Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
30. október 1977: „Efnahags-
og atvinnumálastefna rík-
isstjórnarinnar hefur borið
þann árangur, að á sama
tíma og mikið atvinnuleysi
hefur verið við lýði í öðrum
löndum, hefur full atvinna
ríkt hér og eftirspurn eftir
vinnuafli raunar verið meiri
en framboð. Nú standa und-
irstöðuatvinnuvegir þjóð-
arinnar hins vegar frammi
fyrir miklum rekstrarvanda,
sem getur leitt til minnkandi
atvinnu og atvinnuleysis, ef
ekki er tekið á vandamál-
unum. Eftir sem áður hlýtur
eitt helzta markmið rík-
isstjórnarinnar að vera að
tryggja fulla atvinnu og
vænta verður skilnings al-
mennings á ráðstöfunum sem
nauðsynlegar eru til þess.“
. . . . . . . . . .
1. nóvember 1987: „Sumir
láta að því liggja, að með því
að höggva hvað eftir annað í
þennan knérunn sé Gorb-
achev að reyna að koma illu
af stað innan Atlantshafs-
bandalagsins. Hann vilji nota
geimvarnirnar til að spilla
samstöðu NATO-ríkjanna.
Fundurinn í Brüssel fyrir
viku gerði þá von að engu.
Hin skjótu umskipti í afstöðu
Sovétmanna síðustu daga, án
þess að Vesturlönd hafi gert
nokkuð til að auðvelda þeim
þau, renna stoðum undir þá
skoðun, að sveiflurnar í af-
stöðu Gorbachevs eigi rætur
að rekja til vandræða heima
fyrir. Hann hafi ef til vill ekki
þau tök á stjórnmálaráði
kommúnistaflokksins, sem
gefið er til kynna; að auglýs-
ingastarfsemin út á við gefi
ekki rétta mynd af ástandinu
innan Kremlar.“
. . . . . . . . . .
2. nóvember 1997: „Hitt er
staðreynd, að almenningi
hefur ofboðið að fylgjast með
þeim deilum, sem staðið hafa
innan kirkjunnar um skeið og
þá ekki sízt vinnubrögð og
orðbragð kirkjunnar manna,
þegar þeir taka til máls utan
kirkjunnar sjálfrar.
Kirkjunnar þjónar mega ekki
gleyma því í hita leiksins, að
það er til þeirra , sem fólk
leitar í öngum sínum ekki
sízt, þegar erfiðleikar steðja
að, dauðsföll verða í fjöl-
skyldum eða alvarleg vanda-
mál koma upp. Vissulega leit-
ar fólk líka til þeirra á
hamingjuríkari dögum svo
sem vegna hjúskapar, skírn-
ar og fermingar.
Málflutningur presta á al-
mennum vettvangi hefur hins
vegar óhjákvæmilega áhrif á
afstöðu fólks til þeirra sjálfra
og þjóðkirkjunnar sem slíkr-
ar. Staðreyndin er sú, hvort
sem mönnum líkar betur eða
verr, að aðrar og strangari
kröfur eru gerðar til presta
um það, hvernig þeir haga
málflutningi sínum í opinber-
um umræðum, en flestra
annarra. Það er út af fyrir sig
jákvætt fyrir kirkjuna að það
skuli gert. Það sýnir, að al-
menningur lítur svo á, að
prestar og aðrir kirkjunnar
menn njóti ákveðinnar sér-
stöðu.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SKAÐSEMI ÁFENGIS
Það er athyglisvert að fylgjastmeð því hversu mjög umræðurum áfengisneyzlu beinast að
því að skaðsemi þessa löglega vímu-
efnis sé í sumum tilvikum sízt minni
en ólöglegra vímuefna.
