Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Með þetta í farteskinu meðal annars útskrifaðist ég vorið 1954. Ég eign- aðist góða vini í skólanum af báðum kynjum. Í fyrra fór ég þegar skólinn átti 100 ára afmæli, þá hitti ég margt af mínum gömlu skólasystkinum, þá fann ég hvað okkur þótt vænt hverju um annað, það var verulega gaman. Ein skólasystir mín reyndist mér sérlega vel á námsárunum, hjálpaði mér þegar á þurfti að halda og ég gat rætt við hana fram á nætur – hún krufði með mér tilveruna, slíkt er hluti af því að þroskast. Við ræddum auk þess um hvort innlifunarstefna Staníslavskíjs ætti rétt á sér eða að- ferð Brechts – að ekki sé talað um frönsku stefnuna og Marcel Mar- ceau. Hinn ameríska natúralisma og þetta allt saman. Áhrif Staníslavskíjs voru ráðandi á þessu tímabili í leik- list. Mér hefur alltaf fundist erfitt að skilja Brecht, að standa fyrir utan sjálfan sig og horfa á sig! Að hvaða marki getur maður verið fyrir utan sjálfan sig og samt ekki? Hann var auðvitað að gera uppreisn gegn stíl- iseruðum leik, sýndarmennskuleik í þýsku leikhúsi. Líklega var hann að gera það sem leikhús snýst um – að segja satt. Að leikarinn, hvar sem hann ber niður, leiki þannig að áheyrandinn trúi honum. En þetta er margfalt flóknara en að segja það. Leikarinn þarf að vera kameljón Leikarinn þarf að vera kameljón – án þess þó að vera kameljón. Leik- arinn þarf að koma fólki til að trúa því að það sem hann gerir á hverju augnabliki sé satt. Ég hef ekki upp- lifað að sjá þetta gert nema nokkrum sinnum þannig að ég hafi hrifist með hundrað prósent. Ég sá fyrir nokkr- um árum í bresku leikhúsi leikara ganga fram á sviðið og segja áhorf- endum í salnum frá erfiðleikum sín- um. Ég var búinn að heyra um að hann í þessu atriði tæki salinn í lófa sér, héldi honum þar og fleygði hon- um svo í burtu. Ég átti bágt með að trúa þessu. Ég fór á sýninguna held- ur vantrúaður. En svo vissi ég ekki fyrri til en ég var í lófa hans, hann var að tala við mig, prívat, og segja mér frá. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en hann var búinn að fleygja mér frá sér. Ralph Richardson náði mér líka. Hann hafði þann eiginleika að virka þunglamalegur og venjuleg- ur, textinn var alltaf eins og að bögglast fyrir honum, eins og hann væri að búa hann til, detta allt það sem hann sagði í hug einmitt þá. Hann hafði þessa tækni á valdi sínu, hann var mikill karakterleikari. Ógleymanlegur er mér leikur hans og Johns Gielguds sem skrifað var fyrir þá tvo. Leikur þeirra var kennslustund í leiklist, báðir voru svo flinkir hvor á sinn hátt.“ Hitti Ernu Geirdal Þegar Benedikt Árnason kom heim til Íslands var Þjóðleikhúsið nýlega opnað. „Ég fór eftir heim- komuna að vinna á Keflavík- urflugvelli, var þar í 10 mjög leið- inlega daga en þá var mér boðið hlutverk í Iðnó og lék þar mitt fyrsta hlutverk. Á sama tíma var mér boðið hlutverk í Þjóðleikhúsinu, ég gat gert hvort tveggja, annað leikritið var frumsýnt fyrir áramót en hitt í janúar. Eftir það var ég eingöngu hjá Þjóðleikhúsinu. Fyrsta leikritið sem ég lék í þar var Fædd í gær, með brilljant Þóru, stórkostlegum Vali Gíslasyni, Rúrik og Regínu, þetta var einvala lið. Mér var vel tekið, ekki var annað hægt að segja. Ég var búinn að vera á Íslandi í tvö ár þegar ég kynntist Ernu Geir- dal. Hún var og er mikil málamann- eskja og hafði verið í Frakklandi í tungumálanámi en vann að mig minnir þá stundina í Útvegsbank- anum – eins og margar fallegar kon- ur gerðu á þeim tíma. Erna hafði mikinn áhuga á listum – bók- menntum, leikhúsi og arkitektúr. Hún er mjög listræn og viðkvæm manneskja með sérhæfileika á tungumálasviði. Ég var hálfþrítugur þegar þetta var og ekki alveg kom- inn í giftingarhugleiðingar. Maður vill helst halda sínu frelsi alltaf en hins vegar finnur maður fljótlega að frelsið er einskis virði sem laust hug- tak – maður er aldrei frjáls heldur fastur í þjóðfélagi sem sam- anstendur af alls kyns boðum og bönnum og óskrifuðum hefðum. Frelsið er ekki til þar frekar en hjá fuglinum sem háður er umhverfi sínu. Það kom því eins og af sjálfu sér að bindast þessari fögru konu.