuð eða glæný. „Fólk endurnýjar hlutina hraðar og oftar en áður og sem betur fer veit það þá af þessari leið að koma með þá hingað til okkar. Við fáum núna miklu betri vöru en áður og margir hlutanna eru mjög eigulegir. Það sér ekkert á þeim eins og var algengt í upphafi þegar Góði hirðirinn hóf starfsemi sína.“ Neyslan minnkar sumsé ekki og Björn hjá Sorpu segir lög og reglur ekki til þess fallnar að draga úr henni né ruslinu sem hún getur af sér. „Löggjafinn hefur lagt það á þá sem fást við úr- gang, þ.e.a.s. sveitarfélögin og fyrirtækin í þessum bransa, að draga úr myndun úrgangs. Sveitarfélögin eru öll af vilja gerð og geta verið með ýmiss konar áróður og fræðslu en ef menn ætla sér virkilega að stjórna úrgangsmagninu þarf að gera það með einhvers konar neyslu- stýringu eða framleiðendaábyrgð. Slíkt er hins vegar ekki á færi sveitarfélaganna að stjórna heldur ríkisins. Að lokum má íhuga hvort það sé akkur þeirra fyrirtækja sem í þessum bransa starfa að dregið sé úr myndun úrgangs yfir höf- uð.“  Sorpflokkun í samkeppni Svo uppgötvar fólk að hlutirnir sem það keypti nýtast ekki ... Út í loftið „En getum við, lítil fjölskylda í Graf- arvoginum, komið einhverju til leiðar í þessum efnum?“ spyr Loftur. Hon- um vex verkefnið enn svolítið í aug- um. „Aha, sorpskrímslið. Þú ert hrædd- ur við sorpskrímslið,“ segir Ringó og bregður sér eitt augnablik í gervi ófreskju. Baðar út öngum. Snæfríður Sól starir á hann, augun ætla út úr höfðinu. „Þið skuluð ekki vanmeta mátt heimilanna í umhverfis- og loftslags- málum. Sumir segja að stærsta um- hverfisvandamálið sé í raun van- máttur einstaklingsins. Menn telja sig ekki þess umkomna að gera neitt í málinu. Það er misskilningur. Völdin eru hjá okkur, alþýðunni,“ þrumar Ringó eins og byltingarleiðtogi á efsta degi. „Er Che Guevara ekki örugglega dauður?“ hvíslar Loftur að Ísafold. „Hvar grófstu þennan mann eig- inlega upp?“ Ísafold ýtir honum frá sér. „Hvað fleygjum við miklu rusli á ári?“ spyr hún Ringó. „Meðal höfuðborgarbúi fleygir um 225 kílóum af sorpi í tunnuna á ári. Það er ekkert smáræði. Og úrgangur í sorptunnu er því miður oftast auð- lind á villigötum,“ segir Ringó dapur í bragði. Hreinn flýtir sér að skrifa setn- inguna niður. „Auðlind á villigötum.“ Þvílík snilld. Hvers vegna endurvinnsla? „Hvers vegna er mikilvægt að end- urvinna rusl?“ spyr Ísafold. „Af ýmsum ástæðum. Til dæmis er í mörgum tilfellum ódýrara að end- urvinna úrgang en að urða og á það við um flest það sem Sorpa tekur við. Sem dæmi greiðir hún fyrirtækjum fyrir tvær tegundir úrgangs, bylgju- pappa og glæra plastfilmu ef komið er með ákveðið magn í mánuði. End- urvinnsla á úrgangi getur dregið verulega úr ýmiskonar umhverfis- mengun. Til dæmis dregur endur- vinnsla pappírs og pappa úr losun koltvísýrings og við endurvinnslu á áli er t.d. aðeins notuð 5% af þeirri orku sem færu til frumframleiðslu á málminum. Þá er fólginn í því sparn- aður fyrir sveitarfélögin ef íbúar flokka og skila á endurvinnslustöðvar eða í grenndargáma fremur en að setja úrganginn í sorptunnurnar heima fyrir.“ „Af hverju þarf að flokka ruslið?“ spyr Hreinn. „Til þess að hægt sé að nýta það hráefni sem felst í úrgangi þá þarf að flokka hann vandlega eftir efnisteg- undum. Það er ekki hægt að nýta úr- gang sem er blandaður þar sem mis- munandi efnistegundir þurfa að fara í ólíka vinnslu. Því betur sem úrgangur er flokkaður þeim mun verðmætari er hann.“ „Hvað græðum við á því að flokka úrgang og endurvinna?“ spyr Ísafold. „Við erum til dæmis að spara auð- lindir, draga úr urðun og spara þann- ig landssvæði, nýta hráefni og við- halda hringrás efna í náttúrunni og koma í veg fyrir að hættuleg efni ber- ist út í umhverfið, svokölluð spilli- efni,“ svarar Ringó skilmerkilega. Svört, græn og blá tunna „Við erum með svarta öskutunnu en Leibbi vinur minn og þau eru með græna. Hver er munurinn á þeim?“ spyr Hreinn. „Svarta tunnan frá borginni er tæmd vikulega en sú græna á hálfs- mánaðar fresti. Það þýðir að Leibbi og þau eru sennilega með minna rusl en þið. Kannski hafa þau ráðið nið- urlögum sorpskrímslisins,“ segir Ringó og fer aftur í stellingar. Snæ- fríður Sól, sem komin er langleiðina undir pilsfald móður sinnar, gægist varfærnislega út. „Þarna sérðu, lagsi. Það er allt hægt,“ segir Ringó við Loft. „Borga menn þá minna fyrir grænu tunnurnar?“ spyr Loftur. „Já, helmingi minna. 6.150 krónur á ári. Þið greiðið 12.300 krónur.“ „Eru svo ekki til bláar tunnur líka?“ spyr Ísafold. „Þegar sorp sem safnað er úr svörtu og grænu heimilistunnunum er flokkað sundur kemur í ljós að dagblöð og tímarit eru um 27% af því sem fer í tunnuna og þannig stærsti úrgangsflokkurinn. Næst á eftir eru matarleifar, um 23% af þyngd þess sem fer í tunnurnar. Af þessum sök- um kom bláa tunnan fram á sjón- arsviðið. Í hana má setja öll dagblöð, tímarit, markpóst og annan prent- pappír. Annan úrgang má ekki setja í tunnuna. Bláa tunnan eru sömu stærðar og svörtu og grænu heim- ilistunnurnar og mér skilst að hugs- anlega verði boðið upp á söfnun á fleiri úrgangsflokkum með henni síð- ar. Hún er losuð á þriggja vikna fresti.“ „Kostar eitthvað að fá hana?“ spyr Loftur. „Já, árgjaldið er 7.400 krónur.“ „7.400 krónur,“ endurómar Loftur. „Er það ekki mótsögn? Er ekki eðli- legra að hið opinbera greiði mér fyrir að flokka sorp en ekki öfugt?“ „Það er ekki ósanngjörn spurning, vinur minn. En svona er þetta, a.m.k. ennþá.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.