Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í HNOTSKURN »Eistland hefur í aldanna rásyfirleitt lotið erlendum yf- irráðum. »Árið 1940 var Eistland inn-limað í Sovétríkin og var hluti af þeim til loka kalda stríðs- ins. »Árið 1991 lýstu Íslendingaryfir stuðningi við sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, þar á meðal Eista. Síðar sama ár við- urkenndu Sovétmenn sjálfstæði þeirra. »Eistar gengu skömmu eftirað þeir fengu sjálfstæði í Sameinuðu þjóðirnar og 2004 gengu þeir í Atlantshafs- bandalagið og Evrópusam- bandið. Erlent | Eistar voru fljótir að byggja upp innviði í Eistlandi eftir að landið fékk sjálfstæði Knattspyrna | Bojan Krkic nefnist nýtt undrabarn í fótbolta og hann iðkar list sína hjá Barcelona Alþjóðamál | Leiðin til bjargar Búrma er ekki fólgin í að steypa herforingjastjórninni Föst í fréttaneti | Samskipti kynþáttanna eru ofarlega á baugi víða um heim Eftir Toomas Hendrik Ilves M argir Evrópubúar fórna höndum í ör- væntingu þegar minnst er á hnatt- væðingu, svo miklar virðast áskoranir samkeppninnar. En Evrópubúar hafa engu að síður forskot í alþjóðlegri samkeppni samtímans og það megum við þakka Jean Monnet og Jacques Delors, sem komu á einu markaðssvæði áð- ur en orðið hnattvæðing komst í tísku. Það er opin samkeppni á Evr- ópumarkaði, sem gerir Evrópubú- um kleift að keppa alþjóðlega. Dirfsku er þörf En þetta dugar ekki eitt og sér. Meiri dirfsku er þörf í stefnumótun. Árið 1991 var land mitt, Eistland, að koma undan 50 ára einangrun í valdatíð Sovétríkjanna. Ég örvænti yfir því hversu langan tíma það mundi taka að smíða þá innviði, sem eistnesk fyrirtæki þyrftu til að geta keppt á alþjóðamarkaði. Sem betur fer var um þær mundir að hefjast ný bylting í upplýsingatækni og með því að kjósa að byggja á henni gátu Eistar brátt tryggt að þeir sætu við sama borð og aðrir. Með fjárfestingum jafnt einka- aðila sem opinberra náði Eistland að komast það langt í uppbyggingu upplýsingatækni að vera yfir með- altali Evrópusambandsins um miðj- an tíunda áratuginn. Árið 2000 hafði Eistland náð svo langt í að þróa upplýsingatækni bæði í opinberri þjónustu og á sviðum eins og banka- þjónustu að aðeins fá ríki í Evrópu stóðu Eistum á sporði. Önnur ríki ekki tilbúin Þetta litla land, sem áður var þró- unarheft af völdum Sovétsins, komst yfir hindranir, sem virtust óyfirstíganlegar. En ég óttast að annars staðar í Evrópusambandinu séu menn ekki tilbúnir að stíga þau skref, sem þarf til að ná árangri Eista. Ef tækist að auka skilvirkni stjórnvalda, draga úr pappírsflóðinu og útrýma freistingum spillingar með hugmyndaríkri tölvuvæðingu mætti minnka og affita opinbera geirann. Það sama á við um einkageirann. Til dæmis hafa um 98% allra banka- viðskipta í Eistlandi verið á Netinu síðan í lok tíunda áratugarins. Um leið og fjölda bankastarfsmanna var sagt upp varð Eistland samkeppn- ishæfara vegna áherslunnar á upp- lýsingatækni og aukin framleiðni var aflvaki samfellds skeiðs hraðs hagvaxtar, sem var 11% árið 2006. En þessi árangur í Eistlandi verður ekki til frambúðar án ný- sköpunar. Eistar geta ekki lengur treyst á það að lág laun tryggi sam- keppnishæfni og þurfa því að búa til nýja tækni. Eistar fundu upp Skype, símkerfið á Netinu, en al- mennt er það svo að Eistland og Evrópa öll eru að dragast aftur úr bæði í nýsköpun og hreinum vís- indum. Þeir hæfustu og greindustu laðast til Bandaríkjanna Þess í stað er nýsköpunin mest í Bandaríkjunum og háskólar og rannsóknarstofur þar laða til sín þá hæfustu og greindustu í Evrópu, Indlandi og Kína. Um leið líða Evr- ópubúar fyrir óbeit sína á innflytj- endum, vaxandi fælni barna sinna gagnvart stærðfræði, vísindum og verkfræði og þá staðreynd að Evr- ópusambandið er að lokast fyrir innri samkeppni í þjónustu, þeim geira hagkerfis heimsins þar sem samkeppni er mest. Skortur á samkeppni í Evrópu- sambandi getur einnig haft sitt að segja í öryggismálum. Orka er svo mikilvæg í lífi okkar að það er skilj- anlegt að mörg Evrópusambands- ríki vilji vernda fyrirtæki sín fyrir samkeppni og séu því mótfallin frelsi á orkumarkaði. Staðreyndin er hins vegar sú að Rússar, sem eru helsta uppspretta orku í Evrópu, nota orku sína sem verkfæri í utan- ríkismálum. Það er rétt að halda því til haga að í maí árið 2006 sagði Vík- tor Tsjernómyrdín, sendiherra Rússa í Úkraínu, að Rússland væri tilbúið að lækka verðið á gasi ef úkraínsk stjórnvöld hættu að halla sér til vesturs. Eiga aðrir að deila og drottna yfir Evrópu? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að hægt verði deila og drottna yfir Evrópu með þeim hætti að Evr- ópuríki keppist um að gera sem besta orkusamninga þarf að koma á sameiginlegri orkustefnu þar sem settur verði yfirmaður orkumála með sömu öflugu samningastöðuna og sá hefur sem nú fer með við- skiptamál hjá ESB. Meira að segja Þýskaland er lítið þegar það þarf að semja upp á eigin spýtur við Gazp- rom. En eigi Evrópa að geta þróað sameiginlega orkustefnu, sambæri- lega við hina sameiginlegu við- skiptastefnu, verður að koma því á sem er algjört skilyrði fyrir því að halda þeirri stefnu fram út á við og það er afnám hafta inn á við. Þetta skilyrði snertir ekki bara orkuna. Í Evrópu eru áhyggjur út af skorti á verkfræðingum, en lítið er gert til að efla menntun í vís- indum. Þess í stað er gripið til verndarstefnu þegar skilningur vaknar á því að komið er í óefni í al- þjóðlegri samkeppni. En það er uppskrift að frekari hnignun í sam- keppnishæfni Evrópu og henni verðum við að hafna fyrr heldur en síðar. Samkeppnisstaða Evrópu Reuters Samkeppnishæfni Evrópusambandið er öflug eining, en Toomas Hendrik Ilves er þeirrar hyggju að það þurfi að auka áherslu á vísindi og afnema höft til eigi það að tryggja sér forskot í alþjóðlegri samkeppni. ERLENT» Eistum tókst á skömmum tíma að verða samkeppnishæfir í samfélagi þjóðanna  Ef Evrópa lokar að sér þegar samkeppnin harðnar er voðinn vís  Efla þarf vísindi og afnema höft VIKUSPEGILL» Höfundur er forseti Eistlands. ©Project Syndicate/Europe’s World Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@totil.com S ergei Xavier Martín Martínez er sakhæfur og ber ábyrgð á gerðum sínum að mati sálfræð- ings hans. Hann átti erfiða æsku, enga móður, drykk- felldan föður og ömmu með tak- markaðan félagslegan þroska, sagði Þórarinn og drakk í sig El- pais.es af tölvuskjánum. Á barns- aldri dreif amman hann til sál- fræðings. Hann var bæði athyglissjúkur og með athygl- isbrest. Hvernig byrjaði þetta mál aft- ur? dæsti Auður ofan í tölvuna sína. Ólukkufuglinn Sergei Xavier sparkaði í sextán ára stelpu frá Ekvador þegar hann steig inn í neðanjarðarlest í Barcelona með farsíma á öxlinni, útskýrði Þór- arinn. Atvikið náðist á örygg- ismyndavél og hann var fljótlega handtekinn. Þá kvaðst hann hafa verið drukkinn og slapp eftir yf- irheyrslu. Allt varð vitlaust í fjöl- miðlum og myndskeiðið úr lestinni barst snarlega um heiminn. Blaða- menn eltu Sergei og vini hans á milli bara þangað til ný ákæra var gefin út í beinni og hann manaði lögguna að koma með eldvörpu til að ná sér. Á meðan lét fórn- arlambið móðan mása í viðtali við kólumbíska útvarpsstöð – sem fór líka á netið. Loks var honum sleppt í annað skipti á skilorði án tryggingar. Myndbandið er nefni- lega hljóðlaust og eina vitnið arg- entínskur unglingur sem var staddur í landinu án dvalarleyfis. Algjör sápa, andvarpaði Auður. Einbeittur samsinnti Þórarinn því og sagði málið hafa hleypt miklu lífi í umræðuna um kyn- þáttahatur og innflytjendur á Spáni. Á sama tíma hafi BBC.co- .uk fjallað um ólgu í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem henging- arlykkjur fundust í trjám á skóla- lóðum – nokkuð sem fæli í sér djúpa táknræna merkingu því blökkumenn voru hengdir fram á miðja síðustu öld í Bandaríkj- unum. Því hafi sérfræðingum orðið tíðrætt um meinta spennu milli kynþátta og greint hana sem af- leiðingu af alþjóðavæðingunni. Þjóðríkin væru að veikjast og kyn- þættir að rísa upp hver gegn öðr- um. Ja, hérna! Reyndar rámar mig í viðtal við sérfræðing sem spáði hinu gagnstæða: Að þjóðríkin myndu styrkjast en trúarbrögð og kynþáttaátök falla í skuggann af hagsmunum þeirra sem slíkra, sagði Auður en þagnaði því Þór- arinn iðaði af frásagnarþörf og greip orðið: Til að fá endanlega nóg af rasistaruglinu má glugga í grein á Guardian.co.uk þess efnis að DNA-vísindamaðurinn James Watson hafi neyðst til að segja af sér eftir að hafa sagt eitthvað í þeim dúr að hann væri svartsýnn á horfurnar í Afríku því félagsleg stjórnmál byggðust á því að gáfna- far þeldökkra sé sambærilegt gáfnafari þeirra þelljósu – en ein- hver próf bendi til annars. Orð hans bera vott um að hann sé sjálfur treggáfaður, hvæsti Auður. Þeir eru fleiri en James sem hugsa ekki málin til enda, sagði Þórarinn. Endurútgáfan á Tíu litlum negrastrákum á Íslandi er eins og spark í dökk börn sem þar » Á Elpais.es er líka fróðleg grein um að vís-indamenn hafi uppgötvað bjartsýnissvæðið í heilanum. Svo virðist sem mannskepnan sé eina dýrið fært um að líta björtum augum til framtíðar. FÖST Í FRÉTTANETI» Að sparka í barn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.