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
segir dr. May Olafsson, yfirlæknir
fjölskyldugöngudeildar á Ríkis-
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og á
Hvidovre-sjúkrahúsinu m.a.:
„Áfengi er langskaðvænlegast fyr-
ir fóstur af öllum vímuefnum. Skaði
af þess völdum veldur m.a. sérstökum
útlitseinkennum, alvarlegum heila-
skaða, galla í hjarta og kynfærum.
Þetta er mjög alvarlegt mál, þar sem
áfengisneyzla er mjög útbreidd. Kon-
ur halda oft að lítilsháttar af áfengi
skaði ekki en það er alrangt, jafnvel
mjög lítið áfengismagn getur valdið
alvarlegum fósturskaða. Börn, sem
skaðast hafa vegna áfengisdrykkju
móður þroskast oft seint og illa and-
lega sem líkamlega. Þessi börn eru
samfélaginu dýr því þau þurfa oft
sérúrræði bæði á unga aldri og einnig
þegar þau koma í skóla. Örlög þeirra
eru oft dapurleg. Fræðsla um þessi
efni getur afstýrt skaða sem og
stuðningur við hinar verðandi mæður
svo að þær hætti drykkju. Það er
mjög langt síðan menn gerðu sér
grein fyrir að áfengisdrykkja ylli
fósturskaða og í mörgum samfélögum
hefur konum frá örófi alda verið
bannað að drekka áfengi.“
Þessar alvarlegu athugasemdir um
áhrif áfengisneyzlu á fóstur og aðrar
af svipuðu tagi hljóta að vekja spurn-
ingar um hvort nútímafólk hafi um-
gengizt áfengi af of mikilli léttúð.
Það er alveg ljóst, að stór hópur af
fólki ánetjast áfengi ekki síður en
hinum ólöglegu fíkniefnum og settar
eru upp dýrar meðferðarstofnanir til
þess að venja fólk af áfengisneyzlu.
Afleiðingar áfengisdrykkju á líf
fólks eru vel þekktar. Afleiðingar
áfengisneyzlu á líf aðstandenda eru
vel þekktar. Um það segir dr. May
Olafsson spurð um börn, sem fæðast
heilbrigð en alast upp við mikla
óreglu:
„Þau skaðast líka mikið en á annan
hátt. Þau búa við mikið óöryggi og
stundum ofbeldi, þau flækjast inn í
vandamál fíkniefnaheimsins, horfa
upp á fangelsun foreldra sinna, bar-
smíðar vegna fíkniefnaskulda.“
Á sama tíma og slíkar upplýsingar
koma fram eru nokkrir ungir þing-
menn á Alþingi Íslendinga að leggja
til að aðgengi fólks að áfengi verði
aukið og að það verði auðveldara að
kaupa áfenga drykki. Hvað veldur
þessari ótrúlegu skammsýni og skiln-
ingsleysi?
Það eru ekki margir áratugir liðnir
frá því, að sú vitneskja varð almenn,
sem hér er vitnað til. Það er hægt að
afsaka margt, ef þekking er ekki til
staðar. En þegar þekking í þessu til-
viki á skaðsemi áfengis liggur fyrir er
erfiðara að skilja hvað vakir fyrir
þeim, sem vilja auðvelda fólki að
komast yfir það löglega vímuefni,
sem sérfræðingar segja nú að sé í
sumum tilvikum verra en þau ólög-
legu.
Auðvitað er ljóst, að kaupmenn
hafa hagsmuni af því að geta selt
þessar vörur í verzlunum sínum. En
því verður ekki trúað að þingmenn-
irnir sem um er að ræða séu í erind-
rekstri fyrir sérhagsmunaaðila. Þeir
hljóta að standa í þessari baráttu
vegna misskilinna hugmynda um
frelsið. Frelsið er gott en það á sér
líka takmörk.
