Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 34
ævistarf 34 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g er sjálfsagt eini for- stjórinn á landinu sem er fæddur inni á sinni eigin stofnun,“ segir Guðrún Birna Gísla- dóttir, forstjóri dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Grundar. Á Grund er þessa helgi haldið upp á tvöfalt afmæli. Í fyrsta lagi eru nú 85 ár frá því heimilið var vígt, en það gerðist 29. október 1922 (en fyrstu árin var heimilið til húsa í öllu smærra húsi sem stóð við Kapla- skjólsveg). Í öðru lagi er haldið upp á það að Gísli Sigurbjörnsson, fyrr- um forstjóri Grundar og faðir Guð- rúnar, hefði orðið 100 ára þann sama dag. Í kringum þessa helgi rekur hver stórviðburðurinn annan á heimilinu. Guðrún er þriðji ættliðurinn sem fer með stjórn Grundar. Föðurafi hennar, Sigurbjörn Ástvaldur Gísla- son, stofnaði Grund ásamt fleirum á sinni tíð. Sigurbjörn var þjóðkunnur guðfræðingur og kennari. Þetta var á 2. áratug síðustu aldar. Þá ríkti mikil örbirgð í landinu og Sigurbirni hraus hugur við aðbúnaði fjöl- margra aldraðra hér. Hann hafði kynnst starfrækslu elliheimila er- lendis. Í samvinnu við fáeina hug- sjónamenn og kaupmenn í bænum stofnaði hann líknarfélagið Samverj- ann sem beitti sér fyrir því að unnt væri að festa kaup á húsi við Kapla- skjólsveg og koma þar á fót Elli- heimilinu Grund. „Hann afi var stórkostlegur mað- ur,“ segir Guðrún. „Ég man vel eftir honum. Amma mín, Guðrún Lár- usdóttir alþingismaður og skáld, og tvær dætur þeirra drukknuðu vo- veiflega árið 1938. Þá flutti hann ávarp við gröfina. Hann vígðist sem prestur hér til heimilisins árið 1942. Afi og amma byggðu Ás á Sól- vallagötu og Pétur Lárusson bróðir Guðrúnar byggði Hof sem er við hliðina. Þaðan eru komin nöfnin á Ásvallagötu og Hofsvallagötu.“ Uppeldisár á elliheimili „Ég er fædd hér í stóra húsinu rétt eins og eldri systur mínar. Pabbi og mamma áttu heima þar. Við vorum ekki með séríbúð heldur bjuggum meðal heimilisfólksins. Gangurinn sem við bjuggum á var kallaður Frúargangur. Það var vegna þess að mamma var alltaf kölluð frú Helga. Árið 1945 fluttum við í starfsmannahúsið Minni- Grund. Það má segja að ég sé alin upp á elliheimili. Ég umgekkst gamla fólk- ið á hverjum degi, lærði af því að prjóna og spila marjas en líka að drekka kaffi sex ára. Að vísu var þetta nú mestmegnis mjólk með kaffi út í. Við systurnar lékum okkur hér, hlupum um gangana og földum okkur. Þetta væri ekki leyft í dag. Mér hefur alla tíð liðið betur með mér eldra fólki. Það hefur bara alltaf verið þannig. Ég er nú búin að vinna hér í meira en 40 ár. Ég bý hér í húsinu við hliðina á. Það er stutt að fara. Og einhvern tímann þá bara fer ég ekkert heim. Það var líka mjög gaman þegar sundlaugin var tekin í notkun árið 1953. Hún er ekki stór, það eru svona þrjú sundtök yfir og við feng- um að leika okkur þar um helgar, systurnar. Nína systir mín lærði síðan að hjóla á Frúarganginum. Fólk átti þar fótum fjör að launa. Við vorum líka naskar að finna út hvert af heimilisfólkinu ætti nammi. Við vorum í rauninni dekraðar. Svo þegar lyftan kom í húsið þá voru það mikil nýmæli. Þá vorum við systurnar í lyftunni tímunum