Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 36
ævistarf 36 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALAN GIMLI REYKJAVÍK, GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. S: 483 5900 Kristinn Kristjánsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS Til sölu 65,9 fm, tveggja herbergja íbúð í snyrtilegu fjölbýli við Sambyggð. Eikarpark- et á stofu og holi. Eldhús með góðri innrétt- ingu og flísum á gólfi. Svefnherbergi með dúk og stórum skápum. Flísalagt baðher- bergi. Stórar svalir. Verð 10,9 millj. Erna og Gunnar verða með heitt á könnunni frá kl. 16-18 í dag, sunnudag, fyrir þá sem vilja skoða íbúðina. ÞORLÁKSHÖFN FASTEIGNASALAN GIMLI, HVERAGERÐI, GSM 892 9330 Hér er um að ræða svokallaðan BYKO-reit sem er á horni Sólvallagötu og Hringbraut- ar. Heimilt er að byggja um 8.300 fm byggingu sem getur t.d. verið blandað íbúðar- húsnæði auk ýmis konar verslunar- og þjónustustarfsemi. Hér er um mjög áhugavert tækifæri að ræða. Allar nánari upplýsingar gefur Þorleifur St. Guðmundsson lögggiltur fasteignasali í síma 824-9094. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Byggingarlóð á horni Sólvallagötu og Hringbrautar (Byko-reitur) er til sölu voru keyptir fyrir gjöf frá Vestur-Íslendingum sem komu á al- þingishátíðina og gistu á Grund. Það er að vísu búið að yfirdekkja þá og halda við. Svo er hér hrærivél í eld- húsinu frá því um stríð. Pabbi var vissulega ákveðinn maður. En hann hafði líka heilmik- inn húmor. Þegar aftara húsið hér var byggt sem nefnt er Litla-Grund þá hafði ekkert hús staðið hér á lóð- inni. Þegar byrjað var að reisa það fóru nágrannarnir að hringja og spyrja hvað húsið ætti eiginlega að vera hátt. Þeir sögðu að ekki myndi sjást til sólar fyrir húsinu. Þá tók pabbi sig til og lét steypa í vegginn stóreflis sól og mála hana gula. Þessi sól er enn á húsgaflinum.“ Einbýli fyrir þá sem vilji Guðrún segir að ekki sé hægt að jafna saman því sem faðir hennar þurfti að kljást við í rekstri heimilis- ins á sinni tíð og þeim verkefnum sem mæti sér. „Þetta er svo miklu auðveldara fyrir mig. Þetta er ekkert líkt.“ – En hvert horfið þið einkum með rekstur heimilisins næstu árin? „Við erum með mörg einbýli. En við ætlum nú á næstu árum að breyta stóra húsinu – taka tvö her- bergi og breyta í eitt með snyrtingu. Þetta er gríðarmikil framkvæmd og tekur einhver ár.“ – Er þá stefnan sú að hér verði eingöngu einbýli í framtíðinni? „Ég vil orða það þannig að við viljum að allir sem kjósi einbýli eigi kost á því. Það bara vilja það ekki alltaf allir. Ég man eftir einni konu sem við buðum einbýli og hún svar- aði: „Ég hef aldrei sofið ein í her- bergi.“ Þar með var það útrætt. Obbinn af fólkinu vill samt vera út af fyrir sig – en ég tek eftir því að þeir sem eru á einbýlunum vilja gjarnan hafa opið fram.“ Á göngu með Guðrúnu um húsa- kynni heimilisins er eftirtektar- verður góður andi með starfsfólki og heimilisfólki. Hvarvetna er skipst á glaðlegum kveðjum og smáglensi. „Það er okkur mikils virði að hafa góðan og glaðlegan anda hér,“ segir Guðrún. „Við höfum líka lagt upp úr því að hafa hér morgunstund á hverjum degi þar sem er spilað og sungið, lesið upp úr blöðum og sagð- ar sögur. Hárgreiðslu og fótsnyrt- ingu fær fólk sér að kostnaðarlausu á Grund. Hér eru 20 heimilismenn sem unnu hér áður. Það finnst mér góð meðmæli og gaman að hitta það aft- ur. Okkur hefur haldist afar vel á starfsfólki í gegnum tíðina. Nú er nýhætt hjá okkur kona sem vann fram á 82. aldursár. Það er líka tals- vert um að fólk fari annað um stund en komi svo aftur til okkar. Meira að segja læknahópurinn okkar er að verða roskinn – en Árni Tómas Ragnarsson yfirlæknir yngir hann upp. Hann er einn af þeim sem sneru aftur hingað til starfa. Við höfum haft margt erlent starfsfólk í áranna rás. Það hefur oft störf við ræstingar en sækir svo ís- lenskunám í vinnutíma til að geta fremur tekið að sér umönnunarstörf og hækkað þá í launum. En auðvitað vildi ég geta greitt miklu hærri laun.“ „Líkklæðin hafa ekki vasa“ Við víkjum í framhaldinu að ný- liðnum fréttum úr samfélaginu, af stórtækum hlutabréfaviðskiptum og auðsöfnun. Guðrún segir að sér finnist í raun óhugnanlegt hvernig þjóðfélagið sé orðið. Sér blöskri tal um milljónir og milljarða dag eftir dag. Svo sé talað um að allt fari til fjandans ef hækkuð séu laun lægst launaða fólksins. „Pabbi skrifaði einhvern tíma grein þar sem hann sagði meðal annars: „Líkklæðin hafa ekki vasa.“ Hann vildi vekja athygli á því hvað auðsöfnun væri skammvinn sæla. Pabbi sagði oft: „Einmanaleikinn fer svo illa með fólk.“ Það eru alltaf allir að vinna og gamalt fólk verður gjarnan einmana. En hér hittir fólk jafningja sína og fær lifandi fé- lagsskap. Ég held að margir komi hingað fullt eins út af því. Mamma sagði oft að ég væri lík pabba. Ég hef ekki átt auðvelt með að fyrirgefa ef mér finnst fólk eða fjölmiðlar hafa ráðist ómaklega á heimilið. Strákarnir mínir segja stundum að mér líði ekki vel nema ég hafi áhyggjur af einhverju. En það má bara ekki gleyma náunga- kærleikanum. Það sem pabbi kenndi mér var kannski einkum tvennt; að vera ráðdeildarsamur, að sá sem væri ekki með litlu hlutina í lagi gæti ekki haft þá stóru í lagi. Einnig að vera ekki sama um fólk. Ég vil að öllum líði vel hér, mér líður illa ef einver leiðindi eru. En númer eitt, tvö og þrjú er það sem hann inn- prentaði okkur sem ungum stelpum: að vera ævinlega góðar við gamla fólkið.“ Vakin og sofin í vinnunni „Þetta starf gefur mér mjög mik- Gamla skrifborðið Gísli Sigurbjörnsson við skrifborðið gamla sem Guðrún notar enn. Það var aldrei neinn óþarfi í hans tíð. Á ferðalagi Starfsfólk og heimilisfólk af Grund í Hellisgerði. Guðrún situr hjá Gísla föður sínum vinstra megin á myndinni. Keik Ásta Pje, vinkona Guðrúnar úr bernsku, með pípuna sína. » Pabbi sagði oft: „Einmanaleikinn fer svo illa með fólk.“ Það eru alltaf allir að vinna og gamalt fólk verður gjarnan einmana. En hér hittir fólk jafningja sína og fær lifandi fé- lagsskap. Hringekjan Heimilisfólk af Grund skemmtir sér í Tívolí í Vatnsmýrinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.