Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 26
lífshlaup 26 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g er að lesa um Stalín,“ segir hann þegar ég hef gengið upp tvo þrönga stiga sem æði margir fætur hafa greinilega fetað á undan mér. Bene- dikt Árnason stendur á stigaskörinni með þykka bók í hendi og býður mér til stofu. „Þetta hús byggði Jens Waage, faðir Indriða heitins,“ bætir hann við þegar ég litast um í smekk- legri, panelklæddri stofunni og hef orð á að Þingholtsstræti 24 sé orðið gamalt hús. Ég sest við borðstofu- borð og fer að blaða í bókinni um Stalín og skoða myndir af honum á ýmsum aldri meðan Benedikt hitar handa okkur kaffi. Hann er góður heim að sækja, færir mér ekki aðeins kaffi heldur líka dísæt vínarbrauð með hnetum. „Er þetta ekki ósæmi- legt framferði?“ segi ég og fæ mér myndarlegan bita af vínarbrauðinu. Benedikt ypptir öxlum, öllu vanur í þessu lífi og lætur sér fátt blöskra. Hann er grasekkjumaður þessa dag- ana, kona hans Erna Geirdal er í Mexíkó þar sem hún hefur búið í ára- tugi og á fjölskyldu. Þar býr Bene- dikt líka hluta úr árinu – og stundum er kona hans hér á landi með honum. Sú var tíðin að þau voru ung hjón á Íslandi en leiðir þeirra skildi fyrir hartnær 40 árum og það var fyrir staka tilviljun að líf þeirra varð sam- slungið á ný. En Benedikt er þjóðþekktur mað- ur fyrir annað en einkamál sín og áhugamál. Hann var einn af helstu leikstjórum Íslendinga um áratuga- skeið, einkar vel menntaður sem slíkur og sérlega hugmyndaríkur. Hann helgaði Þjóðleikhúsinu krafta sína alla þar til því samstarfi lauk á eftirminnilegan hátt. Það er raunar ekki að undra að saga Stalíns veki áhuga hans, – svo margar sögur stórmenna veraldarsögunnar sem hann hefur túlkað og sviðsett á leik- sviðinu. „Leikhúsmaðurinn í mér er enn að reyna að skilja sem flest og átta sig á hvernig mannseðlið er. Það þarf að skilja bæði hið mannlega og um- hverfi þess á hverjum tíma til að gefa leikritum höfunda á borð Tsjekov það líf að fólk njóti þeirra,“ segir Benedikt. Ég fæ mér kaffisopa en hann setur félaga Stalín upp í hillu og heldur áfram: „Umhverfið er skapað af mann- eskjunum að vissu leyti. Íslendingar eru t.d. svona sérkennilegir sem þeir eru m.a. út af staðsetningu landsins. Eins er það með Rússa, staðsetning lands þeirra og hvernig þeim hefur verið stjórnað skapar viðhorf þeirra gegnvart lífinu. Þess vegna er nauð- synlegt að lesa sér til um stjórn- arhætti og annað þegar verk frá fjar- lægum slóðum eru sett á svið. Jafnvel er æskilegt að fara á staðinn og reyna að „drekka í sig“ andrúms- loftið. Það þarf þó ekki endilega. Nauðsynlegast er að skilja manns- eðlið og lifa sig inn í það sem er að gerast í hverju og einu verki. Shake- speare fór t.d. aldrei til Ítalíu en skrifaði þó Romeó og Júlíu sem ger- ist í Veróna. Aldrei hitti hann heldur Júlíus Sesar en skrifaði þó þetta fína leikrit um hann. Það er ekki allt sem sýnist Það er ekki allt sem sýnist í leik- húsheiminum. Shakespeare er í verkum sínum í raun að skrifa um ástandið á Englandi á hans tíma. Hann notar sögu Sesars til að túlka hið viðsjárverða ástand milli Eng- lands og Írlands samtíma hans og gerir það snilldarlega. Shakespeare sækir söguþráðinn oft til þess sem gerst hafði en var þó fyrst og fremst að fjalla um hið mannlega – þannig losaði hann sig við tímann. Sjáið t.d. Lé konung! Hvílík snilld!