sam- an. Ég man líka að það var um tíma sólpallur við stærra húsið. Þar ákváðum við að útbúa skautasvell. Við bárum vatn í fötum eftir göng- um hússins og út á þennan sólpall og létum frjósa þar. Ég skil ekki allt sem við komumst upp með. Við vor- um svo heppin að vera með danskan garðyrkjumann á þessum tíma sem hét Larsen. Hann starfaði hér í tæp 60 ár og garðurinn hans fékk oft verðlaun. Á haustin vorum við stelp- urnar ötular við að slíta upp blómin og hlaupa með þau inn og færa gamla fólkinu inn á herbergi. Og þetta leyfði pabbi allt saman.“ – Þarna hefur verið fólk frá 19. öld, úr allt öðru samfélagi en nú er. Manstu þá ekki eftir heimilisfólki sem bar svipmót löngu liðins tíma? „Jú, jú. Hér var til dæmis ein kona með kött með sér. Hún var kölluð Katta-Helga. Þetta væri nú ekki leyft í dag. Svo átti ég mjög góða vinkonu sem var kölluð Ásta Pje. Hún reykti pípu sem var óvenjulegt. En mér eru margir minnisstæðir. Það var skúr hér á lóðinni þar sem menn riðu net lengi vel. Ég man að það var alltaf sérstök lykt af snærinu. Við ölumst í raun upp í umhverfi þar sem líf okkar og starfsemi heim- ilisins voru eitt. Maðurinn minn seg- ir líka stundum að það sé erfitt að greina þarna á milli í mér, ég sé svo samofin þessu öllu. Ég er til dæmis skírð úti á elliheimili. Og síðar gifti afi Sigurbjörn mig þar og fyrri manninn minn sem er látinn. Synir mínir voru líka skírðir þarna í kap- ellunni. Þá var heimilisfólkið gest- irnir.“ – Svo heimilisfólkið varð líkt og guðforeldrar skírnarbarnanna? „Já. Það var mjög notalegt. Hér var líka oft einkar sérstakur andi í kringum jólin. Þá settumst við niður og flokkuðum póst og kveðjur og bárum svo til heimilisfólksins. Við vorum líka alltaf með litlar jóla- gjafir handa fólkinu. Allra fyrst man ég að var gefið epli og appelsína. Þá sátum við við að pússa eplin og svo töldum við brjóstsykur í poka. Svo fórum við með þetta í öll herbergin. Á aðfangadag messaði afi og eftir það fórum við systurnar með pabba á öll herbergin, tókum í höndina á öllum og buðum gleðileg jól. Ég hef reynt að halda þessum sið. Á gaml- árskvöld voru svið í matinn. Þá fór fólk með kjammana með sér inn á herbergi og stakk úr þeim með vasa- hníf. Þegar ég sagði kokkinum okk- ar þetta fórnaði hann bara höndum! Það voru mikil þrengsli hérna oft og tíðum. Nú eru hér 220 heim- ilismenn. En þegar flest var voru hér 380. Þó var það áður en Litla- Grund kom til og hjónaíbúðir úti á Brávallagötu. Svo við erum því búin að fækka heimilisfólki um 160 manns.“ Aðhaldssami húmoristinn Faðir Guðrúnar, Gísli Sigur- björnsson, var aðeins 27 ára þegar hann tók við starfi sem forstjóri Grundar. Hann gegndi starfinu í tæp 60 ár en lést 1994, 86 ára að aldri. Gísli er löngu orðinn þjóðsaga, samgróinn starfsemi Grundar. „Pabbi kenndi okkur systrunum í æsku að við ættum að vera góðar við gamla fólkið,“ segir Guðrún. „Elli- heimilið var hans hjartans mál, númer eitt, tvö og þrjú. Maður heyrði frá upphafi að það var það sem skipti öllu máli. Pabbi mátti í raun ekkert aumt sjá. Hann var æv- inlega að rétta fólki hjálparhönd og þá gjarnan bak við tjöldin. Þegar pabbi tekur við stjórninni hér er heimilið nánast gjaldþrota. Ég var um daginn