Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Grettisgata Mikið endurnýjuð sérhæð Mjög falleg og mikið endurnýjuð 151 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi í mið- borginni. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í þrjú góð herbergi, tvennar bjartar samliggjandi stofur með rennihurðum og því möguleiki að nýta aðra stofuna sem herbergi. Eldhús með eyju klædda grásteini og flísalagt baðherbergi. Tvær sér geymslur. Góð eign í miðborginni. Verð 35,0 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Laugavegur 49a 101 Reykjavík 4ra íbúða hús á eignarlóð - leigutekjur Stærð: 148 fm Fjöldi herbergja: 8 Byggingarár: 1906 Brunabótamat: 19.520.000 Bílskúr: Nei Verð: 38.000.000 Eignin er bárujárnsklætt timburhús með steyptum kjallara og skiptist í 3.hæðir. Kjallari 40.6 : er með sérinngangi. Stofa og eldhús er opið rými. Baðherbergi með flísum og sturtuklefa. Svefnherbergi. Í kjallara er einnig sameiginlegt þvottahús fyrir húsið. Miðhæð 47.3 fm. Sameiginlegur inngangur með rishæð. Eldhús með flísum á gólfi og borðkrók. Stofa / borðstofa. Baðherbergi með sturtuklefa. Svefnherbergi. Rishæð Íbúð I 28 fm : Stofa og eldhús opið rými. Svefnherbergi með aðgangi inn á baðherbergi með sturtuklefa. Íbúð II 28 fm : Stofa og eldhús opið rými. Svefnherbergi. Baðherbergi með baðkari. Gólfefni: upprunalega gólfþjalir eru á flestum gólfum nema baðherbergjum Pípulagnir, klóakslagnir og rafmangslagnir eru endurnýjaðar.Klæðning utan á húsinu er endurnýjuð. Eignin þarfnst viðhalds. Búi Sigurður Guðmundsson Lögg. fasteignasali Lóa Sveinsdóttir Sölufulltrúi sigurdur@remax.is loa@remax.is Bókið skoðun í 698 - 87 - 33 RE/MAX Búi - Stórhöfða 17 - 110 Reykjavík - Sími: 5209400 - www.remax.is 698 87 33 FRÁSÖGNIN í Biblíunni af Ba- belsturninum (1M 11: 1-9) bendir ekki til að Guð sé hrifinn af allri sameiningarpólitík en þó stofnsetti Guð hjónabandið og kirkjuna. ,,Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. – Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og upp- fyllið jörðina …“ 1M 1: 27-28. ,,Þess vegna yf- irgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold“ 1M 2: 24. Jesús staðfestir svo þessa skipan mála: ,,Hann svaraði: Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu – og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. – Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja“ Mt 19: 4-6. Hjónaband hefur í íslensku máli, og orðsins fyllstu merkingu, verið það orð sem skilgreinir samband karls og konu til ævarandi sam- búðar á meðan bæði lifa. Þetta elsta félagsform mannsins er frá upphafi vega blessað af Guði. Adam og Eva fengu blessun Guðs á sitt samband fyrir syndafallið. Guð blessaði þau m.a. til að uppfylla jörðina, það er getnað þeirra, en í barninu sem fæðist eru þau eitt hold. Hjónabandið og kirkjan und- irgangast sömu meginreglur, sem eru: Helgun, eining, hlýðni. ,,Helgun“ er þegar menn gefast Guði og öðlast fyrir iðrun og aft- urhvarf fyrirgefningu synda sinna, við það verða menn fráteknir fyrir Guð til helgra nota. ,,Heilagleiki“ er annað hugtak sem miðast ein- göngu við nærveru Guðs. Guð þolir ekki synd og blessar því aðeins það sem er honum helgað. ,,Eining“ – þeir sem lifa í ófriði fjarlægja sig Guði og hans vernd og opna þannig fyrir áhrifum illra afla. Fyrirgefningin er ein af dyggðum kristninnar og það að elska náung- ann eins og sjálfan sig er vegvísir á einingu í samskiptum manna. ,,Hlýðni“ við Guð er að sætta sig við þá skikkan sem hann set- ur sköpunarverki sínu og gera Biblíuna að áttavita sínum. Hlýðnin er sett helg- uninni og einingunni til verndar því Guð agar þá sem hann elskar. Í Postulasögunni, köflum 4-5, er lýsing á safnaðarstarfi frum- kirkjunnar og hvernig yfirnáttúrleg blessun safnaðarins átti rætur sínar í helg- un, hlýðni og einingu. Í Biblíunni er Kristi líkt við brúðguma en kirkj- unni (söfnuði helgaðra) líkt við brúði og má af því sjá hvað hjóna- bandið er Guði hjartfólgið. Með fórnardauða sínum á Golgata opn- aði Jesús mönnum leið til að end- urfæðast til eilífs lífs með honum og með uppstigningu sinni til himna opnaði Jesús leið fyrir Heilagan anda sem sendur er iðrandi hjört- um syndugra manna og í líkingunni má segja að hann ,,dreifi“ sér um jörðina með andlegri frjósemi líkt og afsprengi karls og konu í hold- legum skilningi. Hjónabandið og kirkjan eiga rætur í boðorðunum miklu. ,,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig“ Lk 10:27. Hjúskapur karls og konu og söfnuður kristinna eru frátekin félagsform Guðs föður, skapara alls lífs. Guð tekur frá þá sem hann blessar og gerir það á sínum for- sendum. Guð faðir deilir ekki dýrð sinni eða völdum, sama gildir um Jesú Krist og Heilagan anda. Með tilkomu