Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar FransIngólfsson fæddist í Hafn- arfirði 15. júní 1931. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja í Keflavík 19. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Einar Sigurjónsson, f. á Dvergasteini, Seyðisfirði 27.6. 1898, d. 23.10. 1969 og Anna Guðjóns- dóttir, f. á Moshvoli, Hvolshreppi 29.2. 1896, d. 24.8. 1968. Systkini Einars voru; Krist- ín Salvör, f. 20.3. 1920, d. 6.5. 1994, Theodór, f. 9.7. 1921, d. 4.5. 1952, Guðbergur, f. 1. 8. 1922, d. 1.11. 1995, Sigurjón, f. 21.8. 1923, d. 14.8. 1943, Drengur, f. 21.8. 1923, d. 21.8. 1923, Inga, f. 27.11. 1925, d. 17.8. 1983, Þórdís, f. 10.5. 1927 og stúlka, f. 28.5. 1937, d. 28.5. 1937. Uppeldisbróðir Einars er Sigurjón Skúlason, f. 12. 9. 1945. Einar kvæntist 23.5. 1953 Ingi- björgu Benediktu Jónsdóttur, f. á Hellissandi 29.3. 1930. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason Odds- son, f. á Þæfusteini á Snæfells- nesi, 6.6. 1905, d. 7.7. 1972 og Sól- veig Andrésdóttir, f. í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 2.5. 1905, d. 25.12. 1990. Börn Einars og Ingibjargar eru tvö: 1) Sólveig Anna, f. 16.12. 1952, sambýlis- maður Björn Rúnar Albertsson, f. 21.5. 1962, þau eiga einn son, Björn, f. 31. 8. 1988, unnusta Berg- lind Ægisdóttir, f. 8.6. 1990. 2) Jóhann Gunnar, f. 6.1. 1958, d. 27.12. 1991, kvæntist 8.12. 1979 Sveindísi Árnadótt- ur, f. 6.6. 1958, þau eiga þrjú börn: a) Einar Árna, f. 8.1. 1977, sambýliskona Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir, f. 29.4. 1977, þau eiga tvo syni, Jóhann Gunnar, f. 5.8. 2000, og Elmar Svein, f. 31.12. 2004. Sonur Guðlaugar frá fyrra sambandi er Gísli Janus, f. 8.8. 1996. b) Ingvi Steinn, f. 8.2. 1979, sambýliskona Ingunn Krist- insdóttir Þormar, f. 30.12. 1980, dóttir þeirra er Emilía Sara, f. 1.10. 2004. c) Þóra Björg, f. 5.8. 1989, unnusti Davíð Þór Peñal- ver, f. 23.5. 1985. Einar ólst upp til tíu ára aldurs á Jómfrúarstöðum í Hafnarfirði og fluttist þá að Gufuskálum í Leiru í Gerðahreppi. Einar fór snemma að vinna fyrir sér eða um 15 ára aldur og vann við hin ýmsu störf, síðast á Keflavíkurflugvelli. Einar og Ingibjörg bjuggu sinn búskap um tíma í Garði og í Kópa- vogi, en lengst af í Keflavík. Útför Einars fór fram í kyrrþey 28. september. Hann Einsi minn var einn besti og hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég var aðeins nokkurra mánaða gömul þegar þau hjónin, Imba og Einsi, tóku að sér að gæta mín. Mínar elstu minn- ingar eru úr notalega eldhúsinu hjá þeim í Lyngholtinu. Ég man líka hvað mér þótti gott að fá að kúra uppí hjá þeim, enda gekk ég lengi undir nafninu „kremjustelpan“. Nafn sem okkur þótti öllum sérlega vænt um. Einsi var rólegur og feimnislegur maður, en húmorinn var aldrei langt undan. Hann sagði ekki mikið en manngæska hans og heilindi voru áþreifanleg. Ég man vel eftir þegar ég vaknaði á næturnar og vildi fá að drekka, þá fylgdi Einsi mér inn í eldhús og gaf mér Egils appelsínudjús. Þegar ég eltist og hætti að fara í pössum til þeirra hjóna koma Einsi reglulega að heimsækja mig. Á milli okkar voru alla tíð sterk bönd gagnkvæmrar væntumþykju. Þau hjónin mættu alltaf í afmælið mitt, hvort sem ég hélt upp á það eða ekki, líka eftir að ég varð fullorðin manneskja. Ef ég var ekki á land- inu mættu þau heim til mömmu og pabba í kaffi og héldu upp á afmæl- isdaginn minn. Einstök hjón. Einsi var ekki upptekinn af efnis- legum gæðum. En hann var svo sannarlega ríkur. Ríkidæmi hans fólst í kærleikanum og umhyggj- unni sem hann sýndi sínu fólki. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Einsa að í öll þessi ár. Ég sakna hans en er viss um að hann er á betri stað nú, laus við allar þjáningar. Jóhann Gunnar, sonur hans, hefur tekið vel á móti honum. Ég votta Imbu, Sollu, Bjössa og barnabörnum mína dýpstu samúð. Góður maður hefur kvatt þetta líf. Silja Dögg Gunnarsdóttir „kremjustelpa“. Einar Frans Ingólfsson ✝ Snjólaug JónínaHallgrímsdóttir fæddist á Hólavegi 14 á Siglufirði 10. júlí 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 24. