Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 23
völdum, herinn skiptist eftir þjóð- arbrotum og smáherir náðu að miklu leyti völdum í sveitum. Sú lýðræðislega stjórn, sem þá var við völd, rétt hélt velli. Í upphafi sjötta áratugarins komu leifarnar af her Chiang Kai-shek inn í landið með stuðningi CIA og á sjöunda ára- tugnum studdu Kínverjar við upp- reisn kommúnista, sem breiddist hratt út. Í baráttunni við þessi ólíku öfl varð til öflug hernaðarvél, sem brátt var orðin öflugri og vopnfim- ari en allir aðrir í hinu unga ríki. 1962 tók herinn alfarið við. Í for- ustu hans var Ne Win hershöfðingi, harðstjóri, glaumgosi, talnaspeking- ur og fyrrverandi póstafgreiðslu- maður sem hafði hlotið hermanna- þjálfun hjá Japönum. Hann talaði af hörku og átti eftir að vera alvaldur í landinu næstu 30 árin. Hann boðaði leið Búrma til sósí- alisma og var fljótur að kippa fót- unum undan efnahag landsins, sem eitt sinn hafði lofað svo góðu. Hann þjóðnýtti allan iðnað, bannaði al- þjóðaviðskipti og fjárfestingar, rak næstum hálfa milljón íbúa af ind- verskum uppruna úr landi og hætti að þiggja erlenda aðstoð. Hann lok- aði Búrma af gagnvart heiminum, en gerði undantekningu með sjálfan sig og umgekkst breska aristókrata í London, keypti inn í Genf (um tíma, kannski ekki nógu lengi), ferðaðist reglulega til Vínar til að hitta þekktan sálfræðing, dr. Hans Hoff. Búrma er á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt og í landinu búa rúmlega 50 milljónir manna. Landið nær frá austurhluta Hi- malajafjalla þúsund mílur til sólbak- aðra stranda Andaman-hafs. Um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru búrmískir búddatrúarmenn. Aðrir tilheyra tugum annarra þjóða- og trúarhópa. Meðlimir í hernum í tíð Ne Win fóru að líta á sjálfa sig sem bjargvætti Búrma frá erlendum árásum og upplausn að innan. Þeir litu aftur til dýrðardaga búrmískra stríðskonunga og höfðuðu til þeirr- ar hliðar búrmískrar þjóðernis- hyggju, sem brýst fram í óvild í garð útlendinga. Búrma byrjar að skríða út úr einangruninni Landið byrjaði ekki að skríða út úr einangrun sinni fyrr en í upphafi tíunda áratugarins. Þá fóru stjórn- völd loks að opna fyrir erlend við- skipti og fjárfestingar á ný í landinu og óska hjálpar við að koma á um- bótum í efnahagsmálum. Ekki skipti minna máli að herinn féllst á vopnahlé við næstum alla hina ólíku uppreisnarheri. En allt þetta gerð- ist samhliða því að hin nýja lýðræð- ishreyfing undir forustu Aung San Suu Kyi, dóttur hinnar virtu sjálf- stæðishetju Búrma sem var myrt, þrýsti af harðfylgi á pólitískar breytingar. Vestræn ríki gripu þá til refsiaðgerða henni til stuðnings og ýttu herforingjunum aftur í skel sína. Og nú hefur jarðvegurinn ver- ið búinn undir að jafnvel geti verra hlotist af í framtíðinni. Við höfum séð reiðina og örvinglanina á götum Rangoon (sem herforingjastjórnin kallar nú Yangon). Vopnahléin eru brothætt, en alþjóðasamfélagið hef- ur lítið gert til að ýta undir þreif- ingar í átt að réttlátum og var- anlegum friði. Landið er í sárri fátækt og ríkið sjálft er viðkvæmt. Í Búrma er herinn orðinn að ríkinu og það er fáu öðru til að dreifa. Og þó hafa núverandi yfirmenn hers- ins, sem hafa mótast í einangrun frá samfélagi þjóðanna, litla tilfinningu fyrir öðrum kostum og eru ákaflega tortryggnir í garð umheimsins. Enn er tími til að afstýra martröðinni, en ég óttast að það muni þurfa að kosta mun meiru til en alþjóðasam- félagið er tilbúið að láta af hendi rakna. Það mun krefjast athygli æðstu ráðamanna og skuldbinding- ar til lengra tíma en þeirra tveggja vikna, sem Búrma er á forsíðum dagblaða og sjónvarpsskjám, að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Menn verða að viðurkenna að fordæmingar úr fjarlægð og vest- rænar efnahagsþvinganir skipta herforingjastjórnina, sem setið hef- ur í hálfa öld, ekki miklu því að hún hefur verið sátt í sinni einangrun og þarf aðeins lítilræði af peningum og viðskiptum við umheiminn. