Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 47 Heimili fasteignasala - Síðumúla 13 - 108 Reykjavík - Fax 530 6505 www.heimili.is Opið mánud. til föstud. 9-17 Elín D. W. Guðmundsdóttir lögg. fasteignasali Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari 530 6500 Ragnar Ingvarsson sölumaður heimili@heimili. is Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali HLÍÐARÁS FALLEGT PARHÚS Nýlegt, fullbúið 165 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum 28 fm bílskúr. Húsið stendur á einstökum útsýnisstað á viðhaldsléttri lóð. Þrjú til fjögur svefnher- bergi, mikil lofthæð í stofum og eldhúsi, vandaðar innréttingar og tæki ásamt gólf- efnum. Stórar svalir til vesturs og norðurs og mikið útsýni. ENGJAVELLIR - 5 HERB. 150 fm íbúð í nýju húsi með sér inngangi. 4 svefnherbergi, öll með skápum. Björt stofa með stórum vestursvölum. Glæsilegt eld- hús með innréttingu og stórum borðkrók. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, innréttingu og baðkari með sturtu. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Gólfefni parket og flísar. Um er að ræða 407 fm einbýlishús (hægt að hafa aukaíbúð) með tvöföldum bílskúr með geymslulofti ásamt 91 fm hesthúsi fyrir 10-12 hesta, samtals skráðir 498,1 fm, á einstaklega fallegum stað við Hraðastaðaveg 9 í Mosfellsdal til móts við Bakkakots- golfvöllinn. Einbýlishúsið og hesthúsið standa á 10.000 fm eignarlóð. Þetta er hrein paradís fyrir hesta- og útivistarfólk og aðra náttúrudýrkendur og í raun einstakt tæki- færi til að upplifa kyrrð og ró sveitasælunnar svo skammt frá borginni (15 mín akstur). Fjórar skipulagðar rútuferðir á dag fyrir skólabörnin í skólann í Mosfellsbæ. Eignin er ekki fullfrágengin en vel íbúðarhæf og er búið í henni núna. Þetta er eign á góðum stað sem býður upp á mikla möguleika. Sjón er sögu ríkari. Teikningar af húsinu er einnig hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis fasteignasölu. HRAÐASTAÐAVEGUR 9 - MOSFELLSDAL Stórar 4ra herbergja, 155 fm-168 fm íbúðir í þriggja hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Allar íbúðir eru með sérinngangi og öllum íbúð- um fylgir frístandandi 25 fm bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan, lóð tyrfð og bíla- stæði malbikuð. Íbúðirnar afhendast fullbún- ar með flísalögðu baðherbergi og þvotta- húsi en annars án gólfefna. Vönduð tæki og innréttingar. Nánar á www.heimili.is undir nýbyggingar. Öllum íbúðunum sem seljast fyrir 3. nóv fylgir LCD flatskjár. HÓLMVAÐ - SÉRHÆÐIR OG BÍLSKÚR Glæsilegt útsýni - lyfta - stæði í bílageymslu - frábær staðsetning. 118 fm íbúð á 3. hæð í Sjálandinu í Garðabæ. 3 herbergi með skáp- um, stofa og sjónvarpshol með parketi. Eld- hús, baðherbergi með sturtu og baðkari og þvottahús flísalagt. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Brúnási. L-laga flísalagðar svalir. Sjón er sögu ríkari. Verð 42,9 m. Nánar á www.heimili.is. STRANDVEGUR - 4RA HERB. MEÐ ÚTSÝNI Stílhrein og falleg efri sérhæð og bílskúr í reisulegu tvíbýlishúsi á þessum vinsæla stað í „litla Skerjó". Björt og góð stofa og 2-3 herbergi. Verð 41,3 millj. ÞJÓRSÁRGATA Í SKERJAFIRÐI Góð íbúð á efstu hæð með miklu útsýni í litlu fjölbýlishúsi. Þrjú góð svefnherbergi með skápum. Borðstofa og stofa með stór- um suðursvölum. Gott eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. Baðherbergi flísa- lagt með baðkari og glugga. Sérmerkt bíla- stæði. Snyrtileg sameign. Stór gróin lóð. Húsið og gluggar eru nýmálaðir. Verð 26 m. Íbúðin er laus í desember. ARNARSMÁRI - GÓÐ 4RA HERBERGJA Einkar falleg 87 fm íbúð á 2. hæð með glæsilegu útsýni yfir sjóinn og bátabryggj- una í bryggjuhverfinu. Stæði í bílageymslu og 17 fm svalir. