Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Gjótuhraun - Hf. – Leiga/sala Um er að ræða glæsilegt verslun- ar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði 430 fm, sem skiptist í skrifstofu, móttöku, lagerhúsnæði o.fl. Húsið er sérstaklega vandað af allri gerð. Malbikuð sérlóð. Frábær staðsetn- ing í Hafnarfirði. Tilvalin eign fyrir léttan iðnað og/eða heildsölu ofl. Upplýsingar veitir Helgi Jón, sölustjóri í s. 893 2233 eða á skrifstofu. M bl .9 26 91 8 GRETTISGATA 46 – 101 REYKJAVÍK Sölusýning í dag milli kl. 16-16.30 Gullfalleg nýstandsett 94,4 fm 3ja herb. íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Tvö rúmgóð herbergi með parket á gólfi. Eldhúsið er opið inn í stofu með nýrri fallegri háglans innréttingu. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgir. Frábær eign sem vert er að skoða. Verð 29,9 millj. Elsa Björg Þórólfsdóttir Viðskiptastjóri elsa@domus.is s. 664 6013/440 6013 Opið hús milli kl. 15 og 16 í dag. Kópalind 1 m/bílskúr - Kóp. Opið hús milli kl. 15 og 16 í dag. Bjartahlíð 3 efri hæð - Mos. Húsavík – gott orðspor - traust viðskipti Mjög falleg og björt 116,2 fm íbúð á 2. hæð auk 24,9 fm bílskúrs á þessum vinsæla stað í Lindahverfi Kópavogs. Íbúðni er öll parketlögð með fallegum samstæðum innréttingum, bjartri stofu með útgengi út á suður svalir með fallegu útsýni og þvottahúsi innan íbúð- ar. Baðherbergi er flísalagt með bað- kari, sturtuklefa og innréttingu. Bílskúr er með fjarst. hurðaopnara, rafmagni, heitu og köldu vatni. Verð 36,3 millj. Tómas og Helena taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 16 í dag. Bjalla merkt #201. Teikningar á staðnum. Nýkomin á sölu rúmgóð og björt 93,8 fm 4ra herb. íbúð á efri hæð með sér inngangi. Flísalögð forstofa, 3 svefn- herb., parket á stofu, borðstofu og eld- húsi sem eru í opnu rými, baðherb. m/flísum, baðkeri og innr., geymsla/ þvottahús innan íbúðar. Stórt háaloft, sér útigeymsla með rafmagnir. Húsið er klætt að utan og lítur vel út. Skemmti- legur og vinsæll staður í Mosfellsbæ. Verð 25,9 millj. Sigríður tekur vel á móti gestum milli kl. 15 og 16. Teikningar á staðnum. BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Sogavegur 122 - Einbýli - 54 fm bílskúr opið hús á milli kl. 15 og 17 Húsavík – gott orðspor - traust viðskipti Mjög fallegt og sjarmerandi ein- býli á einni hæð með stórum bíl- skúr á þessum eftirsótta stað. Fjögur svefnherbergi. Nýlegt glæsilegt eldhús með sérsmíð- aðri eikarinnréttingu og graníti á borði og gólfum. Tvö baðher- bergi. Falleg, stór sólstofa með flísum og rennihurð út á sólpall sem er með heitum potti. Verð 56,0 millj. Rakel og Gylfi taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R SKÁLHOLT er ásamt Þingvöll- um helsti sögustaður landsins og miðstöð trúar, mennta og stjórnsýslu um margra alda skeið. Umhverfið er ein- staklega fagurt enda segir í 800 ára gömlu kirknatali Páls bisk- ups Jónssonar að Skálholt sé dýrleg- astur bæja á Íslandi. Um hálfrar aldar skeið hefur verið unn- ið að endurreisn stað- arins. Fjöldi húsa hef- ur verið byggður; þar er nú biskupssetur á ný og fjölbreytt menningarstarf. Unnið hefur verið af smekkvísi og virðingu fyrir sögu, náttúru og staðháttum. Tign- arleg en látlaus dómkirkjan gnæfir yfir umhverfið, „móðir annarra vígðra húsa á Íslandi“ eins og sagt var forðum. Til suðurs liggur Skál- holtstunga með lítt snortnum og grösugum mýrum, kjörlendi fugla. Við bullaugu og læki sem seytla frá Þorlákshver þrífast sjaldgæfar jurtir og eru fimm þeirra á válista. Vatnsögn er ein þeirra og vex aðeins á tveimur öðrum stöð- um á landinu. Hér nær jarðhitinn út í straumþunga