Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 76
SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 4 °C | Kaldast -2 °C  Vestlæg átt, 5-10 m/s, norðlægari norð- vestan til. Víða skúrir eða él en léttskýjað SA-lands. » 8 ÞETTA HELST» Banvænn sjúkdómur  Langvinn lungnateppa er mjög vangreindur sjúkdómur en í Banda- ríkjunum deyja fleiri konur úr hon- um en úr brjósta- og lungnakrabba- meini samanlagt. Fleiri konur en karlar deyja úr þessum sjúkdómi. Læknar skrifa einkenni lungna- teppu stundum á aðra sjúkdóma og sjúklingar telja að um eðlilegan fylgifisk reykinga sé að ræða. Flest- ir greinast með langvinna lungna- teppu á aldrinum 55-60 ára, um það leyti sem þeir fara á eftirlaun. » 4 Hraðar á topp 100  Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, segir að háskólinn verði að vinna hraðar að því mark- miði sínu að komast í röð 100 bestu háskóla í heimi. Vísbendingar um að slakan hagsvöxt Evrópuríkja undan- farin 30 ár, í samanburði við Banda- ríkin, mætti rekja til slælegs árang- urs við uppbyggingu háskólarann- sókna. Um alla Evrópu væri nú reynt að snúa taflinu við. » 2 Lax, lax, lax og aftur lax  Mikil laxveiði var í Tungufljóti í sumar en þar hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu laxveiða und- anfarin ár. Veiðin hófst 20. júlí og lauk á mánudag. Höfðu þá um 600 laxar komið á land. » 6 Fjall af rusli  Til þess að rúma allt það rusl sem kemur upp úr heimilistunnum Ís- lendinga ár hvert þyrfti 25 Hall- grímskirkjur. Þá er ótalið það sem fer á endurvinnslustöðvar grennd- argáma. » Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Sjálfhverfir framsóknarmenn Forystugreinar: Skaðsemi áfengis | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Ríkissjónvarpið á Netið! UMRÆÐAN» Borgin hækkar launaviðmiðanir SGS tilbúið til kjaraviðræðna við SA Samningsmarkmið um loftslagsmál Enga sumarhúsabyggð í Skálholti Vantar bara hjúkrunarfræðinga? Um ljósleiðaratengingar í dreifbýli Peningana eða börnin? ATVINNA» TÓNLIST» Gengur Robbie kannski í Westlife? » 69 Sæbjörn Valdimars- son segir að Nætur- vaktin sé frábært ís- lenskt sjónvarps- efni, og gefur þátt- unum fullt hús. » 69 SJÓNVARP» Frábær Næturvakt KVIKMYNDIR» Katie Holmes fékk ekki draumahlutverkið. » 70 FÓLK» Crowe gerir stólpagrín að DiCaprio. » 67 Stúdentaleikhúsið setur upp alvarlegan skrifstofufarsa eftir Hlín Agnarsdóttur í kjallara Norræna hússins. » 66 Þegar lífið liggur við LEIKLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Banaslys á Holtavörðuheiði 2. 10 ára dómur f. munnmök styttur 3. Tveir sem lentu í bílslysi … 4. Neitað um líftryggingu „VIÐ þurfum á annars konar fjöl- miðlum að halda, miðlum sem vaka yfir valdinu en eru ekki seldir undir það. Fjöl- miðlar eiga að vera fjórða valdið en ekki hluti af ríkisvaldinu,“ segir bandaríska fréttakonan Amy Goodman. Hún stýrir óháða frétta- þættinum Democracy Now! sem nýtur vaxandi vinsælda vestanhafs. Goodman heimsækir Ísland um næstu helgi og verður einn fyrirles- ara á opnu afmælismálþingi Blaða- mannafélags Íslands. Goodman segir aukna sam- þjöppun eignarhalds á bandarískum fjölmiðlum áhyggjuefni. „Þetta er al- varlegt vandamál. Við erum með mörg hundruð stöðvar en aðeins örfáir fjölmiðlarisar eiga þær allar,“ segir hún. | 24 Fáir eiga fjölmiðlana Amy Goodman ÍSLENSKIR að- alverktakar (ÍAV) hafa keypt heila götu í Garðabæ, Mosa- götu, og ætla að byggja þar 77 íbúðir. Um er að ræða allar íbúð- arlóðir við göt- una sem liggur miðsvæðis