“ Í óskastöðu Á þessu tímabili virðist Benedikt Árnason hafa verið í óskastöðu, bú- inn að menntast, koma sér vel fyrir í Þjóðleikhúsinu og eignast þá konu sem hann vildi eiga. „Já það var þannig,“ segir hann. „Ég var nánast frá fyrstu stundu innvígður í leikhúsið og fór undra- fljótt að leikstýra. Það kom eins og margt annað til óvart. Fyrsta leik- ritið sem ég leikstýrði var sett upp í stað verks sem hafði verið fyr- irhugað en eitthvað fór úrskeiðis með. Guðlaugur Rósinkrans talaði við mig og spurði hvort ég gæti bent honum á leikrit – ég mundi eftir lítilli þriggja manna kómedíu. Bjarni Guð- mundsson þýddi þetta verk snagg- aralega og það var farið að æfa það fljótlega með Rúrik, Herdísi og Jó- hanni Pálssyni. Þetta var sannarlega skemmtileg áskorun. Mig minnir að ég hafi áður sett upp á leikarakvöldi tvo einþáttunga, annan eingöngu með konum í og svo Fjárhættuspil- arann eftir Gogol, sem bara karlar léku í. Þetta var það fyrsta sem ég stýrði á Þjóðleikhússviðinu og það gekk ljómandi vel. Ég vann þarna með stórleikurum eins og Þorsteini Ö. Stephensen og Haraldi Björnssyni og öðrum sem tilheyrðu rjómanum af íslenskri leik- arastétt þess tíma. Það var ein- kennilegt fyrir strákling eins og mig að leikstýra þessu fólki enda fékk ég stundum skemmtileg viðbrögð. Ég man t.d. eftir texta sem Haraldur Björnsson átti að segja: „Ha – ha!“ Haraldur lagði aðaláhersluna á fyrra ha-ið en minni á það seinna. Ég fór og fann að þessu við hann og gaf hon- um langa útskýringu á hvar tilfinn- ingaþunginn ætti að liggja. Hann starði á mig lengi og sagði svo: „Já – ég get náttúrlega snúið replikkunni við ef þú endilega vilt!“ Þessi við- brögð kenndu mér mikið um hvernig ég skyldi umgangast þessa öðlinga.“ Æðisköst leikstjóra – Til eru leikstjórar sem með reglulegu millibili taka æðisköst? „Ég tók að vísu æðisköst – en ekki skipulega og ekki með reglulegu millibili,“ svarar Benedikt brosandi. „Ekki til að hræða, alls ekki. Ég er ekki af þeim skóla. Ef hlutirnir gengu alls ekki eins og þeir áttu að ganga kom þetta fyrir. Flosi sagði einhvern tíma að ef ég segði: „Ég veit það ekki – en ég held kannski …“ þá væri jafngott að gera bara nákvæmlega það sem ég hefði beðið um því það væri það sem ég vildi. En mér fannst samt betra að skilja málið eftir opið þannig að leik- arinn gæti komið með uppástungur. Það er ekki gott að leikstjórinn mæti með fullmótaðar hugmyndir. Mér finnst að leikararnir hafi fullan rétt til þess að koma með sínar hug- myndir, enda eru það þeir sem að lokum standa fyrir framan áhorfend- urna. Það er því nauðsynlegt að sam- ræma hugmyndir hvorra tveggja ef ágreiningur rís. Einstrengings- háttur er aldrei til góðs, það er aldrei neitt sem er hundrað prósent rétt – nema að það er aldrei rétt að taka líf annars manns.