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðh., 2 svefnh. og þvottahús. Á baði eru dökkar flísar ásamt hornbaðkari, mjög fallegum innréttingum og upphengdu klósetti. Eldhús og stofa eru mjög björt og opin samnýtt rými með fallegum innrétting- um. Verð 32,9 m. Nánar á www.heimili.is. NAUSTABRYGGJA - FALLEGT ÚTSÝNI 4ra herbergja - lyfta - stæði í bílageymslu - hagstæð lán á 4,15% - stórar suðursvalir. Íbúð á annarri hæð í nýju, góðu og traustu fjölbýli með góðu útsýni. Mjög stutt er í alla helstu þjónustu í Spönginni sem er rétt hjá, t.a.m. Bónus, Hagkaup, apótek, bakarí, blómabúð og Vínbúð svo eitthvað sé nefnt. Sjón er sögu ríkari. Verð 26,9 m. Nánar á www.heimili.is SÓLEYJARIMI - 50 ÁRA OG ELDRI Nýjar 3ja og 4ra herbergja íbúðir frá um 100 fm til 130 fm. Stæði í bílageymslu fylgir flest- um íbúðunum. Íbúðirnar eru til afhendingar fullbúnar án gólfefna, nema bað og þvotta- hús eru flísalögð. Vandaður frágangur. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Heimilis fasteignasölu, s. 530-6500 MARTEINSLAUG - VIÐ KAUPSAMNING Mjög góð og mikið endurnýjuð íbúð á 1. hæð. Þrjú góð herbergi. Ný eldhúsinnrétt- ing. Baðherbergi flísalagt með innréttingu og glugga. Tvennar svalir. Nýtt parket á gólfum. Góð sameign. Hús í góðu viðhaldi. ENGJAHJALLI - GÓÐ 4RA HERBERGJA Gíslína Hákonardóttir ritari Skrifstofan er opin í dag á milli 13-15 FRÉTTIR og greinaskrif hjúkr- unarfræðinga um skort á hjúkr- unarfræðingum hafa borið hátt að undanförnu. Hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið því fram að það vanti hjúkrunarfræðinga í 450 stöðugildi á heilbrigðisstofnunum. Helgi Hafsteinn Helgason læknir veltir því fyrir sér í grein í Morg- unblaðinu 5. október sl. hvort vanda- málið sé í raun fyrir hendi. Kemur fram að síðastliðin 8 ár hafi fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverja 100.000 íbúa aukist um 50%. Helgi fjallar jafnframt um breytingar á starfs- sviði hjúkrunarfræðinga og hvernig það hafi þróast. Væri að hans mati vert að athuga hvort slík breyting hefur haft áhrif á meintan skort. Hörð viðbrögð hafa orðið við grein Helga og hafa ýmsir hjúkrunarfræð- ingar skrifað greinar í blaðið og var- ið starfssvið sitt. Frá sjónarhóli sjúkraliða leyfum við okkur að halda því fram að fleiri hliðar séu á þessu máli en fram hefur komið í skrifum hjúkrunarfræðinga. Við könnumst að sjálfsögðu við að erfitt sé að manna störf við hjúkrun og umönnun á heilbrigðisstofnunum. Þetta gildir því miður um flest störf á þessum vettvangi. Það vantar starfsfólk í umönnunar- og hjúkr- unarstörf, bæði sjúkraliða, hjúkr- unarfræðinga og ann- að starfsfólk. Að mati Sjúkraliðafélags Ís- lands vantar yfir eitt þúsund sjúkraliða til starfa á hjúkr- unarstofnanir um allt land, þegar tekið er tillit til meðal starfsprósentu sjúkra- liða. Menntun