í Urriðaholti. Búið er að skipuleggja byggð við götuna og verða þar byggð lítil og lágreist fjölbýlishús og raðhús með alls 77 íbúðum. ÍAV ætla að hefja fram- kvæmdir eftir mitt næsta ár og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn í húsin eftir um tvö ár. Urriðaholt ehf. hefur skipulagt rúmlega 4 þúsund manna byggð í hverfinu öllu og seldi lóðirnar til ÍAV. Samningsaðilar vilja ekki gefa upp kaupverð lóðanna. Gunnar Sverrisson, forstjóri ÍAV, segist vera hrifinn af skipu- lagi svæðisins, þar sé lögð áhersla á nálægð við náttúruna, skóla og golfvöll. „Svo eru fjölbýlishúsin lítil og hugguleg með fáum íbúðum. Við höfum byggt mikið af svona smærri fjölbýlishúsum og við höf- um fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir svoleiðis húsum, sérstaklega frá fjölskyldufólki.“ Með því að kaupa lóðir á heilli götu segir Gunnar að ÍAV nái stærðarhag- kvæmni í framkvæmdinni, til hags- bóta fyrir alla. Keyptu heila götu Hús Nóg er að gera hjá smiðum. Á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund er stefnt að því að gera miklar breytingar með það að markmiði að all- ir sem kjósi einbýli eigi kost á því. „Við erum með mörg einbýli,“ segir Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri Grundar. „En við ætlum nú á næstu árum að breyta stóra húsinu – taka tvö herbergi og breyta í eitt með snyrtingu. Þetta er gríðarmikil framkvæmd og tekur einhver ár.“ Guðrún er þriðji ættliður stjórnenda á Grund. Þar fæddist hún og hefur nú starfað þar í 40 ár. | 34 Einbýli fyrir þá sem vilja 85 ár frá vígslu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÞAÐ var upplifun fyrir börnin níu í Innipúkahópnum á leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum, þegar Vilhjálmur Einarsson, ólympíumet- hafi og fv. rektor Menntaskólans á Egilsstöðum, fór með þau í skoðun- arferð um elsta hluta bæjarins. Hann sagði þeim frá lífinu í gamla daga, litríkum íbúum, hænsnakof- um, fyrstu húsbyggingunum í bæn- um og ýmsum gamanmálum tengd- um fólki. Börnin fóru nýlega á Vilhjálmsvöll og skoðuðu þrístökksspor Vilhjálms sem þar eru greypt í völlinn og gerðu hann að silfurhafa á Ólympíuleikum í Melbourne. Þau hrifust mjög af því að þessi frækni íþróttamaður væri í þeirra heimabæ og í kjölfarið slógu þau á þráðinn til hans og báðu hann um að segja þeim frá afrekinu. Þar sem þau hafa nú að verkefni að kynnast Egilsstöðum fyrr og nú þótti upplagt að Vilhjálmur færi með þeim um elsta hverfið í bænum og segði frá. Börnin enduðu svo í heim- sókn á æskuheimili Vilhjálms í Lauf- ási, þriðja elsta húsi Egilsstaða. Það- an kunni hann margar góðar sögur. M.a. sagði hann frá þegar Kjarval sat þar einu sinni sem oftar í eldhús- inu við skyrdisk og renndi í það fal- lega mynd úr púðursykri með skeið- inni sinni. „Það á ekki að leika sér með matinn, Kjarval,“ sagði þá ann- ar gestur við eldhúsborðið. Þetta fannst börnunum, sem hafa verið frædd um Kjarval í leikskólanum sínum, stórkostlega fyndið, enda vita þau að maður á ekki að leika sér að matnum heldur borða hann fallega. Vilhjálmur lofaði, í enda samver- unnar, að ljá börnunum upptöku af silfurverðlaunastökkinu svo þau mættu sjá hvert þrístökkið fleytti honum í raun og sann. Það á ekki að leika sér með matinn, Kjarval! Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samvera Vilhjálmur Einarsson fór með leikskólabörn um gamla bæinn á Egilsstöðum og sagði frá mannlífinu í gamla daga. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.