“ Blaðamaður verður greinilega spyrjandi á svip. „Ég var nú að meina þetta í bókstaflegri merk- ingu,“ segir Benedikt og brosir út í annað. Stórihvellur Hann kveðst aðspurður ekki vera trúaður, „en ef það koma sannanir fyrir því að annað hvort sé rétt þá viðurkenni ég það. Ég hef ekki feng- ið sönnun fyrir framhaldslífi en mér finnst síðasta bók Pauls Davis, sem er stjörnuvísindamaður, mjög trú- verðug og skiljanleg en upphafið – stórihvellur – er svo makalaust að jafnvel þótt mér finnist ég skilja sumt af þeim vísindalegu kenningum sem reyna að botna málið – hvernig í ósköpunum á miðlungur eins og ég að skynja milljóna ljósára fjarlægð? Eða einhverja mælieiningu sem er tíu í 120. veldi? Ef þú tekur eitt núll þar af fer alheimurinn í algjört rugl. Það þarf ekki meira til. Það væri einna helst að vinur minn Björgólfur Guðmundsson skildi svona tölur. Hvort þessi nákvæmni orsakast bara af tilviljun, einhverju eðli náttúrunn- ar eða „einhverju afli“ sem hefur „hannað“ allt dæmi ég ekki um fyrr en vísindi hafa sannað sitt. En auð- vitað er í allri náttúrunni ótrúlegt skipulag sem vekur forvitni, eins og t.d. snjókorn – af hverju er þetta glæsilega, listræna form á hverju snjókorni? Þótt vísindamenn nú- tímans vinni hratt og vel er greinin samt mjög ung og mér er til efs að ég nái því að skilja sköpunarsöguna áð- ur en ég renn braut okkar allra og sameinast meirihlutanum. Ég er AA-maður og trúin er sterk í þeim samtökum en trúarhugtakið þar er svo vítt að það inniheldur að- eins trú á æðri mátt. Hann getur verið hvað sem er, aðeins ef ein- staklingurinn trúir því ekki að hann sé sjálfur almáttugur. Það er nóg fyrir AA-mann að viðurkenna auð- mýkt sína gagnvart tilverunni í sjálfu sér.“ Botninum náð! – Hvenær skyldi Benedikt Árna- son hafa orðið AA-maður? „Drykkjan fór vaxandi hjá mér smám saman jafnhliða störfum og einkalífi. Ég hætti í leikhúsinu vegna drykkju er fram í sótti. Mér tókst ekki að hafa vald yfir henni og vissi ekki heldur hvers vegna ég hafði það ekki. Þetta hélt svona áfram þangað til ég var búinn að missa allt sem ég átti, fjölskyldu og heimili og fór til London af því að ég vissi að það var ódýrara að drekka þar en hér. Dugn- aðurinn við drykkjuna varð samt svo mikill að ég var farinn að leita í síma- boxum hvort einhver hefði ekki gleymt 10 pensum eða svo sem nægði fyrir bjór. Ég var kominn á það stig. Ég undraðist hvers vegna fólkið sem gekk um göturnar var svona kátt og gat sem ekkert væri gengið framhjá börum án þess svo mikið sem líta í áttina til þeirra. Það gat ég ekki. Ég fór til Íslands dag einn 1976 og strax eftir að ég lenti fór ég í partí hjá Gísla Alfreðssyni. Þar var margt gott fólk. Einhver sagði mér frá því að ákveðinn maður hefði farið til Bandaríkjanna og væri nú edrú og eins og allt annar maður. Ég sann- frétti líka að Lilli Berndsen væri orð- inn bindindismaður eftir samskonar vist í Bandaríkjunum. Mér þóttu þetta tíðindi. Ef Lilli gat verið edrú var kannski von með mig. Ég komst svo að tilvist Freeports.“ Nashyrningarnir og My fair Lady En nú hefur Benedikt hlaupið yfir mjög viðburðaríkan kafla í lífi sínu sem blaðamaður vill fá nánari fréttir af. „Eitt af því síðasta sem við Erna Geirdal gerðum í samvinnu var að hún þýddi leikritið Nashyrningana eftir Ionesco og ég setti þá sýningu upp,“ segir Benedikt. „Það var mjög ánægjuleg vinna og einn af hápunkt- unum á mínum ferli. Í því verki mæt- ast módernisminn, absúrdleikhúsið og hin æðislega saga um nashyrning- inn sem er í ætt við Hitler eða ein- hvern af því tagi. Þetta var vendi- punktur í íslensku leikhúsi. Ionesco og höfundar á hans línu höfðu mikil áhrif á mig. Ég sá Nashyrningana í London, þar lék Laurence Olivier að- alhlutverkið og leikstjórinn var ekki af ómerkilegri gerð heldur, Orson Welles. Ég fór í partí kvöldið eftir þá sýn- ingu og hitti þar leikmyndamann