“ Ég horfi á Benedikt tala hinum megin við borðið og sé líkindin milli hans og Jóhanns Sigurjónssonar, fyrsta íslenska leikritaskáldsins sem kvað að í útlöndum. En það er ekkert yfirnáttúrlegt við þau. „Jóhann var afabróðir minn,“ seg- ir Benedikt og brosir sínu blíða en ei- lítið íroníska brosi, – finnst greini- lega keimur af rómantík í spurningu minni um skyldleika þeirra. „Við erum báðir af Laxamýrarætt. Þegar skipt var fyrir löngu búi einn- ar frænku minnar kom næstum til handalögmála vegna brotins bolla sem var frá gamla Laxamýrarheim- ilinu,“ segir hann þegar ég spyr um áhrif Jóhanns í ættinni. „Jóhann var meira en leikritahöf- undur, hann var frábær ljóðahöf- undur,“ bætir hann við og verður al- varlegur. „Afi minn Jóhannes Baldvin og Jóhann voru miklir vinir – nánastir af þessum bræðrum frá Laxamýri,“ segir hann. Jóhannes Baldvin var lærður náttúrufræð- ingur en gerðist síðar bóndi á Laxa- mýri. Það kom þó til fyrir sögulega tilviljun. „Hann var lærður í Kaupmanna- höfn, búinn að safna jurtum og fleiru á Íslandi, greina þær og ganga frá þeim og fór svo með allt sitt til Bandaríkjanna til að vinna þar við háskóla á austurströndinni. En ekk- ert varð úr þessari fyrirætlan því kassarnir með plöntunum týndust, – hurfu í New York.“ Jóhannes Baldvin fór svo norður í Þingeyjarsýslu og gerðist bóndi. Á Laxamýri voru einnig fleiri bræður hans en Jóhann bjó ævilangt í Kaup- mannahöfn. Laxamýri – stórveldi á sínum tíma Laxamýrarbúið var að sögn Bene- dikts stórveldi á sínum tíma „en smám saman trosnaði úr því“, segir hann. Jóna Jóhannesdóttir, móðir Benedikts, var ein sex systra, fimm bræður þeirra dóu allir á barnsaldri. „Mamma var í miðjum systra- hópnum. Þetta var samrýndur hópur og hláturmildur, tvær þær yngstu voru þó aldar upp annars staðar, Lí- ney rithöfundur hjá Páli Stefánssyni á Þverá sem sendi hið fræga skeyti: „Dear Ford, send Ford. Páll.“ – og fékk Fordinn. Sigurjóna, sú yngsta, ólst upp í Hafnarfirði hjá Gunnlaugi Stefánssyni kaupmanni, þetta var allt frændfólk,“ segir Benedikt. Faðir hans, Árni Benediktsson, var líka úr Þingeyjarsýslu, alinn upp á Hallgilsstöðum. „Hann missti föður sinn 12 ára og tók þá við búi með móður sinni, hinir bræðurnir voru þá farnir að heiman til náms. En svo kom einn bróðirinn til baka og þá fór faðir minn suður til náms í Samvinnuskólanum. Áður hafði hann verið í farskóla eins og tíðkaðist í sveitum á þeim tíma. Ég held að foreldrar mínir hafi hist fyrst á Langanesi þar sem mamma dvaldi hjá frændfólki.“ – Var hún falleg, spyr blaðamaður. „Já, mamma var falleg kona og raunar þær systur allar – með glæsi- legt nef sem ég hef erft, mitt er þó þykkara en þeirra flestra,“ segir Benedikt brosandi og bætir við: „Ég hafði gaman af að stríða Snjólaugu móðursystur minni á að sólin skini í gegnum nefið á henni, ég sagði að það væri svo kúpt og fallegt að ég gæti notað það sem stækkunargler.