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hallgrímur Jónsson, trésmiður, bóndi og sjómaður, frá Helgustöðum í Fljótum, f. 4. mars 1884, d. 15. janúar 1972, starfaði síðar við Tunnuverksmiðju ríkisins á Siglufirði, og Sólveig Halldórs- dóttir húsmóðir og verkakona frá Böggustaðarkoti í Svarfaðadal, f. 11. nóvember 1897, d. 9. júní 1969. Þau áttu sjö börn og var Jónína næst yngst þeirra. Jónína giftist Stefáni Árnasyni, látinn. Þau eign- uðust tvo syni, þeir eru Stefán Ómar, maki Elín Ósk Wii- um og Hallgrímur, maki Bjarndísi Mitchell. Jónína giftist 26. desember 1966 Hrólfi Pétursyni, f. í Stykkishólmi 24. ágúst 1929. Hann vann ýmis störf, var m.a. sjómaður og beitningarmaður og starfaði í fjölda ára hjá Þormóði ramma á Siglufirði. Sonur þeirra er Pétur, sambýliskona Sigurveig Jóhann- esdóttir. Jónína var jarðsungin í kyrr- þey. Ninnu verður sárt saknað hér á þessu heimili. Þó að mestu samskiptin hafi verið í gegnum síma, þá var hún samt stór og mikilvægur hluti fjöl- skyldunnar. Ninna lagði línurnar, setti kröfur, veitti góð ráð og lagði uppbyggjandi dóm á það sem var að ske hverju sinni. Hún var gædd nokk- urskonar fjarstýringu í okkar lífi,ef svo má að orði komast. Þessa fjar- stýringu notaði hún líka heima fyrir og stóð Hrólfur afi eins og klettur við hlið hennar og gerði allt það sem hún gat ekki sjálf. En jafnt og þétt jókst fjöldi takkanna á fjarstýringunni, eft- ir því hvernig heilsu Ninnu hrakaði. Því alltaf bættist við í safnið, þau verk sem Hrólfur þurfti að inna af hendi. Ninna hringdi oft í okkur og tók hún þátt í lífi okkar, þó í fjarlægð væri, og talaði við Halla sinn oftast í hverri viku. Henni var annt um strák- ana sína og alla ættingja sína. Hún var ákveðin, með sterkar skoðanir og var ekkert að flíka þeim. Hún var með munninn fyrir neðan nefið og notaði hann. Stóð hún alltaf fyrir sanngirni og heiðarleika og gaf af sér eins mikið og hún átti til. Ninna vissi sínu viti um svo margt, flóknustu hlutir voru ein- faldir þegar hún fékk að leggja orð í belg. Var stundum gott að tala við hana og fá góð ráð úr reynslubrunni hennar. Ninna elskaði tónlist af lífi og sál. Smitaði hún börnin sín af þessu áhugamáli sínu og var afar stolt af tónlistarnámi og söng hjá sínu fólki. Fannst henni virkilega gaman að fá að hlusta á sitt fólk spreyta sig í tón- listinni og gat líka þanið raddbönd sín ef þannig lá á henni. Skein þá sönn gleði frá henni enda var fátt skemmti- legra en góð íslensk tónlist og söngur. Var hún líka safnari mikill. Ekki var erfitt að finna gjafir handa Ninnu ef því væri að skipta. Var hún ávallt jafn glöð með eitthvað smálegt í safn- ið sitt eins henni hefði verið gefið gull og grænir skógar. Stálminnið hennar gerði það líka að verkum að alltaf mundi hún hver gaf henni hvað og hvaðan það kom. Þegar við töluðum við Ninnu, bara í vikunni áður en hún lést, bar ekki á því hversu illa farin hún var orðin. Leyndi hún því með því hversu brött og hress hún var alltaf í símanum. Var það því áfall þegar frá- fall hennar bar að. Við héldum að við fengjum meiri tíma, allavega ein jól í viðbót, en svo var ekki. Eftir á að hyggja, þegar við áttuðum okkur á hversu veikindi hennar höfðu ágerst mikið skildum við að kannski væri betra fyrir hana að fá að fara, að Guð tæki hana til sín og varðveitti, heldur en að þjást lengur með enga von um bata. Veikindin voru búin að taka frá henni sjónina, getuna til að labba og gera svo margt. Höfðu tekið burtu frá henni svo mikið að lífsgæðin hennar voru orðin engin. Það eina sem hún átti í raun eftir var getan til að tala og segja sína meiningu. Var það alls ekki nóg til að réttlæta það að halda í hana lengur. Við lifum í þeirri trú að hún fylgist með okkur að ofan og stýri með fjarstýringunni sinni á einfaldan og umbúðalausan hátt. Þó að við syrgjum Ninnu sárt, þá er samt hugg- un í því að þjáningu hennar er lokið. Hvíl í friði. Hallgrímur Stefánsson, Bjarndís Helena Mitchell og barnabörn. Elsku amma. Þegar síminn minn hringdi föstu- dagsmorgninum 24 ágúst, daginn fyr- ir afmælisdaginn minn og daginn sem afi átti afmæli, brá mér við þær fréttir að þú værir farin. Hjartað þitt hafði gefið sig. Þitt sterka hjarta sem þoldi næstum allt. Þetta var