kirkjunnar öðlaðist hjónabandið endurnýjun, þar sem m.a. hórdómsbrot eru fordæmd og lögð er áhersla á einkvæni og að gagnkvæm virðing og tillitssemi ríki í hjónabandinu. Eitt af táknum síðustu tíma er ,,Þegar þér sjáið viðurstyggð eyð- ingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað, les- andinn athugi það“ Mt 24:15. Sátt- máli hjónabandsins er af Guði helg- ur og á stað í hjarta hans, kirkja Krists á jörðu er það sömuleiðis og bæði þessi félagsform eru að stofni til heilög af því að nærvera Guð blessar þau sem slík. Ef menn taka fram fyrir hendurnar á Guði og reyna að knýja Guð til hlýðni við sig með því að gefa saman karl og karl eða konu og konu og krefjast þess að þeir gjörningar séu bless- aðir af Guði rétt eins og hjónaband karls og komu, þá er viðurstyggð eyðileggingarinnar á helgum stað orðin tvíþætt og minnir á þá frá- sögn Gamla testamentisins þegar lýðurinn í Sódómu ætlaði að nauðga englum Guðs 1M 19, en englarnir voru fráteknir Guðs þjón- ar eins og safnaðarmeðlimir krist- innar kirkju eiga einnig að vera enda leggi þar hver og einn kyn- hneigð sína í Guðs hendur í bæn og trú eins og allt annað. Það veldur andlegum dauða að forherða sig í synd en þeir sem blessa þann verknað í Guðs nafni virðast vera í röngu liði. Allir eiga fyrirheit um fyrirgefn- ingu synda sinna fyrir náð Guðs í Jesú Kristi og þeir sem þegið hafa náðarverkið eiga í veikleika sínum vísa föðurást Guðs ,,Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda – hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín!“ Harml. 3: 22-23. Maðurinn getur ekki breytt Guði en Guð getur breytt mönnum. Ég bið íslenskri þjóð Guðs friðar. Hjónaband og kirkja Ársæll Þórðarson fjallar um hjónabandið »Hjónaband hefur ííslensku máli, og orðsins fyllstu merk- ingu, verið það orð sem skilgreinir samband karls og konu til ævar- andi sambúðar á meðan báðir aðilar lifa. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. EINHVERJU sinni heyrði ég for- mann Læknafélagsins fullyrða að ölvunarakstur væri eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar full- yrðingar – enda fáar stéttir sem þekkja bet- ur skelfilegar afleið- ingar ölvunaraksturs en læknastéttin. Því hefur verið haldið fram að fimmta hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunar- eða fíkniefnaakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa megi rekja til þess að öku- maður var undir áhrif- um. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki göt- unnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sér- staklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldis- mann? Líkingin er vissulega rétt- mæt. Bæði sá sem lemur fólk og sá sem sest undir stýri ölvaður, ógnar umhverfi sínu og getur skaðað sak- laust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar. Um- ferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Í Umferðarlög- unum er lögð sú skylda á bensín- afgreiðslumenn og þjóna að tilkynna lögreglu ef þeir verða varir við ölvun við akstur. Þetta er undarlegt ákvæði þar sem úr því má lesa að aðrir séu undanskildir því að til- kynna lögbrot. Í löngu starfi mínu sem forvarnafulltrúi VÍS hef ég um- gengist fjöldann allan af ungmennum þar sem ölvunarakstur hefur borið á góma. Því miður virðast margir fyllast samviskubiti ef þeir til- kynna ölvun við akstur einhvers náins vinar eða aðstandanda – en eru frekar tilbúnir til þess ef um ókunnuga er að ræða. Best er auðvit- að að reyna að hafa áhrif á viðkomandi og fá hann til þess að hætta við að aka undir áhrif- um – en að öðrum kosti er ekkert annað að gera en tilkynna meintan ölvunarakstur til lög- reglunnar. Varla þarf að taka fram að þegar slíkar tilkynningar ber- ast lögreglunni er nafn- leyndar gætt þannig að tilkynnandi þarf ekki að óttast hugsanlega hefnd frá þeim sem til- kynnt er um. Svo aftur sé vikið að ungmennum á framhaldsskólaaldri, sem skv. könnunum VÍS hafa að stórum hluta einhvern tímann ekið undir áhrifum áfengis, hefur komið í ljós sú ánægjulega staðreynd að eft- ir að þeir hafa fengið fræðslu um af- leiðingar ölvunaraksturs – bæði hvað varðar líkamstjón og hinn fjár- hagslega þátt, hefur stórlega dregið úr þessari hættulegu iðju þeirra. Það er einmitt sú leið sem við viljum fara, byrgja brunninn áður en barn- ið dettur í hann og fá aðra til að taka þátt í þeirri vinnu. Okkur kemur þetta nefnilega öllum við. Hið vökula auga almennings er mikilvægt Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um forvarnir og ölvunarakstur Ragnheiður Davíðsdóttir » Það er ein-mitt sú leið sem við viljum fara, byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann og fá aðra til að taka þátt í þeirri vinnu. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.