“ Ég horfi á nef Benedikts og sé að það minnir mjög á nef Jóhanns Sig- urjónssonar eins og það er á stytt- unni í Þjóðleikhúsinu. Sennilega er karlkynsútgáfan af Laxamýrarnef- inu of þykk til að sólinni takist að skína þar í gegn. „Faðir minn var rúmum áratug eldri en mamma, sem var tvítug þeg- ar ég fæddist 1931 á nývígðum Landspítalanum,“ segir Benedikt er ég spyr hann nánar um uppruna- fjölskyldu hans. „Einu og hálfu ári síðar fæddist svo systir mín Þórdís Jóhanna. Við erum bara tvö systk- inin og heitum nöfnum afa okkar og ömmu. Hleypti sjálfum sér út Pabbi var kaupmaður, byrjaði hjá Kaupfélagi Reykjavíkur sem þá var í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 8, þar versluðu síðar lengi Silli og Valdi. Þeir unnu raunar undir stjórn pabba sem ungir strákar. Kaup- félagið vildi selja húsið, bauð pabba að kaupa. Hann var hugsjónamaður og vildi að húsið væri í eigu þjóð- arinnar. Niðurstaðan varð að Silli og Valdi hófu þarna verslunarrekstur sem varð að miklu veldi síðar. En faðir minn fór að vinna í Áfeng- isverslun ríkisins, þar var hann skrif- stofustjóri þegar ég man fyrst eftir. Hann byggði með mági sínum húsið Ránargötu 7 og þar ólst ég upp. Síð- ar bjó á móti okkur Páll Zophanías- son með sín börn, þau urðu félagar mínir þótt þau væru eldri, einkum eftir að ég „náði þeim í aldri“. Ég minntist þess hér í rigningunum í september þegar ég sat um sex ára aldur við eldhúsgluggann okkar á Ránargötunni, sem sneri til norðurs, og sá Ránargötuna nánast renna og hverfa niður á Garðastræti og alla leið niður í Grjótaþorpið. Það var gaman að leika sér í pollunum í þá daga,“ segir Benedikt og verður dá- lítið fjarlægur til augnanna. – Það hefur snemma komið upp í þér skáldleg æð? „Það má vel vera,“ svarar hann og ypptir öxlum. „Annað gerði ég líka. Við bjuggum rétt hjá höfninni. Lax- foss gekk þá upp á Akranes og í Borgarnes. Laxfoss fór um sexleytið á morgana. Ég dreif mig á fætur, tók lykla og hleypti sjálfum mér út, fór niður á bryggju til að fylgjast með skipaferðunum og var svo kominn heim aftur fyrir klukkan átta, hátt- aður og upp í rúm. Þetta gerði ég margoft en svo komst upp um mig þannig að einhver frænkan var að koma að norðan og sá til mín. Þar með var draumurinn búinn.“ Átti yndislega foreldra –Lá í loftinu að þú skyldir ganga menntaveginn? „Ég átti yndislega foreldra og þau voru aldrei metnaðargjörn fram yfir það sem ég vildi sjálfur. En það var ágætur agi á okkur systkinum – en alltaf agi með skilningi. Sem dæmi um uppeldisaðferðirnar get ég nefnt atvik eitt. Pabbi hafði gaman af að veiða og veiddi gjarnan lax með vin- um sínum. Svo hittust þeir á veturna til að ræða um „þann stóra“ sem þeir misstu og skáluðu. Foreldrar mínar fóru þannig með vín að ég sá aldrei Virðum það sem var Um áratuga skeið var Benedikt Árnason einn aðalleikstjóri Íslendinga. Hann setti m.a. upp fjölda söngleikja í Þjóð- leikhúsinu sem hann helgaði lengst af krafta sína. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræðir við Benedikt um starf hans og einkalíf, sem hefur einnig verið viðburðaríkt og markast af miklum andstæðum. Morgunblaðið/Kristinn Í stiganum Benedikt með bókina um félaga Stalín í höndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.