íslensks hjúkrunarfólks hefur tekið miklum breyt- ingum síðustu áratugi. Samfara því hefur t.d. starfssvið hjúkrunarfræð- inga breyst. Nýting upplýsinga- tækninnar skiptir hér máli og hafa t.d. verið gerðar auknar kröfur um greiningar- og skráningarvinnu hjúkrunarfræðinga. Upplýs- ingaflæði hefur því aukist til allra sem að þjónustu við sjúklinga koma og ætti það að stuðla að betri og öruggari þjónustu. Skortur á hjúkrunarfólki hefur óvíða verið meiri en á sviði hjúkr- unar aldraðra. Í ljósi þessa settu yf- irvöld heilbrigðis- og menntamála árið 2001 á stofn sérnám fyrir sjúkraliða í hjúkrun aldraðra. Um er að ræða heilsárs nám, þar sem mikl- ar kröfur eru gerðar til nemenda. Hafa um 90 sjúkraliðar þegar lokið þessu námi. Með hliðsjón af námskrá höfðu þeir sem lögðu þetta nám á sig væntingar um víðtækari verkefni og ábyrgð í starfi í samræmi við áherslur námsins. Því miður hafa þessar væntingar oftast ekki staðist. Hafa stjórnendur heilbrigðisstofn- ana ekki fært sjúkraliðum með fram- haldsnám verkefni í samræmi við þekkingu og færni sem námsbrautin gefur. Þvert á móti hefur jafnvel borið á því að hjúkrunarfræðingar standi á móti því að sjúkraliðar sem aukið hafa við nám sitt taki á sig meiri ábyrgð og auki verksvið sitt. Eru dæmi um að sjúkraliðar með framhaldsnám hafi hrökklast úr starfi vegna neikvæðra viðbragða á vinnustað. Það er að okkar mati til lítils að leggja tíma og peninga okkar og skattborgaranna í námsbraut sem veitir í raun ekki tækifæri til að nýta þekkinguna í starfi og mætir þar af leiðandi ekki vaxandi þörf fyrir hjúkrun eldri borgara. Sumir hjúkrunarfræðingar hafa haldið því fram að þeir þurfi að taka ábyrgð á verkum sjúkraliða. Þetta er rangt. Sjúkraliði tekur sjálfur ábyrgð á sínum eigin störfum og vinnur undir stjórn þess hjúkr- unarfræðings sem fer með stjórn stofnunar/deildar eða einingar – rétt eins og venjulegum hjúkrunarfræð- ingi ber að gera. Sú þörf sem var hvati þess að setja á laggirnar framhaldsnám sjúkraliða er enn til staðar og er enn meiri en ráð var fyrir gert. Hún mun aukast hröðum skrefum á komandi árum vegna öldrunar þjóðarinnar. Fráleitt væri ef hjúkrunarfræðingar ætla að standa gegn þessari úrlausn á að- steðjandi vanda. Samstarf lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga ætti ekki að vera vandamál í rekstri stofnana. Alvarlegasta vandamálið er að á hjúkrunar- og öldrunarheim- ilum hefur verið gripið til þess ráðs að ráða í alltof ríkum mæli ófaglært erlent starfsfólk sem talar litla eða enga íslensku. Starfskraftar þessa fólks skulu hér ekki vanmetnir. En slíku starfsfólki þarf stöðugt að leið- beina til þess að skjólstæðingar fái góða þjónustu og ekki er forsvar- anlegt að fela ófaglærðu fólki heil- brigðisstörf. Heilbrigðisstéttir ættu að leggjast á eitt og vinna saman að lausn þessa vanda. Lykilatriði í umönnunarstörfum er gott samstarf allra aðila. Vantar bara hjúkrunarfræðinga? Aldís Ingvarsdóttir og Krist- jana Guðjónsdóttir skrifa um málefni sjúkraliða »Hafa stjórnendurheilbrigðisstofnana ekki fært sjúkraliðum með framhaldsnám verkefni í samræmi við þekkingu og færni sem námsbrautin gefur. Kristjana Guðjónsdóttir Höfundar eru sjúkraliðar. Aldís Ingvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.