Skaðsemi áfengis er mjög alvarlegt
mál. Sennilega er nauðsynlegt í ljósi
þeirrar vitneskju, sem nú liggur fyrir
um skaðsemi þess að auka mjög
fræðslu meðal fólks um áhrif þess og
afleiðingar og til hvers það getur
leitt. Þingmennirnir ættu að beita sér
fyrir því.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þ
egar niðurstöður af rekstri Kaup-
þings banka á þriðja ársfjórðungi
voru kynntar í gær, föstudag, kom í
ljós, að hagnaðurinn hafði minnkað
miðað við sama tímabil á síðasta ári
um hvorki meira né minna en 20,7
milljarða. Var í fyrra 35,5 milljarðar en nú 14,8
milljarðar. Í sjálfu sér koma þessar tölur ekki á
óvart enda nálægt spám greiningardeilda en þær
undirstrika hins vegar að rekstrarumhverfi banka
er erfiðara nú en það hefur verið um langt skeið.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings
banka, leggur áherzlu á heilbrigðar undirstöður
hefðbundinnar bankastarfsemi í samtali við Morg-
unblaðið í dag, laugardag, sem er skiljanlegt og
bendir á verulega aukningu á vaxtatekjum og
þóknunartekjum. Allt er það rétt en breytir engu
um, að afkomutölur Kaupþings banka eru skýr
vísbending um, að bankinn hefur ekki komizt hjá
því að verða fyrir barðinu á þeim óróa, sem verið
hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og birtist
m.a. í mjög erfiðum afkomutölum eins stærsta
fjármálafyrirtækis Bandaríkjanna, Merril Lynch,
nú í vikunni. Auðvitað er ekki við öðru að búast en
íslenzku bankarnir verði fyrir áföllum vegna þess
óróa eins og margir aðrir bankar í okkar heims-
hluta.
Það sem kannski hefur orðið erfiðast fyrir
Merril Lynch í umræðum síðustu daga er sú stað-
reynd, að fyrirtækið hafði fyrir um þremur vikum
tilkynnt um varúðarfærslur, sem námu 4,5 millj-
örðum Bandaríkjadala en tilkynnti fyrir skömmu,
að varúðarfærslurnar mundu nema 7,9 milljörðum
dala. Gagnrýnendur spyrja hvernig það megi
vera, að Merril Lynch hafi ekki haft betri yfirsýn
yfir hugsanlegt tap en svo að nýtt mat á því hafi
birzt nokkrum vikum seinna.
Til marks um mikla breytingu á skömmum tíma
var tiltekið eignasafn Merril Lynch metið á 40,9
milljarða dollara í lok júní en nú á 20,9 milljarða
dala.
Þessar afkomutölur Merril Lynch valda því, að
aðalforstjóri bankans á nú í vök að verjast og um-
ræður vestanhafs um, hvort hann haldi starfi sínu.
Fyrirtækið tapaði peningum á þriðja ársfjórðungi
þessa árs og er það í fyrsta sinn, sem það gerist frá
árinu 2001.
Í hinum harða heimi bandarísks viðskiptalífs
hafa svona tölur ýmiss konar afleiðingar. Í síðustu
viku tilkynnti annar bandarískur banki, að hann
mundi segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum,
sem unnið hafa við fjárfestingarbankastarfsemi.
Hagnaður banka og annarra fjármálafyrirtækja
hefur verið svo mikill um allan heim í mörg und-
anfarin ár, að margir þeirra, sem starfað hafa við
fjármálastarfsemi hafa sjálfsagt verið búnir að fá
þá tilfinningu, að þeir væru ósigrandi. En auðvitað
sýnir fengin reynsla, að það skiptast á skin og
skúrir í þessari atvinnustarfsemi eins og annarri
og ekki við öðru að búast en einhverjar neikvæðar
fréttir mundu berast úr þessari átt.
Óróinn á fjármálamörkuðunum breytir hins
vegar engu um það, að veruleg bjartsýni ríkir um
þróun efnahagsmála á Vesturlöndum næstu miss-
eri. Flestir þeir, sem um þessi mál fjalla á al-
þjóðavettvangi spá því, að ekki séu öll kurl komin
til grafar enn í tengslum við þá tegund verðbréfa,
sem mestu tapi hafa valdið á síðustu mánuðum.
