Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 51 LÓMASALIR 7 - 201 KÓPAVOGUR Sölusýning í dag milli kl. 15-15.30 Falleg og vel skipulögð 3ja herb. 104,5 fm íbúð á 4. hæð með sérinngangi af svölum ásamt stæði í bílageymslu í nýlegri lyf- tublokk. Svefnherbergin eru rúmgóð og björt með góðum fataskápum. Útgengt út á suðvestur svalir frá stofu með fallegu útsýni. Verð 25,3 millj. Elsa Björg Þórólfsdóttir Viðskiptastjóri elsa@domus.is s. 664 6013/440 6013 Glæsilegt einbýlishús/tengihús í Fossvogsdalnum staðsett við opið svæði, skógi vaxið með út- sýni yfir Fossvogsdalinn og til sjávar. Húsið er um 380,0 fm þ.m.t. 30,7 fm bílskúr, kjallari og tvær hæðir, innréttað á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í fjórar glæsilegar stofur, tvær garðstofur, önnur til suðurs og hin til vesturs, eldhús með ljósum innréttingum, fimm góð herbergi auk líkamsræktarherbergis og fataherbergis og tvö baðherbergi. Allar innréttingar í húsinu er sérsmíðaðar og gólfefni eru granít, parket og flísar. Suðursvalir út af efir hæð. Ræktuð lóð með holtagróti og fjölbreyttum gróðri. Mikil timburverönd með skjólveggjum allt í kring. Verðtilboð. M bl . 92 83 72 Kjarrvegur Glæsilegt einbýlishús í Fossvogsdalnum við opið svæði FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali ÞAÐ getur stundum verið fróðlegt og jafnvel skemmtilegt að fylgjast með hvernig stjórnmálamenn geta breyst á skammri stundu eftir því hvort þeir eru í meirihluta eða minnihluta. Auðvitað má segja að að hluta til geti það verið eðlilegt og minnihluti á hverjum stað hefur að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki að gegna til að halda uppi aðhaldi og málefnalegri gagnrýni. Menn hafa meira að segja áhyggjur af því hvað minnihlutinn á Alþingi er lítill, máttlaus og sundurlyndur. Formað- ur þingflokks Samfylkingarinnar vill beita sér fyrir því að styrkja stjórnarandstöðuna með því að hún fái sérfræðinga til að hjálpa sér og aðra aðstoð þannig að þeir geti haldið uppi eðlilegri stjórnarand- stöðu. Hvað skyldi Steingrími J. og Ög- mundi finnast um þetta hjá Lúðvík formanni þingflokks Samfylkingar. Að þeir þurfi sérfræðiaðstoð svo þeir komi þokkalega út. Það er hálfspaugilegt að fylgjast með því hvernig vinstra liðið í Borg- arstjórn Reykjavíkur keppist nú við að draga í land. Það eina sem Dagur borgarstjóri segir í löngu máli er: Það er ekki tímabært að gefa neinar yfirlýs- ingar. Málið verður skoðað. Svandís borgarfulltrúi VG fór mikinn í minnihluta og hafði stór orð um hvað ætti að gera. Nú bregður svo við eftir að hún settist í meirihluta sem yfirfrakki meirihlut- ans að hún segir lítið nema að skoða eigi málið, skipa þurfi stýrihóp, starfshóp, samskiptahóp, rýnihóp og hvað þetta nú allt heitir. Þegar vinstra liðið var í minni- hluta fannst því lítill vandi að leysa starfsmannamálin á uppeldis- og umönnunarstofnunum. Eina leiðin væri að hækka launin þá myndi starfsfólk fást. Nú kveður við svolít- ið annan tón. Það þarf að fara var- lega, ræða við ríkisvaldið, önnur sveitarfélög o.s.frv. Reyndar hljóta allir að sjá að það verður að bæta kjör þessara starfs- stétta verulega ef við ætlum okkur að veita góða þjónustu. Það þarf vissulega að vinna að sátt í að þessir hópar njóti sérstöðu í næstu kjara- samningum. Það var merkilegt að heyra yf- irlýsingu Steingríms J. formanns VG. Hann segir að rifta eigi samn- ingi REI og Geysis Green Energy. Það sé uppeldislegt atriði að menn komist ekki upp með svona vinnu- brögð. Væntanlega er Svandís yfirfrakki vinstri meirihlutans í Reykjavík sammála þessu og mun keyra það í gegn. Eða hvað? Hvernig ætlar Björn Ingi að kyngja þessu? Ætlar hann að gera það að úrslitaatriði að samningurinn haldi. Takist honum það, hvernig verður þá staða Svandísar? Er kannski hætta á sprengingu í nýja meirihlutanum? SIGURÐUR JÓNSSON, Heiði, 801 Selfoss Dregið í land Frá Sigurði Jónssyni EITT er það að verða öryrki og glíma við eftirköst veikinda allt til æviloka. Annað að glíma árlega við tekju- áætlanagerð vegna Tryggingastofn- unar ríkisins. Tekjur bótaþega og eins tekjur maka skulu áætlaðar ár fram í tímann og á þessari áætlun veltur afkoma öryrkjans næsta ár, það er 2008. Enn annað er umhugsunarvert. Þar sem bætur eru tengdar tekjum maka er spurningin þessi. Maki + bætur eða makalaus og hærri bætur. Tryggingastofnun er gert skylt að gera upp bótagreiðslur árlega og innheimta eða end- urgreiða þann mismun sem ef til vill hefur orðið vegna ónákvæmrar tekjuáætlunar. Þar sem ég hef valið maka + bæt- ur í það minnsta næsta ár skal ég al- farið bera alla ábyrgð á réttri tekju- áætlun fyrir árið 2008. Hér er mér nokkur vandi á höndum þar sem kjarasamningar eru lausir um næstu áramót, það er eftir að áætlun skal liggja fyrir fyrir árið 2008. Þá er það spurning: Hver mun hækkun á launum maka verða á árinu? Hversu mikla yfirvinnu mun hann vinna? Mun hann fá greiddan bónus eins og stundum áður? Hverjir munu verða vextir af sparifé? Allt þetta þarf að áætla rétt til þess að mínar örorkubætur verði réttar og ekki verði til skuld eða inn- eign. Ef vel tekst til gengur betur. Annars fer illa. Að mínu mat er þetta alveg maka- laust flókið kerfi. Öryrkinn á að hafa bætur án allra tenginga við maka. Bætur sem sannanlega duga hon- um til mannsæmandi framfærslu. Hjúskaparlög kveða á um að hjón skuli framfæra sjálf sig, maka sinn og börn. Hvergi kemur fram að ann- að hjóna skuli að mestu vera á fram- færi hins makans. Stærsta spurningin er ef til vill þessi: Hvort er betra að treysta á Tryggingastofnun til framfærslu eða makann? DAGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Fífuseli 18, Reykjavík. Makalaust bótakerfi Frá Dagrúnu Sigurðardóttur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.