Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 49 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 - Sími 569-7000 - www.miklaborg.is ÓSKUM EFTIR Öflugt fyrirtæki óskar eftir skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu til kaups eða leigu. Eignin þarf að vera 3.000-5.000 fm að stærð, nálægt stofnbrautum og í góðu ástandi. Afhending eignarinnar þarf að vera í síðasta lagi 1. mars 2008. Ákveðinn kaupandi. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 661-2100. Ég bý á besta stað Söluskrifstofa í Hofakri 1 Komdu við á söluskrifstofu okkar, Hofakri 1 í Garðabæ og kynntu þér kosti Arnarneshæðar. Nánari upplýsingar í síma 617 1800, Jón Gretar. Glæsileg sýningaríbúð að Hofakri 1, fullbúin húsgögnum frá EGG. Nýjar íbúðir Sýning á glæsilegri innréttaðri íbúð í dag frá kl. 14-16 Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spyr eftirfarandi spurningar í niðurlagi viðtals í dagblaðinu 24 stundum hinn 20. okt.: „Er skynsamlegt að borg- arfulltrúarnir stjórni atburða- rásinni í máli sem þessu?“ og vísar þar til málefna OR, en kýs sjálfur að svara ekki að svo stöddu. Þar sem hann virðist sjálf- ur vera í einhverjum vafa með svarið, er mér það bæði ljúft og skylt að taka af hon- um ómakið, og svara þessu sem kjósandi í Reykjanesbæ. Bæði bæjarstjóri og bæj- arfulltrúar eru kjörnir til þess að gæta hags- muna Reykjanes- bæjar fyrst og fremst og reyna að hafa áhrif á, eða stjórna, hverri þeirri atburðarás, er ógna kunni hagsmunum bæjarins. Þetta höfðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík alveg á hreinu þegar þeir lögðust gegn samningum þeim er gerðir voru um samruna REI og GGE, þótt endirinn yrði með öðru móti en ætlað var. Þeir höfðu kjark til að fylgja sannfæringu sinni. Undanfarið hafa staðið átök um framtíð og yfirráð yfir Hitaveitu Suðurnesja og sitt sýnist hverjum um það mál og greinilega ekki fyr- ir alla að skilja. Þar er í raun tek- ist á um grundvallarsjónarmið, um það hvort orkulindir þjóðarinnar skuli vera í samfélagslegri eigu, og hvort veita eigi einkaaðilum að- komu að þeim. Lágt orkuverð hef- ur hingað til verið talið ein af meg- inforsendum þeirrar velmegunar sem hér ríkir. Ég skil ekki, í ljósi þeirrar um- ræðu og þeirrar þróunar sem orðið hafa í málefnum HS undanfarnar vikur, hvers vegna Árni Sigfússon heldur áfram að kynna hin 5 samn- ingsmarkmið sem hljómuðu skyn- samlega áður en samningar OR og REI komust í uppnám. Enn er ekki ljóst hvort eigendafundur OR, þar sem samein- ing REI og GGE var samþykkt, hafi yf- irleitt verið löglegur. Auk þess sem um- boðsmaður Alþingis bíður eftir svörum um fjölmörg atriði þessa máls.Veit Árni eitt- hvað sem við ekki vit- um? Forstjóri GGE virðist ganga út frá því að samningar séu frágengnir, hvað svo sem dómstólar eða umboðsmaður Alþingis hafa um málið að segja. Ég skil ekki þá áherslubreytingu sem orðið hefur hjá GGE frá því í sumar þegar þeir töldu nóg að eiga 33% í HS, til þess að geta sýnt erlendum viðskiptavinum hvernig hlutirnir væru gerðir, en leggja nú ofuráherslu á að ná meirihluta í fyrirtækinu, þar sem þeir gera kröfu um að eignahlutur Hafnarfjarðarbæjar gangi beint inn í REI, verði hann seldur. Er það kannski bara eitthvað lítilfjör- legt bókhaldsdæmi? Ég skil ekki, að fenginni reynslu, hvernig menn geta talið það öruggt að höfuðstöðvar HS verði áfram að fullu hér í Reykja- nesbæ, eða hyggst REI flytja höf- uðstöðvar sínar hingað? Það hefur hingað til verið viðurkennd stað- reynd að megintilgangurinn með samruna sem þessum er að ná fram hagræðingu og skera í burtu allan óþarfa kostnað. Á ég að trúa að því sé eitthvað öðruvísi farið hér? Ég skil ekki hvers vegna það er svo slæmur kostur fyrir Reykja- nesbæ að skuldsetja sig og nýta alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til þess að eignast meirihlut- ann í HS og krefjast hámarks- arðgreiðslu af HS á meðan sú skuld er greidd. Hvaða leiðir halda menn að fjárfestarnir hyggist fara til að greiða sínar skuldir? Með því höfum við þó eitthvað að segja um framtíð HS. Þau sveitarfélög á Suðurnesjum sem seldu sinn hlut að hluta gætu tekið þátt í þessu, telji þau það rétt og nýtt sér sinn forkaupsrétt. Þessi leið þyrfti ekki á nokkurn hátt að spilla framtíð- aruppbyggingu HS, þar sem allir stórir orkusölusamningar eru gerðir með viðunandi tryggingum sem hægt er nota gerist þess þörf. Og ég skil alls ekki hvaða hag bæjarfélagið á að hafa af því að eiga eitthvað veitukerfi, ef það á hvorki rafmagnið né heita eða kalda vatnið sem um það fer. Er það kannski bara þægilegra upp á viðhald? Ég skil ekki Hannes Friðriksson um Hitaveitu Suðurnesja »Ég skil alls ekkihvaða hag bæjar- félagið á að hafa af því að eiga eitthvað veitu- kerfi, ef það á hvorki rafmagnið né heita eða kalda vatnið sem um það fer. Hannes Friðriksson Höfundur er innanhúsarkitekt og íbúi í Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.