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að Búrma er mitt í asíska efnahags- undrinu og besta leiðin til að bæta lífskjör í Búrma er að tengja landið þeim hröðu breytingum og aðgang- ur að vestrænum mörkuðum og vestrænum hugmyndum mun skipta sköpum um það hvort Búrma getur staðið jafnfætis Kína og Ind- landi eða eingöngu verða upp- spretta ódýrs vinnuafls og hráefna. Ráðamenn í Búrma munu ekki sjá að þeir þurfa að bæta ráð sitt fyrr en þeir finna fyrir umheiminum. Eigi að koma í veg fyrir að allt fari í kaldakol í Búrma þarf að nálg- ast málefni landsins af framsýni og raunsæi og skilningi á því að lýð- ræði verður ekki til á einni nóttu. Samstarf milli Bandaríkjanna, Kína og Indlands verður nauðsyn- legt, en það má ekki byggjast á „stjórnarskiptastefnu“. Við þurfum að sjá stóru myndina í Búrma, ekki aðeins mótmælin og kúgunina, held- ur einnig átökin milli þjóðarbrota, brýna nauðsyn umbóta í efnahags- lífinu og hina knýjandi þörf á aðstoð til þeirra sem veikastir eru fyrir, sérstaklega barna. Stríðið, fátæktin og kúgunin tengjast innbyrðis og framfarir á þessum sviðum verða að eiga sér stað samhliða. Það er ekki auðvelt að koma mönnum í skilning um það. Það er auðvelt eftir að hafa séð myndirnar frá Búrma undan- farnar vikur að grípa til frekari þvingana og leita allra leiða til að lumbra á herforingjastjórninni. Með nýju raunsæi af hálfu alþjóðasam- félagsins og ferskrar stefnu, sem gengur út á að ná árangri, má enn bjarga Búrma frá martröðinni. Í HNOTSKURN »Búrma fékk sjálfstæði fráBretum árið 1949 og var þá þegar hafin borgarastyrj- öld í landinu. »Herinn tók alfarið völd ílandinu árið 1962. »1988 voru mótmæli íBúrma brotin á bak aftur með hörku og blóðsúthell- ingum. »Aung Sang Suu Kyii hefurleitt stjórnarandstöðuna í Búrma og hlotið frið- arverðlaun Nóbels. Hún hefur setið í stofufangelsi um árabil. Höfundur skrifaði bókina „River of Lost Footsteps: Histories of Burma“. Reuters Fundur Herforingjastjórnin í Búrma ásamt Ibrahim Gambari, sérlegum erindreka fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, lengst t.v. við hlið leiðtoga stjórnarinnar, Than Shwe, á fundi í Rangoon í byrjun mánaðarins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 23 Málstofa í Landbúnaðarháskóla Íslands 29. október kl. 15 á Hvanneyri Landheilsa jarðar Upplýsingar um ástand lands á jörðinni eru ekki nákvæmar, og ber oft mikið á milli. Margir vísindamenn telja að jörðin sé í heild að grænka. Vissulega á það við um ýmis svæði, s.s. Evrópu, að meðtöldu Íslandi. Um þessi mál og fleira þeim tengt fjallar Andrés Arnalds í Málstofu LbhÍ mánudaginn 29. október kl. 15. Hin hnattræna mynd af fólksfjölgun, ástandi vistkerfa og fæðuframleiðslu er ekki uppörvandi. Eyðimerkurmyndun hefur áhrif á fjórðung alls lands í heiminum og ógnar velferð meira en milljarðs jarðarbúa. Önnur landhnignun er geigvænleg. Í erindinu er fjallað um stöðu lands og lífríkis á jörðinni og það mikla hlutverk sem verndun gróðurs og jarðvegs hefur í því að ná ýmsum markmiðum alþjóðasamfélagsins, s.s. í vörnum gegn loftslagsbreytingum, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, vatnsmiðlun og auknu fæðuöryggi . Einnig verður rætt um að Íslendingar geta miðlað reynslu og þekkingu af landgræðslustarfi til annarra þjóða. Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann lauk búfræðikandidatsnámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1971, meistaragráðu í vistfræði beitilanda við Washington State University 1974 og doktorsnámi í landgræðslu og nýtingu beitilanda við Colorado State University 1984. Andrés vann að gróður-, beitar- og landgræðslurannsóknum hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1970 til 1981 er hann hóf störf hjá Landgræðslunni. Andrés hefur lagt sérstaka áherslu á að kynna sér skipulag landgræðslu og gróðurverndar í öðrum löndum og tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um þessi mál. Auglýst er eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða samkeppni um gerð útilistaverks sem rísa á í maí 2008 á nýju torgi við Þverholt í Mosfellsbæ.Að verkefninu standa Mosfellsbær og Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, en tilefnið er 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi árið 2008, þar sem miðað er við frumkvöðulsstarf Stefáns B. Jónssonar á Suður-Reykjum í Mosfellssveit árið 1908. Ennfremur fagnaði Mosfellsbær 20 ára afmæli árið 2007 og ákvað bæjarstjórn af því tilefni standa að gerð útilistaverks í bænum. