Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Kristján Buhlfæddist í Jor- drup á Jótlandi 13. júní 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri sunnudaginn 7. október síðastliðinn. Eiginkona Krist- jáns er Margrét Magnúsdóttir, f. í Fljótum í Skagafirði 20.12. 1929. Börn þeirra eru: 1) Lovísa Signý Kristjáns- dóttir, f. 4.2. 1960. Maður hennar er Björn Einarsson, f. 4.4. 1958, þau eiga þrjú börn, Margréti Ósk, Einar Berg og Kristján Breka. 2) Magnús Krist- jánsson, f. 26.5. 1961. 3) Hans Pétur Kristjánsson, f. 20.11. 1962. 4) Ást- ríður Kristín Krist- jánsdóttir, f. 17.6. 1965. Hún á eina dóttur, Sunnevu Dögg. 5) Hólmfríður Björg Kristjáns- dóttir, f. 4.6. 1970. Maður hennar er Eggert Rúnar Birg- isson, f. 18.6. 1965. Útför Kristjáns Buhl var gerð frá Möðruvöllum í Hörgárdal 16. október. Lífið er oft röð af sérstökum til- viljunum. Á meðan ég var að bíða eftir að komast í heiminn var móðir mín að vinna á Dvalarheimilinu í Skjaldarvík. Þar vann einnig ungur maður, Kristján Buhl, sem hefur þá líklega verið nýlega kominn frá Danmörku. Um þetta leyti er hann að kynnast konu sinni, Margréti. Það var svo ekki fyrr en rúmlega 30 árum síðar sem ég kynntist þeim hjónum á Reistará, foreldrum Lovísu mágkonu minnar. Síðastliðin 17 ár höfum við hist mjög reglulega í kaffiboðum í Móa- síðunni. Það var alltaf skemmtilegt að hitta Kristján. Hann var ræðinn, hafði gaman af að spjalla um menn og málefni. Oft sagði hann líka frá atvikum úr eigin lífi, sérstaklega frá því er hann átti heima í Dan- mörku. Við Kristján ræddum oft um pólitík, þar bar álver við Eyja- fjörð oft á góma. Við vorum inni- lega sammála í því máli. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi haft áhrif á Margréti, dótturdóttur sína að þessu leyti. Síðustu árin kom það oftar en einu sinni fyrir að við Kristján hitt- umst fyrir tilviljun á Glerártorgi og náðum þá skemmtilegu spjalli yfir kaffibolla. Ég er þakklát fyrir þess- ar stundir. Fjölskyldu Kristjáns votta ég mína innilegustu samúð. Hulda Steingrímsdóttir. Kristján Buhl Ég man það eins og það hefði verið í gær þegar ég hitti þig fyrst, Sigurður minn, í Borgarholtsskóla. Við vorum bæði svolítið kvíðin, þú að byrja í framhaldsskóla og ég að starfa sem stuðnings- fulltrúi í fyrsta sinn. Ég man að mér fannst þú svo myndarlegur, svona hávaxinn og teinréttur í svarta leð- urjakkanum þínum. Það eina sem benti til þess að þú þyrftir aðstoð var hvíti blindrastafurinn þinn. Að fá að kynnast þér var Guðs- blessun. Þegar ég hugsa um þig koma ótal myndir af þér upp í hug- ann. Þú að rifja upp liti þjóðfána ýmissa landa eða leggja saman í huganum töluvert háar tölur. Þú elskaðir að hlusta á sögur og tónlist, þá sast þú með heyrnartól á höfðinu og annað hvort hlóstu þínum ynd- islega hlátri eða söngst svo hátt að undir tók í fjöllunum. Stundum „stálumst“ við niður í matsal og fengum okkur kaffi og mola. Þar talaðir þú um þín hjart- ans mál, fjölskylduna þína yndis- legu, ferðirnar ykkar saman og sumarbústaðinn. Þarna sagðir þú mér feimnislega frá því að þú værir skotinn í stelpu og þó þú gætir ekki séð hafðir þú valið sætustu stelpuna. Þú varst mikill KR-ingur, svo mikill að einhverju sinni var sagt við þig, við skulum fara fram og þú svaraðir, nei, ekki „fram“ ég er KR- ingur. Sigurður Tryggvason ✝ SigurðurTryggvason fæddist í Reykjavík 20. apríl 1985. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 11. októ- ber síðastliðins og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 19. október. Þú gafst mér miklu meira en ég gat gefið þér og þú kenndir mér svo margt. Dýrmætasta stund- in okkar saman var þegar þú, þá kominn í hjólastólinn þinn, spurðir mig hikandi og feiminn. Viltu vera vinur minn að eilífu? Hvílíkur heiður. Ég kveð þig í bili, elsku vinur minn. Þín vinkona Guðrún Tómasdóttir. Þú sem harmi þrungin(n) stynur og þreytist undir byrði kífs, treystu því, að inn tryggi vinur, er tímum ræður hels og lífs, þín mun græða sorgar-sár og sérhvert þerra harmatár. Þó að þér félli þungt að skilja við þinn í æsku náinn son, gefðu þig undir guðs þíns vilja og gleddu þig í þeirri von að þú hann munir síðar sjá sælunnar helga landi á. Þar sem að geisla bjartur bjarmi blikar um skæra himinsslóð og alsæla gjörir jarðar-þjóð, í þeim sólbjarta sælu-geim sjást þeir, sem skilja hér í heim. (Kristján Jónsson.) Steinunn mín elsku vinkona, Tryggvi og Ástvaldur Guð gefi ykk- ur styrk og kraft í sorg ykkar og þeirri miklu breytingu sem verður á öllum ykkar högum. Öll sú ást og umhyggja sem þið veittuð syni og bróður í hans erfiðu veikindum var svo einstök að við sem fylgdumst með drúpum höfði með virðingu og lotningu. Eygló. Hvernig er hægt að lýsa því, elsku mamma, hversu mikið við eigum eftir að sakna þín? Hvað eigum við að gera þegar við þurfum á hjálp þinni að halda? Hvert eigum við að hringja þegar okkur líður vel og illa? Hvernig eigum við að halda í lykt- ina þína? Því við finnum hana enn í húsinu. Hvað eigum við að gera þegar okkur vantar einföld ráð og aðeins þú getur leyst þau? Hvernig á að fylla þetta tómarúm í hjarta okkar við þennan aðskilnað? Hver á að róa okkur öll hin, þegar aðeins þú hafðir þá einstöku hæfi- leika til að halda okkur á mottunni? Hver ætlar að segja við okkur?: Uhumm… já, elskan mín. Með bros á vör. Hver ætlar að segja?: Ekki labba svona þungt á hælunum. Tiptoe, tiptoe. Ingunn Helga Sturlaugsdóttir ✝ Ingunn HelgaSturlaugsdóttir (Inga) fæddist á Akranesi hinn 17. október 1941. Hún lést á heimili sínu í Wellesley í Massachusetts í Bandaríkjunum hinn 15. október síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Akraneskirkju 26. október. Hvert eigum við að snúa þegar okkur langar einfaldlega að segja: Mamma mín, mig langar svo að tala við þig. Og fá smá knús. Þú slúðraðir aldrei. Þú kvartaðir aldrei. Þú talaðir aldrei illa um annað fólk. Þú varst alltaf jákvæð og bjartsýn. Þú sýndir alltaf hlýju í garð ann- arra. Þú tókst öllu með svo einstakri ró. Enda var ekkert sem kom þér á óvart. Meira að segja sjúklingar þínir tóku ástfóstri við þig, því þú komst fram við þá eins og jafningja þína og hlustaðir á þá með allri þinni athygli. Þú kenndir okkur að vera óhrædd við hluti og lífið. Þú þurftir ekki einu sinni að kenna okkur það, það var sjálfgefið á okkar heimili. Við dáumst að því hversu metn- aðargjörn þú hefur verið frá barns- aldri og lést ekkert koma í veg fyrir það sem þú vildir gera í lífinu, það er að segja, að vinna við það sem þú gerðir greinilega mjög vel. Enda varstu kosin „Most likely to succeed í High School. Og þú varst sú eina sem vannst ritgerðasamkeppni í High School og verðlaunin voru há- degismatur með John F. Kennedy þingmanni í Washington D.C. Þú hlýtur að hafa verið öfunduð af öll- um konum í Wellesley á sínum tíma. En að vinna sem læknir, hvort sem það var við heimilis- og skurð- lækningar í Kenýa og Íslandi, eða sem geðlæknir fyrir afbrotamenn með geðræn vandamál í Boston, þá vannstu þína vinnu af svo mikilli inn- lifun og áhuga. Og þú gerðir það allt- af vel. Þú varst líka eini læknirinn sem við treystum fullkomlega. Svo varstu með þinn verðlauna- garð og það var svo gaman að eyða deginum með þér í Wyndi-lo að kaupa fallegar plöntur og litrík blóm til að planta í garðinn