mjög erfiður dagur og grét ég sárt í símann með pabba á hinni línunni. Næstu dagar voru í móðu, ég minntist allra okkar góðu stunda og þá bara síðast þegar ég hitti þig um verslunarmannahelg- ina. Helgina eftir var svo komið að því að kveðja þig. Ég og Teddi drifum okkur á fimmtudeginum eftir vinnu alla leið á Siglufjörð og gistum í gamla húsinu þínu. Lyktin þín var ennþá og brutust fram allar minningarnar okk- ar saman. Þegar ég og Tinna frænka komum til þín á sumrin. Við vorum litlu prinsessurnar þínar. Ég svaf í rúminu þínu og í þinni holu. Það var góð tilfinning, mér leið vel og fann þig vaka yfir mér á meðan ég svaf. Það var mjög erfitt að kveðja þig og vona ég að söngur minn í jarðarför- inni þinni hafi yljað þér um hjartaræt- urnar. Þetta var mjög erfitt en með þínum styrk gat ég þetta. Vonandi líður þér betur á þeim stað sem þú ert á og mun ég hugsa til þín á hverjum degi, elsku amma mín. Jólin verða öðruvísi án símhringingar frá þér en ég mun passa vel upp á hann afa fyrir þig. Elska þig. Þín litla prinsessa, Nína. Sem krakki kynntist ég Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Ég var mikið heima hjá foreldrum hennar og mikið með Hrefnu, frænku Ninnu, því hún var alin upp að mestu leyti hjá afa sín- um og ömmu og lékum við okkur mik- ið saman. Ninna hafði mikinn áhuga á spilamennsku en feður okkar Ninnu spiluðu lengi saman ásamt öðrum. Það var skipst á að spila þessa viku hjá pabba mínum og mömmu og aðr- ar helgar hjá hinum og alltaf var kaffi á eftir. Ef einn vantaði í spilahópinn var Ninna alltaf tilbúin að taka þann sess. Oft var glatt á hjalla þar sem hún var, hún var alltaf hress og kát manneskja meðan heilsan var góð. Eftir að ég og Ólafur giftum okkur og drengirnir voru orðnir stálpaðir hringdi Ninna í mig um jól eða ára- mót til að bjóða okkur í mat og fórum við til hennar og svo komu þau til okk- ar. Þetta voru nokkur skipti og gam- an. Meðan heilsan leyfði fór Ninna oftast þegar hún gat í bingó og fé- lagsvist í Alþýðuhúsinu á fimmtu- dagskvöldum og oft fékk hún vinning í bingóinu. Þegar heilsunni hrakaði fækkaði ferðum hennar þangað en hún fór eins oft og hún gat því þetta var hennar yndi og eina skemmtun sem hún fór á, svo varð hún að hætta að fara vegna veikinda. Elsku Ninna mín, hver hefði trúað því fyrir nokkrum dögum þegar ég talaði við þig að svo stutt væri í að þú færir yfir móðuna miklu. Þegar ég fór til Búlgaríu baðstu mig að kaupa flöskur fyrir þig í safnið þitt og síðan baðstu mig að kaupa fyrir þig siginn fisk. Þú varðst svo kát þótt ég vissi að þú værir á sterkum lyfjum þegar ég hringdi í þig á spítalann og þú sagðist þurfa að losna þaðan til að fara suður til læknis. Þá sagðist ég myndu koma með þetta til þín þegar þú kæmir suð- ur. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Eftir að pabbi minn dó var móðir mín á öldrunardeildinni. Nokkrum árum seinna fluttum við suður og til að geta heimsótt hana þurfti ég ein- hvern samastað. Þá var ég annað- hvort hjá Gunnu Bínu og Kela eða Anný og Jonna en oftast var ég hjá ykkur hjónunum á Hlíðarveginum þótt plássið væri ekki mikið og þar var sko aldrei neitt til sparað í sam- bandi við mat og hvað sem var. Þú varst alltaf höfðingi heim að sækja og þegar ég var döpur sagðir þú mér alltaf að hrista þetta af mér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig og drengina mína. Elsku Hrólfur, Pétur, Ómar, Hall- grímur og fjölskyldur og aðrir ástvin- ir, ég og fjölskylda mín viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð varðveita ykkur. Hvíl í friði elsku Ninna. Kristrún Ástvaldsdóttir. Jónína Hallgrímsdóttir                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGU STRAUMLAND. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Svala Sigurleifsdóttir, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Kristín S. Sigurleifsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU FANNEYJAR GUNNARSDÓTTUR kjólameistara, Bólstaðarhlíð 41. Jón Helgason, Salóme H. Magnúsdóttir, Gunnar Helgason, Inga Arndís Ólafsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Þorbjörn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.