sem hét Disley Jones. Við ræddum um sýninguna og vorum sammála um að við hefðum haft ýmislegt öðruvísi. Að lokum sagði ég við Jon- es að ef ég fengi einhvern tíma tæki- færi til að setja verkið upp myndi ég vilja fá hann til samstarfs ef ég fengi leyfi til þess. Þetta varð – hann gerði leikmyndina fyrir Þjóðleikhúsið og hún var mjög flott hjá honum og ný- stárleg. Samvinnan milli okkar, leik- aranna og leikhússins gerði þessa sýningu mjög eftirminnilega. Með henni kom margt nýtt inn í íslenskt leikhús. Þess má geta að áður hafði verið í uppsetningum sett horn á nashyrninginn, en ég sleppti því og hafði hornið aðeins huglægt en þó þannig að nashyrningurinn fór að ganga gegnum húsgögn og veggi vegna hornsins, sem öllu ruddi úr vegi. Disley sagði frá þessu erlendis og þetta var haft svona á sýningum á verkinu víða síðar.“ – Varð þessi sýning þér til mikils framdráttar í leikhúsinu? „Ég veit það ekki, ég hef ekki sett mig sjálfan á slíkar vogarskálar. Ég hef meira að segja varast heldur að lesa gagnrýni vegna þess að mér fannst krítík á þeim tíma í sumum tilvikum skrifuð af fólki sem vissi ekkert meira en ég. Þegar ég sá hvernig þeir skrifuðu um önnur verk ályktaði ég að eins væri skrifað um þau verk sem ég ynni að og ég var ekkert að ergja mig á slíku, notaði heldur mína eigin dómgreind. Mín dómgreind var þó yfirleitt sú að á frumsýningu hefði ég viljað gera hlutina allt öðruvísi.“ Nýjar leiðir Nokkru eftir sýninguna á Nas- hyrningunum skildi leiðir Benedikts og Ernu Geirdal. „Ég varð þátttakandi eða aðstoð- arleikstjóri á uppsetningu söngleiks- ins My fair Lady. Þar kynntist ég Völu Kristjánsson sem lék þar aðal- hlutverkið. Þessi sýning bar vitni um mikið áræði Guðlaugs Rósinkrans, – þetta þótti varla gerlegt. En ég stóð með honum í þessu með þeim ár- angri að sýningin varð geysivinsæl og gekk lengi. Þetta var afdrifarík sýning fyrir mig. Hún kostaði hjóna- band okkar Ernu. Við Vala gengum síðar í hjónaband og okkur fæddust með tveggja ára millibili tveir synir, Einar Örn og Árni. Þeir hafa verið mér uppspretta gleði og hamingju ásamt þeirra yndislegu konum og börnum. Ég á sex barnabörn. Synir mínir hafa mikið starfað að tónlistar- málum og eru þekktir sem slíkir. Við Vala skildum þegar drengirnir voru ungir að árum og mér finnst sorglegt að hafa misst á þann hátt af uppeldi þeirra. En það var ekki bara að drykkja mín ykist jafnt og þétt heldur var ég mjög upptekinn af leikhúsinu á þessum tíma. Ég var þar öllum stundum og hafði með höndum leikstjórn stórra verka sem kröfðust „fjögurra sígarettupakka“ æfinga daglega. Ég minnist t.d. jóla- sýningar sem reyndi á alla mína krafta, þegar ég loks komst heim á jólunum þá var Einar farinn að tala – ég missti af því. En þótt ég hafi ekki verið daglegur þátttakandi í uppeldi drengjanna höfum við alltaf verið af- skaplega nánir. Alveg frá æsku þeirra höfum við treyst hver öðrum fyrir innstu leyndarmálum. Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég ákvað að fara og leita mér hjálpar í Banda- ríkjunum vegna drykkjunnar þá spurði ég bræðurna hvort þeim fynd- »Ég var búinn að vera á Íslandi í tvö ár þegar ég kynntist Ernu Geirdal. Hún var og er mikil málamanneskja og hafði verið í Frakklandi í tungu- málanámi en vann að mig minnir þá stundina í Útvegsbankanum – eins og margar fallegar konur gerðu á þeim tíma. Erna Erna Geirdal ung eiginkona Benedikts og Erna nú þegar þau hafa aftur tekið upp sambúð. Í París Benedikt Árna- son á þeim árum sem hann og Erna Geirdal voru ung hjón stödd í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.