En jafnframt er athyglisvert, að verð hlutabréfa
sveiflast mjög bæði upp og niður og ekki þarf ann-
að en góðar afkomutölur frá tveimur til þremur
þekktum fyrirtækjum til þess að markaðir hækki
verulega vestanhafs.
Undirstöður efnahagslífsins
A
ð þessu er vikið hér vegna þess að
síðustu fjórir til fimm áratugir ein-
kennast af sterkri viðleitni okkar
Íslendinga til þess að skjóta fleiri
stoðum undir efnahags- og at-
vinnulíf okkar.
Fram yfir miðja 20. öldina vorum við mjög háðir
afkomu sjávarútvegsins. Reyndar svo mjög að
verðfall á fiskafurðum á Bandaríkjamarkaði gat
skipt sköpum fyrir efnahag okkar. Eða hrun á
síldveiðum fyrir austan land. Eða aflabrestur á
vetrarvertíð fyrir sunnan land. Þetta þrennt gerð-
ist meira og minna á sama tíma á árunum 1967-
1969, sem leiddi til einnar mestu efnahagskreppu
á Íslandi á 20. öldinni. Þá flúðu iðnaðarmenn til
Norðurlandanna og ekki sízt til Svíþjóðar í leit að
betri lífskjörum. Það er liðin tíð.
Þessi einhæfni íslenzks atvinnulífs var megin-
ástæðan fyrir því, að lögð var áherzla á að byggja
upp áliðnað í krafti orku fallvatnanna á sjöunda
áratug síðustu aldar. Þegar þær umræður stóðu
yfir datt engum í hug að áliðnaður gæti verið jafn
sveiflukenndur og sjávarútvegur. Nokkrum árum
síðar kom hins vegar í ljós að svo var. Verð á áli á
heimsmörkuðum sveiflaðist til ekkert síður en
verð á fiski. Engu að síður var uppbygging áliðn-
aðar á Íslandi mikilvæg og skaut fleiri stoðum
undir afkomu þjóðarbúsins. Við hlutum að vona og
trúa að sveiflur í sjávarútvegi og sveiflur í álverði
færu ekki endilega saman.
Síðustu árin hefur ævintýraleg uppbygging ís-
lenzku bankanna eftir einkavæðingu þeirra vakið
þá trú margra, að fjármálastarfsemi gæti orðið ein
helzta atvinnugrein okkar Íslendinga. Mikill
hagnaður bankanna hefur sett svip á þjóðlífið og
hlutur þeirra mikill. Það er t.d. erfitt að sjá, hvern-
ig hið grózkumikla menningarlíf þjóðarinnar gæti
þrifizt ef ekki kæmi til öflugur fjárhagslegur
stuðningur íslenzku bankanna. Og raunar á það
við um fleiri svið.
Afkomutölur Kaupþings banka nú og þær frétt-
ir, sem berast um afkomu banka í nálægum lönd-
um ættu hins vegar að vera okkur áminning um,
að það geta líka orðið sveiflur í rekstri banka og
annarra fjármálafyrirtækja, ekkert síður en í
sjávarútvegi og áliðnaði. Og það getur vel komið
sá dagur, jafnvel fyrr en flesta grunar, að íslenzku
bankarnir verði að draga saman seglin og fækka
fólki, ekkert síður en bankar og fjármálafyrirtæki
í öðrum löndum. Á útrás bankanna eru tvær hlið-
ar. Önnur er sú, að hún skýtur fleiri stoðum undir
rekstur og afkomu bankanna. Hin er sú, að um leið
verða þeir næmari fyrir sviptingum á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum eins og þeim, sem staðið hafa
yfir síðustu mánuði.