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir þátttakendum í forvali en að í kjölfarið fari fram lokuð samkeppni þriggja listamanna sem forvalsdómnefnd velur úr þátttakendum í forvali. Forvalið er opin samkeppni þar sem öllum myndlistarmönnum er heimilt að senda inn tillögur. Í lokaðri samkeppni taka þátt þeir þrír listamenn sem forvalsdómnefnd velur. Í störfum forvalsdómnefndar og dómnefndar lokaðrar samkeppni verður gætt nafnleyndar listamanna. Haldin verður sýning á öllum tillögum úr lokaðri samkeppni í Bókasafni Mosfellsbæjar. Tillögur í forval skal afhenda þann 21. nóvember, fyrirspurnir vegna forvals berist eigi síðar en 1. nóvember. Greidd verður þóknun, kr. 200.000, hverjum þeirra þriggja listamanna sem þátt munu taka í lokaðri samkeppni. Sá listamaður (tillaga) sem fyrir valinu verður fær auk þess kr. 800.000 í þóknun fyrir að fullvinna módel eða vinnuteikningar þannig að verkið verði tilbúið til fullvinnslu og við þá greiðslu hafa Samorka og Mosfellsbær tryggt sér rétt til að nýta vinningstillöguna til að gera eftir því útilistaverk. Loks verða listamanninum tryggð 2ja mánaða laun, sem samsvarar launum bæjarlistamanns Mosfellsbæjar, á meðan á vinnslu verksins stendur, til að fylgja eftir fullvinnslu verksins, samtals kr. 316.000. Nánari upplýsingar um samkeppnisreglur má finna á vefsíðum Samorku (www. samorka.is) og Mosfellsbæjar (www.mosfellsbaer.is). Samkeppni um útilistaverk á nýju torgi við Þverholt í Mosfellsbæ í tengslum við 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi ingur áhorfenda blási honum kjark í brjóst. „Ég veit að þeir syngja nafnið mitt. Það er einstök tilfinning og veit- ir mér mikla gleði þar sem ég ber djúpa virðingu fyrir félaginu og stuðningsmönnum þess. Þegar ég var að leika með varaliðinu fyrir ári flögr- aði ekki að mér að ég yrði í þessum sporum nú.“ Bojan hefur skorað mörk í öllum regnbogans litum um tíðina en segir ekkert liggja á að sýna heiminum hvað hann hefur uppi í erminni. „Framherjar þrífast á því að skora mörk og ég hef verið svo lánsamur að skora þau nokkur á ferlinum. Á þess- um tímapunkti liggur mér hins vegar ekkert á að raða inn mörkum fyrir Barcelona. Aðalmálið er að standa sig vel og tryggja sér með hægðinni sæti í liðinu. Ef eitt og eitt mark slæðist með á leiðinni er það bara uppbót.“ Serbi í föðurætt Bojan Krkic Pérez fæddist í Li- nyola í Katalóníu 28. ágúst 1990. Móð- ir hans er Katalóni en faðir hans og nafni er Serbi sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður hjá Rauðu stjörnunni í Belgrað á níunda áratugnum. Eftir að hann gekk að eiga móður Bojans flutti hann búferl- um til Spánar og hefur undanfarinn áratug starfað sem „njósnari“ hjá Barcelona-liðinu. Bojan var limaður inn í ungmenna- akademíu Barcelona níu ára að aldri og gerði hvorki fleiri né færri en 960 mörk á þeim vettvangi á sjö árum. Sló öll met í bak og fyrir. Í fyrra hlaut pilturinn eldskírn sína með varaliði Barcelona og gerði alls 10 mörk í 15 leikjum með því ágæta liði. Lagði upp þrjú mörk að auki. Alþjóðlega athygli vakti Bojan fyrst á Evrópumóti leikmanna 17 ára og yngri í Lúxemborg í fyrra, þar sem hann varð markakóngur enda þótt hann væri ári yngri en flestir aðrir leikmenn og léki að jafnaði ekki nema hluta úr leikjum spænska liðsins. Þá hafnaði liðið í þriðja sæti en á þessu ári fór það alla leið og hver haldiði að hafi skorað sigurmarkið í 1:0-sigri á Englendingum í úrslitaleiknum? Enn var Bojan á ferð á heimsmeist- aramóti leikmanna 17 ára og yngri í Kóreu í haust en varð þar að gera sér annað sætið að góðu. Spánverjar lutu í gras gegn Nígeríumönnum í víta- spyrnukeppni. Forsvarsmenn Barce- lona vildu ekki að pilturinn færi til Kóreu en töluðu fyrir daufum eyrum í höfuðstöðvum spænska knattspyrnu- sambandsins. Á dögunum var Bojan valinn í 21 árs landsliðið og það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál hvenær A-lands- liðið nýtir sér krafta hans. »Ég veit að þeir syngja nafnið mitt. Það er einstök tilfinning og veitir mér mikla gleði þar sem ég ber djúpa virðingu fyrir félaginu og stuðningsmönnum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.