að skoða erindi sem hann flutti á 25 ára starfs- afmæli sínu og þar segir hann: „Undanfarið hef ég farið yfir fundargerðir stjórnar stofnunar- innar þessi 25 ár sem ég hef starfað hér. Ég var alveg forviða á því sem ég las. Ég var búinn að gleyma erf- iðleikunum sem alls staðar voru, til- litsleysinu, tómlætinu og stundum beinlínis andúð sem við áttum við að stríða. Fjárhagslegir örðugleikar voru miklir. Ég vissi stundum ekki hvað gera átti. 50 krónur voru borg- aðar af 1.000 króna víxli. Persónu- lega var ég kominn í ábyrgðir með allar mínar eigur sem þá voru ekki miklar og sparipeninga dætra minna varð ég að taka oftar en einu sinni til að hjálpa yfir erfiðasta hjallann. Ríkisstyrkurinn sem hafði verið 4.000 krónur á ári var felldur niður strax og ég tók við stjórn heimilis- ins.“ Pabbi sagði alltaf við mig: „Ef smáatriðin eru ekki í lagi þá geta stóru hlutirnir heldur ekki verið það.“ Hann vildi ekki að fólk skorti neitt en honum ofbauð hins vegar allt bruðl. Til dæmis um það er, þeg- ar verið var að byggja við stóra hús- ið. Þá fékk pabbi okkur til að fara um svæðið og safna notuðum og bognum nöglum. Hann keypti síðan naglana af okkur aftur, lét rétta þá og nota upp á nýtt. Þú getur nú ímyndað þér hver færi að gera svona í dag!“ – Svo honum myndi þá vænt- anlega ofbjóða ýmislegt bruðl í sam- félaginu núna? „Mér ofbýður nú reyndar oft sjálfri bruðlið út um allt – og líka hér inni á heimilinu. Allir þessir plast- pokar og pappír, allt það sem er hent. Það þykir ekki fínt að vera nýtinn. Ég er ekki að tala um að vera nískur, það er allt annað. Pabba myndi sjálfsagt bregða í brún ef hann kæmi hér inn og sæi hvernig umhorfs er á gamla skrif- borðinu hans. Ég nota það ennþá. Þetta er afar skrautlegt borð og allt útskorið. En það var aldrei neitt á því á hans tíð nema eitt lítið box með minnismiðum. Hann sat alltaf í stól með útskornu háu baki. Þetta var mjög óþægilegur stóll. Ég skipti honum út fyrir stólinn sem ég nota núna. Ég hef aldrei viljað fá hingað nútíma skrifstofustól á hjólum. En sonur minn segir að hann hafi aldrei kynnst verri stól á ævi sinni. Svo ég er kannski ekki svo ólík pabba að þessu leyti. Grund er komin til ára sinna og við erum kannski svolítið gamaldags með það hvernig við innréttum heimilið. Við erum til dæmis með í fullri notkun stóla frá 1930. sem Góður andi á Grund Guðrún Birna Gísla- dóttir fæddist á Grund og elliheimilið varð hennar starfsvett- vangur. Hún varð for- stjóri á fæðingarstað sínum. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við hana í tilefni af tvö- földu stórafmæli, sem haldið er á Grund nú um helgina. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þriðji ættliðurinn Guðrún Birna Gísladóttir er þriðji ættliðurinn, sem fer með stjórn dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Hún hefur starfað þar í 40 ár. Nýtnin í hávegum höfð Gísli á Grund borgar börnunum fyrir notaða nagla af byggingarsvæði Grundar sem svo voru réttir við. » Þeir sögðu að ekki myndi sjást til sólar fyrir húsinu. Þá tók pabbi sig til og lét steypa í vegg- inn stóreflis sól og mála hana gula. Þessi sól er enn á húsgaflinum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.