bergs- vatnsá og tengist sér- stæðu hverasvæði á heimsvísu í mýrlendi handan við. Skálholts- tunga, ásamt nánasta umhverfi, er á nátt- úruminjaskrá og lögðu fagstofnanir umhverfisráðuneyt- isins til að hún yrði friðlýst við undirbún- ing síðustu náttúruverndaráætl- unar. Nú vilja fjáraflamenn gjörbreyta ímynd og ásýnd Skálholtsstaðar með því að byggja þar í túnfæt- inum fjölda smáhýsa. Nýverið aug- lýsti Bláskógabyggð breytingu á skipulagi hreppsins þar sem heim- ila á allt að 100 húsa frístunda- byggð í svokölluðum Borgarhólum vestan við Skálholt. Er þetta gert að undirlagi stjórnar Skálholts og með samþykki kirkjuráðs sem er framkvæmdavald þjóðkirkjunnar. Stjórn Skálholts hefur þegar rætt við ónefnda fasteignasölu um þátt- töku í þessari uppbyggingu. Á fundi kirkjuráðs sumarið 2004 var samþykkt að móta heild- arstefnu fyrir Skálholtsstað í til- efni af 950 ára afmæli stólsins (2006). Sú stefna liggur ekki fyrir en forsvarsmenn Skálholts vilja byggja þar upp fræðasetur og að staðurinn verði kyrrlátur fyrir þá sem þar dvelja en jafnframt fjöl- sóttur af ferðamönnum. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup er hlynntur sumarhúsahverfinu í Skálholti, eins og fram kom í sjón- varpsfréttum 22. október sl. Hann lét þó þessi varnaðarorð falla í ít- arlegum tillögum að stefnu fyrir Skálholtsstað sumarið 2004: „Við eftirgrennslan um sumarhúsa- byggðina hefur mér orðið ljóst að þar er um áhættusamt fyrirtæki að ræða, sem bindur nokkurn hluta jarðarinnar til frambúðar. Um þá hugmynd þyrfti að fjalla miklu betur áður en til fram- kvæmda kæmi.“ Slík umræða hef- ur ekki farið fram, hvorki á vett- vangi kirkjunnar né annars staðar. Mál þetta hefur að mestu verið unnið í kyrrþey af þröngum hópi manna, en þó með vitund og vilja æðstu manna þjóðkirkjunnar. Um- hverfisstofnun hefur lagst gegn þessum áforum og ber fyrir sig menningarsöguleg verðmæti og náttúruverndarrök. Nægt framboð er á sum- arhúsalóðum í uppsveitum Árnes- sýslu. Í Bláskógabyggð einni hafa þegar verið skipulagðir um 5.000 hektarar undir slíka byggð og tvisvar sinnum meira landrými í næstu sveit: Grímsnes- og Grafn- ingshreppi. Sunnanlands og vest- an- hefur þegar verið tekið frá land sem nægja mun fyrir 64 þús- und bústaði – níföldun frá því sem nú er. Það er því engin knýjandi nauðsyn fyrir þjóðkirkjuna að hefja samkeppni á þessu sviði við aðra landeigendur, sérsaklega þeg- ar horft er til menningarsögu- legrar sérstöðu Skálholtsstaðar. Sumarhúsahverfi í jaðri í Skál- holtstungu, sem og áform um frek- ari virkjun Þorlákshvers fyrir öll þessi hús, mun óhjákvæmilega ógna þeim verðmætum sem þar er að finna. Auk þess er ætlunin að taka um 6 ha af náttúruminja- svæðinu undir bústaðina. Sjónræn áhrif þessarar byggðar og með- fylgjandi trjáræktar kunna að verða takmörkuð frá Skálholtsstað en verður þeim mun meiri úr vestri og suðri, þ.e. frá Grímsnesi og ofanverðum Biskupstungum. Hér með er skorað á kirkjunnar menn að fella niður áform um sumarhúsahverfi í Skálholti. Virða ber ásjónu og umhverfi staðarins sem hefur ótrúlega lítið breyst frá því Gissur Ísleifsson gaf jörðina til biskupsstóls fyrir hartnær tíu öld- um. „Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxl- aranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli.“ (Matt, 21.) Enga sumarhúsabyggð í Skálholti Kristinn Haukur Skarphéð- insson skrifar um sum- arhúsabyggð í landi Skálholts » Fjáraflamenn ætlaað gjörbreyta ímynd og ásýnd Skálholts- staðar og byggja þar fjölda smáhýsa. Kristinn Haukur Skarphéðinsson Höfundur er dýravistfræðingur og er í þjóðkirkjunni. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.