þinn. Enda sagði Mark nágranni þinn að vorið væri ekki komið fyrr en að þú værir komin út í garð. Ef maður var í heimsókn hjá ykk- ur pabba, þá leið varla morgunn án þess að þú kæmir inn til manns, kysstir mann á ennið og sagði: Góð- an daginn, elskan mín. Og maður leit á þig og sá hlýjuna í augunum og fallega brosið sem náði allan hringinn. Þú varst líka alltaf brosandi og það var bros sem lýsti upp herbergið og gat brætt mann og annan. Þú varst svo áhrifarík og sterk kona sem snerti alla á einhvern hátt. En fyrir okkur varstu bara hin ynd- islega, óhefðbundna mamma sem gafst okkur svo mikla ást og um- hyggju, sem kenndir okkur svo margt í lífinu og sýndir okkur að maður á aldrei að gefast upp á neinu, sama hversu hlutirnir eru erfiðir. Og vera bjartsýnn, jákvæður og einfald- lega brosa við heiminum. Elsku mamma, engin orð fá lýst hversu mikið við elskum þig og söknum þín. Þín börn, Svana Lára, Katrín, Haukur Jóhann og Helga Margrét. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Elsku Sissa mín. Nú eru rúmlega tíu ár síðan ég kynntist þér, þegar þú, ég og Adda amma fórum út í Viðey. Sú ferð dagsferð átti eftir að breyta miklu í mínu lífi, því þar eign- aðist ég lukkugrip – þig, Sissa mín. Mig minnir að við amma höfum tekið upp á því að kalla þig lukkugripinn okkar því veðrið var gott og ferðin gekk vel. Þarna kynntist ég vinkonu ömmu og afa sem strax varð góð vin- kona mín, systkina minna og fjöl- skyldunnar allrar. Þegar ég óx úr grasi átti ég eftir að sjá betur og bet- Steinunn Sigríður Jónsdóttir ✝ Steinunn Sigríð-ur Jónsdóttir (Sissa) fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1929. Hún lést á Landspítalanum 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 25. október. ur hversu mikill og sannur lukkugripur þú ert – því ég held að það séu ekki margar stelp- ur sem eiga vinkonu ömmu sinnar og afa sem sína eigin vin- konu. Þegar við systkinin höfum átt afmæli, ver- ið fermd og útskrifast úr allavega skólum þá varst þú Sissa mín nefnd sem fyrst á nafn því nærvera þín var einstök. Alltaf bros- andi, hlæjandi og full af góðvild og hlýju í garð allra. Fyrstu heimsóknir mínar og okk- ar til þín í Eikjuvoginn eru mér sér- staklega minnisstæðar því mér fannst húsið þitt svo fallegt, falleg málverk, lampinn sem skein inn í steininn en síðast en ekki síst fann ég hlýjuna og umhyggjuna streyma frá þér. Á aðventunni var það hefð að koma til þín og bauðstu okkur þá iðu- lega í eldhúsið að smakka smáköku- sortirnar og lagterturnar sem þú hafðir verið að baka. Ég fékk upp- skriftir hjá þér en þær voru nú hvorki eins fallegar í laginu né bragðgóðar eins og hjá þér. Jólaóró- arnir og skrautið var komið upp og hinn góði jólaandi ríkti yfir öllu. Svo var það fyrir fáeinum árum að við ætluðum að endurvekja Viðeyj- arferðina, en einhverra hluta vegna komumst við ekki þangað heldur fór- um við þá í staðinn upp í Perlu og átt- um þar notalega stund. Einnig er mér minnisstæð heimsóknin sem við Helgi bróðir fórum í til þín, við þrjú spjölluðum heillengi og okkur þótti svo gott að koma til þín. Við í fjölskyldunni höfum oft minnst á það hve yndisleg og hlý þú hefur alltaf verið, Sissa mín. Alltaf að hugsa til allra, sinna öllum, muna eft- ir öllum og gefa svo mikið af þér. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, mig, mömmu og pabba, Sigga, Öddu, Ronju og Helga Elí og glatt okkur öll í gegnum tíð- ina. Okkur þykir svo vænt um þig. Ég veit að ykkur hjónunum líður vel því þið eruð komin saman á ný. Ég bið góðan Guð að varðveita ykkur að eilífu. Þín Jóhanna Sveina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.