Margar stoðir
Þ
að mátti finna á setningarræðu
Björgólfs Jóhannssonar, formanns
LÍÚ á aðalfundi samtakanna á dög-
unum og umræðum, sem þar fóru
fram, að útgerðarmönnum finnst
þeir vera í vörn. Þeir finna, að staða
þeirra er ekki sú sama og áður í þjóðfélagsumræð-
um og þess vegna verða kröfur þeirra á hendur
samfélaginu stöðugt háværari en um leið er minna
á þá hlustað. Sú var tíðin, að krafa um gengisfell-
ingu frá forstjóra SH þýddi að gengisfelling var í
vændum. Enginn talsmaður sjávarútvegs hefur
slíkt vægi nú.
En útgerðarmenn þurfa ekki að vera í svona
mikilli vörn. Og kannski er vandi þeirra sá, að þeir
tala enn eins og hentaði hagsmunum þeirra að tala
á fyrri tíð en ekki lengur.
Nú erum við að byrja að upplifa, að það er ekki
bara sjávarútvegur og áliðnaður, sem eru sveiflu-
kenndar atvinnugreinar. Fjármálastarfsemi er
það líka. Afkoma þjóðarbúsins hvílir ekki lengur á
einni stoð eins og á fyrstu árum lýðveldisins, ekki
bara á tveimur stoðum eins og varð eftir uppbygg-
ingu áliðnaðarins heldur þremur stoðum eftir til-
komu hinnar öflugu fjármálastarfsemi hér og nú
sjáum við eygja í fjórðu stoðina, sem er útrás á
sviði orkuuppbyggingar. Að vísu skaðar það orku-
útrásina, þegar of miklar væntingar eru byggðar
upp eins og þær að hægt sé að áttfalda verðmæti
fyrirtækja á því sviði á tveimur árum.
Við eigum örugglega eftir að upplifa að það eru
líka sveiflur í orkugeiranum ekkert síður en í sjáv-
arútvegi, áliðnaði og fjármálastarfsemi. Það eru
sveiflur í flestum ef ekki öllum atvinnugreinum.
Hótanir Bush og Cheneys, varaforseta hans um
árásir á Íran og líkur á hernaðarátökum á landa-
mærum Tyrklands og Íraks valda því að olíuverð
æðir nú upp úr öllu valdi á heimsmörkuðum. Mikl-
ar sveiflur í olíuverði setja allt á annan endann um
allan heim og þar á meðal á fjármálamörkuðum.
Það sem máli skiptir hins vegar er, að við séum
ekki með öll egg í einni körfu. Fimmta stoðin, sem
við byggjum afkomu okkar á, er ferðaþjónustan.
Og þótt straumur erlendra ferðamanna til Íslands
hafi vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum er
ljóst að það getur komið bakslag í þá atvinnu-
starfsemi ekki síður en aðra. Opnun hins glæsi-
lega Grand hótels í gær, föstudag, sýnir stórhug
manna á þessu sviði. Og nú getur enginn kvartað
undan skorti á hótelum í Reykjavík og jafnvel ekki
úti á landi. En Ísland hefur verið í tízku af ein-
hverjum ástæðum á undanförnum árum. Auðvitað
getur orðið breyting á því eins og öðru.
Afkoma þjóðarinnar á næstu árum mun byggj-
ast á mörgum stoðum en ekki fáum. Sjávarútveg-
urinn leikur þar stórt hlutverk og ástæðulaust fyr-
ir forráðamenn hans að vera í vörn. Þeir ættu
miklu fremur að vera fegnir að bera ekki afkomu
þessarar þjóðar einir á herðum sér.
Um leið og við kynnumst sveiflunum í öðrum at-
vinnugreinum kunnum við betur að meta sjávar-
útveginn og skiljum betur að án hans væri ekki
sama líf í þessu landi. Sjávarútvegurinn er ekki
jafn sýnilegur og hann var. Það er hægt að ferðast
um sjávarbyggðir víðs vegar um land án þess að
sjá nokkurn tíma fisk. En það er blekkjandi mynd.
Laugardagur 27. október
Reykjavíkur